Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 26 &ikmyndir *★ ------- Háskólabíó - Psycho: Blóðið er rautt ★★Hitchcock leit gjaman svo á að vinnan við upptökumar sjálfar væri nokkurs konar skurðmokstur. Hann var þegar búinn að ákveða hvemig allt ætti að vera og klippa myndina saman í hausnum á sér áður en tökur hófúst og því leiddist honum stundum að þurfa að „endurtaka" leikinn með öllu því þunga batteríi sem kvikmyndagerð fylgir. Sagan segir að einn daginn við tökur á Psycho hafl hann hringt í myndverið og beðið samstarfsmenn sína að filma tökur dagsins, hann væri ekki í stuði og mynda droppa inn dag- inn eftir. Þetta var gert og vegna þess að meistarinn hafði skipulagt ailt út í ystu æsar kom honum ekkert á óvart þegar hann skoðaði afraksturinn. Gus Van Sant hefði alit eins getað notað þessa aðferð við hina nákvæmu endurvinnslu sína á Psycho, því það er greinilegt að hann hefúr ekki nokkum áhuga á myndinni sem slikri, enda engu við hana að bæta. Fyrir honum virðist þetta miklu frekar vera nokk- urs konar „konsept" hugmynd, i stíl við málverk Andy Warhol af súpudós- um og kvikmyndastjömum, eða endur- sköpun Húberts Nóa á málverkum Þórarins B. Þor- lákssonar. Við- fangsefninu er stillt upp fyrir framan okkur eins og það kem- ur fyrir, en án lifsmarks og þess samhengis sem það var upphaflega imnið í. 1 þessu tilliti er Psycho Van Sants athyghsverð pæl- ing og kallar óneitanlega fram við- brögð. Sem enn ein bíómyndin fyrir þann hóp sem nú stundar kvikmynda- húsin hvað mest, virkar hún hins veg- ar alls ekki. Til þess er hún allt of hæg, tíðindalítil og ósannfærandi. Psycho (hin fyrri) er auðvitað eitt af stærstu íkonum samtímamenningar. Anne Heche í sturtuatriðinu. Húsið á hæðinni, Norman Bates (Ant- hony Perkins), sturtusenan og skiltið hvar á stendur Bates Motel, em tákn- myndir sem skapa hugrenningatengsl hjá flestum okkar, jafnvel yngri kyn- slóðunum. Þegar Hitchcock er nefnd- ur til sögu dettur flestum Psycho i hug. Myndin dvel- ur nú í Akrópolis kvikmyndasögunn- ar, ásamt slatta af öðrum meistara- stykkjum. Það kann því í fljótu bragði að virðast óðs manns æði, sem og helgispjöll af verstu sort, að endurgera hana með þessum hætti. Nógu slæmt var þegar Universal kvikmyndaverið (sem framleiddi upphaflegu myndina) tók upp á því fyrir einhverjum árum að gera framhaldsmyndir (2, 3 og 4) sem auðvitað vora afleit verk. En Van Sant er enginn vitleysingur, um það bera fyrri myndir hans (m.a. Drugstore Cowboy, My Own Private Idaho og Good Will Hunting) ágæt vitni. Það er því út i hött að skamma hann fyrir að endurgera meistaraverk. Hann er eiginlega ekkert að því. Hann er hins vegar þungt haldinn af tisku- sjúkdómi okkar daga, fjarlægri kald- hæðni. Hann er snjall, en telur sig kannski ofúrlítið snjallari en honum er hollt. Það er nefnilega erfitt að koma auga á nægilega góða ástæðu fyrir tiltækinu. Jú, vissulega hefur þetta ekki verið gert áður. Jú, vissu- lega kallast verkið á við hinn póst- módemíska þankagang um dauða höf- undarins og afhyggingu fyrri gilda (Van Sant