Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1999, Side 36
44 MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1999 nn Ummæli Sér vígvöllinn af fjósbitanum „Niðurlægingin sem forysta Al- þýðubandalagsins hefur kallað yfir , sig og áður öílugan stjórnmálaflokk á sér enga hliðstæðu í is-1 i lenskum stjómmál- j , um. Engan þarf að . undra þótt Sighvat- ur Björgvinsson sé brosmildur og bústinn þar sem hann horfir yfir vígvöllinn af 6ós- bitanum." Hjörleifur Guttormsson alþingis- maöur, í DV. Matarást hreppsneíndar „Sjálfsagt elskar hreppsnefndin Mývatn eins og hún hefur oft sagt. Ég held að það sé matarást." Kári Þorgrímsson, í Degi. Svailhátíð orðin gæluverkefni „Mér kemur það á óvart að svona svallhátíð skuli vera orðin gæluverkefni Reykjavíkurborgar, sem á sama tíma er að vinna að því verkefni að gera ís- land vímuefnalaust land - að ég hélt af fullri alvöru." Helgi Seljan, fyrrv. alþingismað- ur, í DV. íslenskir karlmenn á lausu „Nútíminn hefur svipt þá sjálf- skipaðri húsbóndastöðu svo þeir geta kennt tíðarandanum um líf- emið; krafist skilnings frá um- hverfmu og haldið áfram að röfla um tilvistarkreppuna." Auður Jónsdóttir rithöfundur, iDV. Kominn með nóg af Danmörku „Ég er búinn að búa hérna í fjögur og hálft ár og er kominn með alveg nóg af Danmörku. Enda hef ég aldrei \ enst svona lengi í útlöndum. Hef yfir- 1 leitt komiö vælandi heim aftur eftir nokkrar vikur og það er því kominn tími til að flkra sig heim.“ { Hilmar Örn tónlistarmaður, í Fókusi. Tapsárir samfylkingarmenn „Ég vil benda á að þegar Sig- björn missti þingsæti sitt í kosn- ingunum fyrir íjórum áram þá tók hann þeim ósigri mjög karlmann- lega. Ég vil líka vekja athygli á því hvernig andstæðingar hans í próf- kjörinu nú bmgðust við sigri hans og ósigri sínum.“ Stefán Gunnlaugsson veitinga- maður, í DV. Ábrystir með kanel og Maðkar í mysunni Um síðustu helgi frumsýndi leikfélagið Snúður og Snælda, sem er leikfélag eldri borgara í Reykjavík, tvo einþáttunga í Möguleikhúsinu við Hlemm. í forrétt er sýndur breskur leikþáttur, Maðkar í mysunni eftir Mark, og í aðalrétt og ábæti nýtt íslenskt verk, Ábryst- ir með kanel, eftir Sigrúnu Valbergsdóttur en hún skrif- aði verkið sérstaklega fyir Snúð og Snældu. í fyrra verkinu segir frá sex konum á Englandi, sem eiga fleira sameiginlegt en virðist í fljótu bragði. Ábryst- ir með kanel gerist í rammíslensku umhverfi, á sveita- bæ í afdal þar sem boðið er upp á bændagistingu og reyndar hafa nýjar aðferðir í markaðssetningu gert það að verkum að eldri borgara streyma á staðinn. Leikhús Að þessu sinni taka ellefu leikarar þátt í sýningunni. Þau eru: Aðalheiður Guðmundsdóttir, Aðalheiður Sig- urjónsdóttir, Guðlaug Hróbjartsdóttir, Guðrún Jóhann- esdóttir, María H. Guðmundsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Sig- mar Hróbjartsson, Sigrún Pétursdóttir, Theódór Hall- dórsson, Þorgeir Jónsson og Þorsteinn Ólafsson. Leik- stjóri er Helga H. Jónsdóttir. Næsta sýning á einþátt- ungunum er á miðvikudag. Eldri borgarar sýna tvo einþáttunga í Möguleikhúsinu. Árný Inga Pálsdóttir, nýráðinn skólastjóri Heiðarskóla í Reykjanesbæ: Bjartsýn á að góð vinnu- aðstaða laði kennara að DV, Suðurnesjum: „Mér finnst starfið sérstaklega spennandi og áhugavert því það gefur mér kost á að móta starfsanda og vinnubrögð í nýjum skóla," segir Árný Inga Pálsdóttir, nýráðinn skólastjóri Heiðarskóla í Reykjanesbæ, en skólinn