Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1999 9 Líst ekkert á hugmyndir um herskylduna Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, er lítið hrifmn af hug- myndum eins stjórnarflokkanna í Danmörku um að ungir Færey- ingar og Græn- lendingar verði að gegna her- þjónustu til jafns við unga Dani, verði haldið áfram að hafa herskyldu í landinu. „Dönsk yfirvöld geta ekki þvingað herskylduna inn á okk- ur,“ segir Anfinn Kallsberg í við- tali við færeyska blaðið Dimma- lætting í dag. Högni Hoydal, ráðherra sjálf- stjómarmála, segir í viðtali við Sosialurin í morgun að það sé ekki hluti af menningu Færey- inga að gegna herþjónustu. Hillary hlustar á Bill með öðrum Hillary Rodham Clinton, for- setafrú í Bandaríkjunum, sest niður með tíu fulltrúum „hins besta í Bandaríkjunurn" í kvöld til að hluta á stefnuræðu eigin- manns síns, Bills Clintons. Tíumenningamir munu sitja í stúku forsetafrúarinnar í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings. Forsetinn flytur stefnuræðu sína í samein- uðu Bandaríkjaþingi. í henni mun hann meðal annars fjalla um menntamál og leiðir til að tryggja öryggi kjamorkuvopna Rússlands og fyrrum Sovétrikjanna. Lögmenn Clintons hefja vam- arræðu sína fyrir ríkisréttinum í öldungadeildinni í dag. Hvíta hús- ið reyndi í gær að koma í veg fyr- ir að vitni yrðu kölluð fyrir. Hann Guttormur okkar í Húsdýragarðinum þætti sjálfsagt ekki neitt tiltakanlega stór boli stæði hann við hliðina á þessum drjóla. Stóri Rauður heitir kauði og er til sýnis í Owlcatraz-dýragarðinum á Nýja-Sjálandi. Stóri Rauður veg- ur hvorki meira né minna en 2060 kíló. Það er sjálfsagt tvisvar sinnum meira en Guttormur vegur, ef hann hefur þyngt sig jafnmikið og reiknað er með. Stóri Rauður er einhver þyngsti tuddi í heiminum, og skyldi engan undra, 180 sentí- metrar á hæð upp á bóginn. Heimsmetið á annar tuddi og vó sá rúm 2,2 tonn. Jeltsín liggur enn Læknar Borísar Jeltsíns Rúss- landsforseta ákveða ekki fyrr en á morgun hvort þeir ætla að skera hann upp við magasárinu, sem hrjá- ir forsetann þessa dagana, eða hvort haldið verður áfram að gefa honum lyf. Jeltsín var lagður inn á sjúkra- hús um helgina. Læknarnir sögðu í gær að hætt væri að blæða úr magasári Jeltsíns og því benti allt til að komist yrði hjá því að skera hann upp. Israelar ætluðu að myrða Saddam ísraelsk sérsveit, Sayeret Matkal, var í september síðastliðnum tilbúin með áætlun um að ráða Saddam Hussein íraksforseta af dögum. Þetta fullyrðir Uzi Mahanaimi, ísraelskur fréttaritari breska blaðsins Sunday Times. Mahanaimi er fyrrverandi starfsmaður ísraelsku leyniþjónust- unnar. Iraksforseti er haldinn ofsóknar- brjálæði og lætur laga málsverð handa sér á hverju kvöldi á 20 mis- munandi stöðum. Hann ákveður síðan á síðustu stundu hvar hann ætlar að snæða. Njósnir í írak leyddu hins vegar í ljós að Saddam heimsækir með jöfhu miilibili ástkonu í ákveðnu þorpi. Heimsóknirnar eru ekki eftir ákveð- inni áætlun en þegar Saddam birtist er mynstrið ætið hið sama. Hann gist- ir og heldur síðan snemma morguns til herstöðvar. fsraelar fengu síma- myndir af íraksforseta á leið frá húsi ástkonunnar. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, á að hafa veitt samþykki sitt fyrir árás á Saddam. Senda átti fjörutíu ísraelska sér- sveitarmenn með flugvél til íraks. Tíu þeirra áttu að lenda nokkur hundruð metra frá þorpi ástkonu íraksforseta og þaðan átti að skjóta Saddam með myndbandsstýrðum flugskeytum á sama augnabliki og hann yfirgæfi hús ástkonunnar. Samkvæmt frásögninni í Sunday Times var hætt við aðgerðina af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna loftárása Bandaríkjamanna og Breta á írak. En ekki síst vegna þess að bæði vamarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Mordechai, og utanríkisráðherrann, Saddam Hussein íraksforseti. Símamynd Reuter Ariel Sharon, voru mjög andvígir áætluninni. Þeir trúðu því ekki að upplýsingamar frá írak væru sannar. Það virðist hins vegar ekkert leynd- armál lengur að sérsveitin Sayeret Matkal æfði árás á Saddam í leynileg- um bækistöðvum fyrir tveimur árum. Þegar kynna átti aðferðina fyrir ísra- elsku herstjóminni urðu mistök. Ekta flugskeyti var óvart skotiö í mark og fimm ísraelskir hermenn létu lífið. Greint var frá atvikinu í erlendum fjölmiðlum en israelsk yfirvöld hafa aldrei staðfest það. Sayeret Matkal er best þjálfaða sér- sveit ísraelshers. Netanyahu hefur verið einn af liðsmönnum sveitarinn- ar. Ehud Barak, sem vill verða næsti forsætisráðherra ísraels, var einnig í sérsveitinni og tók þá þátt í morði á Palestínuleiðtoga í Beirút. Btlasalan Skeifnnni 5 Nýr bíll, ek. aðeins 1.400 km. Einn með öllu (nema sóllúgu), ABS, ssk., geislaspilarí, leður. Verð 3.890.000 stgr. Engin skipti. 5 ara m 564 6000 Bílaleiga Erumfluttir á Smiðjuveg 1 Kópavogi Visa Euro & Toyota Corolla - Plymouth Grand Voyager 4x4, 7 manna - Dodge Stratus Dodge Dakota pickup, m/camper- Dodge Caravan, 7 manna - Suzuki Sidekick

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.