Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 16
32
ME)VKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
- -
VORUBILAR & VINNUVELAR
Vörubílstjórafélagið Þróttur:
Einyrkjar
gegn
yfirgangi
- ánægðir með nýja staðinn
fleiri i framtíðinni.
Stórfækari
vinnuvélaH
Langendorf
Sérhannaðir fyrlr íslenskar aðstæður
Það hefur verið í nógu að snúast
hjá Vörubílstjórafélaginu Þrótti. Fyr-
ir alls ekki svo löngu fluttu þeir í
nýja og betri aðstöðu. Félagið glæddi
tilveru borgarbúa niðri við sjóinn á
mótum Kringlumýrarbrautar og Sæ-
brautar með skemmtilegu andrúms-
lofti sem virðist fylgja starfsemi
Þróttar. Það hefur nú nýlega flutt
starfsemi sína að Sævarhöfða 12.
Þróttur hefur jafnan verið þekktur
fyrir jafnt góða þjónustu sem vönduð
vinnubrögð og ætlunin er að kapp-
kosta að halda þeim góða orðstír sem
hefur skapast. Verkefnin eru næg og
starfsemin í fullum blóma og bjart
fram undan, þó svo að huga þurfi að
mörgu til að þeir einyrkjar sem
starfa hjá Þrótti geti haldið áfram að
bjóða vandaða og persónulega þjón-
ustu á samkeppnishæfu verði.
Allir velkomnir
Vörubílstjórafélagið Þróttur þjón-
ar hveijum þeim sem á flutningi þarf
að halda og er með 130 bíla sem af-
greiða þau verkefni sem fyrir þeim
liggja, allt eftir þörfum viðskiptavin-
arins. Jón Pálsson er framkvæmda-
stjóri Vörubílstjórafélagsins Þróttar.
„Undanfarin tvö ár hafa átt sér
stað gífurlegar nýjungar i vörubíla-
flotanum okkar. Við höfum lagt á það
áherslu að bæta samkeppnisstöðu
okkar og hefur það meðal annars
komið fram í miklum nýjungum á
efnisflutninga- og tækjaflotanum.
Einnig hefur orðið einhver endurnýj-
un í mannafla hjá okkur þar sem
yngri menn eru að koma inn. Við
höfum verið að stækka mikið viö
okkur í kranabílaflotanum og erum
með allar stærðir og gerðir af krön-
um. Allir þeir einstaklingar sem
starfa hjá Þrótti eru bílstjórar á eig-
in bílum. Við erum ekki hræddir við
það sem koma skal og vonumst til
þess að einyrkjahópurinn sem
starfar innan Þróttar geti fengið að
njóta sín á sem samkeppnishæfust-
um grundvelli. Þróttur hefur starfað
í 68 ár og hefur á þeim tíma barist
fyrir hagsmunum félagsmanna
sinna,“ segir hann.
„Eitt af okkar helstu
málefnum þessa dagana
eru breytingar á þunga-
skattinum en honum
var breytt nýlega. í kjöl-
far þeirra breytinga sem
urðu á þungaskattinum
komu enn fleiri hækkan-
ir. Þetta er eitt af þeim
málum sem við höfum
verið að berjast fyrir."
Skatturinn
„Eitt af okkar helstu málefnum
þessa dagana eru breytingar á
þungaskattinum en honum var
breytt nýlega. 1 kjölfar þeirra breyt-
inga sem urðu á þungaskattinum
komu enn fleiri hækkanir. Þetta er
eitt af þeim málum sem við höfum
verið að beijast fyrir,“ segir Jón.
Þetta er þó ekki eina málið sem
komið hefur á borð Þróttarmanna.
Skatturinn á flutningum innan-
lands er einnig nokkuð sem er ofar-
lega á dagskrá félagsmanna Þróttar.
Jón Pálsson fyrir utan húsnæði Þróttar. Vörubilaflotinn hjá Þrótti hefur verið endurnýjaður að miklum hluta og Jón
segir það styrkja samkeppnisstöðuna.
„Ég vil að gerður verði skýr
greinarmunur á flutningum sem
frcim fara á sjó, milli landa, sem og
innanlands, og hins vegar landflutn-
ingum á bílum. Aðalatriðið er að af-
numinn verði sá munur sem er á
þessum tveimur leiðum, þ.e. sjóleið-
um innanlands og landflutningum.
Vandamálið við þetta er að við
flutning á milli landa er mismunun
á sköttum. Þetta virðast einhver
fyrirtæki nýta sér í vöruflutningi
innanlands. Mismunun er á skatta-
álögum land- og sjóflutninga. Aðal-
baráttumál okkar í því máli er að
allir sitji við sama borð, jafnt ein-
yrkjar sem stórfyrirtæki. Krafan er
að stjómvöld geri eitthvað í mál-
inu,“ segir Jón Pálsson.
