Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Blaðsíða 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
Afmæli_______________
Árni Tryggvason
Árni Baldvin Tryggva-
son, leikari og sjómaður,
Bólstaðarhlíð 60, Reykja-
vík, er sjötíu og fimm ára
í dag.
Starfsferill
Ámi fæddist í Syðri-
Vík í Árskógsstrandar-
hreppi. Hann lauk námi
frá Alþýðuskólanum að
Laugum 1943, stundaði
nám við Leiklistarskóla
Lárusar Pálssonar og
lauk þaðan prófi 1948.
Árni var starfsmaður Kaupfélags
Borgarfjarðar eystri 1943-46, versl-
unarmaður við Kjötbúð Tómasar i
Reykjavík 1946-47, við Bókaverslun
ísafoldar 1947-54 og starfaði hjá
Skjalasafni Reykjavíkur 1954-61.
Árni hefur um árabil verið í hópi
fremstu gamanleikara hér á landi.
Hann var fastráðinn leikari hjá LR
1947-61, við Þjóðleikhúsið 1961-91
og hefur síðan leikið víða, s.s. í
Þjóðleikhúsinu, Loftkast-
alanum og Borgarleikhús-
inu. Árni er enn starfandi
sem leikari en hann lék
nýverið í leikritinu Fjög-
ur hjörtu í Loftkastalan-
um og leikur nú í verkinu
Maður í mislitum sokk-
um á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins.
Meðal þekktustu hlut-
verka Árna má nefna
Lilla klifurmús í Dýrun-
um í Hálsaskógi; Estra-
gon í Beðið eftir Godot, og
Wilhelm Voight í Höfðuðsmannin-
um frá Köpernick.
Árni gerði út trillu frá Reykja-
vík um skeið ásamt nokkrum
vinnufélögum sínum. Hann hefur
stundað sjóróðra og verið trillu-
karl í Hrísey á hverju sumri frá
því á sjötta áratugnum en þau
hjónin dvelja jafnan sumarlangt
að Hamri í Hrísey sem er ættaróð-
al þeirra.
Út kom um Árna árið 1991
minningabókin Lífróður, skráð af
Ingólfi Margeirssyni.
Fjölskylda
Ámi kvæntist 26.12.1948 Kristínu
Nikulásdóttur, f. 1.12. 1928, húsmóð-
ur. Hún er dóttir Nikulásar Árna
Halldórssonar, trésmiðs í Reykja-
vík, og k.h., Jónínu Guðbjargar
Helgadóttur húsmóður.
Börn Árna og Kristínar eru Svan-
laug Halldóra, f. 25.3.1949, læknarit-
ari, búsett í Reykjavík en maður
hennar er Ólafur Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri og eiga þau þrjú
börn, Kristínu Helgu, Guðrúnu
Halldóru, og Árna Baldvin; Jóníría
Margrét, f. 16.7. 1951, verslunarmað-
ur, búsett í Reykjavík en maður
hennar er Ámi Steinsson, starfs-
maður hjá Steindórsprent-Gutten-
berg og eru hörn þeirra Grétar
Rafn, Viðar Steinn og Birgir Örn;
Örn, f. 19.6. 1959, leikari í Reykjavík
en eiginkona hans er Jóhanna
Kristín Óskarsdóttir og eru börn
þeirra Óskar Örn, Ema Ósk og Sól-
rún María.
Systkini Árna: Marta, f. 22.8.1907,
d. 13.5. 1981, húsmóðir í Reykjavík;
Jóhann Gísli, f. 25.1. 1909, d. 31.5.
1971, sjómaður í Hrísey; Sigrún
Rakel, f. 1.10. 1914, d. 8.4. 1991, hús-
móðir í Reykjavík; Jónas Kristinn,
f. 28.8.1911, sjómaður, húsvörður og
leikari á Siglufirði; Sigmann, f. 19.9.
1917, sjómaður, nú búsettur í Hvera-
gerði.
