Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 Neytendur Áramótaheitin skoöuð: i>v Löngun í mat Nýir lifnaðar- hættir á nýju ári Alls kyns grænmetisréttir eru góður kostur fyrir þá sem taka vilja upp hollari lífshætti. Nýju ári fylgja ný fyrir- heit um bót og betrun á ýmsum sviðum mannlífs- ins. Sumir ætla að hætta að reykja, aðrir ætla að rækta hugann eða fara oftar út með hundinn. Þeir eru hins vegar æði margir sem setja sér það markmið um áramót að koma líkamanum í betra form og e.t.v. losna við nokkur aukakíló. Róm var ekki byggð á einum degi og það sama má segja um hraustan lík- ama. Það tekur því tíma að koma skrokknum í betra form og hægfara breytingar á lifsstíl og mataræði eru langtum líklegri til að skila viðvar- andi árangri heldur en strangir megrunarkúrar og aðrar skyndilausnir. Þeim sem vilja grenna sig er yfirleitt fyrst og fremst bent á að draga úr fituneyslu og hreyfa sig meira. Mörgum gengur hins vegar illa að fara eft- ir þessum einfóldu leið- beiningum. Þess vegna fylgja hér nokkur aukaráð sem ættu að auðvelda fólki baráttuna við aukakílóin. Sjálfsagt hafa margir strengt áramótaheit um að koma líkamanum í betra form á nýja árinu. einhverja óhollustu. Farðu mettur í búðina og haltu þig við innkaupa- listann. Ró og næði Mikilvægt er að gefa sér ró og næði til að njóta matarins því meiri likur eru á að þú borðir einhverja óhollustu, t.d. skyndibita, ef þú ert að flýta þér. Borðaðu því rólega og njóttu hvers bita. Borðaðu um leiö og þú skerð matinn í stað þess að skera allt niður og skófla því síðan í þig. Tyggðu vel og leggðu hnífapörin frá þér annað slagið. Meiri matur Þegar þú ert í megrun getur ver- ið nauðsynlegt að beita svolitlum blekkingum. Þá er t.d. sniðugt að nota minni diska en vanalega, t.d. kökudisk í stað venjulegs matar- disks, því þá finnst þér vera meiri matur á disknum heldur en ef stór diskur væri notaður. Skynsemi í innkaupum Það er alveg bannað að kaupa inn í matinn á tóman maga. Ef þú ferð svangur í stórmarkaðinn eru meiri líkur á að þú freistist til að kaupa Hollt snakk Einhvem tímann var því haldið fram að snakk á milli mála væri al- veg bannað. Nú er öldin önnur og fólk hvatt til að borða margar litlar máltíðir í stað fárra stórra. En það skiptir að sjálfsögðu miklu máli hvað borðað er milli mála. Því er skynsamlegt að eiga alltaf hollan og hitaeiningasnauðan mat í ísskápn- um til að grlpa í þegar svengdin seg- ir til sín. Prófið t.d. ferska ávexti, sykurlaust skyr eða sykurskerta jógúrt, poppkom eða rúsínur. Matur er huggun Margir þekkja þá tilfmningu að leita i ísskápinn þegar illa gengur, þ.e. að leita sér huggunar í mat. Reynið frekar að finna einhverjar aðrar leiðir til að létta lundina þegar illa gengur. Góður göngutúr eða heimsókn til vinar gerir meira gagn. Smakkað og eldað Margir kannast við það að vera sífellt að smakka á matnum meðan verið er að elda og e.t.v. líka þegar gengið er frá eftir matinn. Mörgum okkar var kennt að ekki ætti að leifa matnum en þeir sem eru í megrun ættu ekki að fara eftir þeirri reglu. Skynsamlegt er að tyggja tyggjó á meðan eldað er og gengið frá þvi þá er minni hætta á stöðugu narti. Hvatning Ef þú ert alveg að gefast upp próf- aðu þá að lyfta 2 kg kart- öflupoka til að gefa þér hug- mynd um kílóin sem þú vilt losna við eða eru þegar far- in. Þeir sem em í megran