Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Að fá eitthvað fyrir ekkert
Fólk skrifar sig fyrir hlutabréfum í bönkum, selur þau
aftur og fær nokkur þúsund krónur upp úr krafsinu.
Þetta er sú mynd, sem einkavæðingin hefur tekið á sig,
þótt tilgangurinn haíi upphaflega verið, að fólk héldi
hlutabréfum sínum og biði eftir arðgreiðslum.
Sumum reynist þetta vera kennsla í þætti hlutabréfa í
almennum spamaði, en öðrum reynist þetta vera ný út-
gáfa keðjubréfanna gömlu, sem áttu að gera menn ríka
fyrir ekki neitt. Dæmin sanna, að það höfðar til margra
íslendinga að geta fengið eitthvað fyrir ekkert.
Sumir hugsa sem svo, að ekki sé nema mátulegt, að
þeir sjálfir hagnist svolítið á hlutabréfaútboði, úr því að
einkavinir stjómvalda hafa hagnazt enn meira á einka-
væðingu ríkiseinokunar. Þeim finnst þeir verða sjálfir
ofurlitlir aðilar að hinni eftirsóttu spillingu.
Margir hafa það eitt út á spiilingu að setja að komast
ekki í hana sjálfir. Þeir stjómast af öfund fremur en rétt-
læti. í þeirra augum em það sárabætur að geta fengið
eitthvað ókeypis út á kennitöluna. Þannig stuðlar útboð
hlutabréfa í bönkum að friði í þjóðfélaginu.
Á svipaðan hátt hafa margir sótzt eftir aðild að kvóta-
kerfinu í fiskveiðum í kjölfar dóms Hæstaréttar. Þeir
telja hugsanlegt, að sægreifastandið verði víkkað út til
þeirra, sem hafi vit á að vera með sníkjuhattinn sinn á
réttum stað og réttum tíma í ráðuneytinu.
Það er von, að menn haldi þetta, úr því að einn þekkt-
asti lagaprófessor landsins telur, að fyrsta grein kvóta-
laganna sé marklaus, þótt hún sé eina grein laganna,
sem fékk rækilega umijöllun á Alþingi. Þetta er greinin,
sem segir, að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
Þessi grein var ekki hugsuð sem ávísun á ókeypis að-
gang fólks að tekjum einkavinavæðingar. Hún er bara
sett í lögin til að skera úr um, að sægreifamir eigi ekki
fiskinn í sjónum, heldur þjóðin. Þar með er átt við þjóð-
ina alla, en ekki eitt þúsimd kvótaumsækjendur.
Siðferðileg forsenda þessarar fyrstu greinar laganna
er, að stjómvöld hafa fyrir hönd þjóðarinnar framleitt
auðlindina með því að setja reglur um þröngan aðgang
að henni. Ef reglumar hefðu ekki verið settar, væri bú-
ið að ofveiða stofnana og auðlindin væri þorrin.
Samkvæmt stjómarskrá og lögum er fiskurinn í sjón-
um sameign þjóðarinnar, en ekki séreign núverandi sæ-
greifa, væntanlegra sægreifa úr hópi umsækjenda, sjó-
manna, fiskverkafólks, fiskvinnslustjóra, sveitarfélaga á
höllum fæti eða einhvers annars sérhagsmunahóps.
Þegar Hæstiréttur hefur með öðrum dómi staðfest
gildi fyrstu greinar laganna, geta stjómvöld bmgðizt við
með því að láta alla umsækjendur hafa kvóta eða með
því að senda kvóta í pósti til allra kennitalna. Það er að-
ferð, sem minnir á hlutafjárútboð bankanna.
Stjómvöld geta líka bmgðizt við á ábyrgari hátt með
því að láta kvótann fara á leiguuppboð, þar sem allir hafa
rétt til aðildar, en þeir bjóða bezt, sem hagstæðastar hafa
forsendur til að veiða fiskinn. Þannig væri öllu réttlæti
og allri markaðshagfræði sinnt í senn.
Að undanfomu hafa misvísandi skilaboð verið send til
almennings með kennitöluæðinu. Því hefur óbeint verið
komið á framfæri, að markaðsvæðing hagkerfisins feli í
sér ókeypis hlutaveltu með engum núllum, en ekki lang-
tímaspamað þeirra, sem vilja kaupa pappíra.
