Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1999, Blaðsíða 12
'rir 15 árum LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 Það er ekki saknæmt að vera ófyndinn Ulfar Þormóðsson rithöfundur var heldur betur í sviðsljósinu fyrir fimmtán árum. Þá ritstýrði hann tímaritinu Speglinum og stóð í málaferlum við hið opinbera vegna ákæru um klám og guðlast. Þegar DV hafði samband við Úlfar nú ný- verið, kom í ljós að atburðirnir eru honum enn í fersku minni. „Ég var fyrst kærður fyrir æru- meiðingar,“ segir Úlfar. „Svo var það fellt út og ég kærður fyrir klám, guðlast og brot á prentlögum. Endan- legi dómurinn var síðan guðlastsdómur vegna viðhorfa Speg- ilsins til fermingar- innar. Það var um- fjöllun um ferminguna í blaðinu, notaðar ljós- myndir sem við sömdum texta við. Við veltum fyrir okkur hvað mikið væri gefið í fermingargjafir, hvort fermingarpartýin væru góð og hvað guð gæfi börnunum. En það sem ég held að hafi farið mest fyrir brjóstið á þeim var mynd af dreng sem var uppábúinn í kyrtli, alþjóðleg ferm- ingarmynd, sem við höfðum skrifað undir „Drengurinn Maggi á ferm- ingardaginn." Við hliðina sýndum við þau áhrif sem fyrsti sjússinn hafði á Magga, eftir að hann hafði gengið til altaris. Það var mynd sem Gunnar Elísson uð þið að meina með þessu? Var þetta grín? „Já, auðvitað átti þetta að vera grin, en engum þótti þetta skemmti- legt nema okkur. Það kom ýmislegt í ljós í þessum málaferlum sem sýn- ir hvað ég hef verið gagnlegur þjóð- inni. „Það var til dæmis staðfest einhvers staðar í málsskjölum að það er ekki saknæmt að vera ófyndinn. Það var ekki vitað áður.“ Úlfar áfrýjaði til Hæstaréttar og þar var dómnum breytt í dóm um guðlast. Allt upp- lag blaðsins var gert upptækt, eða það sem fannst, eitthvað á sjötta þúsund eintök, og farið með það upp á lögreglustöð. „Dómur var upp yfir mér kveðinn að ég ætti að taka þessi 5724 blöð og útmá hluta text- ans. Þegar farið var að rýna í dóm- inn kom hins vegar i ljós að ekki var hægt að framkvæma hann, auk þess sem blaðabunkinn hafði rýrn- að í fangageymslunum. Þar hafði bersýnilega farið fram leyni blaða- sala. Svo til þess að forðast frekari vandræði varð þaö ljós- mynd- ari hafði tekið af útigöngu- manni í Brooklyn þar sem hann sat á gangstéttar- brún. Before and after.“ En hvaö vor- Úlfar Þormóðsson f íbúð sinni sem er stað- sett beint á móti einu tukthúsa borgarinnar. Hinn dæmdi guðlastari gengur þó enn laus. DV-mynd GVA að samkomulagi að ríkissjóður keypti upplag- ið og ég slyppi við að fara í tukthús- ið.“ Ulfar sagðist í frétt DV fyrir fimmtán árum ekki ætla að storka þjóðinni með því að sækja um kennarastöðu, dæmdur klámhundur og guðlastari, þó hann væri menntaður kennari, en gæti vel hugsað sér að fara í guðfræði. Hann segist í dag ekki hafa staðið við það að fara í guðfræðina, en hafa lesið Biblíuna reglulega i mörg ár og skilað sinni doktorsritgerð til þjóðarinnar með því að skrifa stór- merkilega skáldsögu sem heitir Syngjandi fiskur og er að verulegu leyti misskilin, en að hinu leytinu byggð á Nýjatestamentistextum. Meðfram skriftunum setti Úlfar á fót Galleri Borg, sem hann rak fram til 1992. Galleríið hefur einmitt ver- ið mikið í fréttum nýverið og vegna þess ítrekar Úlfar að hann sé ekki falsari, heldur aðeins guðlastari. -þhs fimm breytingar Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur i ljós að á mynd- inni til hægri hefur fimm atrið- um veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Akai-útvarpstæki með segulbandi og vekjara frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 499 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 499 CPII 555! 