er í byggingu og tekur til starfa næst- komandi haust. Undirbúningur stendur nú sem hæst og að mörgu er að hyggja. „Und- irbúningsvinnan er mjög fjölbreytt og verkefnin margvísleg. í meginatriðum má segja að undirbúningsvinnan skipt- ist í tvennt, annars vegar það sem snýr að hinu faglega starfi og hins vegar þau fjölmörgu praktísku verkefni sem þarf að leysa. Eins og liggur í augum uppi er ég aðeins ein af fjölmörgum sem vinna að því þessa dagana að gera það kleift að Heiðarskóli geti tekið til starfa næsta haust og tekið á móti rúmlega 430 nemendum sem þar munu stunda nám næsta skólaár. í þessari undirbúningsvinnu hef ég átt mjög gott samstarf við hönnuði skólans, þá Bjarna Marteinsson og Kjartan Jóns- son. Mitt hlutverk er að koma á fram- færi sjónarmiðum okkar sem komum til með að starfa í skólanum." Heiðarskóli verður mjög vel búinn grunnskóli. í honum verður góð að- staða fyrir allt bók- og verknám sem og sund- og íþróttakennslu. Skólahúsnæð- ið verður tilbúið í heild sinni næsta haust ásamt góðri skólalóð. „Það hefur verið lögð áhersla á það við hönnun skólans að hafa vinnuað- stööu sem besta fyrir alla þá sem í skólanum starfa og mér þykir sérstak- lega ánægjulegt að geta sagt frá því að vinnuaðstaða kennara verður til fyrirmyndar í Heiðarskóla. Það er ljóst að með tilkomu nýs skóla og einsetn- ingu þá fjölgar þeim kennarastöðum sem þarf að ráða í og það er því miður kennaraskortur fyrir í bænum. En ég er bjartsýn á að góð vinnuaðstaða í Maður dagsins nýjum skóla laði hingað kennara. Góð þátttaka þriðja árs kennaranema í kynnisferð sem skólaskrifstofan í Reykjanesbæ bauð upp á nú nýver- ið til að kynna verðandi kennur- um hvað er á döfinni hér í skólamálum jók á þá bjart- sýni mína.“ Árný Inga er Sunn- lendingur, fædd og uppalin á Selfossi. „Það er skemmtileg tilviljun að fyrsta heimilið mitt á Sel- fossi var á Kirkju- vegi 14 og nú bý ég við sömu götu og númer en bara í Keflavík. Ég hef þó allan minn kennsluferil búið og starfað i Reykja vík og Kópavogi." Hingað á Suðumesin flutti siðast- liðið haust, þá DV-mynd Arndís Kaupmannahöfn, Hrafn, 16 ára nemi í Menntaskól- anum við Hamra- hlíð, og Ingólfur Páll, 7 ára nemandi í Myllubakka- skóla. -AG nýkomin heim eftir þriggja ára dvöl í Kaupmannahöfn þar sem hún lagði stund á nám í skólastjórnun. Hún seg- ir áhugamálin Cölmörg. „Fyrir utan uppeldis- og kennslumál þá er útivist eitt af mínum aðaláhugamálum. Þar geri ég ekki upp á milli lengri og styttri gönguferða, hjólreiða eða skiða. Bóklestur og ljósmyndun eru hins veg- ar þau áhugamál sem hafa fylgt mér frá því ég var stelpa." Eiginmaður Árnýjar Ingu er Ingólf- ur Björn Sigurðsson, ráðgjafi á Stuðl- um, meðferðarheimili fyrir unglinga. Börnin eru þrjú. Elst er Halla Steinunn, 23 ára fiðlu- nemandi við Konung- lega músík konservatoríið í Fjallagrös í kvöld kl. 20.30 verður annar fræðslufyrirlestur Hins ís- lenska náttúrfræðifélags á þessu ári. