Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Page 8
Útlönd ÞRIÐJUDÁGUR 9. MARS 1999 Stuttar fréttir dv Monica flúði Monica Lewinsky brotnaði saman í gær vegna atgangs fjölmiölamanna þegar hún ætlaði að árita bók sína, Monicas Story, í vöruhúsinu Harrods í London. Monica hafði aðeins áritað nokkrar bækur þegar hún flúði nokkur hundruð ljósmyndara sem kölluðu í hana til að ná athygli hennar. „Ég bauð hana velkomna og óskaði henni til hamingju en hún skaif bara. Hún var svo hrædd, aumingja stúlkan," sagði viöskiptavinur í versluninni. Monica kom þó aftur eftir stutta stund þegar ljósmyndurum hafði verið skipað að hafa sig á brott. Hundruð viðskiptavina biðu eftir að fá áritun á bókina og klöppuðu þeir fyrir Monicu þegar hún birtist aftur. Monica hóf í gær tveggja vikna ferðalag um Bretland og mun hún heimsækja 19 staði. Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Stiliholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Kirkjubraut 12, þingl. eig. María Jósefs- dótir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstað- ur og Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 15. mars 1999 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI. Holbrooke fer á ný til Bagdad Bandaríkjamenn senda á ný Ric- hard Holbrooke í friðarfor til Júgóslavíu. Búist er við að Hol- brooke komi til Belgrad á morgun til að ræða við júgóslavneska og serbneska leiðtoga um Kosovo, að því er James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, greindi frá í gær. Gert er ráð fyrir að Holbrooke muni enn einu sinni vara Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta við því aö Atl- antshafsbandalagið sé reiðubúið að beita valdi samþykki hann ekki friðarsamkomulagið sem gert var í Frakklandi í febrúar síðastliðnum. Tilkynningin um Belgradfór Hol- brookes kom i kjölfar fregnarinnar um að Frelsisher Kosovo hefði heimilað undirritun friðarsamn- ingsins. James Rubin var svolítið efins um fullan vilja Kosovo-Albana til undirritunar friðarsamkomulags- ins. „Við verðum að fá málið alveg á hreint og samkomulagið hefur ekki verið undirritað fyrr en nöfnin eru komin á skjölin," sagði James Rubin. Samtimis því sem tilkynnt var að Frelsisherinn væri fús til að undir- rita samkomulagið var greint frá nýjum bardögum við landamæri Kosovo og Makedóníu. Alþjóðlegir eftirlitsmenn og heimildarmenn meðal Kosovo-Albana sögðu að heyrst hefði skothríð í fjórum bæj- um þar sem liðsmenn frelsishersins halda til. Talsmaður frelsishersins sagði bardaga hafa brotist út í dögun. Alþjóðlegir eftirlitsmenn sögðu að júgóslavneski herinn hleypti þeim ekki að Holbrooke ætlar að þrýsta á bardagasvæðunum. Milosevic. Símamynd Reuter. TRIUMPH-ADLER FX610Í FAXTÆKI Þýskar gæðakröfur - ítölsk hönnun Údýrt og einfalt faxtæki fyrir venjulegan pappir með bleksprautuprentun. Helstu eiginleikar: • Nýtlskulegt útlit /'áÍ, «, • Auðvelt og ódýrt í notkun. . - • Innbyggður sími og ^ » . Ijósritun stækkun - minnkun 70-140%. • 84 númera minni fyrir - sima - faxnúmer. • 5 blöð f matara, 40 blöð í blaðabakka. • 15 sek. sendingarbraði, prentar 2 blöð á mínútu. • Tafin sending úr matara, minni til að taka á móti sendingu, sjálfvirkur skiptir á milli síma og fax. Verðkr. 