Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 DV ítartöflu- ugmyndir „Þetta eru nú gamlar krít-; , artöfluhugmyndir , sem hafa oft sést áður á krítartöfl- um kennara hér í i Reykjavík." Þorsteinn Pálsson . sjávarútvegsráð- herra, um tillögur áhugahóps um auðlindir, í Morgunblaðinu. Þjóðarhagsmunum ekki ógnað „Er þjóðarhagsmunum ógnað þó að ég og mínir félagar rekrnn Áburðarverksmiðjuna í stað þess að einhverjir þingmenn eða ráðherrar geri það? Erum við ekki menn eins og þeir? Erum við að fara að framleiða eitthvað verri áburð en þeir? Er meiri hætta á að við töpum pen- ingum heldur en þeir? Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? Get- ur nokkur látið svona út úr sér nema vera bara eitthvað ga-ga?“ Haraldur Haraldsson í Andra, iDV. Skemmtiferðir til Asíu „Ég er ekki að segja að hús- [ byggjendum geti ekki liðið vel í þeim nærliggjandi sveitarfélögum sem straumurinn liggur til. Ég vil hins vegar kalla eftir metnaði fyr- ir hönd Reykjavíkur. Til þess eru borgarfufltrúar kosnir en ekki til þess að fara í skemmtiferðir til Asíu.“ Júlíus Vifill Ingvarsson borgar- fulltrúi, í DV. Hörundsárir fjölmiðlamenn „Sfjómmálamenn taka gagn- rýni misjafhlega vel en verst þola gagnrýni fjölmiðlamenn. Þaö eru einkum þeir sem hafa kveinkað sér undan heimasíðu minni.“ Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, i Degi. Engin lægð svo djúp ... „Mikilvægast er .að halda haus og berjast áfram - það er eng- in lægð svo djúp að maður komist ekki upp aftur.“ Kristinn Björnsson skíðakappi, í Morg- unblaðinu. Skapar æfinginn meistarann? „Þetta hefst allt með því að æfa nógu helv... lítið.“ Sigurður Sveinsson handbolta- kappi á fertugsafmæli sínu, í Morgunblaðinu. Sólrún Bragadóttlr. 11NJ r=T. BRIEKf<T ^=1 i='L_f=7l~L.ETNt DI Sigurður Sveinsson handboltakappi: Kominn tími til að leiki í úrslitakeppninni Lokahnykkurinn í deildarkeppn- inni í handknattleik verður annað kvöld, þegar síðasta umferðin verð- ur leikin. Ljóst er að barist verður af mikilli hörku um tvö sæti í átta liða úrslitakeppninni um íslands- meistaratitilinn. Sex lið hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitunum og fjög- ur lið eiga möguleika á sæti. Meðal þeirra er HK, sem hinn fertugi ung- lingur Sigurður Sveins- _ son stýrir utan vallar sem innan. Sigurður hélt upp á fertugsafmæli sitt með þvi að skora ellefu mörk í sigri HK á Haukum á sunnudags- kvöldið og sannaði enn eina ferðina að hcum er í dag, sem fyrr á árum, einn besti handknattleiksmaður lcmdsins. í stuttu spjalli sagði Sig- urður að nú væri komin mikil spenna í deildina: „Það má búast við miklu fjöri annað kvöld og við mætum með það eitt í huga að sigra að Hlíðarenda þar sem við leikum við Val. Þeir yerða einnig að sigra svo það verðtn* sjálfsagt allt vitlaust í húsinu og ekkert gefið eftir.“ Sigurður hefúr reynsluna til að mæta í leik sem þennan og er ekki kvíðinn: Svona leikir gefa líflnu gildi og í mínum huga er aðeins til- hlökkun að leika leikinn, enginn kvíði eða stress." Sigurður hefur látið hafa það eft- ir sér að þetta verði hans síðasta keppnistímabil: „Nú er það bara spumingin hvort leikurinn annað kvöld verður minn síðasti leikur eða hvort ég enda í úrslitakeppn- inni. Það væri að sjálfsögðu mikið skemmtilegra að koma strákunum i úrslitakeppnina, við höfum ekki leikið þar áður og er kominn tími til að HK leiki þar, og með réttri hugs- un og mikilli baráttu getum við unnið.“ Sigurður er búinn að leika handbolta í tuttugu og flmm ár, hvemig verður lifið án Maður dagsins handboltans? „Það á eftir að koma i ljós, ég þekki ekkert annað en að vera á fullu í boltanum og því held ég áfram í sportinu, mun örugglega fara að leika golf, en ég hef haft lít- inn tíma til þess undanfarin ár, en nú verður breyting á og er ég ákveöinn að hella mér í golflð. Einnig er það veiðin sem ég hef alltaf haft mikið dá- læti á, geri mínar eigin flugur og veiði bæði silung og lax þegar ég hef tækifæri til. Svo er aldrei að vita nema ég finni einhvem nýjan farveg, ég er mikill dellu- karl.“ Þegar Sigurður var beðinn um að líta yfir farinn veg I handboltan- um sagði hann ekki mjög mik- inn mun á hand- boltanum nú frá því hann var að byrja: „Það snýst allt mun meira um reksturinn nú, hvort hægt sé að reka handboltann fyrir ofan núllið. Þá finnst mér metnaðurinn hafa aðeins gefið eftir, efnilegir leikmenn leggja sig ekki eins mik- ið fram eins og áður fyrr. Það vantar oft þessa leikgleði sem var áber- andi áður.