Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Page 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR íþróttir Blcmd i polca Hibernian jafnaöi 49 ára gamalt fé- lagsmet á laugardag þegar liðið vann sinn níunda sigur i röð í skosku B- deildinni í knattspyrnu. Hibernian vann þá Hamilton, 4-0, og er komið með 14 stiga forskot. Ólafur Gott- skálksson lék að vanda í marki Hibs og varði nokkrum sinnum mjög vel. Hibernian er með 56 stig og stefnir beina leiö i A-deildina á ný. Falkirk er með 42, Airdrie 41 og siðan koma David Winnie og félagar i Ayr með 39 stig. Stranraer, með Leiftursmann- inn Paul Kinnaird innanborðs, er langneðst en vann þó Raith Rovers, 2-0, um helgina. Kim Magnús Nielsen sigraði Sigurö G. Sveinsson, 3-1, í úrslitaleik meist- araflokks karla á flórða punktamóti vetrarins í skvassi sem fram fór í Vegg- sporti um helgina. Elin Blöndal sigr- aði Helgu Aspelund, 3-0, i úrslitaleik meistaraflokks kvenna og Arnar Arin- bjarnar vann Daviö Davíösson, 2-1, í úrslitum i A-flokki karla. Ottó Karl Ottósson, sem hefur leikið með Sflömunni undanfarin ár, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Breiðabliks í knattspymu. ítalska knattspymufélagið Juventus keypti i gær Thierry Henry, sóknar- manninn unga frá Mónakó. Henry, sem skoraði þrjú mörk fyrir Frakka í lokakeppni HM síðasta sumar, samdi viö Juventus til ársins 2003. Arnar Grétarsson og félagar hans í AEK Aþenu er i öðru sæti í grísku A- deildinni í knattspymu eftir leiki helgarinnar. AEK gerði 2-2 jafntefli gegn Iraklis á sunnudaginn og er með 33 stig en Olympiakos sem lagði Xant- hi, 3-1, er í toppsætinu með 37 stig. Skautafélag Akureyrar sigraöi Skautafélag Reykjavíkur, 5-4, í síðasta leik annarrar umferðar íslandsmótsins i íshokkí í gærkvöldi. Rúnar Rúnarsson skoraði 3 marka SA og þeir Clark McCormick og Sveinn Bjömsson gerðu sitt markið hvor. Fyrir SR gerði Sigurbjörn Þorgeirsson 2 mörk og þeir Kristján Óskarsson og Siguröur Sigurösson eitt hvor. Aron Kristjánsson skoraöi 3 mörk fyrir Skjern þegar liðið lagði FIF, 23- 27, í dönsku A-deildinni í hand- knattleik um helgina. Með sigrinum skustust nýliöamir í toppsæti deild- arinnar þar sem meistarar GOG töp- uðu á heimavelli fyrir Viborg, 18-22. Skjem er með 21 stig eins og GOG en er með betri markatölu. Helsinge kemur svo í þriðja sætinu með 20 stig. Einvigi Íslendingaliöanna á toppi suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik heldur áfram. Dor- magen sigraði Solingen um helgina, 24- 26. Róbert Sighvatsson og Héö- inn Gilsson skoruðu 2 mörk hvor og Daöi Hafþórsson 1. Gústaf Bjarna- son skoraði 1 mark fyrir Willstátt i 30-23 sigri á Gensungen. Dormagen og Willstátt eru efst og jöfn með 38 stig en Leuterhausen er með 33 stig. -VS/GH BLAK 1. deild karla ÍS-Þróttur N (4-15, 15-6, 15-1, 15-7) 3-1 ÍS-Þróttur N. . (15-4, 15-11,15-8) 3-0 Þróttur R. 9 8 1 26-7 26 ÍS 10 6 4 24-14 24 Stjaman 9 4 5 16-23 16 Þróttur N. 10 4 6 16-23 16 KA 8 1 7 8-23 8 1. deild kvenna ÍS-Þróttur N..................3-2 (9-15, 15-6, 8-15, 15-13, 15-8) IS-Þróttur N..................3-0 (15-12,15-5, 15-6) Víkingur-Þróttur R..........3-0 (15-7, 15-5, 15-13) Víkingur 11 10 1 32-7 32 Þróttur N. 10 5 5 20-20 20 KA 10 5 5 19-19 19 is 10 5 5 17-18 17 Þróttur R. 9 0 9 3-27 3 Bikarkeppni karla Þróttur R.