Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 „Mér líður betur eftir þriðjudagskvöldin þegar æfingar eru. Maður gleymir öllu öðru á meðan.“ Tónlist eftir fimm Öll eru þau raungreinakennarar við Háskóla íslands. Þau eiga það líka sameiginlegt að tónlistin er aðaláhugamál þeirra. Tvö eru í kórum en einn er í hljómsveit. Þau leggja á sig nær daglegar æfingar til heiðurs því list- formi sem spilar á fínustu strengi tilfinninganna. Vellíðan seint á þriðjudagskvöldi PPáll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur er einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar áhuga- manna. Hljómsveitin er níu ára og Páll spilar fyrsta selló. Áður hafði hann verið í nokkrum hljóm- sveitum en hann hætti tónlistar- námi tvítugur þegar hann hélt út i heim í háskólanám. „Það er bara svo andskoti gaman að þessu,“ segir hann þegar hann er spurður hvað tónlistin gefl honum. „Mér líður betur eftir þriðjudags- kvöldin þegar æflngar eru. Maður gleymir öllu öðru á meðan.“ Hann segir að spilamennskan myndi eflaust detta upp fyrir ef hann stundaði ekki reglulegar æflngcir með hljómsveitinni. „Það er erfitt að halda þessu gangandi öðruvísi." Páll var átta ára þegar hann sett- ist ásamt jafnöldrum sínum í einu skólastofúna í Bamamúsíkskólan- um. Þar tók hann upp blokkflaut- una og tók fyrstu skrefin á tónlistar- brautinni. Hann man ekki nákvæm- lega hvers vegna hann valdi selló. Hann hugsar sig um. „Mér þótti þetta spennandi hljóðfæri, það var stórt og hafði djúpa og fallega tóna,“ segir hann svo. í dag hlustar hann mest á sígilda tónlist og eru gömlu meistaramir, eins og Bach, í uppáhaldi. PáU segir raungreinai- og tónlist eiga ýmislegt sameiginlegt. „Báðar greinar skerpa einbeitinguna þannig að maður einbeitir sér að viðfangsefnunum. í báðum tilfellum er verið að skapa eitthvað og hvort tveggja krefst þess að maður hafl áhuga á viðfangsefninu og ein- hveija fijóa hugsun. Ég held það sé engin tilviljun að margir raunvís- indamenn em í tónlist." -SJ í „Segja má að þessi tilfinnlng sé einhvers konar upphafning en manni finnst skynjunin komast á örlítið æðra plan.“ DV-mynd Teltur r A augnabliki sannleikans Maður finnur fyrir tilfinn- ingu sem erfltt er að lýsa. Þetta er einhver fullnæg- ingartilfinning sem oft er kölluð stemning sem getur myndast undir vissum kringumstæðum á æf- ingum en þó sérstaklega á augnabliki sæinleikans á tónleikum. Þetta era augnablik sem eru svo eftirsóknar- verð að maður er tilbúinn að leggja á sig þetta starf sem er vissulega tíma- frekt. Segja má að þessi tilfinning sé einhvers konar upphafiiing en manni finnst skynjunin komast á örlítið æðra plan.“ Sigurður Snorrason líffræðingur er barítonsöngvari í Scola Cantorum. Áður söng hann í Mótettukómum og þar áður í Pólýfónkómum. „Ég hef ekki lært að syngja og ég sé eftir því. Ég finn stundum að ég get bætt margt, sérstaklega hvað tæknina varðar." Tónlistarferill Sigurðar hófst þegar hann gekk í lúðrasveit Miðbæjarskól- ans. Þar lærði hann á barítonhom. „Eftir það kunni ég að spila á ýmsa lúðra.“ Áhugi hans á sígildri tónlist kvikn- aði þegar hann var táningur og gekk í Hagaskóla. „Faðir eins skólabróður míns átti góðar hljómflutningsgræjur á þess tíma mælikvarða og við félag- amir fórum stundum heim til hans eftir skóla og hlustuðum á sígilda tón- hst.“ Hann gekk svo fljótlega í Pólý- fónkórinn. Sigurður er ekki í vafa um aö hon- um fyndist eitthvað vanta ef hann væri ekki í kór. „Ég álít tónlistina það mikinn part af lífi minu. Hún er svo gefandi að ég vil helst ekki hætta þótt aldurinn sé farinn að segja að maður ætti kannski að hægja á sér.“ Það er engin lognmolla í kringum nýjasta áhugamáls Sigurðar. Hesta- mennskan hefur heltekið hann og má því sjá barítonsöngvarann þeysa á fáki fráum raulandi fyrir munni sér. -SJ „Þegar stór verk fara að smella saman finnur maður sérstaka ánægju samfara því.“ DV-mynd Teitur Er bara svo skemmtilegt Svana Stefánsdóttir efiiafræðing- ur og aðrir félagar í Söngsveit- inni Filharmóníu munu á næst- unni stíga upp á svið og syngja Sálu- messu Mozarts á tónleikum í Lang- holtskirkju. Söngsveitin, sem á 40 ára starfsafinæh á þessu ári, hefúr í gegn- um árin lagt áherslu á að flytja ein- hver af kórverkum tónbókmenntanna. Æfmgar eru haldnar tvisvar sinnum í viku og oftar þegar tónleikar nálgast. „Ég æfi mig ekki heima á hveijum degi en ég reyni að gera það öðru hveiju." Svana hefur alltaf haft gaman af að syngja og segir músíkalskt fólk i fjöl- skyldunni. Sjálf er hún sópran. „Ég lærði söng fýrir löngu í tvo vetur í Söngskólanum í Reykjavík." Hún segist vera í kómum fyrst og fremst vegna þess að það er skemmti- legt. „Ef ég væri ekki í kómum myndi ég áreiðanlega finna mér eitthvert annað áhugamál." Tónlistin gefúr þó meira en mörg önnur áhugamál. „Þegar stór verk fára að smella saman finnur maður sér- staka ánægju samfara því. Það er krefjandi að vera í kómum og ég þarf að leggja virkilega á mig til að læra verkin. Það kitlar alltaf. Þetta má ekki vera of létt.“ Svana hlustar ekki endilega á sí- gilda tónlist þegar hún bregður diski undir geislarm eða kveikir á útvarp- inu. „Ég hlusta síst á djass.“ Árshátíð Söngsveitarinnar er fram undan. Skemmtiatriðin em mikið til söngur og eflaust munu félagamir og makar þeirra taka lagið í fjöldasöng. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.