Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 15
Lífleg unglingastarfsemi hjá Skákfélagi Akureyrar: Unglingastarfsemin hjá Skákfélagi Akureyrar hefur verið líf- leg í vetur ogfjöldi efnilegra barna og unglinga leggur þar stund á þessa skemmtilegu íþrótt hugans. Tilveran leit inn í skákheimilið við Þingvallastræti og ræddi við þrjá unga meist- ara og leiðbeinanda þeirra, Rúnar Sigurpálsson.-gk Margir skák- menn í ættinni - segir Stefán Steingrímur Bergsson P g var 6 ára þegar ég byrjaði að K tefla. Það eru margir skák- menn í ættinni minni og þetta byrjaði þannig að pabbi kenndi mér mannganginn,“ segir Stefán Stein- grimur Bergsson en hérnn er Akur- eyrarmeistari í unglingaflokki hjá Skákfélagi Akureyrar. Stefán segir að fljótlega eftir að pabbi hans kenndi honum mann- ganginn hafi hann farið að stunda skákæfingar í skólanum og átta ára var hann genginn í Skákfélag Akur- eyrar og farinn að stunda æfrngar þar einnig. „Mér hefur yfirleitt gengið mjög vel og ég hef unnið marga titla í yngri flokkunum en ekki neinn í eldri flokknum enn þá. Ég ætla að halda áfram að æfa mig og tefla á meðan ég hef gaman af þessu en ég hef ekki sett stefnuna á neitt ákveð- ið eins og það að verða meistari eða svoleiðis." Stefán segir að í hverri viku sé hann í um 15 klukkustundir við æf- Stefán Steingrímur Bergsson: „Byrjaði að tefla 6 ára.“ DV-mynd gk ingar eða keppni og um uppáhalds- skákmenn sína segir hann: „Það er enginn sérstakur í uppáhaldi nema þá Bobby Fischer ef einhver er og svo auðvitað bara ég sjálfur." -gk Jón Heiðar Sigurðsson: „Skemmtilegast að vinna.' 6 | | | !L II 7 G 5 \ 4 * —-Vfc-:: i 0 í 3 twuas _ ' 1 n «****«. L_ JJ . 1 r L 1‘ Rúnar Sigurpálsson útskýrir leyndardóma skákarinnar fyrir stórstjörnum framtíðarinnar. DV-mynd gk Unglingastarfið er á mikilli uppleið - segir leiðbeinandinn, Rúnar Sigurpálsson að eru á bilinu 20 til 30 ung- ir skákmenn á aldrinum 8-15 ára sem æfa hjá okkur reglulega og svo er mikill fjöldi sem æfir skák í grunnskólunum, t.d. um 40 strákar i Lundarskóla," segir Rúnar Sigurpálsson en hann er leið- beinandi og umsjónarmaður bama- og unglingastarfsins hjá Skákfélagi Akureyrar. Æfingar eru tvisvar í viku. Á annarri þeirra er fyrirlestur eða hópvinna og síðan er teflt í stiga- móti en á hinni æfingunni er gjaman farið yfir skákir sem nem- endumir hafa teflt sjálfir, þeim er þá bent á hvað betur hefði mátt fara hjá þeim og ýmislegt lagfært. „Bama- og unglingastarfið er á uppleið hjá okkur. Við eigum stigahæstu unglinga landsins og það virkar auðvitað hvetjandi á alla hina. Því miður hefur okkur hins vegar haldist illa á stelpunum en þær vilja hætta þegar þær em orðnar 16-17 ára og önnur áhuga- mál taka við. Þetta þyrfti að laga en framtíðin er björt hjá okkur," segir Rúnar. -gk Maður verður að hafa markmið segir Ágúst Björnsson Ég fékk tafl í jólagjöf þegar ég var 7 ára og þá byrjaði ég strax að læra mannganginn og að tefla. Mér fannst þetta strax mjög skemmtilegt og fór strax í Skákfélagið þegar ég sá auglýsingu í blaði þar sem auglýst vora nám- skeið," segir Ágúst Björnsson. Hann er 10 ára og meistari Skákfé- lags Akureyrar í 10-12 ára flokki. „Ég er alltaf með í mótum í mín- um aldursflokki og einstaka sinn- um í fullorðinsflokknum. Félags- skapurinn í kringum þetta er mjög skemmtilegur en það sem skiptir mestu máli er að skákin er svo skemmtileg að maður getur alveg gleymt sér yfir henni. Ég stefni að því að verða skák- meistari og síðan stórmeistari. Maður verður að hafa einhver markmið til að stefna að. Þá geng- ur manni örugglega betur,“ sagði þessi ákveðni ungi meistari að lok- um. -gk Ágúst Bjömsson: „Ætla að verða stórmeistari." DV-mynd gk. Mér finnst rosalega gaman að tefla skák og auðvitað er skemmtilegast að vinna," segir hinn 8 ára gamli skákmeistari, Jón Heiðar Sigurðsson, en hann er Ak- ureyrarmeistari í flokki 9 ára og yngri. Jón Heiðar er búinn að tefla skák i 2-3 ár og segir að sér hafi farið mikið fram á þeim tíma „Ég er búinn að vera í Skákfélaginu í svona eitt ár og hef lært mikið hér. Ég held að mér hafi far- ið mikið fram og bróðir minn, sem er einu ári eldri, hefur kennt mér mikið. Ég held að ég hafi lært mest af honum." Jón Heiðar segist einnig æfa knatt- spymu hjá KA en hann segist alveg ákveðinn að halda áfram í skákinni. „Það er alveg öruggt að ég verð í skák- inni áfram á meðan ég hef gaman af þessu. Mér finnst skemmtilegast að tefla miðtaflið, það er einhvem veginn það sem ég kann best við.“ Og þegar hann var spurður um upp- áhaldsskákmann sinn stóð ekki á svar- i: „Það er Rúnar Sigurpálsson sem kennir okkur." -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.