Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 7 sandkorn Fréttir Rismikið blað Um áramót fara menn gjarnan yfir áriö sem var að líða og gera upp stöðuna. Hinn geðþekki út- varpsmaður og ritstjóri tímarits- ins Bleikt og blátt, Davíð Þór Jóns- son, er einn þeirra. í leiðara tímarits síns sagði hann eitt- hvað á þá leið að þrátt fyrir frá- sagnir blaða um annað væri Bleikt og blátt á blússandi uppleið og hefði meira að segja siglt fram úr Séð og heyrt. Mönnum varð á orði að þótt Bleikt og blátt væri á uppleið væri ekki ástæða til að efha til sérstaks fagnaðar. Efnistök í Séð og heyrt hefðu verið þvUík undan- farið að engan þyrfti að undra þótt hið rismikla blað hefði siglt fram úr... Nýr stjóri Sú saga gengur fjöllum hærra að Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, langi í tUbreytingu, þ.e. vilji gjaman snúa sér að öðra en að stjórna flokknum, enda hefur hann verið fram- kvæmdasfjóri lengur en elstu menn muna. Kjartan fær væntanlega nóg að gera í eigin viðskiptum og ekki ólíklegt að hann vUji fá svigrúm tU að skreppa tU Parísar öðru hverju þar sem eiginkonan, Sigríður Snævarr, hefur verið skipuð sendiherra. Mun Ámi Sigfússon vera sá sem oftast er nefndur sem arftaki Kjartans. Mundi hann þá væntanlega taka við eftir kosning- ar, þegar þrjú ár era í að sótt verður að R-listanum öðru sinni... Lofað sæti Þegar Steingrimur J. og félag- ar klufu sig úr úr Alþýðubanda- laginu og stofnuðu sinn rauð- græna flokk munu margir hafa hugsað um að fylgja í fótspor þeirra. Ein þeirra var Sigríður Jó- hannesdóttir, þingmaður flokksins i Reykjaneskjör- dæmi. Taldi hún sig eiga nokkra hugmyndafræðilega samleiö með rauðgi'ænum. En þar kom að Margrét formaður sagði hingað og ekki lengra. Hún ætlaði ekki að missa alla þingmennina. Mun hún hafa lofað nefndri Sig- ríði þingsæti ef hún yrði um kyrrt. Óvíst er hvemig það fer þegar vilji er til prófkjörs meðal samfylkingarmanna í Reykjanesi. Kunnugir segja þó að Sigríður eigi mikið fylgi í Keflavík... Jarðarfarir í Skessuhomi þeirra Vestlend- inga er árið gert upp I langri grein. Segir meðal annars frá kjöri Gísla Gíslasonar , bæjar- stjóra á Akranesi, sem manns ársins. Er komið inn á sveitarstjómar- kosningar á ný- liðnu ári og deil- ur manna í Skorradal. Deildu menn, eins og frægt var, um mannfjöldamál. Sóttu sumir um flutning jarða í önnur sveitarfélög vegna þessa. Gárang- ar á Vesturlandi kölluðu slíka flutninga jarðarfarir. Má sjálfsagt nota sama orð um fólksflutninga undir Hvaifjörð... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @£f. is Unnið var hörðum höndum að gerð kvikmyndarinnar í faðmi hafsins á Flateyri um áramótin. Um helmingur þorpsbúa tekur þátt í gerð myndarinnar. DV-myndir Hörður Kristjánsson. Tugir manna vinna að nýrri kvikmynd á Flateyri: Læknir gerir bíómynd - þekktir leikarar í aðalhlutverkum Hinrik Ólafsson og Sóley Elíasdóttir leika systkini í myndinni. Hér má sjá leikstjórana Lýð Árnason og Jóakim Reynisson ásamt aðaleikar- anum Hinrik Ólafssyni að bera saman bækur sínar. DV, Flateyri: „Þetta er algjör krufning á þorpslífinu. Kvikmyndin gerist í vestfirsku sjávarplássi og fjallar um ungan skipstjóra, líf hans og raunir. Við eram að taka vetrartökumar núna en ljúkum