Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 23 + Iþróttir Iþróttir Bland í poka Tertnes, meö Fanneyju Rúnarsdótt- ur í markinu, vann óvæntan útisigur á Bækkelaget, 26-30, i norsku A-deild- inni í handbolta á laugardaginn. Þetta var fyrsta tap Bækkelaget á tímabilinu en liðið vann Tertnes meö 18 mörkum í bikarnum í vetur. Lyk- illinn að sigri Tertnes var sá að Kjersti Grini, fremsta handbolta- kona Noregs, tók Önju Andersen hina dönsku gjörsamlega úr umferð, svo rækilega að Anja, sem talin er besta handboltakona heims, var að lokum tekin af velli. Gústaf Bjarnason átti stjömuleik með Willstatt i þýsku B-deildinni i handbolta á sunnudaginn. Gústaf skoraði 9 mörk úr jafnmörgum skot- um þegar Willstatt vann Friesenheim á útivelli, 22-25. Willstatt er enn tap- laust á toppnum í suðurriðli deildar- innar, er með 30 stig eftir 16 umferð- ir. Alþjóóa knattspyrnusambandió, FIFA, setti í gær Kamerún i alþjóð- legt bann um ótiltekinn tima. Þetta eru eftirmál af HM i Frakklandi í sumar en þá voru 3.000 miðar á leiki sem knattspymusambandið í Kamer- ún fékk til umráða seldir á svörtum markaði. Spœnska knattspymufélagið Real Betis hefur ráðið einkaspæjara til að hafa uppi á einum vamarmanna sinna, Celso Ayala frá Paraguay. Ayala hefur ekki sést á Spáni eftir að hafa fariö heim í jólafri en vitað er að hann vill yfirgefa Spán og fara til síns gamla félags, River Plate í Argentínu. Michael Olowokandi, fremsti nýlið- inn sem væntanlegur var í NBA- deildina í körfubolta í vetur, hefur samiö við Bologna á Ítalíu. Hann er þriðji leikmaðurinn sem yfirgefur NBA í verkfallinu á stuttum tíma en Vlade Divac og Arvydas Sabonis em einnig komnir til liða í Evrópu. Tvö af neöstu liðum spænsku A- deildarinnar í knattspyrnu ráku þjálfara sína í gær. Nando Yosu fékk sparkið hjá Racing Santander og Miguel Angel Russo hjá Salamanca. -VS ENGLAND Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn ætlar að fara hópferð á stórleik Arsenal og Chelsea í ensku A-deildinni i knatt- spymu sem fram fer á Highbury í lok mánaöarins. Farið veröur út fóstu- daginn 29. janúar og til baka heim sunnudaginn 31. janúar. Verðið í þessa ferð er kr. 43.400. Nánari upp- lýsingar era hjá Úrval-Útsýn í s. 569- 9300. Danska félagið Bröndby er á höttun- um eftir danska markverðinum Peter Schmeichel hjá Manchester United. Schmeichel lék með Bröndby áður en hann fór til United. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Bröndy sé reiöubúið að gera Sch- meichel þvílíkt tilboð að hann geti ekki hafnað því. Hann á að fá 115 milljónir króna á ári fyrir að leika með félaginu en að auki verður hann gerður að nokkurs konar knatt- spymustjóra hjá félaginu. Alex Ferguson, stjóri United, er sagður óánægður með frammistöðu Schmeichels í undanfomum leikjum. Hann er á fullri ferð að leita að arf- taka Schmeichels og er með 5 milljón- ir punda í veskinu fyrir réttan mark- vörð. Talið er að Ferguson vilji skipta fljótlega um markvörö, jafnvel fyrir næstu leiki i meistaradeildinni í mars. -GH/SK Ikvöld 1. deild karla í handknattleik: ÍR-HK.......................20.00 Stjaman-Afturelding.........20.00 Þattaskil hja Keflavíkurstelpum - sem töpuöu fyrir Stúdínum í gær ÍS vann Keflavík, 