Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 15 Litið yfir „árfarveginn“ Við opnun Hvalfjarðarganga. - Ég tel það merkasta atburð á árinu og þökk sé þeim sem unnu verkið og ekki síst þeim sem börðust fyrir hug- myndinni og hönnun ganganna. Líklega er þaö flest- um eölilegt að líta yflr farinn veg öðru hverju og meta stöðuna. Hvað hefur áunnist og hvað hefur tapast. í einkalífi fólks getur verið um margt. að ræða . Það sárasta er ótímabært andlát ástvina og önnur áfoli sem verða í fjöl- skyldum af mismun- andi toga. Þegar litið er yfir farinn veg vitum við öll að það kostar sitt að vera til, þetta má túlka á margan hátt. Eftirminnilegasti atburður ársins Hvaifjarðargöng voru opnuð fyrir mnferð þann 11. júll sl. Ég tel það merkasta atburð á árinu og þökk sé þeim sem unnu verkið og ekki síst þeim sem börðust fyrir hugmyndinni og hönnun gang- anna frá upphafi til enda. Vissu- lega voru margir úrtölumenn, efa- semdarmenn og þeir sem höfðu stór orð um að ekki ætluðu þeir að aka göngin og allt þetta væri hin mesta vitleysa. Margir þeirra sem svo töluðu hafa skipt um skoðun og dást nú að verk- tæknilegri getu manna við lausn slíks verkefnis. Það er með svo margt sem deilt hefur ver- ið um að ef vel tekst til þá fellur allt í ljúfa löð. Það er hins vegar ástæða til að halda þessu afreki á lofti og huga að aukinni mannvirkjagerð á þessu sviði á ís- landi. Frá öryggis- og vegtæknilegu sjónarmiði þarf að endurskoða vegaá- ætlanir í öllum lapdshlutum í ljósi reynslunnar. Það versta Það er vissulega rétt, að efna- hagslegur bati hefur orðið á ís- landi, ekki síst fyrir aðgerðir rík- isstjórnar á ár- unum 1991-1995 og einnig hag- stæð skilyrði í viðskiptalöndum okkar. Forkólfar ríkisstjórnarinn- ar hafa gumað af góðæri og hafa efiii til þess. En þeir hafa gleymt því að valdið til þess að láta alla landsmenn njóta þess liggur í þeirra höndum. Og það er mín skoðun að Davíð og Halldór, formenn helmingaskipta- flokkanna, bera áhyrgð á því að góðærið hefur farið fram hjá mörgum. Alvarlegust er staða öryrkja, aldraðra og fatlaðra , ekki síst vegna þess að það hefur verið sannað að þessir aðilar hafa verið hlunnfamir um 1842 milljónir króna á ríkisstjómartímabilinu ef miðað er við lægstu umsamin verkamannalaun. Þetta er þjóðarskömm. Það er þjóðarskömm að 2800 manns er ætlað að lifa á 53.400 krónum á mánuði eða um 640.000 krónum á ári sem er lægri upphæð en marg- ir þegnar þessa lands hafa til ráð- stöfunar mánaðarlega samkvæmt skattskýrslum. íslendingar era meðal ríkustu þjóða heimsins, og það er algjör lágmarkskrafa að misrétti það sem hér er gert að umtalsefni verði leiðrétt. Það era til margar leiðir til þess; lögbinding grunn- framfærslu miðað við krónutölu, lögbinding lágmarkslauna í sam- ræmi við þá ákvörðun o.s.frv. Væntingar Ég leyfi mér að vona, að mér og mínum félögum gefist færi á að vinna að jafnrétti þegna íslands hver sem þjóðfélagsstaða manna er í kjölfar næstu alþingiskosninga. ís- lendingar eiga allir jafnan rétt til að njóta auðlinda landsins. Ágóði af auðlindunum á að ganga til allrar þjóðarinnar, þó að aðeins hluti landsmanna nýti þær. Það á enginn að búa við fátækt á íslandi. Það þarf að ríkja jafnrétti á öllum sviðum, ekki bara hvað varð- ar atkvæðavægi. Orkuverð, vöru- verð, menntunaraðstaða og það sem þarf til nútímalifnaðarhátta verður einnig að vera sambærilegt hvar sem er á landinu. Ef slíkt