Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 17 Jóhanna Viborg: Konur verða bók- staflega ólæknandi Bútasaumur þótti fram- andi saumaskapur hér á landifyrir aðeins tveimur áratugum. Síðustu árin hefur hins vegar orðið mikil vakning í þessari tegund saumaskapar, námskeið eru víða haldin og klúhbar hafa sprottið upp. Tilveran brá sér á opið kvöld hjá einum slíkum klúbbi og hittifyr- ir nokkrar bútasaums- konur sem allar kváðust með ólæknandi dellu þeg- ar saumaskapurinn er annars vegar. Þegar ég kynntist bútasaumi fyrst þá var allt unnið í hönd- unum. Vinkona min var komin á fullt í þessu og ég smitaðist fljótt. Ég var hins vegar ákveðin að gera þetta i saumavélinni og þóttist geta gert þetta jafnvel," segir Hrafn- hildur Svavarsdóttir bútasaums- kona sem var mætt á félagskvöldið með tvö heljarstór rúmteppi sem hún vinnur nú að. Hrafnhildur kveðst alltaf hafa verið mikil handavinnukona, allt frá bamæsku. Þegar hún er ekki í bútunum hvflir hún sig við prjóna- skap. „Gömlu teppin sem ég gerði voru öll í ferköntuðum bútum en með ár- unum hefur þetta þróast. Áhuginn hafði lengi blundað með mér svo ég ákvað að drífa mig á námskeið fyr- ir nokkrum árum. Síðan þá hef ég ekki stoppað og er stöðugt að. Ég sé ekki fram á að það sé útlit fyrir að ég hætti þessu nokkum tímann." Hrafnhildur er mjög afkastamikil og teppin farin að skipta tugum. Hún segist ekki eiga neitt af eigin handverki heldur gefa þetta allt frá sér. „Mér f i n n s t skemmtilegast að gefa ætt- ingjum og vin- um teppin og ég á ekkert af þessu sjálf. Það er sem betur fer enn langt í land a? ég fylli þann kvóta og á með- an get ég saumað af kappi,“ segir Hrafnhildur Svavarsdóttir. -aþ heillandi handverk Hrafnhildur Svavarsdóttir: Skemmtilegast að Hrafnhildur Svavarsdóttir með fallegt rúmteppi sem er langt komið í vinnslu. DV-mynd Teitur gefa teppin Þ„Áhuginn á bútasaumi er mjög vaxandi og hef- ur verið síðustu ár. Það er mikil eftirspurn eftir námskeiðum og um 300 konur hafa sótt námskeið hjá mér að vetri. Það er gríðarlegur fjöldi, ekki síst vegna þess að það eru auðvitað haldin námskeið víð- ar en hér,“ segir Jóhanna Viborg sem hefur rekið búta- saumsverslun í næstum fimm ár og haldið fjöldamörg nám- skeið. Jóhanna hefur sjáif stundað bútasaum í mörg ár og fátt sem kemur henni á óvart í þeim efnum. Hún segir bútasauminn einkum höfða til kvenna sem eru komnar yfir þrítugt. Þá segir hún greinilegt að ákveðn- ar starfsstéttir skeri sig úr hvað varðar áhuga. „Það er svo merkilegt að þótt konur úr öll- um stéttum stundi bútasaum þá er eins og konur úr heilbrigðisstétt og leikskólakennarar séu mest áber- andi. Bókasafnsfræðingar eru líka áberandi og væru sjálfsagt miklu fleiri ef stéttin væri stærri,“ segir Jóhanna. Að sögn Jóhönnu þekkist það ekki ekki að gaufa við bútasaum. Annað- Jóhanna hefur kennt mörg hundruð konum bútasaum í gegnum árin. hvort eru konur í þessu af alvöru eða ekki. „Ég heyrði einhvern tíma að þetta væri svipað og með golf. Margir eiga erfitt með að skilja hvað fólk fær út úr því að slá hvíta kúlu út og suður. Það sama á við um búta- sauminn, um leið og