Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Page 23
23 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 pv____________________________________________________________________________________________________________íþróttir - gerst að Man. Utd. hafi slegið út lið frá Italíu í Evrópukeppni ítalir hafa ekki gefið upp alla von og eru enn þeirrar skoðunar að Int- er Milano geti slegið Manchester United út úr meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þegar eru knatt- spymuspekingar og fjölmiðlamenn famir að spá í síðari leik liðanna, en United vann fymi leikinn sem kunnugt er, 2-0, á Old Trafford. Dugar þetta United eftir rúma viku? Margir era þeirrar skoðunar en ljóst er að ekkert má út af bera hjá United til að forskotið frá fyrri leiknum fari fyrir lítið. Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri United, er bjartsýnn: „Það er ljóst að okkar bíða erfiðleikar í síð- ari leiknum. Ég er hins vegar alveg sannfærður um að við skorum í síðari leiknum og við emm með nægilega gott lið til að komast í undanúrslitin. Ég held aö við för- um áfram,“ sagði Alex Ferguson. Taugatitringur í sambandi við Ronaldo - verður hann með eða ekki? Mikið var rætt og ritað um það fyrir fyrri leik United og Inter Mila- no hvort Brasilíumaðurinn Ronaldo yrði með eða ekki. Ferguson var rólegur allan tím- ann og trúði því ekki fyrr en lið Int- er hljóp inn á Old Trafford að Ron- aldo yrði ekki með. Fyrir leikinn sagði hann: „Ef ég panta mér ákveðinn mat á Ítalíu kíki ég alltaf vandlega hvort réttur matur sé á disknum!“ Þessi orð Fergusons lýsa ekki miklu trausti á ítölum og ljóst að hann tek- ur yfrrlýsingar þeirra hvað knatt- spyrnuna varðar með fyrirvara. „Ég er sannfærður um að Ron- aldo verður orðinn leikfær í síðari leiknum og hann verður í byrjunar- liði Inter," sagði Ferguson enn fremur. ítölsku blöðin og þjálfarinn ósátt við leik Inter ítalskir fjölmiðlar vönduðu leik- mönnum Inter ekki kveðjumar eftir leikinn á Old Trafford. „Við hverju er að búast af liði sem stendur frammi fyrir meistara fyrirgjafanna og fær á sig tvö mörk með svo til sama hætti. Og svo loks- ins þegar eitthvað fer að ganga er löglegt mark dæmt af og dauðafæri eru ekki nýtt,“ sagði eitt ítölsku blaðanna eftir leikinn. Mircea Lucescu, þjálfari Inter Milano, sagði eftir leikinn: „Eftir 50 mínútur áttum við leikinn með húð og hári. Við getum komist áfram í keppninni - með góðum stuðningi 80 þúsund áhorfenda á San Siro.“ „Vorum alls ekki vakandi“ Franski heimsmeistarinn, Youri Djorkaeff, einn besti leikmaöur Int- er sagði eftir leikinn: „Síðari hálfleikurinn var líklega besti hálfleikur okkar á leiktíðinni. Það sem ég er hins vegar mjög ósátt- ur við er hvernig þeir skoruðu mörkin. Við vorum ekki með. Þetta vora dæmigerð ensk mörk og við áttum að vera undir þetta búnir. Simeone var reiður Argentínumaðurinn Diego Simeo- ne, sá sem lenti upþ á kant við Dav- id Beckham á HM í Frakklandi og skoraði mark sem dæmt var af gegn samt að mörkin tvö eigi að nægja okkur til að komast áfram,“ sagði Keane. Lágu yfir myndbandi Gamli varnarjaxlinn Giuseppe Bergomi var ekki par hrifínn eftir leikinn: deildinni. Það er alveg ljóst að ekkert má föra úrskeiðis hjá United á hinum stóra leikvangi San Siro. Reiknað er með 85 þúsund áhorf- endum á leikinn og þeir geta gert útslagiö. Það sem skiptir sköpum fyrir United í leikn- um er að skora. -SK Sögulegur árangur ef sig- ur vinnst í Mílanó Ef Manchester United tekst að slá Inter Milano út úr meistara- deildinni verður það í fyrsta skipti sem liðinu tekst að slá ítalskt lið út ur Evrópukeppni. United tapaði fyrir AC Milan í Evrópukeppni meistaraliða 1957-1958 og 1968-1969 og fyrir Juventus í UEFA-bikamum 1976-1977 og Evrópukeppni meist- araliða 1983-1984. í meistaradeild- inni tapaði United fyrir Juventus 1996-1997. Sýnd veiði en ekki gefin Lið Inter Milano er sýnd veiði en ekki gefin. Tvívegis hefur liðið ver- ið 0-2 undir eftir fymi leik gegn ensku liði í Evrópukeppni. Það gerðist í Evrópukeppni meistaraliða gegn Liverpool 1964-1965 og gegn Aston Villa 1990-1991 Mikilvægt að halda hreinu „Mikilvægast af öllu var að fá ekki