“ Eiginkona Sig- urðar heitir Sigríður Héð- insdóttir og eiga þau tvö börn; Auði, sem er tólf ára, og Styrmi, sem er átta ára. -HK Dúettar og einsöngsaríur Stórsöngkonumar Elsa Waage, alt, og Sólrún Bragadóttir, sópran, koma fram á tónleikum Styrktar- félags íslensku óperunnar í kvöld, kl. 20.30. Með þeim á píanó leikur Gerrit Schuil. Meðal efnis á tónleikunum verða dúettar eftir Britten og Mendelssohn og ein- söngsariur og dúettar úr Carmen, Ævintýmm HofEmanns, Samson og Dalíla og Madame Butterfly. Elsa og Sólrún hafa átt mikilli velgengni að fagna í söngheim- inum undanfarin ár. Báðar hafa þær sungið á fjölmörgum einsöngstónleikum hér heima sem er- lendis, komið fram með Sin- fóníuhljómsveit íslands og Tónleikar sungið titilhlutverk í upp- færslum íslensku óperann- ar. Þær koma sérstaklega til landsins vegna tónleika- haldsins en Elsa er nú bú- sett á Ítalíu og Sólrún í Þýskalandi. Hefur nasasjón Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Þorsteinn Gauti Sigurðsson end- urtekur tónleika sína í kvöld í Salnum. Glæsilegir tónleikar endurteknir Vegna fjölda áskorana og frá- bærra dóma hefur Þorsteinn Gauti Sigurðsson ákveðið að endurtaka píanótónleika sína í Salnum í kvöld, kl. 20.30. 1 Morgunblaðinu 4. mars sl. ritar Jón Ásgeirsson tónskáld: „Lokaverk- ið var stórsónatan eftir Samuel Bar- ber sem Þorsteinn Gauti lék af því- líkum glæsibrag að til þess verður að jafna með þvi sem best hefur heyrst." í Dagblaðinu sama dag segir Amdís Björk Ásgeirsdóttir: „Lokaverkið á efnisskránni var svo sónata op. 26 eftir Samuel Barber sem er eitt merkasta píanóverk þessarar aldar.. . Flutningur sónötunnar í heild verð- ur að teljast listviðburður í hæsta gæðaílokki." Tónleikar Þorsteinn Gauti Sigurðsson stund- aði framhaldsnám við Juilliard School of Music í New York og í Róm á Ítalíu. Hann hefúr víða komið fram á tónleikmn, svo sem í Bandaríkjun- um, Kanada, Rússlandi, á Norður- löndunum og í mörgum Evrópulönd- um. Einnig hefur hann komið ffarn sem einleikari með hljómsveitum á Norðurlöndum og oft með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Tónleikamir í kvöld hefjast á þremur skemmtileg- um smástykkjum eftir G. Gershwin er hann kallar preludiur. Þá leikur Þorsteinn Gauti Gnossíu eftir Eric Satie og hina víðfrægu Tunglskins- sónötu Beethovens. Eftir hlé verða fluttar Etýöur eftir Fr. Chopin op. 10, nr. 4, 6 og 8, og tónleikunum lýkur með sónötu op. 26 eftir S. Barber. Bridge Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni, sem kennd er við MasterCard, fór fram um síðustu helgi. 40 sveitum var raðað niður í 5 riðla eftir styrkleika (frá A-H) og tvær efstu sveitimar í hverjum riðli komust áfram í úrslitakeppni ís- landsmótsins, sem spiluð verður um páskana. Það hefúr verið viðtekin venja, að einhveijum sveitmn af A- eða B-styrkleika hefur mistekist að komast í úrslitakeppnina og keppnin í ár var engin undantekning frá þeirri reglu. Allar A-sveitimar komust reyndar áfram, en tvær B- sveitir urðu að bíta í það súra epli að sitja eftir. í A-riðli komust sveitir Landsbréfa og Spotlight áfram næsta auðveldlega. Keppni í B-riðli var jöfn og spennandi en þar komust sveitir Samvinnuferða (A-sveit) og Heitra samloka (C-sveit) í úrslit, en B-sveit Granda hafnaði i þriðja sæti. í C- riðli komust sveitir Strengs og Þriggja Frakka næsta örugglega áfram. í D-riðli varð A-sveit Stilling- ar öraggur sigurvegari en B-sveit Þrastar þurfti að hafa fyrir að ná öðru sætinu. í E-riðli vann D-sveit Þróunar næsta öraggan sigur og A- sveit Holtakjúklinga varð í öðra sæti, en B-sveit Ingvars Jónssonar komst ekki áfram. Stærsta sveifla mótsins í einu spili leit dagsins ljós í viðureign sveita Samvinnuferða og Gumma Pé og pjakkanna. Spilið kom fyrir í síðari hálfleik fimmtu umferð- ar, suður gjafari og AV á hættu: ♦ 953 D -f ÁK873 * G1097 4 ADG82 ♦ 9542 * 8532 N V A S 4 K64 4» ÁKG10874 ♦ - * ÁKD 4 107 •* 96532 •f DG106 * 64 I lokuðum sal höfnuðu AV í sveit Samvinnuferða í 7 spöðum sem var ekki vandamál að vinna. í opnum sal höfnuðu AV í sveit Gumma Pé í 7 gröndum dobluðum. Vömin hirti 5 fyrstu slagina á tígul og fékk 1400 sem bættust við 2210 á hinu borð- inu. 3610 stig er 23 impa sveifla. Þrátt fyrir þetta áfall lauk leiknum með 18-12 sigri Gumma Pé og pjakk- anna. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.