Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 7 sandkorn Vilja LÍÚ út Það er lítil ánægja innan Vinnu- veitendasambands íslands með veru Landssambands islenskra útgerðar- manna innan samtakanna. Sérstak- lega eru forsvars- menn iðnaðarins óhressir með Kristján Ragnars- son og félaga sem þeir segja að greiði aðeins 5 milljónir króna árlega á móti 40 milljónum þeirra. Þetta sé alvarlegt í ljósi þess að öll mál inn- an VSÍ séu afgreidd með sátt og þar skipti fátækt eða ríkidæmi ekki máli. Vandinn er sá að mati iðnað- armanna að útgerðarmenn séu alltaf þversum og erfitt að kreista fram sættir í ýmsum málum. Best væri því að þeir fyndu sér annan vett- vang með 5 milljónirnar sínar... Frekar morð Árshátíð Önflrðingafélagsins var haldin um síðustu helgi með stæl. Miklu var til tjaldað, enda félagið eitt hið öflugasta á landinu og vand- fundnir þeir íslend- ingar sem Björn Ingi Bjarnason formaður hefur ekki talið eiga er- indi í félagið. Heiðursgestur há- tíðarinnar var Vigdís Finn- bogadóttir, fyrr- verandi forseti ís- lands, sem umsvifalaust var tekin inn sem félagi. Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur í Holti, fór á kostum þar sem hann rifjaði upp eitt og annað. Hann lýsti því meðal annars að hann hefði rætt við háaldraða konu sem um rúm- lega hálfrar aldar skeið hafði búið í erfiðu hjónabandi. Séra Gunnar spurði hana hvort henni hefði aldrei dottið í hug skilnaður: „Nei, aldrei!" svaraði gamla konan af þunga en bætti svo við: „En mér hefur oft dottið morð í hug...“ Nýr bjargvættur Örlög Guðjóns A. Kristjánsson- ar, varaþingmanns Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum, hafa vakið mikla athygli. Hann féll sem kunn- ugt er fyrir hinni gjörvilegu og skel- eggu Ragnheiði Há- konardóttur sem er hinn nýi bjargvætt- ur sem standa skal þétt við hlið gamla bjargvættarins, Einars Odds Kristjánssonar. Ekki eru allir sáttir við vegsemd Ragnheiðar sem er eiginkona Guð- bjartar Ásgeirssonar, skipstjóra á þýska togaranum Guðbjörgu ÍS sem forðum var flaggskip ísfirðinga. Andskotar Ragnheiðar telja að hún eigi sinn hlut í því að Guggunni var breytt í hlutabréf hjá Samherja. Hún sé því ekki sá bjargvættur sem Vest- firðingar þurfi á erfiðleikatímum... Hljóður í öllu írafárinu í kringum menn- ingar- og holræsaför Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Alfreðs Þorsteinssonar borgar- fuUtrúa til Japans hefur vakið athygli að borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafa hver um ann- an þveran lýst ógeði sínu á meintri spilling- arför til Mitsubis- hi. Vilhjálmur Þ. hjálmsson, fulltrúi D-listans, hefur ekki sagt múkk um ferðina, enda talið að hann vilji ekki styggja sinn góða vin, Alfreð Þorsteinsson. Innan borgarstjórnar er mikið rætt um vináttu þeirra félaga sem sam- eiginlega kallast gjarnan ViUreð... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Hrossabændur bíta í skjaldarrendur - óvenju margar sölusýningar í vetur Sala á hrossum dróst saman í fyrra í kjölfar hitasóttar í íslenska hrossastofninum. Hrossabændur ætla þó ekki að gefast upp, hafa bitið í skjaldarrend- ur og snúið bökum saman tU að reyna að auglýsa vöru sína og selja. Að sögn Huldu G. Geirsdóttur hjá félagi hrossabænda hafa óvenju margar sölusýningar veriö og verða í vetur, jafnt hjá einstaklingum sem samtökum. í Skáney í Borgarfirði og hrossa- búinu Hindisvík í Mosfellsbæ voru sölusýningar í vetur, í Reiðhöllinni á Ingólfshvoli í Ölfusi verður sölu- sýning aUa laugardaga og Skagfirð- ingar og Austur-Húnvetningar eru að undirbúa sýningar. Mjög líklega verða sýningamar fleiri. „Það hafa verið að seljast hross í vetur, þó ekki í bunkum," segir Hulda. „Sölusýningar hafa ekki verið reyndar að ráði