Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 36
A tcO LXJ ^ o FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 55H 5551 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 Útkall í Grandaskóla: Foreldrar leita lúsa j* Fimmtíu foreldrar nemenda í Grandaskóla í Reykjavík geröu leit aö lús á öllum nemendum skólans í gær á fyrsta skóladegi eftir jólafrí. For- eldramir mættu í fyrstu kennslustund klukkan átta og gengu á milli kennslustofa. Var leitað í hverjum kolli en nemendum- ir em 470 tals- ins og stóð leit- in yfir í rúma klukkustund. Árangurinn varð sá að lús fannst á tíu nemendum og m, vom þeir sendir heim með skilaboð um að eitthvað yrði gert í málinu. „Lúsin virðist vera harðgerari nú en áður,“ sagði Kristjana Kristjánsdóttir, skólastjóri í Grandaskóla, eftir leitina í gær. „Við höfum verið að berjast við hana lengi eins og reyndar stjómendur í fleiri skólum.“ Ekki þótti annað hægt en ganga skipulega til verks í Grandaskóla vegna þess að lúsin virtist ekki ætla að hverfa. Er líklegast talið að kæruleysi einstakra foreldra hafi orðið þess valdandi að ekki tókst að ráða niðurlögum lúsarinnar !•» fyrr. Eftir leit foreldranna í hári nem- enda vonast menn eftir árangri - þar til annað kemur í ljós. -EIR Brenna Hafnfirðinga: Enn kraumar Jóhannes í Bónusi og Auðunn Pálsson bflstjóri með tvær hendur tómar í morgun. Þeim var Ijúfmannlega tekið af Óskari Gunnarssyni og starfsmönnum hans en var vísað burtu og bent á samþykkt stjórnar fyrirtækisins. DV-mynd Teitur Bónus í „ostastríð“ vegna afgreiðsluhátta Osta- og smjörsölunnar: Bannað að sækja vöruna Enn kraumar í áramótabrennu Hafnfirðinga við Suðurhöfn. Á brennuna fóru m.a. gamall bátur og íbúðablokkir sem áður stóðu við Keflavíkurflugvöll. Upphaflega var kveikt í blokkunum fyrir nokkrum árum í grennd við álverið i Straumsvík en þar logaði í þeim svo vikum skipti og erfiðlega gekk að slökkva eldinn og kviknaði sífellt í blokkunum að nýju. Beðið er eftir 1 "*■ ákvörðun bæjayfirvalda um hvað verði gert til þess að slökkva í brennunni í Hafnarfirði. -hb Reykjavík: Með hass í bíltúr Lögreglan í Reykjavfk stöðvaði ökumann um tvöleytið í nótt á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar við hefðbundin eft- irlitisstörf. Reyndist ökumaður bif- reiðarinnar hafa undir höndum tæplega 45 grömm af hassi og var sjálfur nokkuð undir áhrifum vegna hassreykinga. Hann var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni og svo vistaður í fangageymslum lögregl- unnar í nótt. Málið biður frekari rannsóknar hjá lögreglunni. -hb Baugsverslanimar og Osta- og smjörsalan deila um afgreiðsluhætti á ostum og smjöri til nær 30 versl- ana innan verslunarkeðjunnar. Flutningabíll frá Bónusi var mættur á athafnasvæði Osta- og smjörsöl- unnar eldsnemma í morgun og freistaði þess að fá afgreiðslu. Jó- hannes Jónsson kaupmaður var þar í fór ásamt bílstjóra Baugs, Auðuni Pálssyni, fyrrum bónda, og ræddi við Óskar Gunnarsson, forstjóra fyrirtækisins, sem kvaðst verða að hafna beiðni Baugsmanna. Stjómar- samþykkt i Osta- og smjörsölunni bannar honum að selja til viðskipta- vina öðravísi en að senda þeim vör- una, helst beint í hverja búð. Hugmynd Baugs með að sækja sér vörur í höfuðstöðvar Osta- og smjörsölunnar er að