Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 Kvikmyndir 27 £ Sam-bíóin - Úvinur ríkisins: Með leyniþjónustuna á hælunum Will Smith og Gene Hackman ráða ráðum sínum á þaki háhýsis. ★★★ Stóri bróðir, sem fylgist með öllum sínum þegnum, hefur löngum verið vinsælt yrkisefni og sjálfsagt hafa sannindin í kenning- unni aldrei verið meiri en í dag þegar leyniþjónustur stórvelda ráða yfir njósnatækni, með aðstoð gervitungla, sem á einu auga- bragði getur veitt þeim upplýsing- ar um þann sem áhuginn beinist að og svo í framhaldi graflð undan viðkomandi persónu þannig að ekkert stendur eftir af opinberu lífi hans sem og einkalífi. Þessari njósnatækni og hvað slíkt getur gert manni sem staddur er á röng- um stað á röngum tíma kynnumst við í Óvini ríkisins (Enemy of the State), virkilega vel gerðri spennu- mynd þar sem persónur verða nánast aukanúmer við hliðina á njósnatækni nútímans. í byijun myndarinnar fylgjumst við með morði á þingmanni sem framið er af deild innan leyniþjón- ustunnar. Af mikilli kunnáttu er allt látið hta út sem slys hafi orðið. Við vettvangsskoðun síðar tekur einn leyniþjónustumaðurinn eftir því að handan árinnar þar sem morðið var framið er maður að skipta um spólu i myndbandsupptökumyndvél og er henni beint nákvæmlega í þá stefnu sem morðið var ffamið. Um þetta veit lögffæðingurinn Robert Dean ekki neitt þegar maður sem hann kannast við nálgast hann í undir- fataverslun þar sem hann er að kaupa jólagjöf handa eiginkonu sinni. Sjálfsagt hefði Dean aldrei heilsað upp á manninn hefði hann vitað að með þessu stutta samtali væri hann að leggja líf sitt í rúst. Það er gífurlegur hraði í Enemy of the State sem gefur henni viss- an trúverðugleika þegar njósna- tæknin er höfð í huga og þessi hraði gerir það líka að verkum að minna áberandi verður tilviljana- kennt handritið þar sem samtölin bera oft þess merki að til að „plottið" gangi upp verði að fara ýms- ar vafasamar' leiðir. Leikarahópurinn er í heildina firnasterkur ef Will Smith er und- ánskilinn. Smith er góður í hlut- verkum sem eru með húmor eins og hlutverk hans í Men in Black. í túlkun hans á hinum ráðvillta lög- fræðings vantar festu og styrk sem lýsir sér vel í leik Gene Hackmans og Jon Voight svo dæmi séu tekin. Vert er að taka fram að eitt af því sem Enemy of the State hefur sér til mikil ágætis er hópurinn sem stjórnar njósastarfseminni. í stjómstöðinni sitja við tölvur ung- ir greindarlegir menn sem væm kolómögulegir á vettvangi en em eins og strákar 1 tölvuleik og hugsa meira um ágæti forritsins en það mikla vald sem þeir ráða yfir. Á vettvangi eru aftur á móti stórir og sterkir strákar sem finnst það ekki tiltökumál að myrða málstaðarins vegna. Leikstjóri: Tony Scott. Handrit: David Marconi. Kvikmyndataka: Dan Mindel. Tónlist: Trevor Rabin og Harry Gregson-Willi- ams. Aðallleikarar: Will Smith, Gene Hackman, Jon Voight, Regina King og Gabriel Byrne. Hilmar Karlsson Kvikmynda GAGNRÝNI 903 • 5670 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu: Þú hringir í sím.a 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara smáauglýsingu. Þú slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Þá heyrir þú skilaboð auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. / Þú leggur inn skilaboð eftir hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. Þá færð þú aö heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur með skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. TOPP %% í Bandaríkjuifum - aösókn dagana 1. - 3. Janúar. Tekjur í mllljónum dollara og helldartekjur Julia Roberts og Susan Sarandon í hlutverkum sínum i Stepmom, sem er aöra vikuna í röö í 2. sæti listans. Óveður kom í veg fyrir metaðsókn Mikil snjókoma og óveður í miðvestur- og miðausturrikjum Bandaríkjanna geröi það aö verkum aö aðsókn í kvikmyndahús yfir nýárshelgina var minni en oftast áöur en þó betri en búist haföi verið við þegar veðurspáin var höfö í huga. Einn af forstjórum Sony Pictures sagði aö veörið væri: „20 milljón dollara stormur". Engar breytingar uröu á efstu sætum listans, Patch Adams með Robin Williams f aöalhlutverki hélt