Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vanhelgað og varnarlaust kerfi Kvótakerflð hefur beðið varanlegan hnekki í aknenn- ingsálitinu. Gegn því hafa verið stofnuð félög og tveir stjórnmálaflokkar. Hagsmunaaðilar hafa bundizt sam- tökum um að ná sér í spón úr askinum og hóta ólögleg- um aðgerðum til að sýna mátt sinn og megin. Til skamms tíma var kvótakerfinu haldið uppi með því að telja fólki trú um, að það væri í þágu sjávarplássa og sjómanna. Nú hefur komið í ljós, að kvótinn flögrar um eftir hagfræðilögmálum og fer ekki að neinu leyti eft- ir meintum þörfum sjávarplássa og sjómanna. Þar með hefur bilað lím, sem áður sameinaði lands- byggðina í stuðningi við kvótakerfið. Staðbundnir hags- munir í sjávarplássunum hafa risið gegn kerfmu um leið og hugsjónir í þéttbýlinu hafa risið gegn því á allt öðrum forsendum, kröfunni um jöfnuð og réttlæti. í vörninni gegn áhlaupi hugsjóna og hagsmuna hefur stjómvöldum ekki tekizt að sýna fram á gildi kvótakerf- isins, þótt margt megi færa fram því til ágætis. Megin- máli skiptir, að það hefur glatað lögmæti sínu í augum þjóðarinnar og verður því ekki varið með lögum. Öngþveiti er í uppsiglingu og það er ekki Hæstarétti að kenna. Það er þvert á móti þeim að kenna, sem neita að fallast á dóm Hæstaréttar og telja sig geta snúið út úr málinu með tæknibrellum. Það eru stjórnvöld, er hafa sáð til þeirra vandræða, sem nú eru í aðsigi. Kvótakerfinu þarf að breyta á þann hátt, að það full- nægi stjórnarskránni og tilfinningu fólks fyrir því, hvað sé réttlátt og sanngjarnt. Ef ekki næst sátt við hugsjónir fólks, mun kerfið lúta í gras. Þetta er mál, sem ekki verð- ur leyst með tæknilegum sjónhverfingum. Þjóðfélagið stendur og fellur með almennri sátt um grundvallaratriði. Lögin í landinu standa ekki og falla með löggæzlu, heldur með því, að fólkið standi annað- hvort með þeim eða móti. Ekki er lengi hægt að fram- kvæma lög, sem þjóðin er almennt orðin andvíg. Því fyrr sem stjómvöld láta af tæknibrellum og byrja að taka mark á innihaldi hæstaréttardómsins í kvóta- málinu og á almannarómi í landinu, þeim mim fyrr verð- ur aftur unnt að koma á lögum og rétti í fiskveiðum. Þeim mun fyrr verður þjóðfélagið aftur sátt. Því miður eru ráðamenn okkar margir hverjir allt of þrjózkir. Þeir telja sig vita betur en allir aðrir og hafa hingað til verið ófáanlegir til að hlusta. Þeir tala ekki bara niður til þjóðarinnar, heldur líka niður til Hæsta- réttar. Slíkt dramb getur endað með falli. Landsfeðumir ganga að þessu leyti illa undirbúnir til kosninganna í vor. Þeir héldu fram eftir vetri í hroka sínum, að þeir gætu sannfært fólk um, að þeir vissu bet- ur en aðrir. Nú eru þeir hins vegar að komast að raun um, að rök þeirra verða ekki tekin gild. Enginn hörgull er á góðum hugmyndum um, hvernig kvótakerfmu verði breytt. Því fýrr sem tekið verður mark á einhverjum slíkum hugmyndafræðilegum tillög- um, þeim mun minni líkur eru á, að hagsmunaaðilar geti í sína eigin þágu brotið kerfið á bak aftur. Tillögur eru um að afskrifa núverandi kvóta á nokkrum árum og taka upp byggðakvóta eða almenn- ingskvóta eða uppboðskvóta. Leiðirnar eru margar, en að baki þeim öllum er sannfæring höfundanna um, að misnotkun núverandi kerfis hafi vanhelgað það. Það er raunar mergurinn málsins. Kvótakerfið hefur vanhelgazt og verður ekki varið. Því fyrr, sem nýtt kerfi rís á rústum þess, þeim mun betur farnast okkur. Jónas Kristjánsson RÉMY MARTIN FINE CHAMPAGNE COGNAC Hugsjón framleiðenda og baráttumál að auka drykkju meðal unglinga, eða að auka hagnað sinn? Auglýsingar og mannréttindi isauglýsinga kann að búa er t.d. ósann- gjamt að ætla að það sé hugsjón framleið- enda og baráttumál að auka drykkju meðal ungmenna sem vitað er að era viðkvæmust gagn- vart auglýsingum. Þeim gengur ekkert alvarlegra til en að auka hagnað sinn en hafa valið til þess ósmekklega leið. Auglýsingafrelsi Þegar um frelsi og auglýsingar er að ræða virðist ljóst að í „Þegar öllu er á botninn hvolft stafar togstreitan um áfengis- auglýsingarnar ekki afmannrétt- indabaráttu heldur viðskipta- hagsmunum. Hér er ekki aðeins um hagsmuni framleiðenda og innflytjenda að ræða heldur einnig og ekki síður hag fjöl- miðla.u Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor Loksins hefur því óvissuástandi sem ríkt hefur um rétt til birting- ar áfengisauglýsinga verið eytt. Dómur Hæstaréttar tekur af allan vafa um ólögmæti þeirra. Nú er að vona að framleiðendur og innflytj- endur sjái sér, ef ekki sóma, þá a.m.k. hag í að leita