góð- æri er sem af er látið þarf að deila út gæðmn tO landsmanna af meira réttlæti en gert hefur verið. Gísli S. Einarsson Kjallarinn Gísli S. Einarsson þingmaður jafnaðarmanna „Það á enginn að búa við fátækt á íslandi. Það þarf að rikja jafn- rétti á öllum sviðum, ekki bara hvað varðar atkvæðavægi. Orku- verð, vöruverð, menntunarað- staða og það sem þarf til nútíma- lifnaðarhátta verður einnig að vera sambærilegt hvar sem er á landinu." Lög, hvaöa lög? Alveg er það stórkostlegt að fylgjast með því hvemig „eigendur íslands" fara að þegar þeir birtast á hlaupum í kastljósi fjölmiðlanna (sem þeir svo að sjálfsögðu eiga). Ekki verður þeim fótaskortur að púltinu né stíga þeir á tunguna þar sem farið er fögrum orðum um hvemig þeir í góðu samráði við aðra meðeigendur hafa komist að hinni einstaklega merkilegu niö- urstöðu um nýskipan mála. Utan og ofan við EES Þeir vilja t.d. smíða varðskip upp á marga milljarða án þess svo mikið að leiða hugann að reglum og samningum milli íslands og EES/EB um útboð og skilmála. Hvað þá að ræða þær. Þeir ákveða flutninga á heilu ríkisstofnunun- um eitthvað út á land, helst þang- að sem énginn vill fá þær, og stundum í algjöru trássi við gild- andi landslög. Þá eru nýleg dæmi um sölu á fáeinum stykkjum ríkis- fyrirtækja aftur til þjóðarinnar, þótt það sé þjóðin sem er hinn raunverulegi eigandi, en á skyndi- lega að breytast í kaupanda! Það er safnað saman mörgum fyrirffam framseldum kennitölum í stóran jólapakka til handa fyrir- fram ákveðnum „eigendum Is- lands“ á útsöluverði. Þama væri nú stofnun kennitölubanka skyn- samlegt skref, væru eigendumir í almennri og alvöru samkeppni við einhvera ímyndaðan keppinaut. En landinn skal sitja uppi með aumar 1200 kr. fyrir sinn hlut í ríkisfyrirtækinu sínu - án þess að eiga neitt í því lengur. Bara breyta lögunum Að öllu jöfnu líða nokkrir dagar á meðan hags- munaaðilar velta stórtíðindunum fyrir sér hvaða áhrif umrædd tíðindi kunna að hafa á stöðu mála. Þessir hagsmunaaðilar, sem stundum eru stjórnarand- stæðingar af því að þeir eru ekki með puttana í kjötkatlinum þessa stundina, eru jafnvel svo leiðinleg- ir að fara að velta þvi fyrir sér hvort viðkomandi stórákvörðun standist landslög. En það er nú bara af einskærri öfund, ekki satt? Oftar en ekki kem- ur á daginn að slíkar gerræðisákvarðanir standast alls ekki landslög. Það gerir nú lítið til, þá breyta menn bara lögunum svo að þau hæfi ákvörðuninni. Þannig má alveg komast hjá smáninni sem fylgir þvi að verða að sæta refs- ingu eða áminningu fyrir lögbrot, slíkt kemur aldrei fyrir „einkaeigendur" laga og réttar, enda er það margsannað. Dugleg- ustu „eigendurnir" tala jafnvel um að breyta stjómarskránni standist hún ekki ákvarðnir þeirra. Hver á þá fiskinn? Fiskurinn, sem er að sjálfsögðu eign þessara sjálfskipuðu „eigenda íslands", er í mikilli hættu þar sem Hæstiréttur íslands hefur komist að þeirri merkilegu vit- leysu að fiskurinn í sjónum sé ekki eign „eigenda" íslands. Hæstiréttur heldur því jafnvel fram að það sé stjómarskrárbrot að „eigendur íslands" eigi fiskinn í sjónum. Hvemig í ósköpunum má það vera og hver á þá fiskinn eiginlega? Á Guð fiskinn? Nei, Hæstiréttur getur ekki hafa haft rétt fyrir sér í þessu máli, enda geta „eigendumir“ breytt stjómarskránni þannig að hún stand- ist eignarrétt eigand- ans, líkt og einn þeirra orðað það í sjónvarpi. Það væri voðalega gaman