Hálfsystir Árna, samfeðra, var
Anna Baldvina, f. 31.10.1900, d. 18.6.
1968.
Foreldrar Árna voru Tryggvi
Ágúst Jóhannsson, f. á Galmarsstöð-
um 31.8. 1879, d. 25.5.1971, sjómaður
og íiskmatsmaður i Hrísey, og k.h.,
Margrét Gísladóttir, f. 27.7. 1886, d.
24.5. 1982, húsmóðir.
Árni og Kristín taka á móti gest-
um í Súlnasal Hótel Sögu i dag milli
kl. 17.00 og 19.00.
Árni Tryggvason.
Bjarni Jónsson
er varða rafhönnun og
mælitækni í umhverfis-
og gæðahandbók tækni-
deildar ÍSAL. Þá er hann
meðhönnuður að inn-
kaupastöðlum ÍSAL á
sviði rafhönnunar, raf-
magnsefnis, iðntölva og
hugbúnaðar þeirra.
Bjami hefur ritað
fræðilegar greinar í ABB
Review, Aluminium og
Verktækni auk greina um
áhugamál sín í dagblöð og
ÍSAL-tíðindi.
Bjarni Jónsson.
nemi í ballett í Arnhem;
Eyjólfur Ari, f. 7.3. 1977,
menntaskólanemi; Ás-
gerður Fanney, f. 4.1.
1984, nemi.
Systkini Bjama em Her-
dís Jónsdóttir, f. 29.6.
1956, hjúkrunarfræðing-
ur í Reykjavík; Snæ-
björn Jónsson, f. 21.5.
1962, rafmagnsverkfræð-
ingur í Reykjavík.
Foreldrar Bjarna voru
Jón Hannes Snæbjöms-
Bjarni Jónsson, rafmagnsstjóri
ÍSAL, Ásbúð 46, Garðabæ, er fimm-
tugur í dag.
Starfsferill
Bjarni fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Hlíðunum og Laugarnes-
hverfinu og í Vatnsdal í Austur-
Húnavatnssýslu. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR 1969, fyrri hluta-
prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ
1972 og lokaprófí í rafmagnsverk-
fræði frá NTH í Þrándheimi 1974.
Bjami var rafhönnuður hjá Kva-
emer Engineering í Noregi 1975-76
og umsjónarmaður með setningu
aðveitustöðva RARIK 1976-80. Hann
hóf störf sem rafmagnsverkfræðing-
ur hjá ÍSAL 1980 og hefur frá 1981
gegnt stöðu ábyrgðarmanns raf-
orkuveitu fyrirtækisins og leitt
tæknivæðingu þess á hinum ýmsu
sviðum er varða rafmagn og sjálf-
virkni.
Bjami hefur tekið þátt í að inn-
leiða og viðhalda gæðastjórnun hjá
ÍSAL og er höfundur flestra skjala
Fjölskylda
Bjarni kvæntist 12.8. 1972 Þuríði
Stefánsdóttur, f. 29.1. 1950, hjúkmn-
arfræðingi við Landsspítalann. Hún
er dóttir Stefáns Eyjólfssonar,
bónda í Mjóanesi á Héraði, og
Sveinbjargar Pétursdóttur hús-
freyju þar.
Börn Bjarna og Þuríðar era Jón
Ásgeir, f. 18.5. 1973, nemi í læknis-
fræði; Sólrún Þórann, f. 17.6. 1974,
son, f. 10.11. 1924, d. 6.9.
1985, framkvæmdastjóri í Reykja-
vík, og Ásgerður Guðfinna Bjama-
dóttir, f. 1.1. 1920, d. 3.10. 1985, hús-
freyja.
Ætt
Jón var sonur Snæbjarnar, b. á
Snæringsstöðum, Jónssonar, b. í
Þórormstungu og síðar á Undorn-
felli í Vatnsdal, Hannessonar, b. í
Haukagili, Þorvarðssonar pr., síðast
á Prestbakka á Síðu, Jónssonar, pr.