28.900 meðvsk ríJFáEö J. áSTVfilDSSON HF. \=J=/ SWpholti33,105Reykjavík,sími533 3535 Mágur Gaddafis ákærður fyrir að hafa sprengt flugvél Mágur Gaddafis Líbýuleiðtoga er meðal þeirra sem ákærðir eru fyrir að hafa sprengt franska farþegaflugvél yfir Nígeríu fyrir 10 árum. 170 manns létu líflð í sprengjuárásinni. Franskir saksóknarar eru vissir um aö þeir séu meö skothelt mál gegn leyniþjónustunni í Líbýu. Réttarhöld yfir hinum ákærðu munu standa yfir í þrjá daga. Þar sem hinir ákærðu eru fjarverandi hafa þeir heldur enga verjendur. INNKA UPA STOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 -121 Reykjavík Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: ísr@rvk.is UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið i „Fræsun slltlaga 1999 - 2001.“ Helstu magntölur: Gróffræsun: 240.000 m2 Fínfræsun: 15.000 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 9. mars 1999, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 25. mars 1999, kl. 11:00 á sama stað. gat 27/8 Bill Clinton lagði í gær blómsveig á leiði barns sem lést í hamförunum í El Porvenir í Nigaragua síðastliðið haust. Hamfarirnar sem voru af völdum fellibyisins Mltch urðu tvö þúsund manns að bana á þessu svæði. Forsetinn er nú á ferð um hamfarasvæði Mið-Ameríku. Símamynd Reuter Svipti sig lífi í dómsal Finni sprengdi sig í loft upp í dómsal í Fredrikshamn í Finnlandi í gær er í ljós kom að hann hafði tapað I máli um erfðarétt. Sjö særðust í tilræðinu. Ófrjóir af lyfjum Stórir skammtar af náttúrulyfjum eins og rauðum sólhatti, jóhannesaijurt og ginkgo biloba, geta valdið ófijósemi hjá körlmn. Miðflokkar með forystu Leiðtogar miðflokkanna þriggja sem hlutu meirihluta í kosningunum í Eistlandi á sunnudaginn gengu í gær á fund Lennarts Meri forseta. Miðjuflokkur Edgars Savisaars hlaut flest atkvæði, 23,4 prósent, og 28 menn kjöma. Saka Kína um njósnir Þrýstingurinn vex nú í Bandaríkjunum um að fá fram í dagsljósið allar staðreyndir í meintum njósnum Kína. Kína fékk í hendur gögn um kjamorkuvopnaáætlun Bandaríkjanna. Bandarískur vísindamaður, fæddur á Taívan, er grunaður um njósnimar. Hores sigurvegari Frambjóðandi stjómarflokks-ins í E1 Salvador sigraði í forsetakosningunum síðastliðinn sunnudag. Te gegn hjartveiki Vísindamenn í Boston í Bandaríkjunum segja te virðast vemda gegn hjartaáföllum. Kaffi virðist engin áhrif hafa á hjartað. Sprengt í Ankara Óþekktir árásarmenn vörpuðu bensínsprengjum að þremur bifreiðum hins opinbera í Ankara í Tyrklandi i gær. Tæplega 700 í haldi Stjómvöld í S-Kóreu halda því fram að 685 íbúar landsins séu í haldi í N-Kóreu. Ekki fleiri fingraför Japanska þingið ákvað í gær að afnema lög sem gerðu útlendingum búsettum í landinu skylt að láta taka af sér fmgrafór. Mannréttinda- samtök í Japan hafa lengi barist fyr- ir afnáminu og segja aðgeröimai- láti útlendingum líða eins og glæpa- mönnum. Slátrarinn fyrir rétt Stjómvöld í Kambódíu hafa lagt fram ákæra gegn Ta Mok, foringja Rauðu Khmeranna, en hann er fyrsti liðsmaður þeirra samtaka sem sætir ákæm vegna morða á um 2 mihjónum manna. Ta Mok þótti í hópi grimmustu meðlima samtak- anna og gekk jafnan undir nafninu slátrarinn. /////////////////////////A///J Dodge Dakota Sport 4x4 4,0 '95,beinsk., ek. 49 þús. km. Verð 1.480 þús. Plymouth Grand Voyager ES wagon 3,8 4x4 GMC Suburban SLE 6,5 dísil turbo 4x4 '94, 7 manna, ek. 89 þús. km, rafdr. rúöur '94, 9 manna, ssk., rafdr. rúöur og sæti, og læsingar. Verö 1.780 þús. plussklæddur. Verð 2.900 þús. Egill Vilhjálmsson ehf., Smiðjuvegi 1, sfmi 564 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.