Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1999
13
Samfylking til sigurs
Fram undan eru
tímamót í íslensk-
um stjórnmálum.
Sameiginlegt fram-
boð vinstrimanna
er orðið að veru-
leika. Ný hreyfing
vinstrimanna er í
burðarliðnum, sem
skapar ný sóknar-
færi til að leiða
hugsjónir jafnaðar-
stefnunnar til önd-
vegis í íslenskum
stjórnmálum. Rétt-
læti og jafnrétti
eru kjörorð Sam-
fylkingarinnar þar
sem almannahags-
munir eru hafðir
að leiðarljósi, en
ekki sérhagsmunir
fárra.
Ný hreyfing
Hin nýja hreyfing er á margan
hátt afsprengi þeirrar kynslóðar
sem nú er að hefja þátttöku í
stjórnmálum og nægir að benda á
sigurgöngu Röskvu i Háskólanum
því til stuðnings. Þar
hafa vinstrimenn starf-
að saman í einni hreyf-
ingu í áratug með góð-
mn árangri og því vart
til annar möguleiki í
hugum þeirra sem þar
hafa starfað en að
vinstriflokkarnir fylki
liði og móti nýja hreyf-
ingu utan um hugsjónir
sínar og hugmyndir.
Þau félagshyggjuöfl sem
starfað hafa undanfama
áratugi eru ekki að yfir-
gefa sól sína og stjörnur
fyrir eitthvað sem eng-
inn veit hvað er, heldur
er markmiðið skýrt; í
mótun er fjöldahreyfing
utan um hugsjónir rétt-
lætis, jafnaðar og kven-
frelsis.
Virkjum hugvitið
Landflótti ungs fólks er yfirvof-
andi og er jafnvel hafinn fyrir
nokkru, ef marka má könnun sem
birtist í Læknablaðinu og leiddi í
ljós að fjórir af hverjum tíu læknum
koma ekki heim aftur, heldur setj-
ast að erlendis þar sem þeir sjá hag
sínum betur borgið. Önnur könnun
sem gerð var fyrir Stúdentaráð Há-
skóla íslands, sýndi fram á að yfir
70% háskólanema myndu flytja er-
lendis ef þeir fengju vinnu á sinu
starfssviði. Þessari þróun þarf að
snúa við. Lausnin er nýsköpun í at-
vinnulífi þar sem hugvitið er virkj-
að og að auknu fé sé varið til rann-
sókna og menntunar.
Umhverfismálin eru eitt af stór-
málum framtiðarinnar. Það þarf
að endurskoða virkjana- og stór-
iðjustefnu stjórnvalda og ná sátt
við umhverfið. Hálendið býr yfir
mörgum perlum sem eru ekki
síðri auðlind en virkjanir og stór-
iðja og þær ber að vernda. Sátt
þarf að nást um
málið þar sem
viðkvæm náttúr-
an nýtur vafans
en fallvötnin eru
nýtt og virkjuð
með hugvitsam-
legum hætti.
Það ber að
tryggja að auð-
lindir hafs og
jarðar séu í eign
þjóðarinnar og
að tekið verði
upp hóflegt gjald
fyrir nýtingu
þeirra. Einnig
þarf að setja ný hálendislög þar
sem hálendið er gert að einu
skipulagssvæði undir stjórn al-
mannavalds og að rétti til nýting-
ar fylgi ákveðnar skyldur.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Kjallarinn
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
háskólanemi og fram-
bjóðandi í prófkjöri
samfylkingar
„Hin nýja hreyfíng er á margan
hátt afsprengi þeirrar kynslóðar
sem nú er að hefja þátttöku í
stjórnmálum og nægir að benda á
sigurgöngu Röskvu í Háskólanum
því til stuðnings. Þar hafa vinstri-
menn starfað saman í einni
hreyfíngu í áratug með góðum ár-
angri....u
„Lausnin er nýsköpun í atvinnulífi þar sem hugvitið er virkjað og að auknu fé sé varið til rannsókna og menntunar," segir Vilhjálmur m.a. í grein sinni.
Stríðið gegn
Málefni ungs fólks ber ekki oft
á góma hjá fulltrúum yfirvalda.