konur fá dill- una verða þær bókstaflega ólækn- andi,“ segir Jóhanna Viborg. -aþ Það líður ekki sá dagur að Regfna taki ekki í saumana enda segir hún að sér líði best innan um tuskurnar. Regína Eiríksdóttir hefur stundað bútasaum í 20 ár: Líf án saumavélarinnar óhugsandi Það var fyrir hálfgerða tilvilj- un að ég byrjaði I búta- saumnum. Ég pantaði bók úr póstlista sem ég taldi fjalla um fatasaum. Bókin fjallaði hins vegar um bútasaum. Ég varð strax mjög spennt og ekki leið á löngu áður en ég lét fatasauminn lönd og leið. Síðan hafa tómstundimar snú- ist mn bútasauminn," segir Regína Eiríksdóttir bókasafnsfræðingur. Regína, sem þykir með bestu bútasaumskonum landsins, hefur allt frá bamæsku verið mikið fyrir handavinnu og listiðn. Síðustu tutt- ugu árin hefur Regína einbeitt sér að bútasaumnum enda segir hún annað handverk ævinlega falla í skuggann af þvi. „Fyrstu árin var ég alein i þessu og eini félagsskapur- inn sem ég hafði var amerískt tíma- rit um bútasaum. Ég beið alltaf eft- ir því tíu sinnum á ári. Það er ekki fyrr en með Bóthildi að alvöm fé- lagsskapur fer að myndast í kring- um bútasauminn. Ég hef farið í skipulagðar bútasaumsferðir út á land og það hefur verið alveg ómet- anlegt. Maður burðast með sauma- vélina, strauborðið, fulla tösku af efnum og föt til skiptanna. Síðan er bara saumað og saumað alla helg- ina. Ferðimar hafa líka verið frá- bærar fyrir þær sakir að þannig hafa konur alls staðar af landinu náð að kynnast," segir Regína. Þarf enga þolinmæði Regína segir mikla vinnu liggja að mörgum bútasaumsteppum. Hún eyddi sjálf heilu ári í eitt teppi. „Það er algjör misskilningur að það þurfi þolinmæði í bútasauminn. Um leið og maður fer að njóta þess að sauma þá þarf enga þolinmæði. Ég hefði aldrei trúað hvað bútasaumurinn er gefandi og það er ekki til betri lækn- ing þegar manni líður illa en að setj- ast við saumana. Þá hverfa öll vandamál heimsins eins og dögg fyrir sólu. Ég segi líka stundum að ég gætí verið án allra heimilistækja en aldrei án saumavélarinnar," seg- ir Regína Eiríksdóttir. -aþ Vigdís Stefánsdóttir bútasaums- knna nV-mi/nrl F Hl Vigdis Stefansdóttir: Ekki vön að hika lengi Vigdís Stefánsdóttir hafði stundað bútasaum i nokkur ár þegar hún ákvað að hefja útgáfu blaðs um saumaskapinn. „Ég lærði bútasaum fyrir nokkrum árum,“ segir Vigdís, „og sá þá auð- vitað strax að vantaði blaö fyrir þá sem ekki eru læsir á ensku. Og af því að ég er nú ekki vön að hika lengi ef mér dettur eitthvað í hug, þá steypti ég mér bara út í blaðaút- gáfuna og blaðinu hefur verið feiki- vel tekið það sem af er.“ I hveiju blaði er einhver kennsla, nokkrar uppskriftir, viðtöl við búta- saumara og frásagnir af búta- saumstengdu efni. „Ég hef líka verið með námskeið nánast frá því að ég lærði sjálf undirstöðuna og það hefúr sýnt mér enn frekar þörfina á íslensku blaði,“ segir Vigdís. „Næsta blað er áætlað aö komi út seinni hluta vetrar ef allt gengur að óskum og vil ég bara nota tækifærið og hvetja bútasaumara um allt land til að senda blaðinu línu um það sem er að gerast." -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.