Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 -|K- r| Óravíddir alheimsins eru allt í kringum okkur. Aðaláhugamál sumra er að fylgjast með þeim leyndardómum sem er að finna hinum megin við gufuhvolfið. Snævarr; Steinunn og Sævar eru í þeim hópi. Pau eru hins vegar með báða fætur á jörðinni þegar kemur að þeirri hugmynd að geimskip og geimverur hafi sést á jörðinni. • • • • •••••••• • • • ••••••• • ••••• • • Erum svo smá „Við erum í rauninni svo smá þegar hugsað er um smæð mannsins miðað við óravídd alheimsins." DV-mynd E.ÓI. teinunn Sigurbergsdóttir, stærð- fræði- og eðlisfræðikennari, ' fékk áhuga á stjömuskoðun þeg- ar hún var í menntaskóla. „Ég hafði frábæran stjömufræðikennara, Ágúst Guðmundsson. Kennslan var svo lif- andi og efnið svo skemmtilegt. Fram að þeim tima hafði allur minn áhugi tengst stjömuspeki sem er málinu ekkert skylt.“ Hún er spurð hvað hafi verið mest spennandi við stjömuskoðunina. „Það er hvað við erum í rauninni lít- il. Við emm svo smá miðað við óra- vídd alheimsins. í áframhaldinu velt- ir maður fyrir sér hroka mannkyns- ins. Við höldum að við getum og meg- um allt.“ Steinunn horfir ekki á stjömur í stjömusjónauka. Hún segir að stjörnuskoðun sín sé náttúmtengdari. „Ég horfi upp í himininn þegar tæki- færi gefst. I rauninni upplifi ég nátt- úruna þannig. Mér finnst frábært að fara út að vetri til, anda að mér fersku lofti, horfa upp í himininn og láta hugann reika. Ég varð fyrir svo mikl- um vonbrigðum þegar ég leit fyrst í stjömusjónauka. Með berum augum sá ég htinn punkt á himninum. í sjón- aukanum varð punkturinn að vísu stærri en ég sá hann aldrei sem hnött. Maður er að horfa á stjömur sem em milljónir kílómetra í burtu og þá skiptir níutíufóld stækkun ekki miklu máh. Ég naut mín hins vegar þegar Hubble-sjónaukinn fór að skila mynd- um af geimnum." Stjömuþokur era uppáhald Stein- unnar en þær em frumbyrjun stjam- anna. „Þær era fallegar, litmiklar og bjartar og heiha mig þess vegna meira en fastir hnettir." Einhvers staðar úti í alheiminum hlýtur að leynast líf. Steinunn trúir hins vegar ekki að geimverur hafi heimsótt jörðina eins og sumir halda fram. „Ég get ekkert efast um upplif- un annarra. Sumir sjá álfa og tröll, aðrir sjá geimverur og sumir flnna fyrir einhveiju sem ég finn ekki fyrir. En þar sem geimverumar hafa aldrei haft áhuga á að tala við mig þá vil ég ekki trúa þessu,“ segir hún og brosir. Ekki má gleyma því að við erum aðal- geimverumar sem vitað er um. „Ég er viss um að einhverjir fylgjast með okkur, hlæja svakalega og finnst við ofboðslega púkaleg." -SJ „Ég er orðinn umhverfisvænní. Það er bara ein jörð og við megum ekki eyðileggja hana.“ DV-mynd Teitur Varð umhverfisvænni Sævar Helgi Bragason er 15 ára. Fyrir fjómm árum bað hann frænda sinn, Snævarr Guð- mundsson, formann Stjömuskoðun- arfélags Seltjamamess, að leyfa sér að kíkja í stjömusjónaukann úti á Nesi. Hann sá aðahega satúmus og stjörnuþokur og síðan hefur hann séð ýmislegt annað. Á ljóshraða varð stjörnuskoðun hans aðalá- hugamál. Hann gerði það sama og Snævarr þegar áhuginn kviknaði hjá honum; las bækur um stjömufræði og fór að skoða himininn í ferðasjónauka. Hann keypti sér nýlega ekta stjömusjónauka. „Ég hef hann inni í herbergi. Annars gæti ég ekki sof- ið því mér þykir svo vænt um hann,“ segir Sævar Helgi sem er einn yngsti stjörnuáhugamaður landsins. Satúmus er í uppáhaldi. „Það er svo flott að sjá hann.“ Hann fer út í garð þegar heiðskírt er og horfir á stjörnubjartan himininn. „Ljósin í borginni trufla en ég læt mig hafa það.“ Síðan Sævar Helgi fór að hafa áhuga á stjörnunum kviknaði jafn- framt áhugi hans á stærðfræði, eðl- isfræði og sögu. Hann ætlar á eðlis- fræðibraut þegar menntaskólagang- an hefst. Hann lítur jörðina öðrum augum en áður. „Ég er orðinn umhverfis- vænni. Ég reyni að henda ekki rusli úti í náttúrinni og segi öðrum að ganga vel um. Það er bara ein jörð og við megum ekki eyðileggja hana.“ Sævar Helgi horfir á myndir sem gerast úti í geimi eins og aðrir jafn- aldrar hans. Hann horfir þó á þær með gagnrýnni augum. Hann tekur eftir mistökunum. „í Armageddon springur annað geimskipið á smást- iminu og þaö er eldur úti um allt. Það myndi ekki gerast í raunvem- leikanum því það er ekkert súrefni úti í geimnum. Og eldur brennir ekki án súrefiiis. Þetta er náttúrlega gert til að gera myndina áhrifa- meiri.“ -SJ Heims- steininum. „Heimsmynd mín hefur breyst, ekki endilega koma sem Snævarr hefur meiri áhuga á einni tegund fyrirbæra en annarri. „Yfirhöfuð finnst mér þetta þó allt mjög h e i 11 - andi. í gegnum stjömusjónauka reyni ég að greina arma vetrarbrauta og ég hef tekið myndir af geimþokum. Ég hef líka verið að fylgjast með ákveðnum tvístimum en þau em mörg mjög falleg og mislit. Ég hef líka tekið myndir af himninum eins og um náttúmmyndir væri að ræða. Himinninn er svo fallegur þegar allir litimir koma í ljós.“ -SJ myndin breyttist Fl yrir ellefu árum var ég ásamt félögum mínum í 3000 metra hæð í Ölpunum. Við vomm að fara niður fiallið Grand Dm og fengum ekki inni í skála yfir nótt. Við þurftum því að liggja úti hríðskjálfandi á steinum. Stjömu- himinninn var svo yfirþyrmandi að það var ekki annað hægt en að horfa, spá og spekúlera. Ég komst að því að um þennan stóra hluta náttúrunnar vissi ég ekki neitt.“ Snævarr Guðmundsson dúklagn- ingamaður keypti bók um stjömu- fræði þegar hann kom heim. Hann byijaði á því að læra stjömumerkin og skoða himinninn meö ferða- sjónauka. Þá var hann að leita að fyrirbærum sem auðvelt er að greina í ferðasjónauka. Hann varð forvitnari og vildi sjá meira. Hann keypti stjörnusjónauka. í dag er Snævarr formaður Stjömuskoðun- arfélags Seltjarnamess. Nýr heimur opnaðist fyrir honum þar sem hann lá hríðskjálfandi á við- k e m u r g e i m n u m heldur stöðu manns sjálfs í alheiminum." Þeir tímar „Heimsmynd mín hefur breyst, ekki endilega hvað viðkemur geimn um heldur stöðu manns sjálfs í al- heimínum." DV-mynd E.ÓI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.