ættu einnig að takmarka kaffidrykkju sína því koffin getur örvað matarlystina. Raunhæf markmið Mikilvægt er að setja sér raunhæf markmið og fara ekki of geyst af stað í megr- uninni. Annars er hætta á að þú springir á limminu. Skynsamlegt er að skipta megruninni niður í mörg lítil stig, t.d. að missa 2-3 kíló á ákveðnum tíma í stað 10 kílóa á lengri tíma. Hófsemi Ekki vera of strangur ef þú fellur í freistni. Fullnægðu lönguninni í sætindi eða aðra óhollustu stöku sinnum en gættu hófs. Sumum hættir nefnHega tU að missa stjóm á sér þegar þeir leyfa sér að borða einhverja óhoUustu sem ekki er hluti af megranaráætluninni. -GLM Snöggsteikt grænmeti Þessi gimilegi grænmetisréttur 1 smátt saxað hvítlauksrif er léttur í maga og hentar því vel 20 dropar tabaskósósa. eftir stórsteikur undanfarinna . „ vikna. Aðferð Uppskrift 1 stór geiri af hvítkáli, 1 spergUkálshöfuð, 1 laukur 1 rauð paprika 2 msk. ólifuolía 1 tsk. salt Sósa 2 1/2 dl vatn 1/2 grænmetisteningur 1 dl hnetusmjör Gott er að byrja á sósunni. Setjið vatn og soðteninginn í pott og látið suðuna koma upp. Setjið hnetu- smjörið út í heitt soðið og hrærið í þar tU sósan er slétt. Kryddið með hvítlauk og tabaskósósu. Skerið hvítkálið í grófa bita. Afhýð- ið laukinn og skerið í þunnar sneiðar. Takið innan úr paprikunni og skerið hana í sneiðar. Hitið ólífuolíuna á stórri pönnu, t.d. wok-pönnu, skeUið grænmetinu á pönnuna og snögg- steikið við háan hita. -GLM Þessi skemmtilegi grænmetisréttur er einstaklega bragðgóður og léttur í maga eftir stórsteikur undanfarinna vikna. Löngun i einhverja tUtekna fæðutegund getur stundum bent til ofnæmis en oft er þetta háttur nátt- úrunnar tU að gefa tU kynna að lík- amann vanti ákveðin bætiefni eða steinefni vegna ófullnægjandi mataræðis. Algengt er að fólk langi í eftir- farandi fæðutegundir þegar skort- ur er á einhverjum bætiefnum eða steinefnum. Bananar Þegar maður er orðinn óeðlUega sólginn í banana gæti ástæðan ver- ið sú að líkamann vantar kalíum. Fólk sem notar þvagræsUyf eða kortisón er í sérstakri hættu og ætti því vel að gæta að sér ef löng- unin í banana verður mikU. Ostur Langi þig í ost án þess að vera sérstaklega mikið fyrir ost er ástæðan líklega sú að þig skortir kalk og fosfór. Þá er t.d. gott að borða spergilkál sem er auðugt af kalki og fosfór en inniheldur hins vegar miklu færri hitaeiningar en ostur. Smjör Grænmetisætur langar oft í smjör því þær fá mjög lítið af mett- aðri fitu úr mat sínum. Á hinn bóg- inn er mögulegt að löngunin í sér- saltað smjör stafi einungis af löng- un í salt. ís Þótt kalkinnihald íss sé hátt langar flesta í ís vegna sykurinni- halds hans. Sykur- sjúklinga og þá semþjástaflágum blóðsykri langar oft óskaplega mik- ið í ís. Önnur kenning segir hins vegar að fólk sem er óöraggt með sig borði ís tU að endurheimta örygg- istilfmningu bemskunnar. Súkkulaði Súkkulaði er mjög líklega efst á óskalista margra er þeir eru spurð- ir um hvaða fæðutegund þá langi mest i. Löngun í súkkulaði stafar m.a. af sykur- eða koffinfíkn. Þeir sem haldnir eru sterkri súkkulaði- eða sykurfikn ættu að taka krómtöUur. Kóladrykkir Löngun í kóladrykki stafar yfir- leitt af sykur- eða koffinfikn eins og súkkulaðUöngunin. Kóla- drykkjafiklar ættu því einnig að taka krómtöflur þegar löngunin verður mikil. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.