Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 11
VORUBILAR & VINNUVELAR
Hjá Gámaþjónustunni eru menn ánægðir með Furukawa-tækin. Hér má sjá Eyjólf Pálmason sölustjóra afhenda Ben-
óný Ólafssyni framkvæmdastjóra nýju tækin. Með þeim eru Ingi Arason og Ingþór Guðmundsson frá Gámaþjónust-
unni. DV-mynd PÖK
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
•AJLTt að 40%
ódýrari flutningar
miðað við trailer.
Geri tilboð í flutninga
Léttflutningar@ehf.is • sími 895 0900
Bú- og vinnu-
véladeild Ingvars
Helgasonar hf.:
Gröfur
og skrið-
tæki
Bú- og vinnuvéladeild Ingvars
Helgasonar hf. hefúr verið starf-
rækt síðan 1993 og hefur starfsem-
in verið í vexti allar götur síðan.
Eyjólfúr Pálmason sölustjóri er
ánægður með ganginn og þá sér-
staklega með aukna sölu traktors-
grafa og minni tækja.
„Furukawa er kominn á mark-
aðinn hjá íslendingum á ný og má
segja að Ingvar Helgason hf. sé
byrjaður að flytja inn öll þau
merki sem flutt voru inn hjá véla-
deild Jötvrns áður en við yfirtók-
um þann rekstur. Einnig hefur
Fermec traktorsgrafan slegið í
gegn,“ segir Eyjólfur.
Véladeild Ingvars Helgasonar
hefur staðið fyrir nýjungum á
sviði vinnuvéla. Hún flutti nýlega
inn hjólagröfu með lyftanlegu
húsi en hún getur lyft húsinu í
allt að flögurra metra hæð. Hjóla-
grafan var seld Gámaþjónustunni
hf. Þjónusta og viðhald er í hönd-
rnn verktaka. Hjá Véladeild Ingv-
ars Helgasonar vinna níu manns
en 75-80 manns vinna alls hjá
Ingvari Helgasyn hf. og Bílheim-
um hf.
„Ég er alveg í skýjunum
með þessa nýju vél
sem lyftir manni í allt
að fjögurra metra hæð
og gerir manni kleift
að sjá það sem áður
var hulið."
Meðal þeirra sem keypt hafa
Furukawa-tæki af Ingvar Helga-
syni er Gámaþjónustan. Þar á bæ
segjast menn vera mjög ánægðir
með þau tæki. Nýlega keyptu þeir
einmitt eina hjólaskóflu, hjóla-
gröfu og lítið Fermec-skriðtæki.
„Grafan er með upphækkan-
legu húsi og nýtist það manni
mjög vel þar sem sést ofan í
gámana og það auðveldar alla
vinnu mikið. Ég er alveg í skýjun-
um með þessa nýju vél sem lyftir
manni í allt að fjögurra metra
hæð og gerir manni kleift að sjá
það sem áður var hulið,“ segir
Ingi Arason hjá Gámaþjónust-
unni. -þt
- betur veröur ekki smurt
Heco driveline
Skeljungur hf.
Shell ecodriveline er
ný kynslóö smurefna frá Shell:
- Myrina TX díselmótorolía
- Shell Spirax GX og AX gírolíur
- Shell Retinax EPL 2 smurfeiti
• Synþetískar smurolíur
• Veita sérlega góöa slitvöm
• Allt að 5% minni eyðsla
• Halda vélinni hreinni
• IVIinni mengun
Standast ströngustu kröfur dísdvélaframleiðenda, m.a.
Mercedes MB 228.5 og ACEA E4 fyrir sérstaklega lága olíuskiptatíðni.