Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 33
H>'V ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 37 Sigrún Eðvalds- dóttir er meðal ein- leikara á tónleikun- um í Tón- listarhúsi Kópavogs í kvöld. Bach-tónleikar í Salnum Að lokinni opnunarhátíð Salar- ins síðastliðinn laugardag hefst nú tónleikahald af fullum krafti. Bach-hátíðartónleikar verða í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni verða tvær af hljómsveitarsvítum J.S. Bach. Sú númer 2 fyrir flautu, strengi og fylgirödd í h-moll, en hún hefur að geyma fjölda þátta sem hvert mannsbarn kannast við, eitt þekktasta verk Bach fyrir hljómsveit. Einleikari verður Martial Nardeau. Þá leika þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigur- bjöm Bernharðsson einleik á fiðl- ur í tvöföldum fiðlukonsert meist- arans og loks verður hljómsveitar- svítan nr. 3 í D-dúr, ákaflega glæsilegt verk fyrir trompeta, pák- ur, tvö óbó, strengi og fylgirödd. Einleikarar verða Sigrún Eðvalds- dóttir, fiðla, Sigurbjöm Bern- harðsson, flðla, og Martial Nar- deau, flauta. Tónleikar Hátíðarhljómsveitina skipa: Sif Túlinius, fiðla, Una Sveinbjamar- dóttir, fiðla, Móeiður Anna Sig- urðardóttir, lágfiðla, Jón Ragnar Ömólfsson, selló, Jóhannes Ge- orgsson, kontrabassi, Peter Tomp- kins, óbó, Daði Kolbeinsson, óbó, Ásgeir H. Steimgrímsson, trompet, Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Lárus Sveinsson, trompet, Pétur Grétarsson, pákur, og Anna Magnúsdóttir, semball. Jólakort á Mokka Á Mokka stendur yfir sýning á myndum eftir Bjarna Jónsson sem unnar vom til birtingar á jólakort- um á sjötta og sjöunda áratugnum. Kortin em ákaflega sérstæð og engu er líkara en áhorfandanum sé gef- inn kostur á að skoða jólaundirbún- ing og jólahald í islenskum huldu- heimum. Bjarni er fæddur 15. september 1934 og var á unga aldri tíður gest- ur á vinnstofum margra okkar þekktustu málara. Hann stundaði nám í skóla frístundamálara og Handíðaskólanum hjá Kurt Zier, Valtý Péturssyni og Hjörleifi Sig- urðssyni. Bjami er þekktur fyrir teikningar sinar í Speglinum og myndskreytingar á bókum, meðal annars skýringarmyndir í íslensk- Sýningar um sjávarháttum eftir Lúðvík Krist- jánsson og teikningar af íslenskum plöntum. Hann hefur málað einstak- lega falleg og sérstæð olíumálverk af íslenskum lágplöntum og vinnur nú að gerð málverka um íslensku áraskipin. Þessar myndir eru í senn einstök heimild um líf og störf fyrri tíma og visst listrænt afrek. Bjami vann á þessu ári minnismerki um erlenda sjómenn sem látist hafa við Vestfii’ði og afrek björgunarmanna sem lagt hafa líf sitt 1 hættu þeim til bjargar. Minnismerkið var reist að Hnjóti við Patreksfjörð. Sýningin stendur til 10. janúar 1999. Bam dagsins í dálkinum Barn dagsins em birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir em endur- sendar ef óskað er. Sólon íslandus: Jólaþrennu lýkur Síðustu tónleikamir af þremur í Jólaþrennu Tríós Ólafs Stephensens í Sölvasal á Sóloni ís- landusi verða í kvöld. Á tónleikum þessum er boðið upp á létta djass- sveiflu, meðal annars fyrir fólk sem hefur tak- markaða ánægju af djassi. Þetta er í annað sinn sem tríóið heldur Jólaþrennuna. í fyrra var með þeim gítarleik- arinn Jón Páll Bjama- son og þá urðu tónleik- amir fimm talsins. Skemmtanir Tríó Ólafs Stephensens leikur á Sóloni íslandusi í kvöld. Tríó Ólafs Stephen- sens er sjö ára gamalt og era í þvl auk Ólafs, sem leikur á píanó, Tómas R. Einarsson, kontrabassi, og Guðmundur R. Ein- arsson, trommur. Hefur tríóið kom- ið víða fram hér á landi sem og er- lendis og hefur meðal annars haldið tónleika í Bandaríkjunum, Kanada, Grænlandi, Færeyjum, Suður-Am- eríku og Hvalfjarðargöngunum. Nú er tríóið að leggja land undir fót og mun leika í Asíu í lok þessa mánað- ar og í byrjun þess næsta. Á tón- leikaskrá þeirra em lög úr kvik- myndum, gömul kúrekalög, blús, dægurflugur og lög úr smiðjum meistara á borð við Ellington og Mozart. Tónleikamir í kvöld hefjast kl. 21. Veðríð í dag Víða létt- skýjað Skammt norðaustur af Hjaltlandi er 985 mb lægð sem hreyfist aust- norðaustur og grynnist en yfir Grænlandi er 1025 mb hæð. I dag verður norðaustangola eða