Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 W VORUBILAR & VINNUVELAR 45-* inn frá. Fyrir kom að rúturnar kæmu til byggða með nánast allar rúður brotnar eftir óveður á fjöll- um. Á þessum ferðum varð iðulega að vaða ár áður en yfir var haldið Bílstjórar kepptust við að verða fyrstir til að fara hinar ýmsu leiðir sem áður höfðu verið taldar ófærar bílum. með ferðamenn og oft urðu dag- leiðir stuttar þegar bílar festust eða biluðu. En þrátt fyrir allt baslið náðu öræfin feiknatökum á fólki og eins og Bjami Guðmunds- son eða Bjarni í Túni lýsti því: „Það er með öræfm líkt og brenni- vínið - þau sleppa ekki þeim sem þau hafa einu sinni náð tökum á.“ Mikið var um að farnar væru skipulagðar öræfaferðir með ís- lenska ferðalanga og var ýmislegt reynt til að afla sér farþega og þar með tekna, t.d. bauð hinn þekkti fjallagarpur Úlfar Jacopssen versl- unarmannahelgarferðir í Þórs- mörk áram saman þar sem hann lék sjálfur fyrir dansi á kvöldin og fram á nótt en ók fólki á daginn. Þúsundir gesta nýttu sér þessar ferðir enda var Mörkin engu lík og má segja að hún hafi haldið vin- sældum allar götur síðan. „... en á stundum hef ég ekið ruddar og lagðar vegleysur í byggð í því ásigkomulagi að ég hef ekki óskað neinum þess að fara í slóð mína. Ekki einu sinni verkfræðingum hjá Vegagerð Rikisins." Síðasti landsfjórðungurinn til að komast í vegasamband vora Vest- firðir en bílfært varð frá ísafirði til Reykjavíkur 1959. Þá má ekki gleyma hve gífurlega þýðingu það hafði fyrir Austfirðinga sem og ferðaþjónustuaðila hérlendis þegar Skeiðará var brúuð og hringvegur- inn opnaður árið 1974. Um leið og einhver staður komst í vegasam- band við höfuðborgina hófu menn akstur áætlunar- og flutningabíla til staðanna. Rúturnar stoppuðu nán- ast á hverjum bæ á leið sinni til að koma pósti til skila og tóku þessar ferðir því ahlangan tíma. Yfir og undir fjörð Segja má að stórstígar breytingar hafi orðið nú á síðustu áram i sam- göngukerfi landsins. í stað þess að aka út fjörð og inn fjörð er nú orðið ekið yfir fjörð og undir fjörð. Flestir vöruflutningar fara nú fram á landi og farið er að halda flestum leiðum færum allt árið auk þess sem vegir eru víða orðnir tví- breiðir með bundnu slitlagi. Rútur Sérleyfisbíll ekur á eftir snjóruðningstækjum Ólafur Ketilsson Á þessum árrnn urðu aUnokkrar bætur á vegakerfl landsins þó ekki væra þær eins stórstígar og síðar hefur orðið. Eins og við var að bú- ast sýndist sitt hverjum, þá eins og æ síðan, um frammistöðu valds- manna við að koma vegamálum í viðunandi horf. Þekktasti gagnrýn- andi á vegagerðina mun án efa vera Ólafúr Ketilsson rútubílstjóri og eru til margar sögur af samskiptum hans og yfirmanna vegamála enda hafði hann þá nefnt allar óþarfa beygjur á leið sinni austur að Laug- arvatni eftir hinum ýmsu verkfræð- ingum vegagerðarinnar. Ólafur sagðist ekki geta státað af því að hafa farið neina leið fyrstur manna nútimans eiga fátt annað en nafniö sameiginlegt með gömlu bílunum með trébekkina. í 75 farþega rútum nútímans líða menn áfram á fullri ferð horfandi á sjónvarp í þægilegu svefhsæti og geta bragðið sér á sal- eraið í bílnum ef á þarf að halda og geta jafnvel valið á milli hvort þeir vilja vera á efri eða neðri hæð bif- reiðarinnar. Flutningabílarnir frá því um miðja öldina eiga heldur ekki margt sameiginlegt með þeim 45 tonna flykkjum sem geysast nú um vegi landsins með yflr 500 hestafla vélar og halda uppi daglegum ferðum allt árið um kring til allra landshluta. -GS Heimild: Hálendið heillar Billinn með Marilyn Monroe á hliðinni vakti mikia athygli. Þórarinn Leifsson bílamálari: Engin gæfa fylgdi skreytingunni Þórarinn Leifsson, vefari á miðlin- um Visir.is., vann í tvö ár við að skreyta bíla. Óhætt er að segja að verk hans hafi vakið mikla athygli en hann vill sem minnst gera úr því. Einna mesta athygli vakti flutninga- bíll sem merktur var Marilyn Monroe og Elvis Presley. „Ég heyrði af því að menn hefðu gjaman rekið upp stór augu þegar þeir sáu þetta verk. Verst þykir mér að billinn var alltaf að lenda í ein- hverjum hremmingum. Þá heyrði ég af því að óheppnin hefði í einhverjum tilvikum elt bílstjórana. Það fylgdi því engin gæfa skreytingunum," seg- ir Þórarinn Leifsson, eða Tóti bíla- málari eins og hann var gjarnan kall- aður. „Þetta var mikið nostur og nokkuð sem ég myndi aldrei nenna að gera í dag. Það þurfti tímabundna vitfirr- ingu tO að ég nennti að standa í þessu,“ segir hann. -rt Föst ýta Eitt sinn þegar unnið var við vegagerð á Vestfjörðum kom fyrir að stór og öflug jarðýta festist illa í vegstæðinu. Mikið um- stang var til að ná henni upp en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir að ýtan lokaði fyrir alla umferð ákváðu menn að halda til búða sinna í mat og ráða ráðum sínum. Þar sem þeir voru að matast bar að garði Guðna Ágústsson, bónda og ýtustjóra frá Sæbóli á Ingjaldssandi. Þetta vakti nokkra undrun þar sem leiðin átti að vera lokuð vegna jarðýtunnar sokknu. Guðni var spurður hvernig hann hefði komist þessa leið. „Ja, ég færði hana bara til að komast hjá,“ svaraði hann. „En hún var pikkföst," sagði einn vega- gerðarmanna. „Ja, hvur andskotinn, það vissi ég bara ekkert um,“ sagði Guðni og undrun hans leyndi sér ekki... -GS Á íslandi hafa menn lengstum verið þekktir fyrir að ná sem mestu út úr þeim tækjum sem þeir eru með i höndun- um. Ávallt hefur verið gerð krafa um hið ómögulega og hún uppfyllt. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig Bergur Guðnason, eða Bíla-Bergur frá Flateyri, fer að þvi að losa 14 tonna jarðýtu af bilnum hjá sér. Ýtunni er ekið aftast á pallinn þar til að bíllinn vegur salt á afturöxlinum og fer á loft að framan, eftir það er klifrað upp i bilinn og sett í sturtugir og pallinum lyft. Við það fer bíllinn niður að framan uns hann lendir og hægt er að aka ýtunni áfram á jafnsléttu. Það sem Bergur sýnir þarna undirstrikar að hann nær allri þeirri afkastagetu út úr vélknúnum farartækjum sem hægt er, og vel það. Myndin er tekin 1974 og þessi Bedford-bíll mátti einungis bera liðlega hálf- an þunga ýtunnar sem hann flutti í þessari ferð. Smiðjuvegi 66

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.