kallar þetta „and-endur- gerð“) og okkur opnast sýn á hallæris- legar persónur og lítt áhugavert meló- drama. En hvað með það? Á sínum tíma var Psycho fálega tekið af mörg- um gagnrýnendum einmitt vegna þessa og nokkur tími leið áður en þeir sáu að sér. Hitchcock sjálfúr hafði síð- ur en svo háleitar hugmyndir þegar hann gerði myndina og var stoltastur af því að hafa grætt á henni meiri pen- ing en nokkurri annarri mynd sinni, samanber spjall hans við Truffaut í hinni frægu viðtalsbók þeirra. Myndin hefur hins vegar lifað vegna þeirrar sannfæringar sem Hitchcock hafði innra með sér og blés samstarfsfólki sínu í brjóst. Slík náðargáfa verður ekki skilgreind, heldur aðeins skynjuð. Slíkt hafá menn annaðhvort í sér eða ekki. Þar skilur á milli feigs og ófeigs, Psycho Hitchcocks og Psycho Gus Van Sant. Með því að taka myndina í ht sýnir Van Sant okkur fram á að blóð er rautt. En er það ekki almenn vit- neskja? Leikstjóri: Gus Van Sant. Handrit: Jos- eph Stefano. Aðalhlutverk: Vince Vaug- hn, Anne Heche, Julianne Moore, Willi- am H. Macy. Tónlist: Bernard Herman. Ásgrímur Sverrisson. Skrautlegir vinir í Very Bad Things. Skrattan- um skemmt ★★ Very Bad Things er um hóp af | skrautlegum vinum sem halda steggjapartí í Las Vegas þegar einn | þeirra er að fara að gifta sig. í Veg- as er drukkið og dópað og svo illa vill til að einum þeirra tekst að kála vændiskonu alveg óvart í miðjum leik. Þegar drengimir í deila harkalega um hvað skuh gera bankar öryggisvörður hótelsins upp á vegna hávaðans, sér líkið, og er umsvifalaust stútað th öryggis. | Hópurinn þarf því að losa sig við tvö lík og hefst síðan mikið tauga- strið innan hans. Tónninn er kaldhæðinn og sval- ur, átökin hröð og yfirgengileg. Pet- er Berg, sem lék meðal annars í þeirri ágætu dökkmynd John Dahl, 1 The Last Seduction, leikstýrir þess- ari mynd sem sækir hugmyndir sinar bæði til Dahls og ekki síður j og raunar enn frekar til Tarantino. I Þetta skapar óneitanlega nokkra togstreitu þvi Dahl vinnur innan hefðarinnar en Tarantino stendur 3 utan hennar, rammar hana inn og hefur til sýnis. Hann gerir sem sagt bíómyndir um bíómyndir meðan Dahl gerir „bara“ bíómyndir. j Þannig þykist Tarantino-skólinn J hafa leyfi th að gefa siðferðilegum j ghdum ákveðna pásu, meðan hefð- i in sem hann fjallar um sækfr for- sendur sínar í hið hefðbundna borgaralega/kristhega ghdismat. Upphafið ólgar af fjöri. Cameron l Diaz er hin verðandi brúður, hald- in sjúklegri skipulagsáráttu og bráðskemmthegri taugaveiklun. Favreau er brúðguminn, fálátur og hlédrægur. Slater er nokkurs kon- ar foringi hópsins, örgeðja og stjómsamur; Stem er samviskan, fjölskyldumaður sem vill standa sína pligt. Jeremy Piven leikur yngri bróður hans, öfundsjúkt smá- j menni og Leland Orser er þegj- * andalegurfúrðufugl, hafður meðtil uppfyhingar og smáskreytingar. Drápið á vændiskonunni er slys og sem slikt nokkuð athyglisverður j stökkpahur fyrir svarta kómedíu um venjulega menn í vondum mál- um. Þegar öryggisvörðurinn er drepinn kemur aht í einu and- stygghegur tónn í myndina, sem