Það er gott að leggja niður einokun, hvort sem hún er
ríkis, sægreifa, Kára eða annarra gæludýra. En það er
engan veginn sama, hvemig ríkið heldur á spilunum.
Jónas Kristjánsson
„Mannréttindi lifa í því erfiða umhverfi að þau eru alltaf í smærri eða stærri háska, ef þau eru þá ekki hundsuð
með öllu.“
Hver maður á
rétt til...
og velviljuð en full-
komlega óraunhæf
hugsjónastefna. Tök-
um dæmi af tuttugustu
og þriðju grein sem
byrjar á frægri for-
múlu: „Hver maður á
rétt á atvinnu að
irjálsu vali“. Það sér
hver maður strax að
ríkjandi hagkerfi neit-
ar að taka mark á
slíku hjali: hnattrænn
markaðsbúskapur ger-
ir ráð fyrir atvinnu-
leysi sem parti af sín-
um lögmálum, val-
frelsi hins atvinnu-
lausa er í núlli, já og
„Mikil nauðsyn værí á að koma
því á hreint hver bærí ábyrgð á
að tryggja almannaheill í heimin-
um, fylgja eftir félagslegum rétti
manna:..
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
I desember voru
fimmtíu ár liðin frá
því að Mannrétt-
indayfirlýsing Sam-
einuðu þjóðanna var
samþykkt. Ég geri
ekki ráð fyrir þvi að
margir menn hér-
lendis hafi kippt sér
upp við afrnæli
þessa merkilega
skjals. Ætli flestum
finnist ekki að
mannréttindi séu
svo vel tryggð hjá
okkur að ekki taki
því að ijasa mikið
um þau: mannrétt-
indabrot eru eitt-
hvað sem aðrir
fremja, einræðis-
herrar og þeirra
hyski. Helvíti - það
eru hinir.
Réttindi í háska
Slík afstaða byggir
vissulega á grófri
einfoldun. Mannrétt-
indi lifa í því erfiða
umhverfi að þau eru alltaf í
smærri eða stærri háska, ef þau
eru þá ekki hundsuð með öllu.
Einnig í tiltölulega frjálsum og sið-
uðum samfélögum er aldrei tryggt
að menn geti treyst á að þeir hafi
fullt trúfrelsi (með jöfnum rétti í
trúmálum) eða skoðanafrelsi eða
að sjálfsagt bann gegn pyntingum
komi í veg fyrir að þeir séu barðir
í klessu af sjálfri lögreglunni. Og
er hér þó aðeins vikið að mann-
réttindum sem sýnast flestum öðr-
um einfaldari og sjálfsagðari i
framkvæmd.
Miklu flóknari verða mannrétt-
indadæmi þegar komið er að ýms-
um greinum í afmælisskjalinu
sem fjalla um rétt manna til góðra
hluta. Sumar þeirra hljóma eins
ekki aðeins hans: ekki fær kvóta-
laus íslendingur að stunda sjó,
hvað sem Hæstiréttur segir.
Mannsæmandi líf.
Höldum áfram með þessa sömu
grein. í þriðja lið hennar segir:
„Allir menn sem vinnu stunda
skulu bera úr býtum réttlátt og
hagstætt endurgjald er tryggi
þeim og fjölskyldum þeirra mann-
sæmandi lífskjör."
Góð meining enga gerir stoð,
munu nú margir segja. Hér verður
auðvelt að snúa út úr: Veit nokkur
hvað er réttlátt kaup fyrir vinnu,
er hægt að reikna út mannsæm-
andi kjör? Markaðslögmálin sem
öllu ráða segja (ekki upphátt en í
reynd): þetta er bull, réttlátt end-
urgjald er ekki til heldur aðeins
þau laun sem víxláhrif framboðs
og eftirspurnar skapa, allar til-
raunir til að trufla það samhengi
munu leiða til ófarnaðar. Prestar
þessa lögmáls munu visa þessari
klausu frá sér sem afsprengi sósi-
alistadraumóra sem á kreiki voru
víða um heim skömmu eftir síð-
ustu heimsstyrjöld.
