Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 34
Afmæli Erla Sigurðardóttir Hallgeröur Erla Sigurðardóttir myndlistarmaður, Jörfalind 12, Kópavogi, er sextug í dag. Starfsferill Erla fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akraness, stundaði nám við húsmæðraskól- ann Ósk á ísafirði, lauk tækniteikn- araprófi frá Iðnskólanum í Reykja- vík, og stundaði nám við málara- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1984-88. Erla flutti frá Akranesi til ísa- fjarðar 1958 og var þar búsett til 1969. Þá flutti hún í Kópavogi þar sem hún hefur verið búsett síðan. Erla hefur unnið margvísleg störf utan heimils, m.a. verslunar- og skrifstofustörf en síðustu ár hefur hún aðallega fengist við ýmis mynd- listarstörf, bæði sem myndskreytir barnabóka sem og kennari í vatns- litamálun við Myndlistarskóla Kópavogs og myndlistarkennslu eldri borgara á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Erla hefur hlotið ýms- ar viðurkenningar fyrir myndskreytingar, m.a. tilnefningu til H.C. And- ersen-verðlaunanna 1995, og Barnabókaverðlaun fyrir myndskreytingu barnabóka ásamt Herdísi Egilsdóttur 1995. Erla hefúr haldið sýn- ingar bæði hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Hún starf- rækir vinnustofu ásamt fjórum öðrum myndlistarkonum, Gallerí Klett að Hellurauni 16 í Hafnarfirði. Fjölskylda Erla giftist 8.11. 1958 Gunnar Finni Sigurjónssyni, f. 21.9. 1938, forstöðumanni í Landsbanka ís- lands. Hann er sonur Sigurjóns Vet- urliðasonar, sjómanns og fiskverka- manns á ísafirði, og Kristínar G. Kolbeinsdóttur húsmóður, sem bæði eru látin. Böm Erlu og Gunnars Finns eru Gunnar, f. 15.10. 1958, skipstjóri í Kópavogi, kvæntur Jó- hönnu Leifsdóttur fóstru en synir þeirra em Leif- ur Öm og Gunnar Finn- ur; Kristinn Sigurjón, f. 26.10. 1960, auglýsinga- teiknari í Reykjavík, kvæntrn- Ingu Kolbrúnu Mogensen en fóstursonur þeirra er Jóel Þórðarson; Brynjar Öm, f. 7.11.1962, fisktæknir í Reykjanesbæ, kvæntur Þórunni Brynju Júlíusdóttur fóstru og eru böm þeirra Páll, Erla og Gísli; Sigurlaug Erla, f. 21.3. 1974, nemi í viðskiptafræði við HÍ en sambýlismaður hennar er Kristján Sigurður Ámason, starfsmaður hjá DHL. Hálfsystir Erlu, sammæðra, er Valgerður Margrét Valgeirsdóttir, f. 8.3. 1922, húsmóðir í Kópavogi. Alsystkini Erlu eru Jóhanna, f. 1.6. 1926, húsmóðir á Akranesi; Jó- hanna Sigríður, f. 22.7. 1927, hús- móðir í Reykjavík; Sesselja, f. 18.10. 1929, húsmóðir á Vatnsleysuströnd; Ólöf Guðlaug, f. 1.9. 1931, húsmóðir og fiskverkakona á Akranesi; Gísli Sigurjón, f. 4.11. 1934, trésmíða- meistari á Akranesi; Lilja Vilhelm- ína, f. 15.4. 1936, húsmóðir og hjúkr- unarfræðingur í Kópavogi. Foreldrar Erlu voru Sigurður Guðmundsson, f. 9.7. 1897, d. 2.6. 1981, trésmiður á Akranesi, og k.h., Guðlaug Ólafsdóttir, f. 9.7. 1897, d. 8.9. 