Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 VÖRUBÍLAR & VINNUVÉLAR Vélsmiðjan Vík á Grenivík með sérstöðu: Einir í framleiðslu snjóblásara Þrátt fyrir hinn mikla snjó sem að öllu jöfnu kemur hér á landi á vetrum hefur aðeins eitt fyrirtæki hérlendis ráðist í framleiðslu á snjóblásurum. Það er Vélsmiðjan Vík á Grenivík sem hefur verið með slík tæki í framleiðslu allt frá því árið 1989 að fyrsti blásar- inn var tilbúinn hjá fyrirtækinu. „Þessir blásarar hafa reynst vel, við erum búnir að selja ellefu stykki og erum með þann tólfta nánast tilbúinn. Blásaramir þykja henta sérlega vel þar sem er barinn snjór og harður eins og gjarnan er hérlendis. Við höfum útfært blásarana eftir þörfum kaupenda, ýmist þannig að þeir séu beintengdir við dráttarvélar eða vökvadrifnir með sjálfstæðri dísilaflvél sem komið er fyrir aft- an á moksturstækinu eða jafiivel Þrátt fyrir áratugsnotkun í miklum snjó spýtir blásarinn snjónum ennþá langar leiðir. Leiðandi framleiðandi á legum og hágæðastáli Smári Magnús- son vinnur á nýrri JCB gröfu: Grafan kemur næst á eftir konunni - fantagóð vél „Þetta er fantagóð vél. Þetta er þriðja JCB-vélin sem ég eignast og níunda grafan sem ég hef átt. Þessi er auðvitað sú langbesta en ég tek hana þó ekki fram yfir konuna," segir Smári Magnús- son, sem fékk nýja JCB 3CX SUPER gröfu í desember sl. Vél- in er árgerð 1998, 100 hestafla. Hann segir vélina vera búna öll- mn þeim aukabúnaði sem hægt sé að hugsa sér. „Þetta er fjórhjólastýrð vél og hún er með nánast öllum fylgi- hlutum sem hægt er að hengja utan á hana. Á henni eru lyftaragafílar, opnanleg skófla bæði aftan og framan. Þá er á henni skotbóma og svokallaður driúluspaði. Þá má nefna ripper, sem kemur að góðu gagni við að rífa niðm* klaka, og malbikshjól til að skera niður malbik. Þá er 350 kilóa fleyghamar aftan á gálganum sem nýtist vel þegar fleyga þarf klappir, steypu eða frosna jörð, svo aö eitthvað sé nefnt,“ segir Smári sem þjónust- ar mest Landsímann við lagn- ingu símstrengja í Reykjavík. „Ég er búinn að vera í þessu starfi í 26 ár og það er á hreinu hjá mér að JCB er toppurinn í þessum geira,“ segir Smári. -rt Legur^ sem þola átökin ■ framundan Það er engin tilviljun að flestir kröfuhörðustu framleiðendur farartækja og þungavinnuvéla í heiminum nota TIMKEN keilulegur. Þeir einfaldlega treysta þeim best, því þær eru ótrúlega endingargóðar og standast ströngustu álagskröfur. TIMKEN fyrirtækið er langstærsti keiluleguframleiðandi heims, með verksmiðjur í öllum heimsálfum. Einungis legur, sem TIMKEN framleiða sjálfir með eigin aðferðum, bera TIMKEN nafnið. Viðskiptavinir TIMKEN geta þvf verið vissir um að legurnar séu alltaf eins, hvar sem er í heiminum. Til að geta fullkomlega treyst öryggi og ástandi TIMKEN lega vill fyrirtækið benda íslenskum viðskiptavinum sínum á að versla við FÁLKANN, sem er eina viðurkennda söluumboð TIMKEN'á íslandi. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 Fax: 540 7001 • Netfang: falkinn@falkinn.is uppi á vörubílspalli kjósi menn að setja blásara á slíka bíla eins og algengt er viða erlendis." segir Jakob Þórðarson, framkvæmdar- stjóri Vélsmiðjunnar Víkur á Grenivík. Flestir þeir snjóblásarar sem notaðir eru hérlendis eru fram- leiddir erlendis og því væntanlega erfitt fyrir lítil íslensk fyrirtæki að keppa við slíkan innflutning. „Við höfúm ekki fengið neina aðstoð við að framleiða þessa blásara, enga styrki eða þess hátt- ar utan 300.000 kr. til markaðs- setningar. Það er mikill peningur Jakob Þórðarson, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Víkur á Grenivik, við fyrsta snjóblásarann sem fyrirtæki hans framleiddi. DV-myndir gk í því að hanna svona verkfæri, gífúrlegur peningur. Staða okkar gagnvart innflutningi er góð hvað varðar verð og gæði, hins vegar bjóðum við aðeins eina gerð blás- ara á meðan umboðin fyrir hina erlendu blásara bjóða margar og fjölbreyttar gerðir snjóruðnings- tækja. Við þurfum að þróa fleiri gerðir og koma þeim á markað. Það vantar bara fjármagn til þess. Öh svona þróunarvinna er mjög dýr þannig að við erum hálf- hræddir við að hella okkur út í slíkt verkefni," sagði Jakob. -GS DHOLLANDIA vörulyftur DAP vöru & flutningabílar ATLAS bílkranar D.T.M. krókheisi A.T.M. grjótpallar A.T.M. efnispallar A.T.M. tengivagnar Ihtsm': twf NUSTAhf JARNHÁiSí í 110 SáH S8T SSSO. WX SST «EH Smári Magnússon er svimandi sæll með nýju JCB gröfuna. DV-mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.