á síðustu tveimur til þremur árum en nú er komið líf í hrossabændur og þessar sölusýn- ingar eru tilraun til að opna mark- aðinn á ný. Það er mjög jákvætt en ljóst að það þarf þolinmæði tU að halda þessu áfram,“ segir Hulda og viU minna á að Félag hrossabænda er að taka í notkun vefsíðuna www.stak.is/fhb Verðlögðum hvert ár á 25.000 krónur Birna Hauksdóttir og Bjarni Marinósson í Skáney héldu sýn- ingu í reiðhöUinni í Skáney 21. febrúar síðastliðinn. „Við erum mjög ánægð með út- komuna," segir Birna. „Það komi fiöldi fólks, meðal annars fólk sem við höfum ekki séð fyrr. Við giskum á 70 tU 100 manns. Við sýndum 37 hross, öU fædd í Skáney nema eitt, og voru 14 þeirra tamin. Við verðlögðum hrossin á 25.000 krónur á hvert ár og seldum fjögur hross. Tömdu hrossin voru sýnd í reið en hin tvö og tvö saman og kynnt- um við þau. Svo var fólki boðið í kaffi og kleinur. Það er nauðsynlegt að láta vita af sér og við vorum mjög ánægð með sýninguna," segir Birna. Sýningar allan ársins hring á Suðurlandi Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa að sýningum á Ingólfshvoli fyrsta laugardag í hverjum mánuði. Jón Finnur Hansson er í forsvari fyrir samtökin. „Við ætlum að halda úti þessum sýningum aUan ársins hring á meðan einhver áhugi er fyrir hendi,“ segir hann. „Við höfum auglýst þessar sýning- ar í útlöndum og sýnum í nýju reið- höUinni aUs konar hross. Einni sýn- ingu er lokið en fljótlega kemur i ljós hvers konar hrossum er verið að leita að. Þátttökugjald er 500 krónur og geta aUir komið og prófað og skoðað hrossin. Á fyrstu sýningunni voru ekki mörg hross, um það bU 20, aUt að keppnis- hrossum, en um 100 manns komu að kikja á þau. Það seldist ekki mikið en þetta er byrjunin," segir Jón Finnur. Karlakórinn syngur fyrir sýningargesti Hrossaræktarsamband Skaga- fjarðar hyggst sýna hross í reiðhöU- inni í Kópavogi laugardaginn 20. mars klukkan 17.00. „Við verðum stífir á gæðum og fórum með góð hross sem eru tamin og verða sýnd í reið,“ segir Ingimar Ingimarsson, tamningamaður í Skagafirði. „Þau verða ekki endilega mörg, svona 10 til 20. Við Elvar Einars- son og Guðmundur Sveinsson munum velja hrossin. Það er nauðsynlegt að minna á að við erum til. Þessu fylgir kostn- aður en menn vfija leggja þetta á sig. Karlakórinn Heimir er i söngför á Suðurlandi og slæst í hópinn með okkur og syngur nokkur lög, enda eru hrossabændur í kórnum. Það var ákveðið að gera þetta svona saman og vera með öðruvisi sýningu, ekki sist sem auglýsingu fýrir Skagafjörð," segir Ingimar Ingimarsson. Öll umræða hefur áhrif Samtök hrossabænda í Austur- Húnavatnssýslu verða með sölu- sýningu í reiðhöllinni á Þingeyr- um laugardaginn 10. aprU og hefst hún klukkan 14.00. Björn Magnússon á Hólabaki telur að öU umræða hafi áhrif. „Framboð á hrossum er mikið i landinu og það er nauðsynlegt að kynna hvað tU er. Við ætlumst tU að hrossin á sýningunni séu eitt- hvað tamin og verður þeim skipt í verðflokka. Við erum að leita að fiölbreytni þannig að fólk geti fundið hross við sitt hæfi. Ægir Sigurgeirsson í Stekkjardal mun sjá um skráningu og hefur verið rætt um að forskoða hrossin og kynna sér þau. Við vorum með sýningu árið 1997 og tókst vel tU, þó svo að veðr- ið hafi verið það slæmt að fólk komst ekki langt að. Það seldist töluvert á sýningunni og í kjölfar hennar," segir Björn. Sýning Hundaræktarfélags íslands var haldin í reiðhöllinni í Kópavogi um helgina. Besti hundur sýningarinnar var valinn þýskur fjárhundur, ís.m. Gildewangen’s Aramis, fæddur í Noregi. Ræktandi er Wanberg Hilde. Eigandi er Hjör- dís H. Ágústsdóttir sem sést hér ásamt Terry Thorn, dómara frá Englandi. DV-mynd Arnheiður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.