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda. Á fundinum flytur Heim- ir Þór Gíslason, kennari á Höfn í Homafirði, erindi með mynda- sýningu sem hann nefnir Fjalla- grös. Allir eru velkomnir. Fyrirlestur um myndlist Kristján Steingrímur flytur fyrirlestur um eigin verk á vegum Myndlista- og handíða- skóla íslands í Laugamesi í dag kl. 12.30. Ungum er það allra best Skóla- og fræðslunefnd Sjálf- stæðisflokksins efnir til tveggja funda um stefnu í skólamálum undir yfirskrift- inni Ungum er það allra best. Fyrri fundurinn er i dag í Val- höll kl. 17.15. Framsöguerindi flytja Ingvar Sigurgeirsson, Hildur Friðriksdóttir og Þor- steinn Sæberg Sigurðsson. Háskólafyrirlestur Samkomur Linda Kristmundsdóttir, hjúkmnarfræðingur MS, flytur fyrirlesturinn: Upplifun for- eldra af því að búa með ein- staklingi sem hefur verið greindur með „borderline" per- sónuleikaröskun kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Ei- ríksgötu 34. Kumlarannsóknir Breski fomleifafræðingur- inn Dr. Colleen E. Batey mun halda fyrirlestur um Kumla- rannsóknir á Skotlandi og Orkneyjum". Fyrirlesturinn, sem verður á ensku, er haldinn í Odda, stofu 101, kl. 17.30. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2335: áyþo*- Auðsveipur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Rúnar Óskarsson með bassaklar- ínett sem hann leikur á í Hásölum í kvöld. Einleikur á bassaklarínett í kvöld mun Rúnar Óskarsson bassaklarínettleikari halda ein- leikstónleika í Hásölum, Hafnar- fjarðarkirkju. Á tónleikunum verða leikin verk eftir Isang Yun, Elínu Gunnlaugsdóttur, Theo Loevendie, Claudio Ambrosini, Eric Dolphy og Wayne Sigel. Allt eru þetta verk frá þessari öld, það elsta djasspuni eftir Dolphy og það yngsta eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur, en hún samdi verkið fyrir Rúnar og er um frumflutning á þvl að ræða. Tónleikar Rúnar Óskarsson lauk einleik- ara- og kennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1993. Þaðan lá leiðin til Hollands þar sem hann nam klarínettuleik. Auk þess var hann í námi á bassaklar- inett hjá manninum sem hvað mestan þátt hefur tekið í að hefja hljóðfærið til vegs og virðingar, Henry Sparnaay. Bassaklarínett er ekki gamalt hljóðfæri. Fyrstu eintökin voru gerð 1750, en það er ekki fyrr en á þessari öld sem var fariö að skrifa eitthvað að ráði fyrir hljóðfærið. Síðastliðin þrjátíu ár hefur vegur hljóðfærisins vaxið hratt. Bridge Slemma var spiluð á 35 borðum af 62 á hendur n-s i þessu spili í tví- menningi bridgehátíðar. Tveir spil- arar sögðu og stóðu 7 spaða á hend- ur n-s en til þess að standa þann samning þurfti að svína fyrir tígul- gosa austurs. Suður gjafari og allir á hættu: ♦ D8752 V Á65 ♦ D8 ♦ KD9 4 G4 V 32 ♦ G9643 * 8752 ♦ ÁK3 ♦ 1087 ♦ ÁK105 ♦ ÁG4 Sex granda samningur er nokkurn veginn sá sami og 6 spaðar ef trompið hagar sér sæmilega. Ef vörnin spilar út hjarta í upphafi og spaðinn liggur 4-1 er eina von sagn- hafa sú að hann geti hent tapslögum sínum í hjarta niður í tígullitinn. Fyrir því eru ekki góðar líkur og af þeim sökum er sennilega best að spila 6 grönd. Þeir sem spiluðu 6 grönd og fengu 12 slagi fengu 86 stig af 122 mögu- legum fyrir spil- ið. Þeir sem spil- uöu 6 spaða og fengu 12 slagi þáðu fyrir það rúmlega meðal- skor eða 63 stig. Þeir sem hins veg- ar höfðu hugrekki til þess að svína tígultíunni (þ.e.a.s þeir sem fengu ekki tígulútspil í upphafi) fyrir 13. slaginn fengu ríkuleg verðlaun, hvort sem samningurinn var 6 spað- ar eða 6 grönd. Sex spaðar með yfir- slag gáfu 104 stig og 6 grönd með yf- irslag 114 stig. Að spila þrjú grönd var ekki dauöadómur ef sagnhafi tók 13 slagi en fyrir það fengust 48 stig, eða aðeins 13 stig undir meðal- skor. Á ellefu borðum voru spilaðir 4 spaðar með tveimur yfirslögum en það gaf aðeins 10 stig af 122. ísak Örn Sigurðsson ♦ 1096 ♦ KDG94 ♦ 72 4 1063

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.