555! Dr. Livingstone, geri ég ráð fyrir? Vinningshafar fyrir getraun númer 497 eru: 1. verðlaun: 2. verðlaun: Nafn: Heimili:_ RóbertÓlafsson, Hringbraut 76, 230 Keflavík. Valdís Þ. Vilhjálmsdóttir, Furugrund 76, 200 Kópavogi. METSOLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Louls de Bernléres: Captalns Corelli's Mandolin. 2. Gerald Seymour: The Walting Tlme. 3. Colin Forbes: The Sisterhood. 4. Laura Zigman: Animal Husbandry. 5. Robert Goddard: Caught In the Light. 6. Sebastian Faulks: Birdsong. 7. Dee Wllliams: Katle's Kltchen. 8. Michael Palmer: Mlracle Cure. 9. Carole Matthews: A Whlff of Scandal. 10. Don DeLllio: Underworld. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 3. Dava Sobel: Longitude. 4. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 5. Frank Mccourt: Angela's Ashes. 6. Andy McNab: Bravo Two Zero. 7. Frank Mulr: A Kentish Lad. 8. Blll Bryson: Nelther Here Nor There. 9. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 10. Adellne Yen Mah: Falllng Leaves. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Colin Forbes: Thls Unlted State. 2. Sebastlan Faulks: Charlotte Gray. 3. Terry Pratchett: Carpe Jungulum. 4. Robert Harris: Archangel. 5. John Connolly: Every Dead Thlng. 6. lan McEwan: Amsterdam. EÐLIS: INNBUNDIN RIT ALM. 1. 2. Bill Bryson: Notes from a Big Country. 3. David Attenborough: The Life of Birds. 4. Simon Lamb & Davld Sington: Earth Story. 5. David Ewlng Duncan: The Calendar. 6. Raymond Brlggs: Ethel and Ernest. (Byggt á The Sunday Times) BANDARIKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Blllle Letts: Where the Heart Is. 2. Rebecca Wells: Dlvlne Secret of the Ya-Ya Sisterhood. 3. Nora Roberts: The Inner Harbour. 4. Chrls Bohjalln: Midwives. 5. Chrlstopher Relch: Numbered Account. 6. Jonathan Kellerman: Survival of the Flttest 7. Charles Frazler: Cold Mountain. 8. Davld Baldacci: The Winner. 9. Dean Koontz: Fear Nothing. 10. James Patterson: Cat and Mouse, RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Gary Zukav: The Seat of the Soul. 2. Jonathan Harr: A Civil Action. 3. Robert C. Atklns: Dr. Atkins New Diet Revolutlon. 4. John R. Levine o.fl.: The Internet For Dummles. 5. Howard Schultz: Pour Your Heart Into It. 6. Canfield o.fl.: Chicken Soup for the Teenage Soul II. 7. Robert Famighettl: The World Almanac and Book of Facts 1999. 8. Jon Krakauer: Into Thin Air. 9. K.A. Applegate: The Extreme: Anlmorphs # 25. 10. lynla Vanzant: One Day My Soul Just Opened Up. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Tom Wolfe: A Man in Full. 2. Jonathan Kellerman: Bllly Stralght. 3. Dean R. Koontz: Selze the Night. 4. James Patterson: When the Wind Blows. 5. Davld Baldacci: The Simple Truth. 6. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Tom Brokaw: The Greatest Generation. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Jennlngs & Brewster: The Century. 4. Suze Orman: The Nine Steps to Fiancial Freedom. 5. Sontag & Drew: Blind Man's Bluff. 6. Neale Donald Walsch: Conversatlons With God. (Byggt á The Washington Post). 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.