á sig mark í fyrri leiknum. Vissulega sluppum við fyrir hom í lokin en við áttum líka að skora fjögur mörk í leiknum," sagði varn- armaðurinn Garry Neville, sem lék mjög vel gegn Inter. Mörkin tvö eiga að nægja Fyrirliðinn Roy Keane átti frá- bæran leik gegn Inter á Old Traf- ford: „Síðari leikurinn verður afskap- lega erfíður og þá sérstaklega ef Ronaldo verður með. En ég held Dwight Yorke er af mörgum talinn besti sóknarmað- urinn í enska bolt- anum í dag. Hann skoraði bæði mörk Mancheter United gegn Inter Milano á Old Trafford og Ijóst er að ítalir óttast hann verulega, enda rík ástæða til. Ef Yorke og fé- lögum tekst að skora í síðari leikn- um verður róðurinn þungur hjá italska liðinu, en líklegt verður að teljast að United leggi höfuð- áherslu á varnarleikinn á San Siro eftir rúma viku. Reuter United, sagði eft- ir leikinn. „Ég er vemlega reiður. Þetta var mjög mikilvægt mark sem var dæmt af. Ef það hefði staðið hefði það breytt leiknum mjög mikið og / aukið verulega möguleika okkar _ á að komast áfram í keppninni." , „Við voram búnir liggja yfir mynd- bandi af Beckham alla vikuna. Samt gerðum við ekkert í því að stöðva hann. Við gerðum þetta mjög erfitt fyrir okkur í síð- ari leiknum en heimaleikur okkar verður ekki líkur leiknum á Old Trafford," sagði Bergomi. Veðbankar telja í dag að mögu- leikar Manchester United séu mest- ir hvað varðar sigur í meistara- Veðbankar telja að United verði Evrópumeistari |jí) ENGLAND Staðan í A-deild: Manch.Utd. 28 16 9 3 63-29 57 Cheisea 27 14 11 2 41-22 53 Arsenal 27 13 11 3 35-13 50 Leeds 27 12 9 6 41-26 45 Aston Villa 27 12 8 7 38-31 44 Wimbledon 27 10 10 7 32-37 40 West Ham 27 11 7 9 31-38 40 Liverpool 27 11 6 10 50-34 39 Derby 27 9 11 7 26-25 38 Tottenham 27 8 12 7 33-32 36 Sheff.Wed. 27 10 5 12 35-27 35 Newcastle 27 9 8 10 35-36 35 Middlesbro 27 7 12 8 34-39 33 Leicester 26 7 9 10 26-36 30 Everton 27 6 10 11 20-29 28 Charlton 27 6 9 12 31-37 27 Coventry 27 7 6 14 28-38 27 Blackbum 27 6 8 13 27-38 26 Southampt. 27 6 5 16 26-53 23 Nott.For. 27 3 8 16 22-54 17 Markahæstir: Michael Owen. Liverpool.........16 Dwight Yorke, Man. Utd..........16 Andy Cole, Man. Utd.............13 Dion Dublin, Aston Villa........13 Nicolas Anelka, Arsenal ........13 Jimmy F. Hasselbaink, Leeds ... 12 Hamilton Richard, Middlesbro ... 10 Gianfranco Zola, Chelsea........10 Ole G. Solskjær, Man. Utd.......10 Robbie Fowler, Liverpool .......10 Næstu leikir: Arsenal-Sheff. Wed 9. mars. Black- bum-Everton, Derby-Aston Villa, Leeds-Tottenham, Nott. For- est-Newcastle 10. mars. Leikir 13 mars: Chelsea-West Ham, Coventry-Black- burn, Derby-Liverpool, Ev- erton-Arsenal, Leicester-Charlton, Middlesbro-Southampton, Newcastle-Manchester United, Sheff. Wed-Leeds, Tottenham-Aston Villa, Wimbledon-Nott. Forest. Staðan í B-deild: Sunderland 34 21 10 3 67-22 73 Bradford 34 19 7 8 59-34 64 Ipswich 34 19 7 8 47-22 64 Bolton 33 16 11 6 59-40 59 Birmingh. 34 16 10 8 49-29 58 Watford 34 14 11 9 51—46 53 WBA 35 14 8 13 59-54 50 Wolves 33 13 10 10 46-35 49 Grimsby 32 14 7 11 34-34 49 Huddersf. 34 13 10 11 48-54 49 Norwich 33 12 12 9 46-42 48 Sheff.Utd 33 12 11 10 51-51 47 Tranmere 34 10 15 9 48-46 45 Cr.Palace 34 10 11 13 45-55 41 Barnsley 34 9 13 12 39-40 40 Stockport 34 9 13 12 40-42 40 Portsmouth 34 9 11 14 46-52 38 QPR 34 9 10 15 36-44 37 Swindon 33 9 9 15 45-56 36 Oxford 34 8 9 17 34-55 33 Bury 33 7 10 16 28-50 31 Port Vale 33 9 4 20 33-60 31 Bristol C. 33 5 13 15 42-61 28 Crewe 33 6 8 19 38-66 26 Næstu leikir 13. mars: Birmingham-W.B.A., Bolton-Q.PR., Bradford-Norwich, Bury-Barnsley, Grimsby-Sunderland, Ipswich-Hudd- ersfield, Oxford-Watford, Port Vale-Stockport, Portsmouth-Crystal Palace, Swindon-Crewe, Tran- mere-Sheff. Utd, Wolves-Bristol City, Chelsea og Man. Utd mætast annaö kvöld Chelsea og Manchester United mætast öðm sinni í 8-liða úrslit- um ensku bikarkeppninnar ann- að kvöld. Um síðustu helgi gerðu liöin markalaust jafntefli á Old Trafford, en annað kvöld verður leikið á Stamford Bridge í Lund- únum. Þá leika einnig Bamsley og Tottenham 16. mars. Arsenal og Derby hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.