Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 40
 m vmna V í K I N C 1 1' f • FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Hvalfjarðar- göngin felldu innbrotsþjóf Innbrotsþjófur úr Reykjavík, sem lét til skarar skríöa á Akranesi að- faranótt miðvikudagsins, var gómað- ur eftir að hafa misreiknað sig á Hval- fjarðargöngunum. Þjófurinn brunaði á þýskri bifreið við þriðja mann í gegnum göngin upp á Akranes og braust þar inn í verslunina Hljómsýn. Að því loknu ók hann sem leið lá í gegnum göngin aftur og til Reykjavík- ur með feng sinn. „Hann áttaði sig ekki á eftirlits- myndavélum og vaktmanni í göngun- um,“ sagði lögreglumaður sem vann við að upplýsa málið. „Vaktmaðurinn veitti bifreið eftirtekt sem ók í gegn um miðja nótt og kom svo aftur tæpri klukkustund síðar. Þá fórum við I eft- irlitsmyndavélarnar, fundum bílinn og eftirleikurinn var auðveldur." Inbrotsþjófurinn og félagar hans voru handteknir aðfaranótt fóstudags og málið telst upplýst. í innbrotinu á Akranesi stálu þeir miklu magni af GSM-símum, myndavélum og tölu- verðu af peningum. Aðeins hluti þýf- isins er kominn í leitirnar. -EIR Örninn kont- inn fram DV.Vik: „Ég var inni í stofu og sá örninn út um gluggann þar sem hann settist nið- ur á túnið neðan við bæinn,“ sagði Guðni Þórarinsson í Álftagróf í Mýr- dal. Öminn sem Guðni sá er vafalítið sá fugl sem hefur verið á flækingi um vestanverða V-Skaftafellssýslu í vet- ur. Fyrir rúmri viku vöknuðu grun- semdir um að hann hefði verið skot- inn í Hrífunesi vegna ummerkja þar, en um síðustu helgi sást hann alheill í Mýrdal á ný, fyrst á laugardag og svo sá Guðni hann á sunnudag. „Okkur kæmi það ekki á óvart þó hann sæist hér aftur því hér er nóg æti fyrir hann,“ sagði Guðni. Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík, segir að það séu miklar líkur á því að þetta sé sá fugl sem hafi verið á sveimi í Mýrdal i vetur og sá sami og var i Hrífunesi. -NH Félag eldri borgara: Ólafur land- læknir kjörinn Ólafur Ólafsson, fyrrv. landlækn- ir, var sl. sunnudag kjörinn formað- ur Félags eldri borgara i stað Páls Gíslasonar. Ólafur var einróma kjörinn með lófaklappi á aðalfundi félagsins sem haldinn var í félagsheimili eldri borgara i Glæsibæ. Páll Gíslason, læknir og fyrrv. borgarfulltrúi, sem verið hefur formaður félagsins und- anfarin ár, gaf ekki kost á endur- kjöri. _________________-SÁ Stórfelld leit aö áfengi í flutningaskipinu Goðafossi: Goðafoss í gærkvöld. A innfelldu myndinni má sjá eiginkonur skipverja þegar þær komu til að sækja eiginmenn sína. Þær komust ekki um borð í skipið. DV-mynd HH Kynferðisafbrot: 80% undir 15 ára aldri I ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 1998 kom I ljós að 80% þolenda voru 15 ára eða yngri þegar ofbeldið átti sér stað. 63% koma vegna sifja- spellsmála og 28% koma vegr.a nauðgunarmála. Konur eru sem fyrr í algerum meirihluta, eða 96% tilfella. Þá hafa 2598 einstaklingar leitað aðstoðar hjá Stígamótum frá stofnun samtakanna 1990. -íbk Ellefu skipverjar yfirheyrðir í nótt - skipið undir smásjá tollayfirvalda um langa hríð Lögregla og tollgæsla fóru um borð í flutningaskipið Goðafoss þegar það lagðist að bryggju í Sundahöfn á áttunda tímanum í gærkvöld þar sem það var að koma úr siglingu frá Bandaríkj- unuum. Grunur lék á að talsvert af smygluðu áfengi væri um borð. Gríðarlegt umstang var vegna leitar í skipinu en skipverjar voru færðir í land með teppi vafin yfir höfuð. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Goðafoss verið undir smásjá tollayfirvalda um langa hríð. Fjölmennt lið lögreglu, auk fíkniefhalögreglu, var við leit í skipinu og þvi líklegt að henni hafi borist vitneskja um að smyglað áfengi væri um borð í skipinu. Öllum aðkomuleiðum að skipinu var lokað og lögregla hóf þegar leit í því 1 gærkvöld. Ætt- ingjar skipverja fengu ekki að hitta sína menn og mátti sjá fólk í bílum bíða eftir því að hitta sína nánustu í grennd við skipið. Ellefu skipverjar voru færðir til yf- irheyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöld og stóðu þær enn yfir þegar DV fór í prentun í morgun. Talið er að talsvert mikið af áfengi hafi fundist um borð í skipinu. „Það má segja að ekki séu öll kurl komin til grafar,“ sagði talsmaður lögreglu við DV í morgun. Hann benti jafn- framt á að þó svo að fíkniefnalög- reglan hefði verið fengin til að standa að „stífum yfirheyrslum" þýddi það engan veginn að um fikniefinamál væri að ræða. „Þetta eru undarleg vinnubrögð hjá tollgæsltmni. Áhöfnin fékk ekki einu sinni að láta okkur hér i aðalstöðvum Eimskips vita hvernig komið væri,“ sagði Hauk- ur Már Stefánsson hjá skipa- rekstrardeild Eim- skipafélagsins í morg- un. „Við þurftum að hlusta á þetta í fréttim- um.“ Goðafoss var að koma úr 28 daga Amerikusiglingu. Fyrsti viðkomustaður var Argentia á Ný- fundnalandi og þaðan var siglt til Shellbourne í Kanada, þaðan til New York, Norfolk og Boston og siðan aftur til Argentia á Ný- fundnalandi. Líkur eru taldar á því að meintu smyglgóssi hafi verið komið fýrir i skipinu í höfn- inni í New York. -EIR/-ótt/-hb Veðrið á morgun: Snjókoma, slydda eða él Á morgun verður austlæg átt, gola eða kaldi en allhvöss norð- austanátt á Vestfjörðum. Snjó- koma eða slydda verður um sunnan- og vestanvert landið en él annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-550 ný vél tengjanleg við tölvu 8 leturgeröir, 8 staeröir, 15 leturútlit úrval strikamerkja 6 til 36 mm boröar prentar í 7 línur Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffano: www.if.is/rafport sokkabuxur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.