Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Side 10
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999
★
enning
Grímudansleikur
Kammertónleikar í Salnum
Á fimmtudagskvöldið kl. 20.30 verða kammer-
tónleikar í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Þar
koma fram hjónin Almita og Roland Vamos sem
hafa um árabil verið í hópi fremstu fiðlu- og
víólukennara í heiminum. Þau eru bæði prófess-
orar við Oberlin-háskólann í Ohio, og meðal ís-
lenskra nemenda þeirra þar eru Sigrún Eðvalds-
dóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Sif Tulinius, Sigur-
bjöm Bemharðsson og Ragnhildur Pétursdóttir.
Auk kennslustarfa eru þau virtir einleikarar sem
hafa hlotið viðurkenningar víða um lönd fyrir
leik sinn.
Almita og Roland verða ekki ein í Salnum því
hópar íslenskra strengjaleikara í fremstu röð
koma einnig fram á tónleikunum: Auður Haf-
steinsdóttir, fiðla, Guðný Guðmundsdóttir, flðla,
Gunnar Kvaran, selló, Sif Tulinius, fiðla, Sigur-
björn Bemharðsson, fiðla og víóla, og Sigrún Eð-
valdsdóttir stjórnandi. Auk þess
koma fram langtkomnir nemendur úr
Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík.
Á efnisskránni em: Konsert op. 3
nr. 10 í h-moll fyrir fiðlu og strengi
eftir A. Vivaldi, Passacaglia eftir
Hándel-Halvorsen og strengjakvartett
op. 18 í A-dúr eftir F. Mendelsohn.
Rétt er að minna menn á aukatón-
leikana með Auði Gunnarsdóttur og
| Gunnari Guðbjömssyni kl. 14.30 á laugardaginn í
| Salnum en uppselt er á aðaltónleikana fostudags-
; og laugardagskvöld. Síminn er 570 0404.
Undir Dagmálalág
Anna María Þórisdóttir hefur gefið út bókina
Undir Dagmálalág með minningum sínum frá
uppvaxtarárunum á Húsavík. í fyrri
hlutanum, Bemskumyndum, segir
hún frá upprana sínum í Túnsbergi,
gamla húsinu á sóleyjartúninu,
flutningi út í Sólbakka, hvíta stein-
húsið með grænmáluðu bogunum
yfir gluggunum, góðum grönnum
á Beinabakkanum, sorginni við
bróðurmissi, sveitasælu hjá
ömmu og frændfólki í Köldukinn,
skólagöngu og bamaskemmtunum. í
hlutanum, Æskumyndum, er sagt frá sögulegri
fermingu og ýmsum atvikum frá unglingsáram
og endað á upphafi skólagöngu í MA.
Anna María hefur áður gefið út greinasafhið
Krækiber. Hún gefur sjálf út Undir Dagmálalág.
á þrettándanum
Þórunn Guðmundsdóttir sópran og Ólafur
Kjartan Sigurðarson barítón sem gerir garð-
inn frægan í Englandi um þessar mundir, á
öðrum tónleikunum syngur Þórunn ein, á
þeim þriðju syngur Þóra Einarsdóttir sópran
og á þeim síðustu syngur Loftur Erlingsson
barítón.
„Fyrstu tónleikamir eru byggðir upp utan
um söng-kammerverk,“ segir Eydís. „Þeir
hefjast að vísu á leikandi léttri sónötu fyrir
klarínett og fagott, síðan koma fjögur ljóð eft-
„Það falla allir fyrir
tónlist Poulencs sem
hana heyra vegna þess
að hún er svo skemmti-
leg. Það er bæði svo óum-
ræðilega gaman að spila
hana og hlusta á hana,“
segir Eydís Franzdóttir
óbóleikari og það bein-
línis blika í henni augun
þegar hún talar um tón-
skáldið. Poulenc hefði
orðið 100 ára núna 7. jan-
úar ef hann hefði lifað og
Eydís hefur í nokkra
mánuði undirbúið sér-
staka tónlistarhátíð hon-
um til heiðurs. Hátíðin
hefst í Iðnó annað kvöld,
miðvikudagskvöld kl.
20.30, óg heldur svo
áfram næstu þijú þriðju-
dagskvöld á sama tíma.
En hvað er það sem gerir
þessa tónlist svona heill-
andi?
„Hann býr til svo gríp-
andi laglínur," svarar
Eydís, „og leikandi létt-
ar. Og þegar hann semur sönglög velur hann
einstaklega fyndna og skemmtilega texta.
Þetta verður kammertónlistarhátíð og við
ætlum að flytja öll kammerverk Poulencs en
mörg verkanna eru fyrir söngvara og kamm-
erhljóðfærahóp og það verður alltaf söngvari
með okkur."
