Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 9 Utlönd Sonur Saddams Husseins blóðugur upp að öxlum: Mörg hundruð tekin af lífi á svæðum síta Iraskar öryggissveitir undir for- ystu næstelsta sonar Saddams Husseins íraksforseta hafa tekið mörg hundruð manns að lifi í suð- urhluta landsins á undanfórnum sex vikiun, að því er bandaríska ut- anríkisráðuneytið skýrði frá i gær. íbúar suðurhluta íraks eru aðallega sítamúslimar. írösk stjórnvöld hafa einnig tekið meira en tvö þúsund óbreytta borg- ara frá fenjasvæðunum í suðri í gíslingu, þar á meðal gamalt fólk og lasburða, konur og böm. James Rubin, talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Washington, hafði þetta eftir heimildarmönnum úr röðum íraskra stjórnarandstæðinga. Rubin setti kúgunaraðgerðirnar nú í samband viö morðið á tveimur háttsettum íslömskum klerkum á siðasta ári. Klerkamir tveir vora báðir íranskir og af trúflokki sita, með aðsetur í Irak. Rubin sagði að stjómvöldum hefði verið kennt um morðin. „Svo virðist sem ofsóknimar hafi náð hámarki í nóvember þegar hundruð manna vom drepin í að- gerðum sem Qusay Hussein stjóm- aði persónulega," sagði Rubin. Qusay, sem er næstelsti sonur Saddcuns Husseins, stjómar örygg- issveitum landsins. „Á undanfómum sex vikum höf- um við séð fréttir af fjöldahandtök- um um allt sunnanvert flugbanns- svæðið og í úthverfum sita í Bagdad og hundruðum andófs- manna sem hafa verið teknir af lífi í fangelsunum í Amara og Rad- wania,“ bætti Rubin við. Talsmaðurinn sagði að írösk yfir- völd hefðu lagt sjö þorp við jaðar fenjasvæðanna í rúst eða breytt þeim í varðstöðvar fyrir herinn. Saddam Hussein Iraksforseti sigaði syni sínum á andófsmenn. Áveitukerfið var gert óvirkt og tré vom höggvin. „Rúmlega tvö þúsund óbreyttir borgarar, sem ekki tókst að flýja, vom að sögn teknir í gíslingu af stjómarhermönnum. Gamalt fólk, lasburða, konur og börn tekin í gísl- ingu og send til Bagdad," sagði James Rubin. írösk stjórnvöld tilkynntu Sam- einuðu þjóðunum opinberlega í gær að þær skyldu kalla heim banda- ríska og breska starfsmenn sína í landinu og skipa menn af öðru þjóð- erni I staðinn. írakar bám við mik- illi reiði almennings í kjölfar flug- skeytaárása breskra og banda- rískra flugvéla á írak í síðasta mán- uði. í minnisblaði íraka segir að þeir geti ekki ábyrgst öryggi Bretanna og Bandaríkjamannanna og því sé rétt að gera ráðstafanir. Elizabeth Dole spáir í framboð Elizabeth Dole, eiginkona Bobs Doles, fyrrum öldungadeildar- þingmanns og forsetaframbjóö- anda repúblikana, sagði í gær að hún væri að íhuga að fara í fram- boð í forsetakosningunum árið 2000. Hún lét af starfi yfirmanns bandaríska Rauða krossins í gær. Dole, sem er 62 ára og fyrrum ráðherra atvinnu- og samgöngu- mála, hefur lengi verið talin geta orðiö fyrsta konan sem næði kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Eigin- maður hennar hefur hvatt hana ákaft til að fara í framboð. „Ég ætla að íhuga þetta alvar- lega,“ sagði Dole við fréttamenn. Mandelson-hneykslið: Þriðja fórnarlambið Charlie Whelan, ráðgjafi og blaða- fulltrúi í breska fjármálaráðuneyt- inu, sagöi af sér í gær í kjölfar vangaveltna breskra fjölmiðla um að hann bæri ábyrgð á lekanum um húsnæðislánið sem leiddi til afsagn- ar Peters Mandelsons iðnaðarráð- herra. Whelan