44-41, í 1. deild kvenna í gær í spennandi leik sem ekki verður þó minnst fyrir gæðin því jólafriið hefur greinilega sett stelpurnar úr nokk- urri leikæfmgu. Spennan var þó til staðar og fyrir utan góðan kafla hjá ÍS í upphafi seinni hálfleiks er þær komust í 11 stiga forustu var jafnt allan tímann. Keflavík leiddi með 4 stigum þegar 5 mínútur voru eftir en ÍS skoraði 7 síðustu stigin og Alda Leif Jónsdóttir tryggði ÍS sigurinn með því að skora úr 2 vítum 11 sekúndum fyr- ir leikslok. ÍS tryggði þar með stöðu sína í 2. sætinu á eftir KR-stúlkum. 12 ára tímabili lokið Það eru liöin 12 tímabil síðan Keflavík tapaði síðast fimm deildarleikjum á einu tímabili og markar þetta tímabil nokkur þáttaskil i kvennakörfunni í Keflavík. Ungar stelpur fá að reyna sig í vetur og strax má sjá það fara að skila sér því síðast töpuðu þær með 26 stigum í Kennó en nú aðeins með þremur. Ein af þeim ungu, Svava Stefánsdóttir, er aðeins 14 ára en sýndi góð tilþrif í gær og skoraði 5 stig á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og á framtíðina fyrir sér. Anna María Sveinsdóttir þjálfari miðlar reynslu sinni og það verður ekki lengi að bíða eftir sterku liði úr Keflavík. Stig ÍS: Georgia Kristiansen 9, Alda Leif Jónsdóttir 8 (7 stoðsendingar), Lovisa Guð- mundsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 7 (11 frá- köst), Hafdis Helgadóttir 7, Liliya Sushko 3, Maria Leifsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Kristín Blöndal 14, Anna María Sveinsdóttir 8 (14 fráköst og 7 stolnir boltar), Svava Stefánsdóttir 5, Marín Rós Karls- dóttir 5, Bjarney Annelsdóttir 3, Kristín Þórar- insdóttir 2, Bima Guðmundsdóttir 2 og Lóa Björg Gestsdóttir 2. -ÓÓJ Undarleg lending - í lyQamáli hjá Petr Korda Þrátt fyrir að hafa fallið á lylja- prófi á dögunum er tékkneski tennisleikarinn Petr Korda á fullri ferð í stórmóti at- vinnumanna í Katar sem hófst í gær. Upp komst um lyfjaát Korda þeg- ar umtalsvert magn stera fannst í þvagi hans. Þrátt fyrir þessar niður- stöður slapp Korda með sekt og að auki voru dreg- inafhonumnokk- ur stig á afreka- listanum. Menn hafa velt fyrir sér ástæð- unni fyrir þessari undarlegu lend- ingu í máli Korda en engu er líkara en að hann sitji ekki við sama borð og aörir íþróttamenn þeg- ar ólöglegt lyfjaát er annars vegar. Með réttu hefði Tékklendingurinn átt að dúsa í árs banni frá tennis- mótum. Eins og venju- lega hefur Korda þrætt fyrir að hafa étið sterana en þaö er háttur íþróttamanna þeg- ar til þeirra næst. Hann segist ekk- ert skilja í þessu og þvemeitar aö hafa neytt ólög- legu lyfjanna. Þessar hefð- bundnu fullyrðing- ar hefur alþjóða tennissambandið, öllum að óvörum, tekið gildar. Var einhver að tala um Jón og séra Jón? -SK ikf IA fær liðsstyrk Birna Guðmundsdóttir úr Keflavík reynir hér skot en Signý Hermannsdóttir Stúdína er til varnar. ÍS hafði betur og tryggði stöðu sína í 2. sæti deildar- innar. DV-mynd Hilmar Þór Baldur Ingimar Aðalsteinsson, 18 ára knattspymumaður frá Húsavík, er geng- inn til liðs við ÍA en hann hefur leikið með Völsungi til þessa. „I heildina er samningurinn til fimm ára, þ.e. þrjú ár á uppeldissamningi og tvö ár á leikmanna- samningi," sagði Sæmundur Víglunds- Handboltinn