Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 24
24 íþróttir |ÍTAIÍA Lazio 24 15 6 3 52-23 51 Fiorentina 24 14 5 5 40-21 47 AC Milan 24 13 7 4 35-25 46 Parma 24 12 8 4 44-24 44 Udinese 24 11 6 7 33-30 39 Inter 24 10 5 9 43-31 35 Roma 24 9 8 7 44-33 35 Bologna 24 9 8 7 30-25 35 Juventus 24 9 8 7 27-24 35 Bari 24 6 12 6 27-31 30 Cagliari 24 8 5 11 32-35 29 Venezia 24 7 7 10 22-31 28 Perugia 24 8 4 12 32-43 28 Sampdoria 24 5 9 10 2341 24 Piacenza 24 5 7 12 32-38 22 Vicenza 24 4 8 12 12-30 20 Salernitana 24 5 5 14 24-45 20 Empoli 24 3 8 13 2042 15 Markahæstir: Gabriel Batistuta, Fiorentina .... 18 Hernan Crespo, Parma .............15 Giuseppe Signori, Bologna........14 Marcelo Salas, Lazio..............14 Marcio Amaroso, Udinese..........14 Roberto Muzzi, Cagliari ..........12 Oliver Bierhoff, AC Milan........11 Marco Delvecchio, AS Roma .... 11 Simeone Inzaghi, Piacenza ........10 Filippo Maniiero, Venezia........10 Enrico Chiesa, Parma...............9 Filippo Inzaghi, Juventus..........9 Hidetoshi Nakata, Perugia ..........9 Paolo Sergio, AS Roma..............9 Roberto Sosa, Udinese..............9 Youri Djorkae£f, Inter Milan.......8 Roberto Mancini, Lazio.............8 íslendingar fjölmenna á San Siro Yfir 100 manna hópur frá ís- landi heldur utan til Mílanó á fóstudaginn kemur, gagngert til að fylgjast með viðureign Inter og AC Milan sem verður háður á San Siro leikvanginum á laugar- deginum. Leikurinn átti upphaflega að vera á sunnudeginum en var færður aftur um einn dag vegna Evrópuleiks Inter og Manchester United á miðvikudag í næstu viku. Mikill áhugi er fyrir þessari ferð sem Samvinnuferðir sjá um skipulagningu á, en flogið verður beint til Milanó með þotu íslandsflugs. -JKS Nr. Leikur: 1. Sampdoria - Juventus 1-2 2. Florentlna - Parma 2-1 3. Bari - Inter__________1-0 4. Lazio - Salernitana 6-1 5. Milan - Piacenza 1-0 6. Bologna - Venezia 2-1 7. Udinese - Roma 2-1 8. Cagliarl - Vlcenza 1-0 9. Perugia - Empoli______3-1 10. Regglna - Verona 0-0 11. Chievo - Torino 0-2 12. Cremonese - Treviso 1-1 13. Cosenza - Brescia 1-1 Heildarvinningar 32 milljónir 13 réttir 12 réttir 11 réttir 10 réttir Röðin 2 1 1 1 1 1 1 • 1 1 X 2 X X kr. kr. kr. kr. ÞRIÐJUDAGUR 9. MÁRS 1999 - Lazio á góðri siglingu eftir 12 sigra í síðustu 14 leikjum Ekki dró úr spennunni eftir leiki helgarinnar í ítölsku knattspym- unni. Þrjú efstu liðin unnu sína leiki en Parma, sem er í fjórða sæt- inu, varð að láta í minni pokann. Þó er ljóst að baráttan um ítalska meistaratitilinn mun standa á milli Lazio, Fiorentina, AC Milan og Parma. Lazio er eins og vel smurð vél Staða Lazio er þó sýnu best, enda forskot liðsins í efsta sætinu fjögur stig. Eins og staðan er í dag bend- ir margt til þess að erfitt verði fyrir næstu lið að ýta Lazio af efsta stalli. Liðið er komið i þann gír að fátt stöðvar þá Rómarpilta, enda er ekki með nokkra móti hægt að flnna veikan hlekk í lið- inu. Þetta er eins vel smurð vél sem þjálfar- inn hefur hugsað vel um. Lazio mætti ein- um af nýliðunum í deildinni, Salernit- ana, um helgina og máttu nýlið- arnir sín lítils í þessum bardaga. Lazio hafði tögl og hagldir frá byrjun til loka og þurfti Salern- itana að hirða knöttinn sex sinnum úr net- inu hjá sér. Þeg- ar á heildina er litið mátti liðið þakka fyrir að þurfa ekki að fara oftar í markið til að sækja boltann Lazio sýndi það 1 þessum leik svo ekki fór á milli mála að liðið er öflugusta liðið í A-deild- inni í dag. Vex ásmegin með hverri raun Liðinu vex ásmegin með hverri raun og stefnir allt í það að titlinum verði hampað í Rómarborg í vor. Roma, hitt liðið frá höfuðborg- inni, horfir öfundaraugum til Lazio í dag, en mikill rígur er á milli lið- anna frá höfuðborginni. Fina og ríka fólkið styður Roma en al- þýðan styður við bakið á Lazio. Það hlakkar því í mörgum stuðningsmönnum Lazio nú um stundir, þegar allt leikur í lyndi og Roma er haldið í fjarlægð sem nemur 16 stig- um. Til marks um gengið hjá Roma