I verður síðan stöðugt ágengari. t Þetta er þeim mun verra þar sem í Berg missir smám saman áhugann á persónunum, sem í upphafi lof- uðu góðu, en keyrir plottið áfram af því meiri krafti, svo jaðrar við hysteríu. Um leið fer kvikmynda- jj gerðin öh út í móa, því maður missir áhugann á hlutskipti þess- ■ ara ólánsphta, hefur enda engan i tíma th að láta sig þá nokkru varða því þetta er þvhík rússíbanaferð á köflum að maður fær lítið annað I gert en ríghalda í sætisarmana. Kannski er skrattanum í sjálfúm manni svolítið skemmt á köflum, en svo rankar maður við sér með óbragð í munni. Leikstjóri og handrítshöfundur Peter Berg. Kvikmyndataka: David Hennings. Aðalhlutverk: Christian Slater, Jon Favreau, Cameron Diaz, Daniel Stern. Ásgrimur Sverrísson Kvikmynda GAGNRÝNI tOPP % o í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 5. - 7. mars. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur Nicholas Cage leikur adalhlutverkiö í spennumyndinni 8MM. Mafían vinsælli en táningahryllingur Eitthvaö hefur slæm gagnrýni haft áhrif á aösóknina á 8MM því hún minnkaöi um 51% á milli helga. í tvö efstu sætin raöa sér nýjar kvikmyndir. Efst er mafíu-gamanmyndin Analyze This og vörpuöu margir öndinni léttar þegar hún tróö sér í efsta sætiö, þar sem nú geröist þaö í fyrsta sinn í langan tíma aö mikiö auglýst unglingahryllingsmynd fór ekki í efsta sætiö. Cruel Intentions er einmitt slík hrollvekja. í aðalhlutverkum í Analyze This eru Robert DeNiro, sem leikur mafíuforingja og Billy Crystal, sem leikur sálfræðing hans. Geta þeir báöir veriö ánægöir meö árangurinn og hefur mynd meö Billy Crystal aldrei gengiö svona vel í byrjun. Cruel Intentions er enn ein skólahrollvekjan og voru áhorfendur aö henni 60% undir tuttugu og fimm ára á meöan 79% af þeim sem sáu Analyze This voru 25 ára og eldri. Þótt þessar tvær myndir hafi fengið góöa aösókn þá var bíóaðsókn minni í heildina en á sama tíma í fyrra. -HK Tekjur Heildartekjur 1- (-) Analyze This 18.383 18.383 2. (-) Cruel Intentions 13.020 13.020 3. (8) 8MM 7.011 25.326 4. (3) The Other Sister 5.732 14.291 5. (2) Payback 4.128 72.255 6. (6) October Sky 3.701 16.768 7. (5) My Favorite Martian 3.591 30.238 8. (4) Message In Bottle 3.411 46.388 9. (7) Shakespeare In Love 3.306 64.826 10. (8) She's All That 2.566 57.375 11. (13) Life Is Beautiful 1.925 30.131 12. (9) Blast From The Past 1.836 23.608 13. (10) 200 Cigarettes 1.228 5.297 14. (14) Saving Private Ryan 1.177 207.317 15. (12) Rushmore 1.127 14.155 16. (11) Office Space 1.005 9.699 17. (16) Elizabeth 0.620 26.106 18. (20) The Rugrats Movie 0.596 99.064 19. (15) Patch Adams 0.504 131.417 20. (-) The Prince of Egypt 0.426 97.676 Bíóborgin - The lce Storm: Fjölskyldur á ystu nöf ★★★* ísstormur, þar sem rign- ingin verður að nálum og frystingin eins og gler, er eitthvert óþægileg- asta veður sem hægt er að lenda í. Þetta veður fær á sig einstaklega dramatíska mynd í kvikmynd Ang Lees, The Ice Storm, og er sterkur grunnur í þeim átökum sem með- limir tveggja fjölskyldna kalla yfir sig á því