Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 Lesendur_____________ Norskar kýr með nýjum vandræðum Bréfritari segir fáránlegt til þess að vita að uppi séu hugmyndir um innflutn- ing fósturvísa úr norskum kúm á meðan lífræn ræktun hins íslenska stofns hefur ekki fengið notið sín sem skyldi. - Glaðbeittar kýr í Þykkvabænum. Spurningin Gefurðu smáfuglunum eða hröfnunum? (Spurt í Hveragerði) Guðrún Guðmundsdóttir, starfs- maður á dvalarheimilinu Ási: Ég hef ekki gefið fuglum en frekar myndi ég gefa smáfuglunum. Mér frnnst hrafnamir einhvem veginn ekki vera eins brjóstumkennanlegir. Guðmundur Þór Hafliðason nemi: Ég myndi vilja gefa krumma. Ég myndi setja glerflösku á gang- stéttina af því að þeir vilja helst eitt- hvað svona skrautlegt. Rósa Þorsteinsdóttir, starfsmað- ur leikskólans „Óskalands": Það er svo mikið af köttum í kringum mig að ég gef fuglum lítið. Ég myndi gefa hröfnum eins og hinum, aðal- lega til þess að þeir láti smáfuglana vera í friði. Auður Sigbjarnardóttir fugla- gjafi: Þeir sem koma í mat til mín em aðallega starrar og þrestir. En hrafnamir era velkomnir til mín hvenær sem þeir vilja. Sigurður Kristmxmdsson mat- reiðslumaður: Ég gef fuglum lítið sem ekkert þar sem ég á tvo ketti. Annars hefur mér alltaf verið frem- ur illa við hrafna. Þórður Snæbjörnsson skrifstofu- stjóri: Ég gef smáfuglunum því að hrafnarnir bjarga sér sjálfir. Þetta eru ránfuglar og drepa sér til ætis. Guðrún María Óskarsd. skrifar: Innflutningur erfðavísa úr norsk- um kúm er nú aftur á dagskrá, illu heilli. Svo virðist sem mat á ávinn- ingi af slíkri ráðstöfun liggi síður en svo fyrir. Hvað vakir fyrir for- kólfum íslensks landbúnaðar? Og hvenær á að hefja vakningu til handa bændum um að snúa sér aö lífrænni framleiðslu í stað verk- smiðjubúskapar? Ef kýmar stækka ekki (í orðsins fyllstu merkingu) hvað kemur þá næst? Væntanlega stækkun bása og heilu fjósanna fyr- ir kýrnar og síðan ýmiss konar styrkir út og suður þessu viökom- andi. Sjálfsagt yrðu einstök býli einnig styrkt til þátttöku í tilraunaverk- efni þessu og jafhvel gæti þurft að veita sérstaká styrki til aukinna uppkaupa á jörðum vegna þessa, þvi þungar kýr ásamt hinum þungu dráttarvélum bænda troða niður æ meira land. Ef til vill þarf að senda íslenska ráðunauta í sérmenntun i Noregi til þess að læra að umgang- ast gripina. Og svo mætti lengi telja. Satt best að segja höfum við ís- lendingar fengið nóg af tilrauna- starfsemi af þessum toga sem og for- ræðishyggju einstakra gapuxa inn- an bændaforystunnar sem teymt hafa stjómmálamenn fram og til baka í kolröngum aðgerðum í gegn- um tíðina. Má þar nefna laxeldi og refarækt í stóram stíl. Kvótasetning í mjólkurframleiðslu var líka stjórn- valdsaðgerð líkt og kvótasetning í sjávarútvegi þar sem aðgerðin bitn- aði vægast sagt hörmulega á hluta Sigurður Jónsson framkvæmda- stj. skrifar: Hellusteypa J.V.J. ehf. fagnar framkvæði Eyþórs Arnalds borgar- fulltrúa að umræðu um hellukaup Reykjavíkurborgar af BM Vallá ehf. án útboðs. Það er okkur mikið hags- munamál sem og öðram framleið- endum hellna að þessi mál séu í eðlilegum farvegi og fari fram eins og reglur Reykjavíkurborgar segja til um. Þótt staðan hafi verið sú að rétt- lætanlegt hafi verið aö gera samn- ing við BM Vallá árið 1991 um kaup á hellum við endurgerð Kvosarinn- Halldóra skrifar: Ég feröast oft