af staö í kvöld: Stórleikur í Gardabæ - þegar Stjarnan mætir toppliöi Aftureldingar son, framkvæmdastjóri Knattspymufé- lags ÍA, við DV. Teitur ekki að leita „Teitur Þórðarson er ekki að leita að leikmönnum fyrir félagið í samráði við Loga. Við höfum rætt við Teit um upp- byggingu og skipulag knattspymufélaga. I þeim málum hafa fáir ef nokkur meiri þekkingu og reynslu en einmitt hann. Að sjálfsögðu hefur erlenda leikmenn borið á góma í viðræðum þessum en ég ítreka að gefnu tilefni að Teitur er ekki að leita að leikmönnum fyrir félagið erlendis," sagði Sæmundur. -DVÓ Knattspyrna: Andri Andri Marteinsson knattspymumaður, sem leikið hefur með Leiftursmönnum á Ólafsfirði undanfarin tvö ár, hefur ákveð- ið að ganga til liðs við FH og mun leika með liðinu í 1. deildinni í sumar. Andri þekkir vel hjá Hafnarfjarðarliö- inu en hann lék með því í sex ár frá 1990 1994. Andri er 33 ára gamall og þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en alls hefur hann leikið 232 leiki. Hann var fyrirliði Leifturs á síðasta keppnistímabili og lék stórt hlutverk með liðinu í stööu aftasta varnarmanns. „Það er farið að síga á seinni hlutann hjá manni og mér finnst gott að enda fer- ilinn á kunnum slóðum. Ég átti mín bestu ár í knattspymunni hjá FH og það er gaman að vera kominn aftur til félagsins. Ég átti tvö mjög góð ár með Leifturs- mönnum og ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni," sagði Andri í samtali við DV í gær. Hann hélt í gær til Bandaríkj- FH anna þar sem hann er í námi en hann er svo væntanlegur til íslands í maí. Andri verður góður liðsstyrkur fyrir FH-inga sem tvö síðustu keppnistímabil hafa naumlega misst af úrvalsdeildar- sæti. FH-ingar halda sama mannskap og lék með þeim í sumar og undir stjórn Magnúsar Pálssonar hafa þeir sett stefn- una á úrvalsdeildina. -GH Sigfús Sigurðsson á heimleið frá Spáni: Mætti illa á morgnana - sagði Mats Olson, framkvæmdastjóri Cantabria, við DV Andri Marteinsson er hér í búningi Leifturs síðastliðið sumar. Andri hefur nú ákveðið að yfirgefa herbúðir Leift- urs og er genginn í raðir síns gamla liðs, FH. Islandsmótið í handknattleik: Sigfús Sigurðsson er hættur að leika með spænska handknattleiksliðinu Caja Cantabria frá Santander. Hann er á heim- leið og eru allar líkur á því að hann leiki í 1. deildinni hér á landi það sem eftir er vetrar en með hvaða liði er ekki vitað á þessu stigi. Sigfús lék með Val áður hann gerði samning við Caja Cantabria fyrir yfirstandandi tímabil. „Sigfús mætti illa á morgunæfingar. Hann var búinn að fá viðvörun frá félag- inu að taka sig á í þeim efnum. Sigfús er ungur að árum og á tvímælalaust framtíð- ina fyrir sér. Þetta gekk því miður ekki upp hér og ég er mjög leiður yfir þessum málalokum. Sigfús var leystur undan samningi og við höfum gert upp við hann að fullu. Ég tel ekki ólíklegt að félagið fari fram á einhverja greiðslu fyrir Sigfús fari hann að leika með íslensku félagi. Við borguðum fyrir hann þegar hann kom til okkar fyrir tímabiliö," sagði sænski markvörðurinn góðkunni, Mats Olson, í samtali við DV í gærkvöld en hann er framkvæmdastjóri Caja Cantabria og lék með liðinu í mörg ár. -JKS ^ Stórmót IR í frjálsum íþróttum: Galkauskas