efsta sætinu og fast á hæla hennar koma síöan Stepmom, You've Got a Mail og The Prince of Egypt. Þessi röðun breytist sjálfsagt í næstu viku þegar nýjasta John Travolta-kvikmyndin, A Civil Action, verður frumsýnd í 1800 kvikmyndasöl- um. Sú kvikmynd af þeim dýru og stóru sem virðist ætla aö veröa tap á er górillumyndin Mighty Joe Young, sem var óhemju dýr, en spár ganga út á það aö hún nái ekki upp yfir 50 milljón dollara markiö. Vert er að benda á bresku myndina Shakespeare in Love sem hægt og bítandi hækk- ar sig á listanum. Margir eru á því aö þessi mynd fái einhverjar tilnefn- ingar til óskarsverölauna. -HK Tekjur Heildartekjur 1. (1) Patch Adams 19.050 65.495 2. (2) Stepmom 14.582 50.017 3. (3) You've Got Mail 14.176 77.938 4. (4) The Prince of Egypt 11.244 66.351 5. (7) A Bug's Life 8.830 136.420 6. (6) Mighty Joe Young 8.119 28.148 7. (5) The Faculty 7.485 25.894 8. (9) Enemy of the State 4.788 98.816 9. (8) Star Trek: Insurrection 4.748 . 58.644 10. (12) Shakeapeare in Love 3.172 9.411 11. (10) Jack Frost 3.166 31.153 12. (11) The Rugrats Movie 2.752 89.183 13. (13) The Waterboy 2.142 150.037 14. (14) Walking Ned Devlne 1.619 6.954 15. (16) Rush Hour 1.468 137.534 16. (15) Down in Delta 1.080 3.578 17. (17) Life Is Beautiful 1.073 11.409 18. (18) Ellzabeth 1.037 16.510 19. (19) Antz 0.546 89.214 20. (-) A Simple Plan 0.512 2.515 i Sam-bíóin - Star Kid: Predator gengur aftur iri, Það er nú meira hvað merm eru frumlegir i hönnun skrímsla. í hinni merku mynd DNA klónuðu visindamenn Alien við Predator og fengu ósköp sætt skrímsli, en svei mér þá, meir að segja aðdáun mín á Predatorunum nær ekki svona lángt. Vonda skrímslið í Star Kid er svona eins konar klóni úr áður- nefhdri rán-geim- eðlu og einhverju fýrirbæri sem er kunnuglegt úr eldri geimmynd- um, minnti til dæmis dálítið á gúmmískrímslið sem var þröngvað upp á grey Tourneur í Night of the Demon, sællar minningar. En brellum og skell- um liefur farið fram síðan þá og hvað sem öllum skyldleik líður þá var þetta ill-skrímsli það ánægjulegasta við þessa annars þrautleiðinlegu bamageimmynd. Nú skal hafður vari á: ég er kannski óþarflega kröfuhörð og valla nógu ung. En mér hund- leiddist og mér líka yflrleitt barnamyndir vel (kannski of vel?). Sagan segir sumsé frá 12 ára strák, Spencer (Joseph Mazzello), sem er gik og nörd og nýr í skólanum. Nema hann fær tækifæri til að verða hetja þegar óvænt lendir í bílakirkjugarði geimbúningur nokkur sem er sérhannaður til bardaga. Og eftir að hetja vor hefur bæði barið á bög- ger skólans og bjargað aðaldöm- unni frá bráða- bana fær hann loks tækifæri til að spreyta sig gegn alvöru ógn, í líki uppáhalds- skrímslisins. (Hey, gott ef það minnti ekki dáld- ið á ézillu elsk- una.) Einhvem veginn varð boð- skapurinn sög- unni ofviða og þegar 1001. heilræðið sveif yfir skjáinn fór ég að geispa. Ef það er eitthvað sem drepur bamamynd- ir þá er það ofhlæði áróðurs sem gengur yfirleitt út á einhvem borgaralegan heilag- leika samfara hefð- bundnum kynhlut- verkaskiptingum. Því miður, þetta er hvorki ET né þeir batterislausu, þetta er eiginlega ekki neitt neitt. Manny Coto. Kvikmyndataka: Ronn Schmidt. Tónlist: Nicholas Pike. Aðalhlutverk: Joseph Mazzello, Joey Simmr- in, Alex Daniels, Corinne Bohrer, Ashlee Levitch. Úlfhildur Dagsdóttir Kvikmynda GAGNRÝNI Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu: Þú hringir I síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Nú færð þú að heyra skilaboö auglýsandans. Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. Þú leggur inn skilaboð eftir hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Þegar skilaboöin hafa veriö geymd færö þú uppgefiö leyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númerið hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmerið. Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valið 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærð inn leyninúmer þitt og færö þá svar ayglýsandans ef þaö er fyrir hendi. Aliir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alia landsmenn. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.