að geta breytt lögum að vild enda skemmta þessir herramenn sér ábyggilega vel vitandi að allt sem þeir gera er 100% löglegt. Ef ekki þá er alltaf hægt að breyta lögum þannig að allt sé eins löglegt og hægt er að hafa það, hins vegar eru allir landsmenn sér þess meðvitandi að það sé ekki endilega siðlegt. Það eina sem getur komið þeim (þjóðinni) til bjargar er að einhver utanaðkomandi eins og ESB eða USA hiröi allt draslið og aðlagi það sínum lögum. Það er að verða of seint að heimta aftur auðlind eins og fiskinn sem stolið er af ftngralöngum eigendum á meðan byggðir landsins sem byggst hafa á fiski og krókaveiðum leggjast af hver af annarri. Kannski er það lýsandi fyrir byggðaþróunina að það eru fleiri þingmenn á haus úti á landi en í höfúðkaupstaðnum. Njáll Harðarson „Hæstiréttur heldur því jafnvel fram að það sé stjórnarskrárbrot að „eigendur íslands" eigi fiskinn í sjónum. Hvernig í ósköpunum má það vera og hver á þá fiskinn eiginlega? Á Guð fiskinn?“ Kjallarinn Njáil Harðarson fasteignasali 1 Með og á móti Styrleiki handboltans í 1. deild til þessa í vetur Þorbjörn Jensson, landsliösþjálfari karlaí leik. Liðin mættu æfa betur „í fljótu bragði finnst mér að hann hefði getað verið betri. Ég skal þó viðurkenna að heldur hefur hann skánað eftir því sem á veturinn hefur liðið. Ég er bú- inn að sjá marga leiki f vetur og af þeim má Ijóst vera að liðin þurfa að æfa betur. Yngri leikmennimir sérstaklega verða að æfa betur og koma sér í betra form. Ég hef heyrt að mörg lið í deildinni hafa nýtt hléið vel og æft vel um hátíðamar. Það mun hiklaust skila þeim sterk- ari til baka og vun leið verður handboltinn betri. Það veitir ekki af þvi verkefnin eru ærin á næstunni, bikarkeppnin og síð- an hörð barátta um þaö að kom- ast í 8-liða úrslitakeppnina. Það er gríöarlega spennandi keppni fram undan í deildinni og segja má að hver einasti leikur úr þessu verði úrslitaleikur. Eins og ég sagði fyrr er það mín til- finning að liðin hafa slakað á mörg hver. Það er bara vonandi að þau komi sterk til baka því nú reynir á sem aldrei fyrr að vera í góðu leikformi." Endur- nýjunin tekur tíma „Það er hægt að segja að deild- in hafi skipst í tvö horn í vetur. Það eru ágæt lið innan um og síðan eru lið í slakari kantinum. Gæðin eru hins vegar ekki mikO ef mið er tekið af síðustu árum. Það hafa sést nokkrir mjög skemmti- legir leikir en athygli mína hefur vakið hve lítill áhugi er fyrir leikj- unum á laug- ardögum. Ég er þó nokkuð viss um að styrkurinn á eftir að aukast eftir því sem nær dregur en satt best að segja hefur þetta ekki verið mikið fyrir augað til þessa. Ástæðuna fyrir því má m.a.. rekja til hve margir af okk- ar bestu mönnum hafa farið til útlenda. Deildin ber þetta alls ekki ogendumýjunin tekur bara tíma. Ég myndi segja að það rikti sama ástand í deildinni og fyrir um tuttugu árum en þá héldu margir af okkar bestu leik- mönnum utan. Það tekur tíma að rétta úr kútnum á nýjan leik. Deildin nær eflaust sínum fyrri styrkleika og þetta er aðeins spuming um tíma. Það vantar eins og sakir standa sterkari leikmenn inn í handboltann. Þeir eru bara ekki fáanlegir og það er af þeim sökum sem félög- in hafa sótt í meira mæli en áður eftir-erlendum leikmönnum." -JKS Guðjón Guömunds- son, íþróttafrétta- maður á Stöð 2. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er; dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.