Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 18
.. . VORUBILAR & VINNUVELAR MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Galdrakarlinn í rafmagninu Valmundur Eggertsson að leggja rafmagn í nýja Hummer rútu. DV-mynd S „Viðtækjavinnustofan var stofnsett 1942 og gekk það heldur brösulega, þá var einkaleyfi Ríkisútvarpsins algjört á allri þjónustu við útvarpsnotendur og sölu viðtækja auk þess sem sér- stakar reglur giltu að kröfu her- námsliðsins. Stofnendur fyrirtækis- ins voru settir í steininn og fengu ekki að skrá sig sem útvarpsvirkja í símaskrána fyrr en að undangengn- um hæstaréttardómi. Ég lærði hjá fyrirtækinu og við vorum svolítið í því að smíða lampamagnara fyrir hljóðkerfi í rútur og þannig æxlaðist það að ég fór að sinna rútueigendum upp úr 1960 og hef verið að því síð- an.“ segir Valmundur Eggertsson, eigandi fyrirtækisins og eini starfs- maður þess. „Ég held að Valmundur sé göldróttur. Það er sama hvað bilar í bílun- um hjá okkur, bara ef það er rafmagnsspotti í því þá bjargar hann málunum." Valmundur, sem bæði er rafvirki og útvarpsvirki að mennt, hefur sinnt viðhaldi fyrir öll stærstu rútufyrir- tækin á höfuðborgarsvæðinu um ára- bil. Rútueigendur segja Valmund vík- ing í rafmagni og að það sé sama hvað bili, hvort heldur það er radíó- búnaður, miðstöðvarkerfi eða bara venjulegt rafmagn, alltaf finni Val- mundur út úr málinu á skömmum tíma. Einn sagði að Valmundur væri síðasti móhikaninn. „Það er sama hvað er að í bílunum og hvort það er nótt eða dagur, alltaf er Valmundur innan seUingar ef mik- ið liggur við og jafnvel að hann geri við þvottavélina á verkstæðinu í leið- inni,“ sagði hann. „Þeir hringja voða margir í mig og spyrja hvað þeir eiga að gera og oft er hægt að leysa þetta í gegnum síma, annars kem ég við og geri við eftir því sem hægt er. Ég kannast, held ég, við flesta sem eru í þessum rútu- bransa. Þetta hangir alit á því sama, ég byijaði á því að gera við hljóðnem- ana, svo komu olíumiðstöðvamar svo hefur þetta aukist koU af koUi,“ segir hann. Þegar byggt er yfir rútur hérlendis er Valmundur gjaman fenginn tU að leggja rafmagn í þær enda talið að viðlíka þekking og reynsla sem hann hefur yfir að ráða sé ekki annars staðar samankomin á einum stað. „Ég held að Valmundur sé göldrótt- ur. Það er sama hvað bUar í bUunum hjá okkur, bara ef það er rafmagns- spotti í þvi þá bjargar hann málun- um. Það er varla að hægt sé að vera með bUaútgerð án Valmundar," segir Sigurdór Sigurðsson, framkvæmdar- stjóri rútufyrirtækisins AUrahanda. Nýjar Shell-olíur til móts við auknar kröfur: Markmiðið er minni mengun „Nú á tímum eru sífeUt gerðar meiri kröfur til atvinnubUstjóra og verkstæða. Rekstrarkostnaðinn á að minnka, hagkvæmnin að aukast, fylgja á öryggiskröfum, virða um- hverfið og vinnugleðin á að blómstra. Það er því að mörgu að hyggja vUji maður halda forystu og hyUi viðskiptavinanna," segir Ólaf- ur Baldursson, markaðsfulltrúi Skeljungs hf. SheU hefur í þessu markmiði þró- að nýja línu af mótorolíu, gírolíu og smurfeiti. „Við höfum um langt skeið verið leiðandi framleiðandi og seljandi