er gamall óvinur Mandel- sons og einn fárra sem vissu um hinn leynilega lánssamning milli Geoffreys Robinsons og Mandel- sons. Robinson, sem var aðstoðar- ráðherra í fjármálaráðuneytinu, neyddist til að segja af sér fyrir jól. Whelan vísar á bug ásökunum um að hafa verið sá sem lak upplýs- ingum um lánið. Honum þótti stað- an hins vegar orðin óþolandi. „Það er skoðun mín að starf upp- lýsingafúlltrúa verður erfitt þegar persónan sjálf og ekki ráðuneytið sem hann þjónar er farin að vekja Peter Mandeison varð að segja af sér vegna leynilegrar lántöku. Símamynd Reuter. alltof mikla athygli. Það er fáránlegt að ég skuli vekja svona mikla at- hygli sama dag og viðskiptin með evruna hefjast," lýsir Whelan meðal annars yfir. Whelan er þriðja fórnarlamb Mandelsons-hneykslisins. Málið allt þykir benda til að ekki ríki beinlín- is vinsemd meðal æðstu manna stjórnar Verkamannaflokksins. Skoðanakannanir sýna að þó að stjómin njóti enn mikils fylgis fjölg- ar þeim sem finnst stjórnin hroka- full og ánægð með sig og án sam-. bands við almenning. Talsmaöur Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, vísaði því á bug í gær að ágreiningur ríkti milli for- sætisráðherrans og Gordons Browns fjármálaráðherra um skyndilega afsögn Whelans. Sagði talsmaðurinn samband Blairs og Browns gott. Pessi víetnömsku börn efndu til hjolastólakappaksturs á lóð Víetnamska vinarþorpsins, eins og það heitir, nærri höf- uðborginni Hanoi, í gær. Læknar segja aö börnin þjáist af fæðingargöllum vegna þess að foreldrar urðu fyrir barð- inu á eiturefni sem bandaríski herinn notaði á gróður í Víetnamstríðinu. Tilefni kappakstursins var heimsókn Toms Coreys, varaformanns samtaka fyrrum hermanna úr Víetnamstríöinu, til Hanoi. Mafíumorðið á Sikiley: íbúarnir þora ekkert að segja Lögreglunni á Sikiley gengur illa i leit sinni að mönnunum sem skutu til bana fimm unga menn á bar í bænum Vittoria á laugardaginn. íbúarnir í Vittoria, sem er lítill bær á milli Gela og Ragusa á suðaustur- hluta eyjunnar, hafa ástæðu til að vera varkárir því morðingjamir tveir eru hættulegir. Þeir gengu ró- lega inn á bar á bensínstöð og skutu án viðvörunar yfir 40 skotum. Fimm menn féllu og morðingjarnir skutu hvern þeirra einu skoti í höf- uðið áður en þeir hurfu á brott í stolnum bíl. Bareigandinn bjargaði lífi sínu með því að fela sig á bak við borð. Hann kveðst ekkert hafa séð. Einn hinna myrtu var mafiufor- ingi á staðnum. Tveir aðrir vom í mafiusamtökum hans. Lögreglan þekkir ekki hina tvo sem féllu fyrir byssukúlum morðingjanna. Blóðbaðið á laugardaginn er það versta á Sikiley í átta ár. Þá voru átta manns myrtir í Gela á svipaðan Lögreglan á Sikiley viö lík eins hinna föllnu. Símamynd Reuter hátt. Rannsóknir sýna að margir ávaxtabændanna við Vittoria hafa tengsl við mafíuna. ÞJOÐHATÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1999. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf." a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög tii þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Stefnt er að úthlutun á fyrri hiuta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 1999. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma 569 9600 Reykjavík, 29. desember 1998 ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.