Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Page 14
MAGENTA 14 Hjarta- JMBÉ 3£jjJ- ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1999 brautin Þeim fjölgar sífellt sem leggja fyrir sig að fara í reglulegar gönguferðir í heilsubótar- skyni. Norður á Akureyri hafa bœjarbúar um margar góðar gönguleiðir að velja en ef- laust munu flestir sammála um að tvœr þeirra beri af hinum, nefnilega gönguleiðin í Kjarnaskógi og svo hin svokallaða „Hjarta- braut“ sem er reyndar gamli þjóðvegurinn yfir leirurnar við ósa Eyjafjarðarár, rétt inn- an flugvallarins. Nafngiftin „Hjartabraut“ er til komin vegna þess að hjartasjúklingar ganga þarna mikið en fjölmargir aðrir á öll- um aldri einnig. Tilveran hitti þrjá göngu- menn á Hjartabrautinni sl. fimmtudag sem létu ekki 10 stiga frost aftra sér frá gönguferð í fögru i veðri. Stórkostlegt hér í góðu veðri - segir Gísli J. Eyland, formaður Félags hjartasjúklinga í Eyjafirði | jartasjúklingar hafa gengið hér reglulega aila tíð frá árinu 1990, bæði saman í hóp viku- lega og svo hver og einn fyrir sig oft í viku,“ sagði Gísli J. Eyland, formaður Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu og varaformaður Landssambands hjartasjúklinga, en hann varð einmitt á vegi Tilverunnar á Hjartabrautinni þar sem hann var í gönguferð með tíkina sína, hana Perlu. „Þetta er einstök gönguleið. Hún er 2,3 km hvora leið en menn ráða því auðvitað hversu langt þeir ganga hveiju sinni. Umhverfið hérna er al- veg einstaklega fallegt, á leiðinni gengur maður yfir þrjár kvíslar Eyja- fjarðarár og það er stórkostlegt að vera hér í góðu veðri. Maður er reyndar kominn út í náttúruna þótt maður sé bara rétt við flugvöllinn.“ Sjálfúr segist Gísli ganga tvisvar sinnum á dag og mjög oft á Hjarta- brautinni. „Það er nauðsynlegt fyrir okkur hjartasjúklingana að stunda gönguferðir, að fá súreöii í blóðið. Aðstaðan hér á Hjartabrautinni er mjög góð, hér er engin umferð, gönguleiðin slétt og fln og Út- gerðarfélag Akureyringa gaf félaginu okkar 4 bekki sem við settum niður á gönguleiðinni. Aðstaðan til gönguferða fyrir allan almenning gefist varla betri en hér,“ sagði Gísli J. Eyland. -gk Kem hingað með Sesar á hverjum degi — segir Linda Óladóttir hverju leyti háður þessu. Ég finn aö minnsta kosti vel hversu betur mér líður þegar ég er búin að fara út að ganga.“ Linda segist aldrei hafa verið í íþróttum en hún hafi aðeins stundað aðra líkamsrækt en göngu. „Mér finnst alveg stórkostlegt að ganga hér, best auðvitað á sumrin þegar veðrið er gott en einnig á veturna því hér er vegurinn skaf- inn þegar ksnjóar.“ -gk Það má segja að ástæðan fyrir því að ég byijaði að ganga hér á Hjarta- brautinni sé sú að við eignuðumst hundinn Sesar fyrir um fjórum árum og það er hvergi hetra að viðra hann en hér,“ segir Linda Óla- dóttir, ung kona sem gengur daglega um Hjartabrautina með hundinn sinn, Sesar. „Við höfum skipst á að fara út með hund- inn, ég og pabbi minn, en þegar hann er á sjónum fer ég á hverj- um degi. Mér finnst þetta mjög góð hreyfing, yfirleitt geng ég alla leiðina xam og til baka sem er talsvert á Linda með hund- inn Sesar sem hún „viðrar“ á hverjum degi á Hjartabrautinni. DV-mynd gk fimmta kílómetra og það má segja að maður verði að ein- Maður verður auðvitað að klæða sig eftir veðrinu, geri maður það er allt í lagi,“ sagði Aðalgeir Axels- son göngugarpur sem Tilveran hitti á Hjartabrautinni. Aðalgeir, sem er á 72. aldursári, sagðist ganga reglu- lega á þessum stað þrisvar til fjór- um sinnum í viku hið minnsta. „Hér hef ég gengið í um tvö ár og mér líkar það ákaflega vel. Þetta er mjög góð gönguleið, hérna yfir brýmar, engar brekkur og mjög Mlegt umhverfi. Ég hef alltaf haft gaman af að ganga, ólst upp við það Aðalgeir Axelsson: „Hef alltaf haft gaman af að ganga.“ DV-mynd gk Þessi leið er mjög góð - segir Aðalgeir Axelsson, göngu- garpur á áttræðis- aldri að ganga á eftir kindum og hrossum sem barn og unglingur og hef alla tíð verið mikið fyrir gönguferðir. Ég veit að þessi gönguleið er köll- uð Hjartabraut en sjálfur geng ég ekki vegna neinna sjúkdóma. Ég lít á gönguferðir sem góða hreyfingu og heilsubót og ég neita því ekki að oft er mér litið hér austur í Bíldsár- skarðið í Vaðlaheiðinni. Ég er ákveðinn í því að einhvem tlma ætla ég að ganga þar yfir og niður í Fnjóskadal," sagði Aðalgeir, hress göngugarpur sem er góð fyrirmynd þeim sem yngri era. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.