-Stjarnan........2-3 (23-25, 25-27, 25-21, 31-29, 12-25) Orgryte vill fá Val og Brynjar - hef mikinn áhuga á Örgryte, segir Valur Fannar Valur Fannar Gíslason. Brynjar Björn Gunnars- son. Sænska knattspymufé- lagið Örgryte hefur mikinn áhuga á aö fá til sín Val Fannar Gislason og Brynjar Bjöm Gunnarsson, sem leika með norsku félögun- um Strömsgodset og Váler- enga. Valur Fannar dvaldi alla síöustu viku hjá Örgryte og Erik Hamrén, þjálfari liðs- ins, sagði við DV að honum litist vel á piltinn. „Það býr greinilega mik- ið í þessum leikmanni og ég geri ráð fyrir því að hann myndi nýtast okkur. Við eig- um hins vegar eftir að ræða við Strömsgodset og vitum ekki hvort Norðmennirnir vilja fá mikla pen- inga fyrir hann,“ sagði Hamrén í samtali við DV. Valur Fannar, sem er 21 árs og á að baki 58 leiki með yngri landslið- um íslands, hefur verið eitt ár hjá Strömsgodset en hann fór þangað frá Arsenal um síðustu árcunót. Hann lék aðeins þijá leiki með Strömsgodset í norsku A-deildinni á síðasta ári og framtíð hans þar er því óljós. „Ég hef mikinn áhuga á að fara til Örgryte. Mér gekk ágætlega á æfingum með liðinu og líst vel á fé- lagið og allar aðstæður í Gautaborg. Ég bíð spenntur eftir framhaldinu," sagði Valur Fannar við DV. Brynjar í Englandi Hamrén hefur líka mikinn áhuga á að líta á Brynjar Björn Gunnarsson en bíður eftir niðurstöðu úr ferð hans til Englands. Þar hefur Brynjar æft með ShefReld United og Southampton að undanfórnu. Brynjar, sem er 23 ára og hefur spilað 12 A-landsleiki, náði ekki að festa sig í sessi hjá Válerenga á síð- asta tímabili og var leigður þaðan til Moss seinni hluta ársins. Staðan gagnvart Brynjari er sú sama og gagnvart Val, því Örgryte á alveg eftir að ræða við Válerenga um hugsanleg kaup. -EH/VS ENGLAND Enginn íslendingur tók þátt I leikj- um helgarinnar í ensku knattspyrn- unni. Arnar Gunnlaugsson var eini landinn í leikmannahópi Bolton en kom ekki inn á gegn Sheffield United. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í hópi Watford, leikjum Stoke, Walsall og Brentford var frestað og Þorvald- ur Örlygsson missti af sigurleik Old- ham gegn Blackpool, 3-0, vegna meiðsla. Blackburn keypti í gær Matt Jan- sen frá Crystal Palace fyrir 460 millj- ónir króna. Jansen er tvítugur og þykir einn efnilegasti sóknarmaður Englands, og spilar með 21-árs iands- liðinu. Brian Kidd, framkvæmdastjóri Blackburn, ætlar að styrkja lið sitt enn frekar. Hann hefur augastað á Jason McAteer hjá Liverpool og Seth Johnson, 19 ára markaskorara hjá Crewe. Alan Shearer, framherji Newcastle, á yfir höfði sér fyrsta leikbannið á ferlinum. Hann nældi sér í gult spjald í leiknum gegn Charlton i fyrradag sem var hans fimmta á timabilinu og það þýðir eins leiks bann. Shearer verður því úarri góðu gamni þegar Newcastle mætir Leeds þann 6. febrúar. Jason McAteer er á forum frá Liverpool og búist er við að hann yfirgefi Anfield í þessari viku. West Ham og Blackburn vilja fá þennan 27 ára gamla irska landsliðsmann I sínar raðir en hann er metinn á 450 milljónir króna. -VS/GH Fram sýnir Kristni áhuga - enn ósamið milli ÍBV og Vals Framarar hafa sýnt áhuga á að fá til sín Kristin Lár- usson, sem lék með Eyjamönnum í knattspymunni síðasta sumar. Kristinn er genginn til liðs við Vals- menn, eins og fram hefur komið, en ekki hefur náðst samkomulag enn milli Vals og ÍBV um greiðslu fýrir félagaskiptin. Kristinn átti ár eftir af samningi sínum við ÍBV. Samkvæmt heimildum DV hafa Framarar þegar komið því á framfæri að þeir séu tilbúnir að ganga inn í málið og kaupa Kristin af Eyjamönnum. -VS Júlíus og Gunnar með 3 mörk hvor Júlíus Jónasson skoraði 3 mörk fyrir St. Otmar þegar liðið lagði Kadetten, 20-22, í úrslitakeppninni um svissneska meistaratitilinn í handknattleik um helgina. Gunnar Andrésson skoraði sömuleiðis 3 mörk fyrir