Þegar það gerist eru þau oftast
rædd með neikvæðum formerkj-
um og þá helst með forskeytinu
eða viðhenginu „vandamál". Sér-
staklega á þetta við um það þegar
ungt fólk og vímuefni eru rædd í
sömu andránni. Af þeirri umræðu
að dæma mætti ætla að alger
meirihluti ungs fólks á íslandi sé'
á kafi í áfengisdrykkju og neyslu
ólöglegra vímuefna.
Ég leyfi mér hins vegar að full-
yrða að obbinn af ungu fólki á Is-
landi sé í mjög
góðum málum.
Stundi heilbrigt
lífemi, hafi holl
og góð áhugamál
og sé almennt að
fást við hluti sem
eru jákvæðir og
skapandi. Það er
líka einkennilegt
hvað umræðan
um ungt fólk
verður neikvæð á
hverju hausti eða
um svipað leyti og fjárlagafrum-
varp er lagt fram.
Allt á floti alls staðar
Á hverju hausti upphefst mikill
hræðsluáróður þar sem dregin er
upp vægast sagt neikvæð mynd af
ungu kynslóðinni. Þá er dælt yfir
þjóðina ófógrum lýsingum af gif-
urlegum fjölda ungmenna sem séu
á kafi i dópi, innbrotum og öðram
glæpum. Áður en Alþingi fer í
jólahlé koma svo fréttir af aukn-
um framlögum til lögreglu, flkni-
efnalögreglu og meðferðarstofn-
ana og allir geta sofið rólegir yfir
jólin, eða hvað?
Það er þekkt aðferð að hræða
fólk upp úr skónum og sefa það
svo með hókus-pókusaðgerðum.
Öllum á að líða betur með stóra
bróður vakandi yflr sér í miðbæn-
um, þar sem hann gægist í gegn-
um myndavélaraugað. Merkilegt
hvað umræðan um þau mál var
lítil og að hún snerist alls ekki um
almennar meginreglur um frið-
helgi.
Nú má ekki skilja þessi orð mín
þannig að ég telji allt vera í sóm-
anum og að ekkert þurfi að gera
vegna fólks, ungs og eldra, sem á
við vímuefnavanda að stríða. Ég
er hins vegar að vekja athygli á
því að þessi mál verða ekki löguð
„Ég leyfí mér hins vegar að full-
yrða að obbinn af ungu fólki á ís-
landi sé í mjög góðum málum.
Stundi heilbrigt líferni, hafi holl
og góð áhugamál og sé almennt
að fást við hluti sem eru jákvæð-
ir og skapandi.”
unga fólkinu
með stríðsyfirlýsing-
um. Ég hef það stund-
um á tilfínningunni
að við séum farin að
lifa okkur um of inn í
bandarísku glæpa-
myndina, stórborgar-
líf Ameríku sem er
ýkt upp í hasarverk-
smiðju Hollywood og
að við höfum fært
þann veruleika yfir á
íslenskt samfélag. Að
við séum í raun farin
að lifa í sýndarvera-
leika.
Á jaðrinum
í hverri kynslóð er
hópur sem fer illa út
úr vímuefnaneyslu.
Þótt þetta sé mikill
minnihluti hverrar
kynslóðar breytir það ekki því að
vandinn er mikill þar sem hann
stingur sér niður. Óhófleg vimu-
efnaneysla leggur heilu fjölskyld-
umar í rúst. En það er engum til
hagsbóta að gefa til kynna að
unga kynslóðin sé öll eitt meiri-
háttar vandamál. Einfaldlega
vegna þess að það er rangt.
Þeir sem lenda á jaðrinum í
þessum efnum ættu fyrst og
fremst að vera úrlausnarefni á
sviði heilbrigðis- og félagsmála
en ekki efni í glæpareyfara í lög-
regluskýrslum og fjölmiðlum.
Það er ekki heillavænlegt að lýsa
yfir stríði og stíga
ofan á puttana á
þeim sem hanga á
samfélagsbrúninni.