herrans ári 1973. Hood-fjöl- skyldan er á yfir- borðinu dæmigerð millistéttarfjöl- skylda sem býr í Connecticut. Ekki er þó allt sem sýn- ist. Heimilisfaðir- inn Ben (Kevin Kline) á i ástarsam- bandi við ná- grannakonu sína Janey (Sigoumey Weaver), sem er orðin leið á sam- bandinu - finnst Ben vera farinn að haga sér eins og eiginmaður og segist ekki þurfa á öðrum slíkum að halda. Eiginkona Bens, Elena (Joan Allen) er ekki viss um stöðu sína á heimilinu, reynir þó að halda í það sem hún á um leið og hún reynir að fmna sér einhvem nýjan farveg. Janey er leiðindin uppmáluð, hefur hvorki áhuga á eiginmanni né bömum og er neikvæð í öllu sem hún gerir. í þessum þvingaða fjölskylduheimi alast upp fjögur höm, sem eiga nóg með þau vandræði sem fylgja aldrinum, en taka inn á sig um leið vanda- mál foreldranna. The Ice Storm er um dramatísk átök þar sem tilfínningar hafa brenglast vegna þess að fjölskyldu- lífið hefúr fengiö á sig neikvæða mynd. Myndin er líka áleitin og óþægileg, til að mynda í veislu full- orðinna í lokin þar sem tilbreyting- in felst í að hafa skipti á konum eða skipti á eiginmönnum, eins og einnig má orða þaö. Bíllyklum er safnað í eina skál og síðan dregið úr hver fer með hverjum. í ákaflega vel gerðu atriði má sjá á fólkinu hversu lífsleiðinn hefur farið með það, og það er við hæfi að stundum erum við minnt á það að þetta er árið sem Watergatehneykslið komst í há- mæli. Bömin, sem eru á viðkvæmum aldri, eru látin afskiptalaus og þeg- ar Elena kemur að fjórtán ára dótt- ur sinni í rúmi hjá tólf ára ná- granna sínum getur hún í raun ekki sagt henni til syndanna, segir henni aðeins að fara á fætur og koma sér heim, veit sem er að fullorðna fólk- ið hefur hagað sér verr. Hin sterku áhrif sem The Ice Storm vekur koma ekki síst frá frá- bærum leikarahópi, þar sem þau Kevin Kline og Joan Allen ná að lýsa vel því neyðarlega og óþolandi ástandi sem ríkir. Það er mjög sterkt að hafa jafnjákvæðan per- sónuleika og Kevin Kline í hlut- verki Bens sem á að vera hin trausta fyrimynd en er í raun veik- ari á svellinu en aðrir. í hlutverk- um unglinganna era sérlega eftir- minnileg Christina Ricci og Elijah Wood, jafiialdrar sem leita í hvort öðru að for- boðnum ávöxtum. The Ice Storm er bútuð niður í hluta á nokkuð sérstakan hátt. Við upplifúm byriunaratriðið, þar sem sonurinn Paul er fastur í jámbraut- arlest sem hefúr frosið við tein- anna, einnig í lokin án þess að sjá almennilega tengsl á milli. Sumt í myndninni gerðist áður en Paul fór í bæinn og sumt síðar, enda notar Ang Lee í þessu magnaða verki sínu þá aðferð að búta myndina niður, án þess nokkuð að tímasetja hana nákvæmlega. Aðferð sem gengur upp í þetta skiptið. Leikstjóri: Ang Lee. Handrít: James Schamus. Kvikmyndataka: Freder- ick Elmes. Tónlist: Michael Danna. Aðalleikarar: Kevin Kline, Sigourney Weaver, Joan Allen, Christina Ricci og Elijah Wood. Hilmar Karlsson Elskendur á laun. Sigourney Weaver og Kevin Kline í hlutverkum sínum. Kvikmynda GAGNRÝNI Kvikmynda GAGNRÝNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.