Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1999, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
37
Málverkin eru á Landspítalanum
til 8. febrúar.
Lífæðar 1999
íslenska menningarsamsteypan
Art.is gengst fyrir myndlistar- og
ljóðasýningu á sjúkrahúsum víðs
vegar um landið og er hún þessa
dagana í Landspitalanum og verð-
ur þar til 8. febrúar, þaðan fer hún
á Sjúkrahús Akraness. Sýningin
mun síðar fara á hvert sjúkrahús-
ið af öðru og lýkur göngu sinni á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. des-
ember næstkomandi. í fyrstu var
áætlað að sýna á átta sjúkrastofn-
unum en áhuginn reyndist svo
mikill að beiðnir fóru að berast
viða að um að fá sýninguna á stað-
inn og nú eru sýningarstaðimir
orðnir ellefu.
Sýningar
Tólf myndlistarmenn sýna sam-
tals þrjátíu og fjögur myndverk og
tólf ljóðskáld birta átján ljóð.Lista-
mennirnir eru á ólíku aldursreki
en allir leggja þeir út af lífmu og
tilverunni. í raun endurspegla
þátttakendur helstu strauma og
stefnur i myndlist og ljóðagerð frá
siðari heimsstyrjöldinni til dags-
ins í dag. Sýningunni fylgir vegleg
litprentuð sýningarskrá sem
dreift verður ókeypis í boði styrkt-
araðila sýningarinnar Glaxo
Welcome. Þar er að finna ljóðin
ásamt stuttri umfjöllun um hvern
listamann.
Hilmir Snær Guðnason og Jóhann
Sigurðarson í hlutverkum Georgs
og Lennys.
Mýs og menn
Flugfélagið Loftur hefur forsýn-
ingu í kvöld á leikritinu Mýs og
menn eftir John Steinbeck. Frum-
sýning verður síðan á morgun. Sag-
an kom fyrst út í Bandaríkjunum
1937 og leikgerð hennar var frum-
sýnd í New York í nóvember sama
ár. íslensk þýðing Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar á skáldverkinu leit
dagsins ljós árið 1943 en leikritið
kom út 1946. Mýs og menn þykir eitt
merkasta rit- og leikverk 20. aldar-
innar og færði höfundi sínum
ómælda virðingu og vegsemd.
Leikritið gerist i landbúnaðardal
Leikhús
í Suður-Kalifomíu á árunum 1936 til
1937 og segir frá félögunum Lenny
og George sem eru farandverka-
menn. Þeir félagar eru frekar lausir
í rásinni og flækjast stað frá stað.
Um leið er sagt frá sérstökum vin-
skap milli þeirra, annar er tröllvax-
inn heimskingi en hinn grannvax-
inn og lítill sem leggur sig fram við
að vemda og aðstoða risavaxinn vin
sinn.
Með hlutverk þeirra félaga fara
Hilmir Snær Guðnason og Jóhann
Sigm-ðarson. Aðrir leikarar em
Inga María Valdimarsdóttir, Guð-
mundur Ólafsson, Þröstur Guð-
hjartsson, Helgi Bjömsson og fleiri.
Leikstjóri er Guðjón Petersen. Tón-
list, sem er sérstaklega samin við
þessa sýningu, er eftir Egil Ólafs-
son.
Poulenc-tónleikar í Iðnó:
Aðgengileg klassík
Þóra Einarsdóttir syngur á Poulenc-tónleikum í kvöld.
Poulenc-hátíðinni, sem hófst í
Iðnó fyrir tveimur vikum, verður
framhaldið í kvöld og em á dag-
skránni mörg skemmtileg verk eftir
þennan franska tónsnilling sem
hafði einstaka hæfileika til að semja
góð og skemmtileg stef. Francis
Pouienc vann fyrir sér með því að
leika á píanó á kaffihúsum Parísar-
borgar og var lengi vel ekki tekinn
alvarlega sem tónskáld - verkin
þóttu of léttvæg og fyndin. Nú þykja
verk hans hin merkustu og eru mik-
ið flutt.
Skemmtanir
Sex verk eftir Poulenc verða flutt
í kvöld: Sónata fyrir flautu og píanó.
Fiancailles pour rire fyrir sópran og
píanó, Sónata fyrir óbó og píanó,
Villanelle fyrir pikkolóflautu og pí-
anó, Sónata fyrir píanó, fjórhent og
Sextett fyrir flautu, óbó, klarinett,
fagott, horn og píanó. Flytjendur
eru Þóra Einarsdóttir, sópran, Hall-
fríður Ólafsdóttir, flauta, Eydís
Franzdóttir, óbó, Ármann Helgason,
klarinett, Kristín Mjöll Jakobsdótt-
ir, fagott, Anna Sigurbjörnsdóttir,
horn, Helga Bryndís Magnúsdóttir,
píanó, Brynhildur Ásgensdóttir, pí-
anó, Miklos Dalmay, píanó, og Sól-
veig Anna Jónsdóttir, píanó. Tón-
leikamir hefjast kl. 20.30.
. Um 400 km SSA af hvasst eystra. Frostlaust
Homafirði er 962 mb lægð VeOHO I QðS suðaustan til i dag, en frost
og þokast hún í norðaust- ____________________________ annars 1 til 6 stig og held-
ur. Frá henni er lægðardrag vestur á
Grænlandshaf. Yfir Grænlandi er 1015 mb
hæð.
í dag verður norðaustan stinningskaldi
eða aiihvasst og sums staðar hvasst á
Austurlandi og Vestfiörðum. Éljagangur
og skafrenningur um mestallt norðan- og
austanvert landið, en úrkomuhtið á Suð-
ur- og Vesturlandi. Norðlægari vindur og
nokkuð hægari seinna í dag, en áfram
ur harðnandi í nótt.