sumartökum næsta sumar. Aðalleikarar myndarinnar era Hinrik Ólafsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Sóley Eliasdóttir og Hilmar Jónsson. Þá eru líka fleiri leikarar auk fjölda áhugaleikara af svæðinu," sagði Lýður Árnason, læknir, kvikmyndahöfundur og leikstjóri, í samtali við DV. Á laug- ardag var unnið á fullum krafti við kvikmyndatöku í Vagninum á Flat- eyri á atriði í nýrri kvikmynd Lýðs og félaga sem hlotið hefur heitið í faðmi hafsins. Kvikmyndin er að langmestu leiti tekin upp á Flateyri og mun gerð hennar kosta um 60 milljónir króna. Þarna var auk kvikmyndagerðar- fólks mættur stór hluti íbúa Flateyr- inga sem jafnframt era leikarar í myndinni. Lýður sem er héraðs- læknir að aðalstarfi hefur vakið at- hygli fyrir ýmis skemmtileg uppá- tæki. Þannig hefur hann staðið fyr- ir menningarhátíðum á staðnum þar sem hann kom ma. fram í gervi dragdrottningar. Þá eru læknirinn og félagar hans með geislaplötu í bí- gerð. Mikla athygli vakti á sl. ári þegar Lýður læknir og Ólafur „poppari" Ragnarsson skipstjóri Jón Rósmann Mýrdal óperusöngv- ari leikur sjómann. sóttu um stöðu sóknarprests í af- leysingum en var hafnað. Þeir félag- ar vora síðar ráðnir sem aðstoðar- prestar og er áætlað að þjónusta þeirra hefjist nú á nýju ári. Gengið vel Tökur á myndinni hófust á annan í jólum og lýkur í haust, en auk Lýðs önnuðust Jóakim Reynisson og Hildur Jóhannesdóttir handrits- gerðina. Handrit þeirra hlaut verð- laun Kvikmyndsjóðs árið 1997 sem eitt af þrem bestu handritum í sam- keppni sem Kvikmyndasjóðurinn og Norræni kvikmyndasjóðurinn stóðu að. Lýður og Jóakim annast leik- stjóm myndarinnar en Guðmundur Bjartmannsson sér um kvikmynda- tökuna sem unnin er í samstarfl við Nýja bíó. Framkvæmdastjóri, aðstoðarleik- stjóri og skrifta er Kristrún Lind Birgisdóttir. „Þetta hefur gengið gríðarlega vel,“ sagði Lýður við DV. „Þetta er kraumandi mannlífspott- ur, það gæti ekki gengið betur. Það væri verra ef það væri betra.“ Brúðurin hverfur Myndin fjallar í stuttu máli um ungan skipstjóra sem er að fara að gifta sig. Síðan hverfur brúðurin sviplega á brúðkaupsnóttina og það má segja að myndin fjalli síðan um það hvað af henni verður og hvaöa áhrif það hefur á líf skipstjórans. Þetta er „kómídrama" þar sem tals- vert er byggt á gömlum draugasög- um. Öllum tökum á myndinni ætti að vera lokið i september á þessu ári og við ráðgerum að framsýna um næstu jól, eða um páskana árið 2000.“ - Kostar þetta verkefni ekki tugi milljóna og hvernig gengur fjár- mögnun? „Jú, en við voram búnir að safna fyrir þessum vetrartökum og höld- um áfram að safna fyrir tökunum í sumar. Það verður gert annaðhvort með eða án framlags sem við von- umst þó til að fá úr Kvikmynda- sjóði. Við tökum þó bara hvert skref fyrir sig. Verkefnið hefur nú þegar hlotið brautargengi með styrk sem fékkst úr Kvikmyndasjóði vegna handritsins. Það var því ekkert að vanbúnaði með að hefja tökur og það þýðir ekkert að bíða eftir því hvað aðrir segja.“ - Hefur þú átt við eitthvað slíkt áður? „Já, við höfum gert einhverjar myndir, stuttmyndir og tónlistar- mynd. Við eram búnir að vera í ein tíu ár að leika okkur við þetta,“ sagöi Lýður læknir. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.