í strætisvögnum þótt ég eigi bíl. Ég fer t.d. alltaf í strætó þurfi ég niður á Laugaveg eða í götur þar í kring. Strætóferðin verður mér mun auðveldari og áhyggjuminni en að leita að bíla- stæði, greiða fyrir það og vera í stressi yfir að tíminn á mælinum sé útrunninn. Einn agnúi er þó á strætóferð frá Hlemmi og vestur Hverfisgötuna, taki ég vagninn á Hlemmi, sem sé sá að Hverfisgatan er ekki neinum bílum bjóðandi vegna hindrana í formi öldugangs víðs vegar á leiðinni. Þessar öldur þjóna engum til- bænda sem aldrei höfðu stundað of- framleiðslu og mismunun sú er af þessum aögerðum leiddi hefur aldrei verið leiðrétt. Það er allt að þvi fáránlegt til þess að vita að hér skuli vera uppi hugmyndir um innflutning fóstur- vísa úr norskum kúm á meðan líf- ræn ræktun hins íslenska stofns hefur allsendis ekki fengið notið sín ar þá hefur margt breyst á 8 árum. Staðreynd er að enginn framleið- andi er það góður að ekki sé hægt að feta í hans fótspor. Ekki er vitað um neina vöru sem BM Vallá fram- leiðir sem er það sérstök að aðrir aðilar geti ekki framleitt eða útveg- að sambærilega vöru. Hönnun gatna, hafnarsvæða og almennings- svæða má ekki ráðast af framleiðslu eins fyrirtækis eins og virðist vera. Eftir stendur sú staðreynd að kaup Reykjavíkurborgar á síðustu áram á heúum og steinum, m.a. til endumýjunar Laugavegar og Skóla- vörðuholts, auk margra smærri og gangi lengur á mörgum götum borg- arinnar. Jú, í þéttbýlum ibúahverf- um þar sem barnafólk er fjölmennt. í flestum götum öðrum eins og á Hverfisgötunni era öldurnar hreint rugl. I strætó á Hverflsgötu og allt frá Snorrabraut niður á torg er hörmung aö þurfa að hossast skyndilega upp og niður. Og þetta er alltaf jafnóvænt því maður er ekki með hugann við að þurfa að sem skyldi. Ég hvet íslenska bænd- ur til að mótmæla hugmyndum þessum er bera vott um skammsýni sem engu tali tekur. Öll rök era á móti þeim, svo sem vegna sjúkdóma í dýram og mönnum. Það þarf að líta lengra en fjögur ár fram í tím- ann og sagan mun verða skráð, saga þeirra er geta litið lengra og hinna sem geta það ekki. stærri verka, voru ekki boðin út, þótt reglur borgarinnar kveði á um annað. Það er alls ekki bamalegt - svo vísað sé í orð Víglundar - að út- boð geti farið fram þar sem sú stað- reynd er ljós að sambærilegar vörur era til eða hægt að framleiða ef kaupandi er fyrir hendi. Fullyrða má að borgin njóti ekki bestu kjara ef engin samkeppni er fyrir hendi. Það er trú okkar að frumkvæði Eyþórs Arnalds beri árangur og að nú þegar verði blaðinu snúið við svo að allir ffamleiðendur geti keppt á jafnréttisgrandvelli, öllum til hagsbóta. halda sér fast allan tímann í strætó. Ég tel að gatnamálastjóraembætt- ið ætti að kanna gaumgæfilega upp á nýtt, hvar þessar öldur þjóna hlut- verki sínu og hvar ekki. Hraðatak- markanir í tölum eiga ökumenn að læra og virða. Brot á hraðakstri á að dæma þungt. Hraðatakmarkanir í öldum era ekki hættulausar og alls staðar óþægilegar, þeim má fækka verulega. DV íslenska kvóta- kerfið í Suður- Ameríku Runólfur hringdi: Mér þykja þeir alþýðubandalags- menn, núverandi og fyrrverandi, taka upp í sig varðandi kvótakerfið sem hér gildir. Þeir eiga ekki orð til að hrósa því hvar sem því verður við komið. Þetta er eflaust rétt hjá þeim, við höfum ekkert annað kerfi til að styðjast við í sjávarútveginum. Svo einfalt er það. Og nú hefur prófessor einn við Háskólann tekið sér ferð á hendur til Argentínu í S-Ameríku til að kynna íslenska kvótakerfið. Hann ætlar ekki að gera það endasleppt, prófessorinn góði úr liði allaballanna fyrrverandi. Gott hjá Ragnari pró- fessor. Fleiri kynnisferðir með kvót- ann, takk. Gott samstarf Jón Guðmundsson og Sveinn Skúlason skrifa: í tilefni umfjöllunar i Sandkorni í DV mánud. 