Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 23
31 Nýjung á Vísi: Nýjustu fréttir úr tölvuheiminum INNKA Uf?A STOFNUN REYKJAVIKURBORGAR f 878 -121 Reykjavík 16 - Netfang: 1sr@rvk.is Sími 552 58 00 - Fax 562 26 Forval F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir umsóknum verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu útboði á viðhaldi dreifikerfis hitaveitu árið 1999. Forvalsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 16.00 þriðjudaginn 16. febrúar 1999. ovr 07/9 Forsíða tölvuvefjar Vísis þar sem sjá má fréttir af því helsta sem er að ger- ast í töivuheiminum. Á fréttavefnum Vísir.is er nú búið að setja upp sérvef þar sem fjallað er um allt það sem er að gerast í tölvuheiminum. Frétta- þyrstir tölvuáhugamenn geta séð þar á hverjum degi nýjustu fréttir um hugbúnað, vélbúnað og við- skipti í tölvuheiminum auk þess sem fjallað er um það helsta sem er að gerast á Netinu. Jafnframt verður að finna á tölvuvefnum umfjöllun um tölvuleiki og sagt frá því helsta sem er að gerast á þeim vettvangi hverju sinni. Ásgeir Friðgeirsson hjá Vísi seg- ir tölvuumfjöllun mikilvæga í nú- tímasamfélagi, þó sérstaklega hjá netmiðlum. „Við erum að upplifa það í dag að tölvur eru í raun að verða þungamiðjan i daglegu lífi okkar og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Þetta sést til dæmis á því að hugbúnaðargerð er að verða ein af helstu útflutnings- greinum íslendinga," segir hann. Allir fjölmiðlar fjalla reglulega um málefni tengd tölvum og Net- inu, en að mati Ásgeirs hafa net- miðlar sérstöku hlutverki að gegna hvað þetta varðar. „Það seg- ir sig sjálft að allir lesendur okkar eru tölvuvæddir og því tengdir upplýsingabyltingunni á einn eða annan hátt. Það er því eðlilegt að Vísir flytji lesendum fréttir af þessum málaflokki sem bersýni- lega varðar þá,“ sagði Ásgeir. Jafnframt því að fjalla um það helsta sem er að gerast hér heima og erlendis er stefnt að því tölvu- síða Vísis verði upplýsingamiðlun fyrir íslensk tölvufyrirtæki. Þar geta þau geta komið á framfæri fréttum og tilkynningum um það sem er að gerast hjá þeim hveiju sinni. Netið orðið vettvangur spilafíkla: Fíkn í verðbráfaviðskipti Samtök sem aðstoða spilafikla við að losna við spilafíkn hafa á síðustu misserum fengið til sín stöðugt fleira fólk með sér fíkn í að stunda verðbréfaviðskipti á Netinu. Líklegt er að fróðra mati að þetta sé að verða talsvert mikið vandamál. Sennilega eru þau tilfelli sem vit- að er um aöeins toppur ísjakans því það tekur talsvert langan tíma fyrir fólk að tapa nægilega miklu fé tU að það viðurkenni vanda sinn. Ekki bætir úr skák að hér er um að ræða kynslóð verðbréfabraskara sem hef- ur lifað við það að verð hlutabréfa hækki stöðugt og tapið því lítið - enn sem komið er. „Flestir sem stunda verðbréfavið- skipti á Netinu eru nýgræðingar á þessum markaði," segir Kevin O’Neill, framkvæmdastjóri sjáif- boðaþjónustu sem rekur símaþjón- ustu fyrir spilafíkla. „Þeir eru á fullu í viðskiptunum og líta ekki á atferli sitt sem flkn. Þetta fólk er ekki í stórkostlegum vandræðum í fyrstu en eftir því sem tíminn líður og fíknin eykst verður vandinn mjög mikill. Þegar fólkið loks hring- ir i okkur er það búið að tapa geysi- lega miklu, sumir jafnvel 50.000 döl- um (um 3,5 milljónir króna).“ Spilafíklar eru að uppgötva nýjan möguleika á að stunda fjárhættu- spil. Framhald Command & Conquer: Geimverur bætast í hópinn Hin stríðandi öfl í Command & Conquer fá ýmsa geimverutækni til að leika sér með í framhaldi leiksins sem kemur út í haust. Aðdáendur Command & Conquer- leikjanna eru mjög margir og því er ekki ólíklegt að þeir bíði í ofvæni eftir framhaldi leikjaraðarinnar sem mun kallast Command & Conquer: The Tiberian Sun. Fram- haldið mun ekki koma á markað fyrr en í haust, en vinna við leikinn hefur tekið nokkuð langan tíma og greinilegt að Westwood Studios ætla ekki að flana að neinu við gerð hans. Sögusvið leiksins er jörðin um 30-40 árum eftir að síðasti C&C leik- ur kláraðist. Þar sigruðu GDI-menn Nod-bræðralagið og tóku völdin á Jörðinni. En þá koma upp vand- ræöi: Tíberíum-jurtirnar verða hreinlega óstöðvandi og leggja und- ir sig stóran hluta heimsins. Geisla- virk efni þeirra valda geysilegum stökkbreytingum hjá öllum lífver- um jarðar og enginn ræður neitt við neitt. í þessu umhverfi tekst Nod- bræðralaginu að vaxa á ný og ógna GDI-mönnum enn og aftur. í ljós kemur þegar á líður leikinn að það voru geimverur sem sendu tíberíum-jurtimar til jarðar með það verkefni fýrir höndum að gera plánetuna byggilega fyrir kvikind- in. Seinni hluti leiksins mun því án efa byggjast að einhverju leyti á baráttu viö verur utan úr geimnum sem verður án efa skemmtileg til- breyting við hin venjulegu átök GDI og Nod. Holl og brogdgód jurtakœfa Þrjár Ijúffengar bragðtegundir! Fæst í flestum matvöruverslunum Dreifing: Heilsa ehf. S:533 3232 SIRIUS Aukaljós Gæðavottuð ISO 9002 og uE”-merkt Off road NS860 Settið kr. 12.350 Fiskiauga NS 98 Settiðkr. 11.980 Austurvegi 69 - 800 Selfossi Sími 482 2000 - Fax 482 2996 Söluaöili í Reykjavík: Fjallasport, Malarhöfða 2a, sími 577 4444 Gæðarúm á RB-rÚmí á góðu verði Ragnar Bjömsson ehf. Dalshraun 6, Hafnarfirði Sími 555 0397 • fax 565 1740 i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.