Amicitia Zúrich sem tapaði fyrir Pfadi Winterthur á heimavelli, 16-22. Átta efstu liðin leika til úrslita um titilinn og þegar tveimur umferðum er lokið er Winterthur með 7 stig, St. Otmar 5, Endingen 3, Wacken Thurn 2, Kadett- en 2, Suhr 2, Amicitia Zúrich 1 og Grasshoppers 0. -GH ítali með ÍR-stúlkur ítalinn Ricardo Marchiani hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs ÍR í körfuknattleik og stýrði hann liðinu í fyrsta skipti gegn Grindavík á sunnudaginn. Marchiani, sem hefur þjálfað yngri flokka hjá ÍR í vetur, tekur við af Kari Jónssyni, sem var sagt upp störfum um helgina. I fréttatilkynningu frá ÍR segir aö þar sem ein aðalfjáröflun körfuknattleiksdeildarinnar hafi brugðist geti hún ekki staðið við samning sinn við Karl, sem auk þess að þjálfa meistaraflokk kvenna var yfirþjáifari yngri flokka félagsins. -ÓÓJ/VS Körfubolti: Helgi meiddur Helgi Jónas Guðfinnsson, leikmaður með RZG Donar Groningen í Hollandi, meiddist í leik fyrir stuttu. í fyrstu var talið að hásin hefði trosnað, en við myndatökur i gær kom í Ijós að vöðvafesting var rifín og Helgi á að taka sér fri frá æfmgum í vikutíma. RZG Donar er nú í 5.-6. sæti deildarinnar með 12 sigra og 9 tapleiki að baki. Helgi Jónas hefur leikið mjög vel sem leikstjómandi liðsins, skoraði til dæmis 14 og síðan 22 stig í fyrstu um- ferðum eftir jólahlé og er nú í 10. sæti yfir bestu erlendu leikmennina í hollenska körfuboltanum. -bb Richardson ekki til Þórs Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Louis Richcirdson kemur ekki til úrvalsdeildarliðs Þórs. Fyrirhugað var að Richardson kæmi til landsins í dag en nú hefur komið á daginn að kappinn hefur orðið uppvís að neyslu kannabisefna og er mál hans komið upp á borð fmnska íþróttasambandsins en hann hefur verið að spila með liði HoPo í Finnlandi. Þórsarar eru þegar famir að leita að öðrum leikmanni en sem kunnugt er þá er Lorenzo Orr hættur að leika með liðinu. -DVÓ/JJ/GH Breytinga er þörf Leikiö var í efstu deildum ís- landsmótsins í innanhússknatt- spymu um helgina. Eina mótið á vegum KSÍ frá septemberlokum fram í miðjan mars var að vanda keyrt í gegn á einni helgi og flest liðanna léku sem fyrr aðeins 3-4 leiki á nokkrum klukkutímum. Búið. Er ekki orðið tímabært að breyta til og gera meira úr innanhúss- knattspymunni? Hvergi er meiri þörf fyrir slíkt en einmitt hér á landi þar sem undirbúningstíminn fyrir næsta utanhússtímabil er 6-7 mánuðir. Það þarf að brjóta upp keppnis- fyrirkomulagið og spila svæðis bundna undankeppni frá nóvember og fram í miðjan janúar og láta þá t.d. 16 lið í karla- flokki og 8 lið í kvennaflokki leika til úrslita um meistaratitlana. Þetta er vel fram- kvæmanlegt, að- eins spuming um metnað. Ársþing KSÍ er í næsta mánuði og ég trúi ekki öðru en loksins verði hreyft við þessu máli þar. Þaö þarf líka að breyta leiknum sjálfum með því að setja batta“ á hliðar- og enda- línumar, eins og gert var í „gamla daga“. Jafnvel þó slíkt væri aðeins gert í úrslitakeppninni. Innanhússknatt- spyma með bött- um er allt önnur og skemmtilegri íþrótt en sú sem leik- in er í dag. Hún er hraðari og byggir meira á tækni, í stað þess að eftir núverandi fyrirkomiilagi ræður varaarleikur alfarið ríkjum og sóknarleikur byggist aðallega á því að gefa markmanninum tækifæri til að þruma á markið frá eigin vallarhelmingi. Falleg mörk þegar það gengur upp en skilar mönnum ákaflega litlu til framfara í íþrótt- inni. Þá þarf KSÍ að taka sér tak varð- andi innanhússmót yngri flokk- anna. Það gengur ekki lengur að einungis sé boðið upp á keppni A- liöa á íslandsmótunum þar og stærstur hluti þeirra bama og ung- linga sem æfa með félögunum fái ekki tækifæri. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 23 Iþróttir Úrvalsdeildai-lið Hauka í körfuknattleik tek- ur nokkrum breytingum nú á næstunni. Þrir leikmenn, sem hafa leikið með liðinu í undanförnum leikjum, em hættir og í stað þeirra koma þrír nýir leikmenn. Haukarnir hafa losað sig við Bandaríkja- manninn Antonie Brockingham sem kom til liðsins fyrir skömmu og þeir Sigfús Gizurarson og Baldvin Johnsen geta ekki leikið meira með vegna anna í námi. Þeir sem fylla munu skörð þeirra eru tveir erlendir leikmenn og einn gamall Haukamaður. Þegar hefur verið gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Roy Hairstone. Þetta er 25 ára gamall miðherji, 2,03 metrar að hæð. Hann hefur leikið í bandarisku IBA-deildinni og kem- ur frá mjög sterkum háskóla. Hann kemur til landsins á morgun og leikur sinn fyrsta leik gegn Val á fimmtudagskvöldið. Þá em Haukar að vinna í að fá Bandaríkjamann með ítalskt ríkisfang til liðs við sig og ef allt gengur að ósk- um kemur hann einnig til landsins á morgun. Henning Henningsson er þriðji leikmaðurinn sem Haukar eru að fá en hann er ekki ókunnugur Haukaliðinu. Henning lék með Haukunum í mörg ár og síðast árið 1992. Eins og DV greindi frá á dögunum fékk Henning sig lausan frá Skallagrími og þegar í stað settu Haukarnir sig í samband við hann. Henning er búinn að skrifa undir félagaskipti við Hauka og verður löglegur 14. næsta mánaðar. Urðum að breyta jafnvæginu „Við urðum að breyta jafnvæginu í liðinu eftir að það kom á daginn að Sigfús og Baldvin gætu ekki leikið meira með okkur. Án þessara manna emm við veikir inní og þvi var ekki önnur leið en að skipta um Kana,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Hauka, í samtali við DV í gærkvöldi. „Það er metnaður í félaginu. Menn eru ekki ánægðir með árangurinn fram að þessu og vilja snúa við blaðinu. Það hefur allt gengið á aftur- fótunum hjá okkur. Við höfum lent í meiðslum og verið óheppnir með útlendingana en nú höf- um við tekið stefnuna á að tryggja okkur gott sæti í úrslitakeppninni og við ætlum að selja okkur dýrt í undanúrslitaleiknum í bikarnum gegn Njarðvíkingum á mánudaginn," sagði Jón Arnar. -GH ——— — — * Komnir til Börsunga Glæsimark hjá Þórði Þórður Guðjónsson skoraði eitt marka Genk sem sigraði Ostend, 3-0, í belgísku A-deild- inni I knattspymu í gærkvöldi. Genk leiddi 1-0 í hálfleik með marki Origi og Þórður bætti svo öðm markinu við á 83. mínútu með glæsilegu skoti í vinkilinn áður en N’Sumbu innsiglaði sigurinn á 90. mín- útu. Genk er með 41 stig í öðm sæti deildarinnar, Club Brúgge er á toppnum með 43 stig og Lokeren, Mouscron og Gent koma á eftir Genk með 34 stig. -GH Villa upp að hlið Chelsea Aston Villa komst í gær upp að hlið Chelsea á toppi ensku A-deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Everton, 3-0, á heimavelli sínum, Villa Park. Hinn smái en knái Julian Joachim skoraði tvö fyrstu mörk Aston Villa á 40. og 51. mínútu með glæsilegum hætti og varamaðurinn Paul Merson skoraði svo þriðja markið á 78. mínútu. Everton varð fyrir mikilli blóðtöku strax á 11. mínútu en þá fauk Alec Cle- land út af vegna tveggja gulra spjalda. -GH Hollensku tvíburabræðurnir Frank og Ronald de Boer halda hér á keppnistreyjum Barcelona eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við spænska stórliðið í gær. Með þeim á myndinni eru Louis van Gaal, þjálfari Börsunga, og hinn litríki forseti félagsins, Jose Luis Nunes. Tvíburabræðurnir