Með Eydísi leikur úrvalslið hljóðfæraleik-
ara á hverjum tónleikum og á hverjum tón-
leikum era líka söngvarar og þeir ekki af
verri endanum. Á fyrstu tónleikunum syngja
ir Max Jacob, svo koma ástarljóð,
ekta kaffihúsatónlist frá París ...“
- Kannast maður eitthvað við
þessi lög?
„Nei, kannski ekki, en þau venj-
ast alveg í hvelli! Poulenc hefur
aldrei verið kynnt-
ur almennilega hér
þó að iðulega sé
leikið eftir hann
eitt og eitt verk á
tónleikum. En svo
ég haldi áfram með
fyrstu tónleikana
þá segir hann sög-
ur af dýrum í „Le
bastiaire" og hljóð-
færin gefa Jrá sér viðeigandi hljóð.
Aðalverkið rekur svo lestina,
„Grímudansleikur“, sem okkur
finnst svo vel viðeigandi að leika
þá af því fyrstu tónleikamir verða
á þrettándanum. Það er rosalega
skemmtilegt," segir hún, mjög
sannfærandi.
- Listinn yfir flytjendur er
óvenjulangur fyrir kammerhátíð,
þið eruð alls þrjátíu fyrir utan
stjórnandann, Guðmund Óla Gunn-
arsson...
„Já, það er vegna þess hvað öllum finnst
gaman að flytja verk Poulencs. Fólk kann
miklu betur að meta hann núna en meðan
hann lifði. Hann var kaffihúsahljóðfæraleik-
ari sjálfur, vann fyrir sér með píanóleik á
kafEihúsum Parísarborgar og lengi var litið á
hann sem kaffihúsatónskáld eingöngu. En
núna vita menn að það er mikið í þessa tón-
list spunnið."
Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Eydís Franzdóttir óbóleikari hafa
faliið fyrir ekta franskri kaffihúsatónlist Poulencs eins og allir sem hana
heyra. DV-mynd GVA
Leikrit með erindi
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóltir
Felix Bergsson - leggur allt undir í Hinum fullkomna jafningja.
DV-mynd Teitur
Hundrað og ein ný þjóðsaga
Gísli Hjartarson ritstjóri, Vestfirðingur í húö
og hár, hefur tekiö saman úrval vestfirskra
skemmtisagna og gefið út undir heitinu Hundrað
og ein ný vestfirsk þjóðsaga. Skýrt er tekið ffarn
að sögumar flokkist ekki undir sagnfræði, en
mikill fjöldi raunverulegra Vestfirðinga, þekktra
og óþekktra, kemur þar við sögu.
Margar prýöilegar sögur eru í bók-
inni og góður broddur í þeim sumum.
Sú sem hér verður fyrir valinu ber yf-
irskriftina „Þingmennska":
„Magdalena Sigurðardóttir, ritari
við Framhaldsskóla Vestfjarða og
skógræktarfrömuður ísfirðinga,
var varaþingmaður Framsóknar-
flokksins á Vestfjöröum eitt kjör-
tímabil á níunda áratugnum. Eitt
sinn var frúin kölluð til setu á Alþingi í stað
Steingríms Hermannssonar, sem hafði þurft að
bregða sér út fyrir landsteinana.
Þegar varaþingmaðurinn mætti í þinghúsiö
stóð yfir þingflokksfundur hjá framsóknarmönn-
um. Páll Pétursson frá Höllustöðum var þá for-
maður þingflokksins og stjómaði fundinum. Þeg-
ar Magdalena fann þingflokksherbergi Fram-
sóknar barði hún að dyrum og gekk inn. Þá reis
Páll á fætur og sagði: „Heyrðu, væna mín, það
væri betra að bíða með að skúra þangað til
seinna í kvöld þegar fundurinn er búinn.““
Vestfirska forlagið gefur bókina út.
Handbók um málfar
Malvísindastofnun Háskóla íslands hefur gefið
út Handbók um málfar í talmiðlum eftir Ara Pál
Kristinsson málfræðing. Ari var í
nokkur ár málfarsráðunautur Ríkis-
útvarpsins og hefur sérstaklega lagt
eyrun við tali starfsmanna ljós-
vakamiðla. Hann er nú forstöðu-
maður íslenskrar málstöðvar.
Bókin skiptist í tvo hluta. I
fyrri hlutanum er fjallaö al-
mennt um málnotkun í talmiðl-
um og þar er einnig skrá yfir
helstu hjálpargögn íslenskra málnotenda.
I siðari hlutanum eru leiðbeiningar um vandað
málfar í aðgengilegri skrá með um 2.500 stafrófs-
röðuöum flettiorðum.
Leikrit sem fjalla um homma og
menningarsamfélag þeirra heyra til
tíðinda hérlendis og var Ástarsaga
3 eftir Kristínu Ómarsdóttur, sem
var sýnd á litla sviði Borgarleik-
hússins fyrir rúmu ári, fyrsta ís-
lenska verkið sem fjallaði
tæpitungulaust um samkynhneigð.