Susan Smith etur kappi við Guðrúnu grófastur Gintas Galkauskas, Litháinn í í liði Aftureldingar, er grófasti leikmaður 1. deildarinnar eftir 13 umferðir. Hann hefur 17 sinnum mátt þola að líta tvo fingur og hefur því dúsað í 34 mínútna refsivist til þessa á tímabilinu. Næstir koma félagi hans úr Aftureldingu, Magnús Már Þórðarson, Björgvin Björgvinsson úr Fram og Erlingur Richardsson úr Val, allir með 16 brottvísanir. Petr Baumruk úr Haukum hefur hlotið 15 slíkar, Alexander Amarsson úr HK 14 og Theódór Valsson úr Val er síðan þar á eftir með 13 brottvísanir. KA er grófasta liðið í deildinni en efsti maður þar á lista er Sverrir Bjömsson með 10 brottvísanir. -ÓÓJ Fylkir lagði Fjölnismenn Frjálsíþróttadeild IR hef- ur gengið frá samningum við fyrstu erlendu stór- stjömuna til að koma og keppa á stórmóti ÍR-inga í Laugardalshöll þann 24. jan- úar. Það er engin önnur en Susan Smith, írski methaf- inn í 400 metra grindahlaupi kvenna og heimsfrægur hlaupari, sem hefur ákveðið að keppa á mótinu en hún hefur skotist fram á stjömu- himininn síðustu 2 árin rétt eins og Guðrún Amardóttir. Smith á best 54,31 sek. í 400 m grindahlaupi sem er 8. besti tími í heiminum. ís- landsmet Guðrúnar er 54,59 sek. sem hún setti á EMí Búdapest í fyrra. Guðrún og Susan Smith munu etja kappi saman í 50 metra grindahlaupinu á IR- mótinu auk þess sem þær keppa i 50 metra hlaupinu. Smith er jafngömul Guðrún og býr í Athens í Georgíu þar sem Guðrún hefúr verið við æfingar og nám undan- farin ár. Þær tvær em góðar vinkonur og hafa marga hildi háð á hlaupabrautinni á undanförnum árum. -GH Fylkir sigraði Fjölni, 23-19, í 2. deild karla í handknattleik í Fylkishús- inu í gærkvöld. Eymar Kuger skoraði 7 mörk fyrir Fylki og Þorri B. Gunnars- son 7 mörk fyrir Fjölni. -JKS Arsenal áfram í bikarnum Ai-senal er komið í 4. umferö ensku bik- arkeppninnar eftir sigur á Preston, 2-4, á útivelli í gærkvöld. Það blés ekki byrlega fyrir Arsenal ffarnan af en Preston náði tveggja marka forystu og var Kurt Nolan að verki í bæði skiptin. Undir lok fyrri hálfleiks tókst Luis Boa Morte að laga stöð- una fyrir Arsenal. I síðari hálfleik bætti Arsenal við þremur mörkum, tveim frá Emmanuel Petit og fjórða markið skoraði Marc Overmars. Preston lék einum færri síðasta hálftímann og urðu þá kaflaskil í leiknum. Arsenal mætir Wolves í 4. um- ferð. -JKS Handboltafólk tekur fram skóna að nýju í kvöld en þá verður leikin heil umferð, bæði í karla- og kvennaflokki. Afturelding er í toppsæti deildar- innar í karlaflokki og í kvöld mætir liðið Stjömunni í Garðabæ. Þetta verður að teljast stórleikur umferð- arinnar. Mosfellingar hafa leikið liða best í vetur en Stjömumenn hafa verið vaxandi og hafa sýnt og sannað að þeir geta unnið hvaða lið sem er. I Eyjum taka heimamenn á móti KA. Viðureignir þessara liða hafa oftar en ekki verið mjög spennandi og verður fróðlegt að sjá hvort KA til leiks. Grótta/KR þarf nauðsyn- lega á stigum að halda í botnbarátt- unni og það er aldrei að vita nema liðinu takist að leggja Val að velli eins og í bikarleiknum á dögunum. Hörkuleikur í Austurbergi ÍAusturbergi verður sannkallað- ur botnbaráttuslagur en þar eigast við ÍR og HK. Bæði liðin em við botn deildarinnar