Og vissulega er það rétt að 23ja
grein gerir ráð fyrir öðrum heimi
en þeim sem við nú lifum í. Rétt-
indi hennar gera ráð fyrir öðrum
valdahlutföllum mUli eignamanna
og eignalausra, raunverulegum
möguleikum á að beita pólitískum
vilja fólks gegn ofurvaldi markað-
arins.
Svo mælir páfinn
Samt munu æðstu prestar
markaðslögmálsins ekki hafa sig
sérstaklega í frammi gegn 23ju
grein. í fyrsta lagi er Mannrétt-
indayfirlýsing SÞ ekki bindandi
að lögum. í öðru lagi: hún kem-
ur ekki bara frá einhverjum
vinstrivillumönnum. Hún á sér
stoð í kristinni hefð: „Verður er
verkamaðurinn launa sinna“. Á
dögunum var birt plagg sem for-
dæmdi harðlega ábyrgðarleysi
hnattvæddra markaðsafla sem nú
væru að dæma saklaust fólk til
sárrar fátæktar með umsvifum
sinum. Mikil nauðsyn væri á að
koma því á hreint hver bæri
ábyrgð á að tryggja almannaheill í
heiminum, fylgja eftir félagslegum
rétti manna: „Hinn frjálsi markað-
ur getur ekki gert það, því í reynd
finna margar mennskar þarfir sér
engan stað í markaðskerfi".
Svo mælir nú á síðustu dögum
hvorki þrjóskur róttæklingur né
nýhannaður miðjukrati, svo mæl-
ir páfinn í Róm í hirðisbréfi sem
út var sent vegna áramótanna.
Ámi Bergmann
Skoðanir annarra
Brýnt að auka jafnvægið
„Sjónir manna beinast í auknum mæli að reglubyrði
fyrirtækja og hafa verið nefndar stórar fjárhæðir, jafn-
vel tugir milljarða króna, um kostnað þeirra af því að
fylgja sivaxandi fjölda reglna og fyrirmæla af hálfu
hins opinbera ... Það eru vissulega takmörk fyrir því
hversu miklar byrðar er hægt að leggja á atvinnulífið
án þess að gjaldþrot fari vaxandi á ný og verðbólga
brjótist út. Þróun síðustu ára getur ekki haldið áfram
lengi enn án þess að undan láti og því er það brýnasta
verkefni stjómvalda við hagstjóm að stuðla að betra
jafnvægi en nú ríkir í þjóðarbúskapnum."
Ólafur B. Ólafsson í Mbl. 31. des.
Ekki fyrir baunateljara
„Það sem er að gerast mun breyta atvinnurekstri
um allan heim. Upplýsingatæknin er hið nýja afl
næstu aldar ... Upplýsingatæknin mun einnig breyta
lýðræðinu, opna heiminn og auðvelda almenningi að
taka þátt í opinnni umræðu og skoðanamyndun ...
Þeir sem leggja allt í að telja baunimar eða frækom-
in munu tapa en þeir sem gróðursetja til framtíðar
munu sigra með sama hætti og þeir sem fjárfestu í
iðnbyltingunni á sínum tíma. Næsta öld verður ekki
öld baunateljara, a.m.k. eiga þeir ekki að vera í bíl-
stjórasætinu. Hún verður öld þeirra sem vilja sjá hlut-
ina fyrir, vera brautryðjendur og leiða íslensku þjóð-
ina inn í nýja tíma.“
Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 30. des.
Endurnýjun kjarasamninga
„ASÍ hefur fylgst grannt með þróun kjaramála i kjöl-
far síðustu samninga ... Það er ljóst að með sumum
samningum sem opinberir aðilar hafa gert að undan-
fórnu er verið að ganga mun lengra en innistæða er
fyrir ... ASÍ óttast að slíkt ábyrgðarleysi verði fjár-
magnað með auknum álögum á launafólk, útsvars-
hækkunum og þjónustugjöldum. Undirbúmngur að
endurnýjun kjarasamninga er hafinn og þessi þróun er
eitt af því sem skoðað verður. Ég tel einsýnt að áhersl-
an verði almennt að fylgja eftir og tryggja þá aukningu
kaupmáttar sem náðist með síðustu samningum."
Grétar Þorsteinsson í Mbl. 31. des.