hefur liðið ekki unnið sigur á útivelli síðan í apríl í fyrra. Þessa stöðu hefðu eflaust fæst- ir látið sér detta í hug í upphafi leiktíðar, en hún er engu að síður staðreynd í dag. Það benti ekki til þessa þegar fyrstu umferðinar voru að baki í haust. Þá átti Lazio í erflð- leikum og settu meiðsli og önnur tæknileg vandamál strik í reikning- in. Málin voru krufm til mergjar, tekið var á vandanum og nýir menn sem komnir voru til félagsins fóru að falla enn betur inn í leik liðsins. Salas farið á kostum í vetur Þar má nefna snilling- inn Mercelo Salas frá leikið hvað best leikmanna í deildinni í vetur og er drifskaftið í leik Lazio. Christian Vieri hef- ur enn fremur lyft ik liðsins upp á ærra plan - en segja má að valinn maður sé í Chile-búinn Marcelo Salas hefur leikið framúr- skarandi vel með Lazio í vetur og verið ein burðarás- inn f leik liðsins. Hann er ennfremur afar skæður upp við mark andstæðingana en alls er hann búinn að skora 14 mörk fyrir lið sitt til þessa á yfirstandandi tímabili. hverju rúmi. Ekkert hef- ur verið sparað til að byggja upp sterkt lið sem myndi standa 3ig vel heima fyrir og eins á Evr- ópumótunum. síðustu viku. Það verður gaman að fylgjast með Lazio-mönnum á næst- unni, leikgleðin skín úr hverju and- liti og andrúmsloftið á bænum er eins og best verður á kosið. Fiorentina hafði ágætt forskot í efsta sætinu fyrir um sjö vikum síð- an. Þá fór liðið að gefa eftir og ástandið versnaði til muna þegar Gabriel Batistuta meiddist, en hann hefur verið frá í rúman mánuð. Lið- ið er nú fjórum stigum á eftir Lazio en ekki er öll nótt úti enn. Um helg- ina vann liðið einn mikilvægasta sigurinn á tímbilinu þegar liðið lagði Parma á heimavelli. Þessi sigur telur eflaust þegar upp verður staðið en hjá Fiorent- ina eru menn að gera sér vonir um að Batistuta verði klár í slaginn K um næstu helgi. nýtti sár ekki liðsmuninn Chile, sem flestir stóru klúbbana í Evrópu föl- uðust eftir á HM í Frakklandi. Salas hefur leikið sem engill lengstum í vetur og átt hvað stærstan þátt í vel- gengni liðsins. í siðasta leiknum, gegn Salernitana, skoraði Salas tvö mörk. Spekingar i ítalska boltanum eru á einu máli um að Salas hefur Góð staða einnig í UEFA-bikarnum I Evrópukeppni félagsliða er liðið með pálmann í höndunum að kom- ast í undanúrslit eftir stóran útisig- ur í UEFA-bikarnum í Grikklandi í Leikmenn AC Mil- an voru einum fleiri í 40 mínútur gegn Piacenza en náðu aðeins að skora einu sinni þrátt fyr- ir þungar sóknir. Þjóðverjinn Oli- ver Bierhoff skoraði með skalla. Menn halda að nokkrar breytingar verði á AC Milan eftir þetta tímabil og útsendarar liðsins eru famir að sjást ansi oft á leikjum í Evrópu. Ekki verður litið framhjá þeirri staðreynd að miðju liðsins og vöm þarf að strykja með leikmannakaup- um. Inter Milano skugginn af sjálfum sár Hitt Mílanó-liðið, Inter, hefur aðeins verið sem skugginn af sjálfu sér það sem af er. Liðið tapaði fyrir Bari um helgina. í þeirra herbúðum eru breytingar einnig óhjákvæmi- legar. Bari vann þama sinn fyrsta sigur í tvo mánuði. Inter hefur hins vegar ekki unnið sigur í siðustu sex leikjum. Filippo Inzaghi hefur verið iðinn í markaskoruninni hjá Juventus upp á síðkastið og um helgina skor- aði hann sigurmarkið í útisigri gegn Sampdoria, sem aðeins hefur unnið þrjá leiki í síðustu 14 viður- eignum. Athyglisvert er að síðan Ancelotti var ráðinn þjálfari Juve hefur liðið ekki tapað leik. Signori sterkur Giuseppe Sign- ori, sem leikur með Bologna, hefur sjaldan verið betri en einmitt í vetur. Hann skoraði eitt mark þegar Bologna sigr- aði Venezia um helg- ina. Hann var einnig á skotskónum í Evrópuleik i síðustu viku og helgina þar á und- an skoraði hann sína fyrstu þrennu í ítölsku deildinni. Alls em mörkin hjá kappanum orðin 14 í vetur. Cagliari vann einnig kærkominn sigur þegar liðið lagði Vicenza en áður hafði liðið leikið fjóra leiki í röð án þess að sigra. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.