reyna að hag- ræða nokkuð á móti 4% hækkun sem varð á vöram O&S um áramót- in. Jóhannes segir það henta vel bíl- um fyrirtækisins sem era á ferðinni daginn langan. „Þeir vilja helst fara í hverja ein- ustu búð hjá okkur en hafa þó sæst á að afhenda okkur vörumar í Baugi. Þaðan dreifum við í okkar búðir. En Osta- og smjörsalan vill ekki samþykkja að við sækjum vör- urnar til þeirra, það kom endanlega í ljós í morgun,“ sagði Jóhannes Jónsson. „Þórarinn Sveinsson er formaður stjómar Osta- og smjör- sölunnar, hann er líka aðstoðar- kaupfélagsstjóri í KEA, þama er eitthvað skrýtið á ferðinni sýnist mér,“ sagði Jóhannes. Óskar Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, sagði í morgun að svo háttaði til hjá fyrirtækinu að ekki væri hægt að taka á móti við- skiptavinum og selja þeim við hús- vegg þar. Þetta væri regla sem fara yrði eftir. Ekki væri hægt að selja einum en hafna öðram. Óskar sagði allmörg stór fyrirtæki í landbúnað- argeiranum athuga stofhun dreif- ingarmiðstöðvar. Bíða menn nú eft- ir ráðleggingum frá VSÓ í því efni hvernig dreifingin frá þeirri stöð verðm-. Lögreglu sigað á nemendur Skólastjóri Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi þurfti að kalla til lög- reglu í gær til að koma á kennslu- friði. Höfðu nemendur í Hagaskóla þá gert innrás í skólann og létu dólgslega. „Ég hringdi í lögregluna til að af- stýra frekari vandræðum. Nemend- ur Hagaskóla vora komnir inn í skólann okkar og trufluðu kennslu,“ sagði Sigfús Grétarsson, skólastjóri í Valhúsaskóla, í morgun. „Mér skilst að gefið hafi verið frí í Hagaskóla vegna útfarar og þarna fyrir Haga- skólakrökkunum fór drengur sem taldi sig eiga eitthvað vantalað við nemanda hér. Var hann með þrjátíu manna lið með sér.“ Lögreglan brást skjótt við þegar neyðarkallið barst úr Valhúsaskóla og sendi fjóra lögreglubíla á vettvang auk vélhjóla. Dreifðu lögreglumenn hópnum eftir að hafa flæmt hann úr skólahúsinu á Nesinu. Að sögn Sig- fúsar skólastjóra voru þama á ferð nemendur úr níunda og tíunda bekk. -EIR Veðrið á morgun: Úrkoma fyr- ir vestan Á morgun verður suðaustan- gola eða kaldi, lítils háttar slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig á Vesturlandi en hæg suð- austlæg átt, léttskýjað og frost 2 til 7 stig austan til. Veðrið í dag er á bls. 37. „Við Jóhannes höfum átt góð samskipti í áratugi. Við skiljum hvor annan held ég,“ sagði Óskar Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, í morgun. -JBP Vill helst galop- ið prófkjör t Jóhönnu mw Ósk Sigurðardóttur um að haldið yrði galopið prófkjör til uppröðunar á framboðshsta samfylkingarinn- ar í Reykjavik var hafnað í gær. Ákveðið hefúr verið að halda próf- kjör innan hvers flokks um sig, eins konar kassaprófkjör. Jóhönnu voru boðnir tveir kostir; að fá fjórða sæt- ið á listanum prófkjörslaust eða taka þátt í prófkjöri í kassa Alþýðu- flokksins. Jóhanna Sigurðardóttir sagöist í morgim ekki búin að ákveða hvom kostinn hún tæki. Hvorugur kostur- inn væri sér fyllilega aö skapi. Helst hefði hún viljað taka þátt í opnu prófkjöri milli flokkakassanna. -SÁ MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport i i i i i i i i Maggi i i -gœði, úrval og gctt verð i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.