þökkuðu forráðamönnum Börsunga fyrir stuðninginn við að fá þá til félagsins en það tók langan tíma fyrir van Gaal og Nunes að fá forráðamenn Ajax til að samþykkja kaupin. Símamynd Reuter Lilleström sagöi nei við Rúnar Norska liðið Lilleström neitaði Rúnari Kristinssyni um að fara til æfinga hjá skoska félaginu Aberdeen. Skoska liðið vildi fá að sjá Rúnar í leik og ef allt hefði gengið eftir hefði hann tekið þátt í ágóðaleik gegn Manchester United sem fram fór í gærkvöldi. „Aberdeen hafði samband við mig í síðustu viku og vildi fá mig til æfinga. Þeg- ar til kom vildi Lilleström ekki sleppa mér. Félagið er núna búið að selja tvo leik- menn og leigja þann þriðja til Þýskalands þannig að fjárhagsstaða liðsins er allt önnur og betri en hún var áöur. Lilleström vill enn fremur fá meira fyrir mig en áður. Umboðsmaður minn er að skoða málin og ef Lilleström gefur mér leyfi gæti farið svo að ég fari til Aberdeen í vikunni. Ég er þó ekki bjartsýnn á þáð en því er ekki að leyna að mig langaði til að fara til skoska liðsins," sagði Rúnar Kristins- son i samtali við DV í gærkvöld. Rúnar sagði að Lilleström færi í tveggja vikna æfingaferð til S-Afríku um næstu helgi. „Ef ekkert gerist í mínum málum fyrir þann tíma fer ég með liðinu í æfingaferð- ina. Ég á tvö ár eftir af samningnum við Lilleström og miðað við stöðuna í dag verö ég hér áfram,“ sagði Rúnar. -JKS Kristján Andrésson einn sá efnilegasti í Svíþjóö: „Mesta efni sem ég hef þjálfað“ „Hann er mesta efni sem ég hef nokkm sinni þjálfað," segir sænski handboltaþjáifarinn Hasse Leon- ardsson. Sá sem hann talar um er 17 ára íslendingur, Kristján Andrés- son, sem býr í Eskilstuna í Svíþjóð og þykir eiga framtíöina fyrir sér. Ekki bara í handbolta, jafnvel í knattspyrnu líka. Fjallað var um Kristján í sænska blaðinu Folket um helgina og sagt að hann væri efnilegasti handbolta- maðurinn í Eskilstuna. Þar leikur hann sem leikstjórnandi með meist- araflokki Eskil, sem spilar í D-deild, og jafnffamt með unglingaliði fé- lagsins, sem hefur komist í fjögurra liða úrslit í sænsku meistarakeppn- inni. í knattspymunni leikur hann á miðjunni hjá unglingaliði IFK Eskilstuna. Áhugann og hæfileikana á Krist- ján ekki langt að sækja því faðir hans er Andrés Kristjánsson, sem lék lengi með GUIF frá Eskilstuna og islenska landsliðinu. Valinn af Svíum en vill leika fyrir ísland Kristján var nýlega valinn í svo- kallaðan 2000-hóp sænska hand- knattleikssambandsins en þar em efnilegustu handboltamenn Svíþjóö- ar á aldrinum 16-21 árs. Það lítur því út fyrir að Svíar séu að ná til sín efnilegum íslenskum handbolta- manni. Kristján segist þó vilja leika fyrir íslands hönd og feta í fótspor fóður síns. Kristján segir við Folket að sér liggi ekkert á að fara í efstu deildina í Svíþjóð og hann spili að minnsta kosti þetta tímabil með Eskil og með Eskilstuna í fótboltanum út árið. „Það hafa nokkur lið spurst fyrir um mig og ég vil spila í efstu deild. Hvort það verður meö GUIF eða öðru liöi kemur í ljós en ef ég mætti velja vildi ég helst fara til Red- bergslid," segir Kristján. Andrés faðir hans segir við blað- ið að strákurinn ráði ferðinni og ekkert liggi á að hann velji á milli handboltans og fótboltans. Hann missi kannski áhugann á báðum greinum ef þjálfarar pressi á hann um að velja á milli. Andrés er held- ur ekkert ákafur um að Kristján gerist leikmaður með GUIF. Þar fái ungir leikmenn fá tækifæri, og lið á borð við Ystad, Savehof og Red- bergslid séu vel rekin og sinni þeim yngri vel. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.