Á höfuðborgarsvæðinu verður norð-
austankaldi og síðar norðan stinnings-
kaldi og skýjað, en úrkomulaust að mestu.
Frost 2 til 4 stig, en 5 til 7 í nótt.
Sólarlag í Reykjavlk: 16.32
Sólarupprás á morgun: 10.43
Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 19.48
Árdegisflóð á morgun: 08.06
Stórstreymi (4,1 m)
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri snjókoma -2
Bergsstaöir alskýjað -3
Bolungarvík snjóél -2
Egilsstaöir -2
Kirkjubœjarkl. alskýjaö 1
Keflavíkurflv. skýjaó -2
Raufarhöfn alskýjaö -1
Reykjavík alskýjaö -5
Stórhöföi úrkoma í grennd 0
Bergen alskýjaö 6
Helsinki skýjaö 2
Kaupmhöfn léttskýjaö 3
Ósló slydda 1
Stokkhólmur 2
Þórshöfn léttskýjaö 4
Þrándheimur alskýjaö 6
Algarve heiöskírt 6
Amsterdam rigning og súld 6
Barcelona léttskýjaö 8
Berlín heiöskírt 2
Chicago heiöskírt -6
Dublin léttskýjað 10
Halifax alskýjaö 5
Frankfurt skýjaó 5
Glasgow alskýjaö 10
Hamborg skýjaö 5
Jan Mayen snjókoma -4
London rigning 11
Lúxemborg skýjaö 2
Mallorca hálfskýjaö 11
Montreal þokuruöningur 2
Narssarssuaq léttskýjaö -10
New York hálfskýjaö 6
Orlando alskýjaö 16
París 5
Róm þokumóöa 2
Vín þokumóöa -1
Washington hálfskýjað 3
Winnipeg heiöskírt -24
Hálka og skaf-
renningur
Góð vetrarfærð er á Suðurlandi, Vesturlandi og
Norðurlandi en hálka hefur skapast sums staðar,
skafrenningur var á Holtavörðuheiði í morgun.
Færð á vegum
Skafrenningur hefur verið á heiðum á Vestfjörðum
og hafa vegir verið mokaðir reglulega. Það sama
má segja um heiöar á Austurlandi, þar er færð fljótt
að spillast sé ekki mokað.
Ástand vega
4*-Skafrenningur
0 Steinkast
\5\ Hálka B Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir
Q) ófært □ Þungfært (g> Fært fjallabílum
Frumburður
Margrétar og Ágústs
Þessi gullfallega stúlka
fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 17. janúar.
Bam dagsins
Við fæðingu var hún 14
merkur og 50 sm. Stúlkan
er fl-umhurður Margrétar
Drífu Guðmundsdóttur og
Ágústs Guðjónssonar.
Edward Norton leikur einn
pókerspilarinn í The Rounders.
Fjárhættuspil-
arar
The Rounders, sem Regnboginn
sýnir, gerist í New York og segir frá
lögfræðinemanum Mike McDermott
sem hefur allt sitt líf verið snjall í
spilum. Honum gengur vel í skólan-
um og á fallega kærustu en vinnur
fyrir skólgjöldum sinum meö því að
spila póker. Eitt kvöldið tapar hann
öllu og hættir spilamennskunni. En
þegar fyrrum félagi hans, sem geng-
ur undir nafninu Worm, er sleppt
úr fangelsi fer hann að spila aftur.
Upp frá þessu snýst líf þein'a félaga
um póker og er spilað á ýmsum
vafasömum stöðum og áður en Mike
veit af hefur hann ánetjast
spilaflkninni á þann veg sem
hann hafði aldrei
ætlað sér. /////////
Kvikmyndir ||M
Tveir af vinsælustu ungu leikur-
unum í Hollywood, Matt Damon og
Edward Norton, leika pókerfélag-
ana. í öðrum hlutverkum eru
Gretchen Mol, John Malkovich,
John Turturro, Martin Landau og
Famke Janssen.
Nýjar myndir
í kvikmyndahúsum:
Bíóhöllin: Practical Magic
Bíóborgin: Enemy of the State
Háskólabíó: The Prince of Egypt
Háskólabíó: Meet Joe Black
Kringlubió: The Waterboy
Laugarásbió: Rush Hour
Regnboginn: Rounders
Stjörnubió: Blóðsugur
4
m
K
Gengið
Almennt gengi LÍ nr.
Eininn Kaup Sala Tollqengi
Dollar 69,270 69,630 69,750
Pund 114,460 115,040 116,740
Kan. dollar 45,330 45,610 45,010
Dönsk kr. 10,8020 10,8620 10,9100
Norsk kr 9,3090 9,3600 9,1260
Sænsk kr. 8,8390 8,8870 8,6450
Fi. mark 13,5140 13,5950 13,6540
Fra. franki 12,2490 12,3230 12,3810
Belg. franki 1,9918 2,0038 2,0129
Sviss. franki 50,2400 50,5200 50,7800
Holl. gyllini 36,4600 36,6800 36,8500
Þýskt mark 41,0800 41,3300 41,5000
[t. líra 0,041500 0,041750 0,041930
Aust. sch. 5,8390 5,8740 5,9020
Port escudo 0,4008 0,4032 0,4051
Spá. peseti 0,4829 0,4858 0,4880
Jap. yen 0,608300 0,612000 0,600100
írskt pund 102,020 102,630 102,990
SDR 97,140000 97,720000 97,780000
ECU 80,3500 80,8300 81,5700
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270