ekki frekari króka fram hjá banninu að óbreyttum lögum. Ógeðfelld rök Mörg og misjöfn rök hafa verið borin fram í umræðunni með og á móti áfengisauglýsingum. Fá hafa líklega verið ógeðfelldari en að bann við slíkum auglýsingum brjóti í bága við tjáningarfrelsi. Nú er það að sönnu ótvírætt að auglýsingar njóta formlega séð verndar af ákvæðum stjórnar- skrár, laga og alþjóðlegra sátt- mála um tjáningarfrelsi. Þegar hugað er að uppruna og sögu tján- ingarfrelsis er þó ljóst að þar er um að ræða helgasta rétt sér- hvers einstaklings til að vera hann sjálfur. í tjáningarfrelsi felst réttur til að láta í ljós skoðanir sínar, hugsjónir eða trú hversu mjög sem þær kunna að brjóta í bága við sjónarmið valdhafa. í tjáningarfrelsi felst réttur til að vera sjálfum sér samkvæmur án þess að fara í felur, án þess að eiga á hættu að hafna í einhverju gúlaginu", án þess að starfsframi manns verði stöðvaður eða mennt- unarmöguleikar barna manns skertir. Þegar haft er í huga hversu hart varð víða að berjast fyrir þessu frelsi og hversu skert það er víða um heim hljómar það líkt og að leggja nafn Guðs við hé- góma að tengja það við áfengisaug- lýsingar. Hvað sem að baki áfeng- þeim felst tjáning af býsna sér- stöku tagi. Um þær gilda enda ýmsar reglur hjá flestum íjölmiðl- um sem auðvitað fela í sér margs konar frelsisskerðingu. Fæstir munu þó vilja varpa þeim öllum fyrir róða þar sem tilgangurinn er jafnan að tryggja góða viðskipta- hætti. Þegar sumar þessar venjur era hafðar í huga (t.d. notkun efstastigs) virðist vel réttlætanlegt að lög- gjafmn setji strangar skorður fyrir því hvar, hvernig og hvænær t.d. áfengi og tóbak er auglýst. Þegar öllu er á botn- inn hvolft stafar tog- streitan um áfengis- auglýsingarnar ekki af mannréttindabar- áttu heldur viðskipta- hagsmunum. Hér er ekki aðeins um hags- muni framleiðenda og innflytjenda að ræða heldur einnig og ekki síður hag ijöhniðla. í leiðara Mbl. 27. febr. sl. er t.d. frekar mælt gegn banni við áfeng- isauglýsingum vegna þess að slíkt mis- muni íslenskum og erlendum fjölmiöl- um. Við þetta er það að athuga að það er munur á hvort hing- að berst efni af þessu tagi í takmörkuðum mæli í fjölmiðlum sem ná til afmark- aðra hópa og fólk vel- ur að kaupa aðgang að eða hvort áfengis- auglýsingar blasa við á fjölförnum gatnamótum eða á skjá ríkissjón- varpsins. í umræðunni verður einfaldlega að meta: Hvort er þungvægara hagnaður íjölmiðla og auglýsenda eða þær þjóðfélagslegu afleiðingar sem áfengisauglýsingar að öUum líkindum hafa? Hjalti Hugason Skoðanir annarra Fagna samkomulaginu „Það að rammasamkomulag skuli hafa náðst finnst mér vera mjög gott og jákvætt. Ég fagna því sérstaklega að búið er að höggva á þennan hnút í samskiptum þessara þjóða, sérstaklega Noregs og Is- lands, sem þurfa að eiga mjög öflugt samstarf á mörgum sviðum, ekki síst vegna þess að við stönd- um saman utan Evrópusambandsins. Ég tel að þetta mál hafi skaðað okkur fram að þessu en við höfum alla möguleika á að bæta samskiptin þegar þetta er komið á hreint." Margrét Frímannsdóttir í Mbl. 6. mars. Endurgjald Smugusamninga „Viðræður um endurgjald eru skammt á veg komnar gagnvart Rússum en lengra gagnvart Norð- mönnum og endurgjaldið skiptir okkur miklu máli þegar lagt er mat á þetta í heild sinni. Það skiptir okkur miklu máli að veiða þetta innan lögsögu. Það er aðgengilegra og tryggara að við náum magninu... Líklega verðum við að gangast undir þeirra reglur í þvi efni og nota botnvörpu en ekki flotvörpu, sem er okkur óhagkvæmara, en samt eigum við að geta náð þessu... Algjört lykilatriði er að það verði ekki það hátt að við follum út lækki þeir kvótann á næsta ári, sem er augljóst. Þá er þetta samningur um ekki neitt.“ Kristján Ragnarsson í Mbl. 6. mars. Flóttinn af landsbyggðinni „Ibúðarhúsin sem fólkið flytur úr er alla jafna meginhluti ævisparnaðarins og stundum hvíla enn á þeim skuldir. Söluverðmæti þeirra við þessar að- stæður er örlítið brot af því sem væri við eðlilega eftirspum. Þennan skaða ber fólkið sem burtu hrekst óstutt. Og erfiðleikarnir geta verið miklir að ráða við að finna sér annan bústað í nýrri byggð þeg- ar ævisparnaðurinn hefur gufað upp. Hitt eru ekki síður stórfelld verðmæti sem íbúarnir sem samfélag skilja eftir sig: skóla, félagsheimili eða íþróttahús, vatnsveita, fráveita, rafveita... Það er hér sem hags- munir íbúa þéttbýlisins, ekki hvað síst íbúanna á suðvesturhominu, koma til sögunnar." Jón Sigurðsson í Mbl. 6. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.