Það hefúr sýnt sig í
Bandaríkjunum að
harðari refsingar,
lengri fangelsisdóm-
ar og dauðarefsing-
ar, hafa ekki leyst
neinn vanda. Þvert
á móti.
Þegar ungt fólk
lendir í ógöngum og
á glapstigum á að
skyggnast undir yf-
irborðið í lífi þess
og reyna að greina
þá félagslegu og sál-
fræðilegu þætti sem
örugglega ráöa
mestu um hvemig
komið er. Síðan á
að styðja þetta fólk og aðstand-
endur þess til að feta það við-
kvæma einstigi sem lífsbaráttan
er og verður alltaf. Við verðum
að láta af þeirri áráttu að vilja
steypa alla í sama mót. Látum
fjölbreytileikann njóta sín og
leyfum hverri kynslóð að rækta
sín sérkenni. Við eigum sérstak-
lega að ýta undir sköpunarkraft
unga fólksins og gefa því svigrúm
til að vera til og munum orð Ba-
stíans bæjarfógeta: „Það er eng-
inn svo slæmur að hann geti orð-
ið slökkviliðsstjóri."
Heimir Már Pétursson
Kjallarinn
Heimir Már
Pétursson
frambjóðandi í prófkjöri
samfylkingarinnar
Með og
á móti
Á að byggja stórmarkað
yfir aðalíþróttavöllinn á
Akureyri?
Ragnar Sverrísson.
Til bóta fyrir
íþróttafélögin
„Eins og
Kaupmanna-
samtökin á Ak-
ureyri hafa
ályktað þá
finnst mér
skynsamlegt
að þetta mál
verði rætt og
þá á öðrum
nótum en ein-
ungis þeim til-
finningalegu. Það liggur fyrir að
miðbærinn á að byggjast í norð-
ur á næstu árum og þama er
stórt og mikið svæöi sem hægt er
að nýta og er mjög áhugavert.
Það er ekki spurning í mínum
huga að það myndi lífga mikið
upp á miðbæinn að fá þama stór-
markað.
Ég er ekki að segja að þarna
eigi að hefjast byggingafram-
kvæmdir á morgun, heldur þurfa
menn að setjast niðm- i rólegheit-
unum og fara yfir þessi mál. Ég
veit að það verður ekki gert neitt
fyrir þennan gamla völl í mið-
bænum en ég sé mikil sóknar-
færi fyrir íþróttafélögin að fá
þess í stað peninga til uppbygg-
ingar á sínum félagssvæðum.
Hvers vegna þarf að vera ein-
hver sérstakur aðalvöllur í mið-
bænum hér frekar en annars
staðar. Það er t.d. ekki svo í
Hafnarfirði heldur hafa félögin
þar fengið myndarlega aðstoð til
að byggja upp sín félagssvæði. Ég
er ekki í nokkrum vafa að það
yrði til mikilla bóta fyrir félögin
í bænum að í þetta yrði ráðist og
þau fengju þess í stað aukið fjár-
magn til uppbyggingar hjá sér.‘
Afleit
hugmynd
„Mér finnst
hugmyndin af-
leit. Reyndar
taldi ég þegar
ég heyrði af
henni fyrst að
menn væra að
grínast, ég
trúði ekki að
mönnum gæti
verið alvara
með þessa hug-
mynd eins og þó kom á daginn.
Það er talað um að ef byggt yrði
á Akureyrarvelli ætti að setja
aukiö tjármagn til félaganna og
byggja upp svæði þeirra. Hjá
okkur KA-mönnum er það ein-
faldlega ekki hægt því svæðið er
svo lítið og ég sé ekki að við leik-
um okkar heimaleiki í knatt-
spyrnunni annars staðar en á að-
alvellinum.
Annars er þetta mál fyrir ofan
alla félagapólitík að mínu mati.
Það að ráðast að hjarta bæjarins
og setja þar niður steinkumbalda
finnst mér alveg út í hött. Það er
búið að taka um 50 ár að byggja
upp íþróttavöll Akureyringa og
það yrði enn eitt slysið í miðbæj-
arskipulagi okkar Akureyringa
ef vellinum yrði fórnað fyrir
steinkumbalda."
-gk
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is
Stefán Gunnlaugs*
son.