og því eru stigin sem í boði em mjög mikilvæg. Botnlið deildarinnar, Selfoss, fær Hauka í heimsókn og þar þurfa Sel- fyssingar lífsnauösynlega á stigum að halda. Haukarnir hafa gengið í gegnum erfiða tíma. Þeir töpuðu sjö IR HK 13 13 8 322-347 7 306-335 Grótta/KR 13 2 3 8 322-352 7 Selfoss 13 2 2 9 295-340 6 Á blaðsíðu 25 getur að líta fróð- lega tölfræði úr umferðunum 13 sem búnar em. Fjórir kvennaleikir Hjá kvenfólkinu eru fjórir leikir á dagskrá sem allir hefiast klukkan 18.30. FH tekur á móti ÍR, Grótta/KR fær Fram í heimsókn, ÍBV og Valur eigast við í Eyjum og Körfuknattleikur: Þriðji Kaninn til Haukanna Selfoss-Haukar 20.00 verði fyrst liða tÚ að taka stig í Eyj- leikjum í röð áður en þeir lögðu ÍR- Staðan í deildinni fyrir umferð- FH-Fram 20.30 um á þessari leiktíð. inga aö velli fyrir jólafríið og sá sig- ina í kvöld er þessi: Valur-Grótta/KR 20.30 Framarar sækja FH-inga heim í ur hefur örugglega aukið sjálfs- Stjarnan 12 10 1 1 339-253 21 ÍBV-KA 20.30 Kaplakrika og þar má búast við traustið í herbúðum Haukanna. Fram 12 9 1 2 316-260 19 hörkuleik. Fram og FH mættust í Staðan í deildinni fyrir umferð- Haukar 11 8 1 2 249-223 17 1. deild kvenna í handknattleik: undanúrslitunum á íslandsmótinu á ina í kvöld er þessi: Valur 11 7 1 3 246-204 15 FH-ÍR 18.30 síðasta tímabili og þar höfðu Fram- Afturelding 13 10 1 2 353-313 21 Víkingur 11 5 3 3 253-243 13 Grótta/KR-Fram 19.00 arar betur í oddaleik. Fram 13 9 0 4 359-322 18 Grótta/KR 11 4 2 5 225-232 10 ÍBV-Valur 18.30 íslandsmeistarar Vals taka á móti Stjaman 13 8 1 4 324-319 17 FH 11 3 2 6 249-236 8 Víkingur-Haukar .... 18.30 nýliðum Gróttu/KR. Valsmenn Valur 13 8 0 5 304-282 16 ÍBV 10 3 1 6 230-241 7 voru í mikilli niðursveiflu áður en KA 13 8 0 5 336-320 16 KA 12 1 0 11 217-317 2 1. deild kvenna f körfubolta: jólafríið skall á en hver veit nema ÍBV 13 6 2 5 304-298 14 ÍR 11 0 0 11 178-295 0 Grindavík-KR 20.00 jólasteikin hctfi fariö vel ofan í Hlíð- Haukar 13 5 1 7 350-348 11 - GH arendapiltana og þeir komi sterkari FH 13 5 1 7 317-315 11 Valsmenn minnast Benfica-leiksins Knattspyrnulið Vals frá árinu 1968 kom saman á Hlíðarenda á gamlársdag til að minnast þess að í haust voru 30 ár liðin frá hinum fræga leik Valsmanna gegn Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Áhorfendur á Laugardalsvellinum voru 18.243 og það er aðsóknarmet hér á landi sem sennilega verður aldrei slegið. Úrslitin vöktu líka athygli því leik- urinn endaði 0-0. Benfica hafði um vorið mætt Manchester United í úrslitaleik Evrópukeppninnar og var með hálft bronslið Portúgals frá HM 1966 innanborðs, og þar á meðal Eusebio, markakóng þeirrar keppni. Leikmennirnir og aðstandendur liðsins gáfu félaginu í tilefni tímamótanna glæsilegt veggspjald með margvíslegum minjagripum frá leiknum. Á myndinni eru þeir með spjaidið. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Frímannsson, formaður fjáröfiunar- nefndar, Þórður Þorkelsson stjórnarmaður, Ægir Ferdinandsson, formaður Vals, Bergsveinn Alfonsson, Þorsteinn Friðþjófsson, Reynir Jónsson, Halldór Einarsson, Sigurður Ólafsson, Sigurður Dagsson, Alexander Jóhannesson og Elías Hergeirsson, formaður knattspyrnudeildar. Fremri röð frá vinstri: Ingvar Elíasson, Sigurður Jónsson, Gunn- steinn Skúlason, Smári Jónsson og Hermann Gunnarsson. Á myndina vantar Pái Ragnarsson, Samúel Erlingsson og Baldvin Jónsson, formann áróðursnefndar. -VS/DV-mynd HH Úrvalsdeildarlið Hauka í körfuknatt- leik teflir fram nýjum Bandaríkjamanni þegar það mætir KFÍ í fyrstu umferðinni eftir jólafríið á fimmtudagskvöldið. Sá heitir Antonie Brockington og er 24 ára gamall bakvörður. Hann útskrifaðist úr Coppin State háskólanum í vor. Hann hefur ekki leikið í Evrópu en hefur ver- ið að spila í minni deildum í Bandaríkj- unum og var stigahæsti leikmaðurinn í sínum riðli með 20 stig að meðaltali í leik og var valinn besti leikmaðurinn. Að sögn Jóns Arnars Ingvarssonar, þjálfara og leikmanns Hauka, er Brock- ington mjög góður íþróttamaður sem Haukar binda miklar vonir við. Brock- ington er 1,88 metrar á hæð og er með mikinn stökkkraft enda iðinn viö að troða knettinum í körfú andstæðing- anna, segir Jón Amar. Hann verður þriðji Bandaríkjamaður- inn sem klæðist Haukabúningnum á þessari leiktíð. Myron Walker hóf leik- tíðina með Haukunum en hann hélt heim á leið af persónulegum ástæðum eftir rúmlega eins mánaðar dvöl. Brian Holbert leysti Walker af hólmi en staldraði stutt við. Holbert lék aðeins einn leik með Haukum og ekki er hægt að segja annað en að hann hafi slegið í gegn þvi hann skoraði 44 stig í leik gegn Þór. Holbert kunni ekki við sig á land- inu og kaus að fara heim. Haukar vona nú aö vera Brockingtons hér á landi verði lengri og að hann leiki með liðinu út leiktíðina en hann mætti á sína fyrstu æfingu í gærkvöldi og er kominn með leikheimild. -GH Bland í poka Þórey Edda Elísdóttir stangar- stökkvari var útnefhd íþróttamaöur FH 1998 en valiö átti sér stað á gaml- ársdag. Þórey skaust fram á sjónar- sviðið í stang- arstökkinu og .fímP®' náði mjög góðum ár- angri á þeim mótum sem hún keppti á. Þá var hún i sigursveit FH- inga sem varð íslands- og bikarmeistari í frjálsum íþróttum á árinu. Þórey hóf að leggja stund á stangarstökk fyrir þremur árum og framfarimar hjá henni hafa verið gríðarlega miklar. Handboltakonan Harpa Melsted varð fyrir valinu sem íþróttamaður Hauka fyrir árið 1998. Harpa hefur iðk- aö handknattleik hjá Haukum allt frá bamsaldri og hefur verið lykiimaður í öllum flokk- um. Þá hefur hún leikið með öllum kvennalands- liðum ís- lands. Harpa hefur verið sigursæll fyr- irliði meist- araflokks kvenna á undanfómum árum, bikarmeistari og íslandsmeistari 2 ár i röð. Hún hefur leikið 300 leiki með meistaraflokki og hefur ætið vakið athygli og aðdáun fyrir mikla baráttu og er sönn fyrir- mynd góðra íþróttamanna. Guðmundur Hrafnkelsson var á gamlársdag útnefndur Valsmaður árs- ins 1998. Guð- mundur var fyrirliöi Vals- manna sem urðu bæði ís- lands- og bik- armeistarar i handknattleik á árinu og hann varði mark íslenska landsliðsins af sama krafti og fyrr. í lyfjaprófi fyrir skömmu kom í ljós að íslenskur íþróttamaður var yfir þeim viðmiðunarmörkum sem unniö er eftir. Viðbótarpróf verður tekið til samanburðar og liggja niðurstööur jafnvel fyrir í lok febrúar. Þess má geta að þrír íslenskir íþróttamenn hafa fallið á þessu prófl. -GH/VS/JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.