á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þor-
varðssonar, smiðs á Björgum í
Kinn, Þórðarsonar.
Móðir Jóns var Herdís, dóttir
Guðmundar á Gelti í Súgandafírði,
Þorleifssonar, Jónssonar. Móðir
Herdísar var Þóra Jónsdóttir,
hreppstjóra á Hóli í Bolungarvík,
Guðmundssonar, b. í Ytrihúsum í
Arnardal, Ásgrímssonar, b. í Am-
ardal fremri, Bárðarsonar, ættföður
Arnardalsættar, Illugasonar.
Bróðir Ásgerðar var Sigfús, for-
stjóri Heklu. Ásgerður var dóttir
Bjama, b. á Uppsölum í Miðfirði,
Björnsson, b. í Núpsdalstungu,
Jónssonar, b. þar, Teitssonar. Móð-
ir Bjöms var Elínborg, systir Bjöms
á Marðarnúpi, föður Guðmundar
landlæknis. Elínborg var dóttir
Guðmundar, smiðs á Síðu, Guð-
mundssonar og Guðrúnar Sigfús-
dóttur Bergmanns, b. á Þorkelshóli,
Sigfússonar, ættfóður Berg-
mannsættarinnar.
Móðir Ásgerðar var Margrét Sig-
fúsdóttir kennari.
Kristján Tryggvason
Kristján Tryggvason, fv. bóndi og
nú starfsmaður hjá KEA, til heimil-
is að Norðurgötu 45, Akureyri, er
níræður í dag.
Starfsferill
Kristján fæddist að Ytri-Varðgjá í
Eyjafirði og ólst þar upp í foreldra-
húsum. Hann stundaði þar öll al-
menn sveitastörf sem unglingur og
fór 1925 að Litla-Eyrarlandi sem
vinnumaður til Einars Ámasonar,
alþm. og ráðherra. Kristján stund-
aði lengi byggingavinnu og land-
búnaðarstörf auk þess sem hann
vann í fjölda ára að viðgerðum á
símalögnum á Vaðlaheiði. Þá var
hann þingvörður á Alþingi 1937.
Árið 1945 byggði Kristján nýbýlið
Austurhlíð á jörð Ytri-Varðgjár og
stundaði þar búskap til 1965 en
hafði þá í fimm ár séð um búið að
Ytri-Varðgjá.
Kristján flutti til Njarðvíkur 1965
og starfaði þar við Skipasmíðastöð
Njarðvíkur í sex ár en flutti síðan
til Akureyrar 1971 og hóf þá störf
hjá Byggingavöruverslun Tómasar
Björnssonar. KEA festi kaup á
versluninni 1986 og starfaði Krist-
ján þar áfram til 1990 er hann hætti
störfum fyrir aldurs sakir, áttatíu
og eins árs að aldri.
Fjölskylda
Kristján kvæntist 1939 Huldu Sig-
urpálsdóttur úr Flatey, f. 4.10. 1916,
d. 1940.
Seinni kona Kristjáns var Ing-
veldur Eiríksdóttir, frá Skjöldólfs-
stöðum á Jökuldal, f. 8.6. 1912, d.
1977, húsmóðir. Hún var dóttir Ei-
ríks, bónda á Skjöldólfsstöðum, Sig-
fússonar og Ragnhildar Stefánsdótt-
ur húsfreyju. Ragnhildur var systir
Magnúsar skálds (Arnar Amarson-
ar).
Börn Kristjáns og Ingveldar eru
Eiríkur, f. 1944, rafvirki hjá KEA,
búsettur á Akureyri, kvæntur
Huldu Baldursdóttur, hjúkrunar-
fræðingi á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, en þau eiga
tvö börn; Hulda, f. 1954,
matreiðslukona hjá Út-
gerðarfélagi Akureyr-
ar, búsett á Akureyri
en hún á eina dóttur.