Bjart fram und-
an.
Þeir hjá Þrótti hafa staðið af sér
harða tíma og vita vel að sókn ein-
yrkja gegn risunum getur verið hörð.
„Með endurnýjuðum tækjabúnaði
reiknum við þó með því að við getum
staðið af okkur hvað sem er. Eftir
sem áður stendur það að ekki er mik-
il sanngimi í því fólgin að við skul-
um búa við mismunun á sköttum.
Eitt er að vera einyrki á móti risum,
annað að þurfa búa við það að skatta-
álagning skuli vera okkur í óhag. Við
kvörtum þó ekki, við viljum bara
hafa okkar mál á hreinu. Þróttar-
menn eru hamingjusamir í nýja hús-
næðinu, enda erum við vel staðsettir
hér. Þetta er glæsilegur staður og
enda þótt gott hafi verið að vera
niðri í bæ þá er þetta enn betra. Við
höfum að nógu að huga en framtíðin
ber svör við öllum okkar málum,“
segir Jón og brosir, enda ánægður
með lífið og öll þau verkefni sem
fram undan era hjá þeim Þróttar-
mönnum. -þt
Olís opnar fleiri
ÓB stöðvar
Elsta olíufyrirtæki landsins er
Olís hf., fyrirtækið var stofnað 1927
en þá undir merkinu BP. Olis er
með alhliða þjónustu fyrir bíla,
báta, flugvélar og allar gerðir
vinnuvéla. Birgðastöðvar Olís eru
starfræktar um allt land, jafnt fyrir
útgerðir, vinnuvélar og almenning.
70 birgðastöðvar era á landinu auk
70 bensínstöðva. Dreifikerfi Olís er í
gegnum stöðvar þeirra víðs vegar
um landið en annars veitir fyrir-
tækiö þjónustu hvar sem er á land-
inu.
„Verktakar víðs vegar um landið
eru yfirleitt með þó nokkrar vinnu-
vélar starfræktar við verkefni þau
sem verið er að vinna að hverju
sinni og því afhendum við þeim ol-
íubíl en með því móti er hægt að
hafa litla olíustöð hvar sem er. Kost-
urinn við það er að hægt er að
keyra bílinn á milli vélanna og því
er þetta eins konar hreyfanleg olíu-
stöð,“ segir Thomas Möfler, mark-
aðsstjóri Olís.
„Verktakar eru þó í auknum
mæli farnir að mæta á bensínstöðv-
ar okkar, enda bjóðum við upp á af-
slátt, kæri þeir sig um að dæla á bíl-
ana sjálfir," segir hann.
Það sem koma
skal
ÓB bensínstöðvamar hafa notið
vinsælda meðal viðskiptavina, að
sögn Thomasar: „Nýjasta útspil
okkar á markaðinum era ÓB bens-
ínstöðvamar en þær eru mjög hag-
kvæmur kostur fyrir alla viðskipta-
vini okkar sem og fyrir okkur sjálfa.
Þessar stöðvar koma til móts við all-
ar kröfur viðskiptavini okkar sem
kæra sig um að dæla eldsneyti sínu
sjálfir. Á ÓB stöðvunum bjóðum við
ódýrara eldsneyti en þær era einnig
opnar allan sólarhringinn og hægt
er að greiða í hvaða gjaldmiðli sem
er,“ segir Thomas og bætir því við
að þessi þjónusta sé mjög góður
kostur fyrir verktaka og alla þá sem
nota dísilolíu
Ódýrara
Lítrinn á olíu er fjórum krónum
ódýrari á ÓB stöðvunum og verð á
bensíni tveimur krónum lægra. ÓB
stöðvamar eru komnar á sex staði á
landinu og segir Thomas að þeim
muni fjölga í framtíðinni.
„ÓB stöðvamar eru ódýrar í
rekstri sem gerir okkur kleift að
bjóða lægra verð. Erlendis hefur
reynslan sýnt að þessar stöðvar
margborgi sig fyrir okkur sem og
viðskiptavini okkar og því eru ÓB
stöðvamar það sem koma skal.
Einn mann þarf við rekstur sex ÓB
stöðva," segir hann.
Olís býður upp á svokallað fyrir-
tækjakort en það er afsláttar- og
bensínkort sem nýtist viðskiptavin-
um mjög vel. -þt
Stuttur algreiðslutími nPV/ggfSXT
Krattur«Endíng»Onjggi
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
Langendorf