1990, húsmóðir. Ætt Sigurður var frá Stóra-Lambhaga í Skilmannahreppi, sonur Guð- mundar IUugasonar og Sesselju Sveinsdóttur. Guðlaug var frá Einifelli í Staf- holtstungum, dóttir Ólafs Ólafsson- ar, síðar vélsmiðs í Deild á Akra- nesi, og Jóhönnu Sigríðar Jóhann- esdóttur. Erla verður að heiman á afmælis- daginn. Erla Sigurðardóttir. Þuríður Þráinsdóttir Þuríður Þráinsdóttir húsmóðir, Túngötu 13, Húsavík, er fertug í dag. Starfsferill Þuríður fæddist á Húsavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var í Barnaskóla Húsavíkur og Gagn- fræðaskóla Húsavíkur. Þuríður starfaði í frystihúsi frá fjórtán ára aldri og að meira eða minna leyti þar til hún varð þrjátíu og sjö ára. Þá hefur hún unnið við aðhlynningu á elliheimili og við sjúkrahús, verið við verslunarstörf, unnið garðvinnu, unnið sláturhús- störf og verið við ræstingar. Fjölskylda Fyrrv. sambýlismaður Þuríðar er Valgarður Óli Jónsson frá Akur- eyri. Foreldrar Hans eru Jónas Guö- mundsson verkstjóri og Jenný Ólöf Valsteinsdóttir húsmóðir. Sonur Þuríðar og Valgarðs Óla er Óskar Valgarðsson, f. 9.6.1978, nemi í kjötiðn í Reykjavík en unnusta hans er Hólmfriður Indriöadóttir frá Ytra-Fjalli í Aðaldal. Sambýlismaður Þuríðar er Guð- mundur Sigtryggsson, vélstjóri á Röst SK17 frá Sauðárkróki. Foreldr- ar Guðmundar eru Sigtryggur Sig- tryggsson verkamaður og Alda Sól- rún Guðmundsdóttir húsmóðir. Sonur Þuríðar og Guðmundar er Mikael Arnar Guðmundsson, f. 11.5. 1996. Systkini Þuríðar: Þuríður Þráins- dóttir, f. 15.4. 1950, d. 29.7. 1959; Sig- fús Þráinsson, f. 12.1. 1954, verka- maður á Húsavik, kvæntur Elísa- betu Sigríði Jóhannesdóttur, stcufs- maður við Sjúkrahúsið á Húsavík og er sonur þeirra Sigfús; Kristján Þráinsson, f. 9.12. 1956, starfsmaður við Frysti- húsið á Húsavík, kvænt- ur Soffiu Guðrúnu Guð- mundsdóttur verslunar- manni og eru börn þeirra Guðný Jóna og Guð- mundur Þráinn; Jak- obína Þráinsdóttir, f. 25.7. 1960, búsett í Reykjavík en maður hennar er Guð- brandur Sverrir Jónsson og eru börn þeirra Selma, Sigurjón, Höskuldur Goði og Guðbrandur Hjörtur; Höskuldur Goði Þráinsson, f. 29.3.1962, d. 19.10. 1991; Þráinn Þráinsson, f. 8.9. 1965, starfsmaður við Frystihúsið á Húsa- vík, kvæntur Aðalheiði Tryggva- dóttur, starfsmanni við Sjúkrahúsið á Húsavík og eru dætur þeirra Selmdís og Elma Rún; Sigrún Linda Þráinsdóttir, f. 28.4. 1967, húsmóðir á Húsavík en maður hennar er Sigurð- ur Hjörtur Grétarsson matreiðslumaður og er dóttir þeirra Arnheiður Selma; Ölver Þráinsson, f. 24.7. 1970, verkamaður á Húsavík en kona hans er Dögg ívarsdóttir hús- móðir og er sonur þeirra Alex; Valgerður Þráinsdóttir, en maöur hennar er Salim Samshudin og eru synir þeirra Jónas, Elísa og Ómar; Ágúst Þráins- son, f. 1.8.1973, sjómaður á Húsavík. Foreldrar Þuríðar voru Þráinn Kristjánsson, f. 10.8. 1912, d. 31.10. 1995, verkamaður á Húsavík, og k.h., Sigrún Selma Sigfúsdóttir, f. 13.12. 1930, d. 28.3. 1986, húsmóðir. Þuríður Þráinsdóttir Óskar Þorgilsson Óskar Þorgilsson bif- vélavirki, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, varð áttræður á föstudaginn var. Starfsferill Óskar fæddist við Njálsgötuna í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði bifvélavirkjun og bílamálun. Óskar starfaði síðan lengst af sem Óskar Þorgilsson. Einari bifvélavirki og bOamálari og starfrækti eigiö fyrir- tæki um árbil. Fjölskylda Kona Óskars var Pálína Ingunn Benjamínsdóttir, f. 4.4. 1918, d. 6.9. 1974, húsmóðir. Böm Óskars og Pálínu Ingunnar: Guðný Ingi- gerður Óskarsdóttir, f. 4.9. 