kaldi og skýjað norðan- og austan- lands en yfirleitt léttskýjað sunnan og vestan til. Víða hæg austlæg eða breytileg átt í dag og léttir þá einnig nokkuð til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Frost 1 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 13.33 Sólarupprás á morgun: 11.13 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.58 Árdegisflóð á morgun: 09.15 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaöir Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmhöfn Oslo Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Nuuk Orlando París Róm Washington Winnipeg alskýjaö -3 léttskýjaö 0 léttskýjaö -4 -3 alskýjaó 2 heiöskírt -2 alskýjaö -1 heiöskírt -4 skýjaö 5 skýjaö 6 þokumóöa 0 hálfskýjaö 5 þoka í grennd 0 4 léttskýjaö 6 alskýjaö 0 þokumóöa 12 alskýjaö 13 heiöskírt 8 skýjaö 11 hálfskýjaö -23 rigning 10 skýjaö 12 alskýjaö 6 skýjaö 9 skafrenningur -6 alskýjaö 13 skýjaö 9 þoka í grennd 3 heiöskírt -16 alskýjaó -7 heiöskírt -6 alskýjaö -4 hálfskýjaö 6 hálfskýjaö 8 heiöskírt 3 léttskýjaö -7 alskýjaö -21 Víða talsverð hálka Hálka er víða á landinu, meðal annars á Hellis- heiði og Þrengslum og, í Ámessýslu. Talsverður snjór er á vegum sem liggja hátt og er þæfmgsfærð Færð á vegum víða. Þá em nokkrir heiðarvegir ófærir og verið að moka á sumum vegum. Ástand vega ^►Skafrenningur m Steinkast (3 Hálka C^) Ófært 0 Vegavinna-aögát 0 öxulþungatakmarkanir □ Þungfært <E> FæU fjallabílum Aðalsteinn Litli drengurinn á myndinni heitir Aðal- steinn Einarsson. Hann fæddist á fæðingardeild Landspítalans 7. júlí síð- astliðinn. Við fæðingu Barn dagsins var hann 3.540 grömm og 51 sentímetra langur. For- eldrar hans em Anna María Hafsteinsdóttir og Einar Aðalsteinsson. Að- alsteinn á tvö eldri systk- ini, Birgi Stein, sem er tíu ára, og Ólöfu Erlu, sjö ára. dags’ffffít c Chris Tucker og Jackie Chan ná vel saman í Rush Hour. Annatími í spennumyndinni Rush Hour, sem Laugarásbíó og fleiri bíó sýna, leikur Jackie Chan, Lee, stjörnuna í lögregluliði Hong Kong. Þegar ellefu ára dóttur kín- verska konsúlsins í Los Angelels er rænt þá er hann sendur til að bjarga málum. Lögreglan í Los Angeles er ekkert alltof hrifinn af því að fá kínverskan hjálparkokk og lætur honum í té vandræða- gemlinginn James Carter sem hingað til hefúr verið martröð yf- irmanns síns. Carter, sem hefur mikinn hug á að komast í alríkis- lögregluna FBI, sér þarna opið tækifæri fyrir _____________///////// Kvikmyndir sig og ákveður að losa sig sem fyrst við kínverska gest- inn svo hann geti einn baðað sig í frægðarljómanum þegar hann hef- ur fundið stelpuna. Eins og vænta má vanmetur Carter Lee og verð- ur fljótlega að sætta sig við það að vera eingöngu Lee til aðstoðar í miklum hremmingum sem þeir fé- lagar lenda í við að bjarga litlu telpunni. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Practical Magic Bíóborgin: Enemy of the State Háskólabíó: The Prince of Egypt Háskólabíó: Tímaþjófurinn Kringlubíó: Star Kid Laugarásbíó: Odd Couple II Regnboginn: Rush Hour Stjörnubíó: Álfhóll Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 1S 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 kenjar, 5 hólf, 8 sjúkdóm- ur, 9 átt, 10 kind, 11 leit, 13 fjölda, 15 utan, 16 hnoss, 17 ofnar, 18 þjófnað- ur, 20 umdæmisstafir, 21 dreiflr. Lóðrétt: 1 bjöm, 2 kusk, 3 aurinn, 4 röskur, 5 eyrnamark, 6 kúgun, 7 mylsnan, 12 fljótinu, 14 hrósi, 16 undirfórul, 17 mynni, 19 snemma. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 sveitir, 7 keila, 8 sá, 9 öln, 10 mund, 12 snauta, 14 tá, 15 tregi, 17 urta, 19 fag, 20 riftir. Lóðrétt: 2 vel, 3 einatt, 4 ilmur, 5 taut, 6 rá, 7 köstur, 8 snagar, 11 deiga, 13 nári, 16 efi, 18 at. Gengið Eining___________Kaup Sala Toilgenni Dollar 69,750 Pund 116,740 Kan. dollar 45,010 Dönsk kr. 10,9100 Norsk kr 9,1260 Sænsk kr. 8,6450 Fi. mark 13,6540 Fra. franki 12,3810 Belg. franki 2,0129 Sviss. franki 50,7800 Holl. gyllini 36,8500 Þýskt mark 41,5000 ít. líra 0,041930 Aust. sch. 5,9020 Port. escudo 0,4051 Spá. peseti 0,4880 Jap. yen 0,600100 irskt pund 102,990 SDR 97,780000 ECU 81,5700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.