1. mars sl., þar sem að því er látið liggja að Jón Guðmunds- son hafi látið af formennsku í Félagi fasteignasala vegna samstarfserfið- leika við framkvæmdastjórn félags- ins, tökum við fram að í 9 ára sam- starfi okkar í þágu félagsins hefur engan skugga borið á. Hámark sýndar- mennskunnar Sigurður Guðmundsson skrifar: Það var sérkennilegt að fylgjast með fréttaflutningi þingfréttaritara RÚV eitt kvöldið fyrir stuttu. í löngu máli skýrði hann gagnrýnilaust frá tillögu sem fjórir þingmenn Fram- sóknarflokksins höfðu lagt ffarn á Al- þingi. Tillagan felur í sér aö skipuð verði nefnd sem á að rannsaka hvemig unnt sé að jafna lífskjör og aðstöðumun fólks eftir búsetu méð aðgerðum í skattamálum. Hvar hafa þessir þingmenn verið síðustu fjögur ár? Hvers konar sýndarmennska er þetta i störfum þessara þingmanna? Það vita allir að tillögur sem eru lagðar fram á síðustu dögum þings- ins ná ekki fram að ganga. Þetta er kosningabrella af verstu gerð. Frétta- maðurinn hefði átt að geta þess að ef lítið hefúr heyrst ffá þessum þing- mönnum í fjögur á þá væri of seint að fara að opna sig núna. En það gera fréttamenn jú ekki hér. Það tek- ur enginn mark á svona nokkru. Hlutabréf í hámarki fyrir aðalfundi Ólafur Gunnarsson hringdi: Mér finnst skondið hvemig hluta- bréf í sumum fyrirtækjum hækka svo sem tveimur til þremur mánuðum fyrir aðalfundi fyrirtækjanna. Ég hef fýlgst nokkuð með skráningu hluta- bréfanna. Ég tek eftir því að hlutabréf Flugleiða hf. hafa hækkað óvenjuvel upp á síðkastið og em nú risin úr öskustónni í kringum 3.80 upp i þetta 4.25 nú síðast. Þetta kann að vera staðreyndin. En ég minnist frétta frá Verðbréfaþingi þar sem umræða spannst um að forsvarsmenn ein- stakra verðbréfasjóöa byðu hreinlega upp á þá þjónustu, gegn þóknun, að halda háu gengi á bréfúm vissra fyr- irtækja. Gott fyrir aðalfundina að vísu, en ekki beint traustvekjandi þegar bréfin falla svo skyndilega. Ofnotkun í orðum Áslaug skrifar: í plaggi sem sent var út frá að- standendum fundar á Hótel Sögu um auðlindir í almannaþágu var mikið um upphrópanir og slagorð. Leiðin- legt er að sjá ofnotkun orða sem eru gengin sér til húðar gegnum tíðina hjá þrýstihópum og kröfugerðarhóp- um sem eru ýmist að krefja ríkið um eitthvað eða hrósa sér fyrir vel unn- in störf. Þarna mátti t.d. lesa þessa setningu: Þetta er eitt veigamesta, vandasamasta og afdrifaríkasta mál sem þjóðin hefur tekist á við síðan ís- land varð sjálfstætt ríki. - Það munar ekki um það! Þetta sýnir i raun mál- efnafátækt viðkomandi aðstandenda. Málið er löngu útrætt að mínu mati og óþarfi að teygja það og toga lengur því allar íslenskar auðlindir eru í al- mannaþágu nú þegar. Hellukaup Reykjavíkur- borgar án útboðs I strætó á Hverfisgötu „Hraðatakmarkanir í tölum eiga ökumenn að læra og virða. Brot á hraðakstri á að dæma þungt. Hraðatakmarkanir í öldum eru ekki hættulausar og alls staðar óþægilegar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.