Þvi er fengur að leikriti Felix
Bergssonar, Hinn fullkomni jafn-
ingi, og höfundurinn dregur ekki á
það dul að verkinu er ætlað annað
og meira hlutverk en að skemmta
áhorfendum eina kvöldstund.
Leiklist
Halldóra Friðjónsdóttir
í Hinum fullkomna jafningja fá
áhorfendur að kynnast fimm
hommum á mismunandi aldri. Bak-
grunnur þeirra er ólíkur sem og af-
staðan til eigin samkynhneigðar.
Verkið hverfist þó fyrst og fremst
um Ara, kennara á fertugsaldri,
sem lengi vel reyndi að bæla til-
finningar sínar og haga sér eins og
samfélagið ætlaðist til en horfðist
loks í augu við raunveruleikann og
tók sjálfan sig í sátt. Á spjallrásum
Netsins kemst hann í kynni við Al-
bert, tæplega þrítugan sölumann,
og þegar leikurinn hefst er hann að
undirbúa þeirra fyrsta fund. Aðrir
sem koma við sögu eru Steinþór,
ungi lögfræðingurinn sem setur
framann ofar einkalífinu, Máni
sem er rúmlega tvítugur og flögrar milli
landa og sambanda, og Ásgeir, aldursforset-
inn, kominn á sjötugsaldur. Ásgeir eða Ásta
frænka eins og hann er kallaður er eðlilega
sá sem hefur upplifað mest og berst nú hetju-
legri baráttu við alnæmi.
Felix Bergsson leggur mikið undir með
uppsetningu þessa leikrits. Hann er ekki ein-
ungis að fjalla um málefni sem tengjast hon-
um persónulega heldur leikur hann öll hlut-
verkin sjálfur. Felix stenst þessa raun með
mikilli prýði eins og framsýningargestir
sýndu með því að rísa úr sætum að sýningu
lokinni. En Felix stendur ekki einn að upp-
færslunni því um tuttugu listamenn koma
þar við sögu. Mest mæðir á Kolbrúnu Hall-
dórsdóttur sem er leikstjóri og dramatúrg
sýningarinnar. Hún hefur valið þá leið að
láta textann um að skýra hvaða persónu Fel-
ix er að leika hverju sinni í stað þess að
hægja á atburðarásinni með flóknum skipt-
um gerva. Þetta gekk í flesta staði vel upp en
þó kom fyrir að skilin urðu of ógreinileg og
hefði mátt koma í veg fyrir slíkt með því að
undirstrika persónueinkenni betur
með búningum. Leikur Felix var
hófstilltur og það sem á skorti í
dramatískri túlkun bætti hann
upp með einlægri virðingu og
samúð með persónum sínum.
Helst mætti ftnna að því að þau
Kolbrún hafi einfaldlega ætlað sér
of mikið með því að segja sögu
fimm einstaklinga. Fyrir vikið verð-
ur framvindan óþarflega brota-
kennd og sögumar minna meira á
svipmyndir en heildstæðar persónu-
lýsingar.
Tragísk afdrif Ara, sem valda
ákveðnum hvörfum í leikritinu og
lífi hinna persónanna, eru veikasti
hlekkur sýningarinnar því þar vant-
aði alla undirbyggingu og kom það
greinilega niður á atriðunum sem
fylgdu á eftir.
Margt var bráðfyndið í Hinum
fullkomna jafningja en þar voru líka
sársaukafull og ljóðræn augnablik.
Nægir að benda á einstaklega falleg-
ar senur þar sem Ari og Albert ræð-
ast við á Netinu og tölvutextanum
er varpað á tjald fyrir enda sviðsins.
Tæknilega er uppfærslan raunar
heilmikið afrek því ég hef ekki fyrr
séð sviðsverk þar sem lifandi leikur
og kvikmynd renna jafn áreynslu-
laust og áferðarfallega saman í eina
heild. Tónlist og lýsing áttu líka
sinn þátt í að skapa sýningunni eft-
irminnilega umgjörð og vonandi að
Felix og aðrir aðstandendur hafi ár-
angur sem erfiði, það er að snerta
við áhorfendum og vekja til um-
ræðu um málefni samkynhneigðra.
Leikhópurinn Á senunni sýnir í íslensku
óperunni:
Hinn fullkomni jafningi
Höfundur: Felix Bergsson
Leikstjóri og dramatúrg: Kolbrún Halldórs-
dóttir
Leikmynd: Magnús Sigurðsson
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Búningar: María Olafsdóttir
Gervi: Ásta Hafþórsdóttir
Kvikmynd: Kristófer D. Pétursson
Tónlist: Karl Olgeirsson