smurefna fyrir ökutæki. Á rann- sóknarstofum SheU er stöðugt verið að þróa nýjar vörur sem þurfa að uppfyUa kröfur notenda og fram- leiðenda vörubíla. Þá þarf fram- leiðslan að standast hertar um- hverfisreglur Evrópusambandsins. Þessi rannsókna- og þróunarvinna hefur nú getið af sér nýja fram- leiðslulínu sem gefur betri smum- ingu en áður hefur þekkst. Hér er á ferðinni nýjung sem sparar elds- neyti, eykur líftíma véla-, gíra- og annarra hreyfihluta og stuðlar að betra umhverfi," segir Ólafur. Nafnið er SheU ecodriveline og samanstendur af eftirtöldum vör- um: SheU Myrina TX diesel mótor- olíur, Spirax GX og AX gírolíur og Retinax EPL 2 smurfeiti. Lengri líftími „Við þróun Shell ecodriveline náðist víðtækt samstarf sérfræð- inga innan bUaiðnaðarins þar sem markmiðið var að finna bestu fáan- 1 f. P tBimni * ’ i'- 1 1 n*-. ^ )L Ólafur Baldursson, markaðsfulltrúi Skeljungs, við hluta af nýju oliulín- unni. DV-mynd legar lausnir tU að vemda vél, gír- kassa, drif og hjólalegur. Niðurstað- an er ný kynslóð af olíum með sér- stökrnn bætiefnum, sem sameigin- lega lágmarka slit, tæringu og út- feUingar um leið og smureiginleik- ar era bættir. Með SheU Myrina TX nær vélin upp fullkominni smum- ingu mjög hratt, hvort sem olían er ný eða notuð. Þetta gefur góða slit- vöm við kaldstart og lengir líftíma vélarinnar. Hér við bætist að SheU Myrina TX 5W-30 er fyrsta mótorol- ían sem sett er á markað í heimin- um sem er viðurkennd til að endast í meira en 100.000 km á milli skipta,“ segir Ólafur. Þeir hjá Skeljungi telja að nýja smurolían sé sú besta sem komið hafi fram við þróanir á nýjum smurolíum og hafa máli sínu tU stuðnings heimsmet þeirra hjá Man. „Shell ecodriveline smurefnin era þrautprófuð á þjóðvegum og íprófunarstöðvum og em niðurstöð- umar mjög sannfærandi. Með því að nota þessi nýju smurefni hefur samanlagt núningsviðnám vélanna minnkað verulega og hefur það skUað sér í aUt að 5% minni elds- neytiseyðslu. Þegar MAN vömbUa- verksmiðjumar settu heimsmet í sparakstri á 2800 kUómetra ferð flutningabUa í Evrópu var nýju ol- íunum frá Shell meðal annars þakkaður sá góði árangur," segir Ólafur Bætt umhverfi Ömggt getur talist að mengun sé að verða eitt staersta vandamál nú- tímaþjóðfélags. Ólafur segir að nýj- ar reglur Evrópusambandsins stuðli að því að salan á nýju lín- unni þeirra af mótoroliu, gírolíu og smurfeiti eigi eftir að vera góð. Enda hlýtur það að verða eitt af verkefnum framtíðarinnar að minnka mengun. „Evrópusambandið hefur sett bálk af reglum, hin svonefndu Euro norm, til þess að takmarka mengun frá dísilknúnum vömbílum.Hinn 1. október 1996 gengu Euro 2 normin í gildi. Samkvæmt þeim má aðeins nýskrá vömbíla sem uppfylla hinar hertu reglur inn magn kolsýru (C02), köfnunarefnisoxíða og sótagna o.fl. í útblæstrinum. Leið- andi vömbílaframleiðendur hafa þróað vélar sem svara kröfum hinna nýju Euro norma. Shell ecodriveline stenst allar ströngustu umhverfiskröfur sem gerðar em og auðveldar eigendum vöraflutninga- bíla að gera það líka,“ segir Ólafur. -þt ■ m. f 'y i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.