1948, verkakona í Vestmannaeyjum, gift Steingrímssyni og eiga þau þrjú böm; Kolbrún Óskarsdóttir, f. 15.8. 1949, verkakona í Vestmanna- eyjum, var gift Euegen McCarthny sem lést 1994 og era börn þeirra flögur; Óskar G. Óskarsson, f. 29.3. 1953, bifvélavirki í Reykjavík, kvæntur Þórfríði Magnúsdóttur þroskaþjáifa og eiga þau einn son; Pétur Óskarsson, f. 24.8. 1954, verkamaður í Reykjavik en kona hans er Súsanna Blanco og eiga þau tvö börn. Sonur Óskars: Hrafnkell Óskars- son, f. 8.9. 1942, búsettur í Keflavík, kvæntur Bám Þórðardóttur og á hann þrjú böm. Dóttir Pálínu Ing- unnar er Ragnheiður Pálsdóttir, f. 22.10. 1942, verkakona í Reykjavik og á hún fimm böm. Systkini Óskars: Jóhanna, f. 17.2. 1920; Guðrún, f. 18.11. 1921; Gróa, f. 18.12. 1923, d. í apríl 1993; Pétur, f. 27.4. 1926; Tryggvi, f. 30.10. 1940, d. 21.11. 1979. Foreldrar Óskars: Þorgils Sig- tryggur Pétursson, f. 18.5. 1892, d. 9.1. 1979, bifreiðasmiður, og Guðný Ingigerður Eyjólfsdóttir, f. 28.2.1897, d. 11.12. 1943, húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík. ENDUIÍSKIN A M A N N < ) II IOI Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 Til hamingju með afmælið 9. mars 90 ára Valtýr Jónsson, Þómnnarstræti 85, Akureyri. 80 ára Ámi Halldórsson, Faxatröð 9, EgOsstöðum. Guðrún Amgrímsdóttir, Austurbyggð 19, Akureyri. Sigurbjörg Helgadóttir, Hornbrekku, Ólafsfirði. 75 ára Gunnar Guðmundsson, Skjaldvararfossi, Patreksfirði. Rósa Bergsteinsdóttir, Selási 21, Egilsstöðum. Svetnbjöm Steindórsson, Heiði, Hrunamannahreppi. 70 ára Guðlaug Gunnlaugsdóttir, Hombrekkuvegi 12, Ólafsfirði. Guðrún Bryndls Jónsdóttir, Gautlandi 9, Reykjavík. 60 ára Margrét Sigurjónsdóttir, Hringbraut 56, Reykjavík. 50 ára Fríða Regína Höskuldsdóttir, Flyðrugranda 14, Reykjavík. Hallgrímur Kjartansson, Glúmsstöðum II, Fljótsdalshreppi. Júlía Meldon D’Arcy, Neshaga 19, Reykjavík. Pálína Sigriður Jóhannesdóttir, Möðmvöllum III, Arnarneshreppi. Þórunn Þórhallsdóttir, Hrauntúni, Garðabæ. 40 ára Grétar Sigurbjömsson, Brekkustíg 9, Sandgerði. Guðrún Helgadóttir, Prestssæti 4, Sauðárkróki. Jón Ásgeir Einarsson, Holtagerði 40, Kópavogi. Jón Ingason, Vatnsenda, Ljósavatnshreppi. Jón Sigurður Ólafsson, Akurgerði 15, Reykjavík. Jón Sigurður Þormóðsson, Höfðavegi 7 c, Húsavík. Páll Jóhannsson, Háteigsvegi 30, Reykjavík. Tilkynningar Tapað fundið Lada Samara, árg. ‘92, grágræn, nr. RA 790, hvarf frá Freyjugötu 5 fóstudaginn 5. mars. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band í síma 699 5290. Tapað fundið Herragleraugu með dökkum spöngum töpuðust föstudaginn 5. mars neðarlega á Skólavörðustígn- um. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 557 4966. Rótarýklúbbur Kópavogs veitti í ár Guðmundi H. Jónssyni, fyrrum for- stjóra BYKO, heiðursviðurkenningu sína, sem nefnd er „eldhuginn", fyrir framlag hans til skógræktarmála í Kópavogi. Guðmundur (lengst til hægri) hefur lengi haft áhuga á skóg- rækt og hefur ræktað upp skóg á sex hektara svæði í Vatnsendalandi í Kópavogi sem hann afhenti síðan Kópavogsbæ til umsjónar og eignar á síöasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.