Kristján átti sjö
systkini. Systkini
hans: Hermann, bóndi
á Hvammsstöðum í
Ljósavatnshreppi, var
kvæntur Guörúnu
Bjarnadóttur, en þau
eru bæði látin; Mar-
grét, húsmóðir í
Reykjavík, var gift
Friðrik Pálssyni lög-
regluþjóni en þau eru
bæði látin; Jón, nú látinn, veit-
ingamaður, var kvæntur Fjólu
Steindórsdóttur: Þór, nú látinn,
bifreiðarstjóri í Reykjavík, var
kvæntur Petru Lúthersdóttur;
Hörður, fyrrv. bóndi á Ytri-Varð-
gjá, kvæntur Elínbjörgu Davíðs-
dóttur; Magnús, bifreiðarstjóri á
Akureyri, var kvæntur Valborgu
Jónsdóttur en þau eru bæði látin;
Bjarni, bifreiðarstjóri í
Reykjavík, kvæntur
Lilju Guðrúnu Axels-
dóttur.
Foreldrar Kristjáns
voru Tryggvi Jóhanns-
son, b. á Ytri-Varðgjá, f.
7.3. 1885, d. 13.10. 1970,
og kona hans, Svava
Hermannsdóttir, f. 30.4.
1885, d. 25.8. 1959.
Kristján Tryggvason. Ætt
Tryggvi var sonur Jó-
hanns Franklíns frá
Látrum, Jónassonar, b.
og hákarlaformanns á Látrum, Jón-
assonar, og konu hans, Þóru Vigfús-
dóttur, frá Hellu á Árskógsströnd.
Foreldrar Svövu vora Hermann
Sigurbjömsson, b. á Ytri-Varðgjá,
og Margrét Kristjánsdóttir frá Sig-
ríðarstöðum í Ljósavatnsskarði.
Til hamingju
með afmælið
19. janúar
85 ára
Ámi Jónsson,
Drápuhlíð 25, Reykjavik.
80 ára
Kristín Ermenreksdóttir,
Grýtubakka 22, Reykjavik.
Þorgeir Jónsson,
Ljósheimum 12, Reykjavík.
75 ára
Guðmundur Bjamason,
Háaleitisbraut 79, Reykjavík.
70 ára
Eysteinn Sveinbjörnsson,
Kóngsbakka 3, Reykjavík.
Högni Sigurðsson,
Helgafelli, Vestmannaeyjum.
Ragnar Haraldsson,
Skálagerði 5, Akureyri.
60 ára
Þórdís
Sigurðardóttir,
Selbrekku 12,
Kópavogi.
Grétar J.
Breiðfjörö,
Álfhólsvegi 109, Kópavogi.
Rut Árnadóttir,
Skildinganesi 54, Reykjavík.
Stefán Hermannsson,
Gránufélagsgötu 19, Akureyri.
50 ára
Hrafnhildur Garðarsdóttir,
Hlíðarbyggð 24, Garðabæ.
Hún tekur á móti gestum að
heimili sínu eftir kl. 20.00 í
kvöld.
Friðborg Gísladóttir,
Helgubraut 19, Kópavogi.
Jón Eiríksson,
Birkibergi 6, Hafnarfirði.
Kolbnin Antonsdóttir,
Frostafold 111, Reykjavík.
Steinþór Einarsson,
Njarðargrund 3, Garðabæ.
40 ára
Vignir
Þorláksson,
Svalbarði 5,
Hafnarfirði.
Árni Björnsson,
Karlsbraut 5,
Dalvík.
Barbara Duerr,
Kápugili, Djúpavogshreppi.
Guðmundur Jens
Jóhannsson,
Góuholti 2, ísafirði.
Heimir Bragason,
Munkaþverárstræti 8,
Akureyri.
Ingi Rúnar Sigurðsson,
Vallargötu 20 A, Sandgerði.
Jóhann Kristinn Marelsson,
Ljónastíg 4, Flúðum.
María Brink,
Móabarði 14, Hafnarfirði.
Már Jónsson,
Meistaravöllum 13, Reykjavík.