Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 17
17 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 Þau taka daginn snemma fyrir norðan: Pottormar“ á Akureyri Þann 15. mars árið 1990 var stofnað Sundfélagið Pottormar á Akureyri. Tilefnið var að sundlaug var tekin í notkun í Glerárhverfi og þangað hóf hópur manna að leggja leið sína fyrir allar aldir á morgnana. Á þeim 9 árum sem liðin eru hafa tveir úr hópnum haldið út allan tímann, Ragnar Sverrisson og Kristján Kristjánsson. Tilveran hitti þá og fleiri „Pottorma" fyrir allar aldir dag einn ísíðustu viku.-gk Pottormarnir í heita pottinum og snjóskaflarnir í baksýn. F.v.: Þorgeir Arnórsson, Jón Ragnarsson, Rósa Pálsdóttir, ísleifur Ingi marsson, Óðinn Svan Geirsson, Kristján Kristjánsson og Ragnar „höfuðpaur" Sverrisson. DV-mynd gk Þetta er allra meina bót Þeir synda á hverjum einasta morgni alla virka daga ársins. Ragnar Sverrisson, t.v., og Kristján Kristjáns- son. DV-mynd gk hefur frá ótrúlega mörgu að segja. Við Ragnar leyfum honum yfileitt að masa mestan hluta leiðarinnar en skjótum inn orði og orði þegar Óðinn Svan þarf að anda. Þegar göngunni lýkur og sundið er afstaðið tekur síðan við önnur lota í heita pottinum og þá er þetta alit sam- an heimilislegra, enda Óðinn Svan þá orðinn þreyttur þannig að fleiri kom- ast að til að ræða málin. Okkur er ekkert óviðkomandi og þau eru ekki mörg málin sem her á góma sem við fmnum ekki lausnir á,“ segir Krist- ján. Ég er morgunhani sem er sprott- inn upp úr bælinu klukkan fimm á hverjum morgni. Það var þvi eins og himnasending fyrir mig þegar hægt var að fara að stunda morgunsund hér í sundlauginni við Glerárskóla fyrir allar aldir, og ekki versnaði það þegar við fórum að taka upp gönguferðir upp úr klukkan sex á morgnana. Ég missi aldrei nokkum tíma af þessari morgunhressingu ef ég er í bænum því þetta er alira meina bót,“ segir Ragnar Sverrisson sem telja má forsprakka Sundfélags- ins Pottorma ásamt Kristjáni Krist- jánssyni. „Við fórum í göngutúrinn um sex- leytið, og göngum frá Glerárskóla, svokallaðan Skarðshliðarhring sem er um 2,5 km á lengd. Að því loknu teygjum við vel og skellum okkur svo í sundið. Það er synt af krafti í 10-15 mínútur og þá er ekkert eftir annað en að skella sér út og í heita pottinn. Þar tökum við svo upp léttara hjal. Allt þetta er nokkurt puð fyrir mann sem kominn er á sextugsaldurinn, eins og ég, en maður hættir þessu ekki á meðan maður getur hreyft sig um. Göngutúramir em t.d. alveg sér á báti, en í þeim verða menn að leggja sig aiia fram um að hafa allt á hom- um sér og vera aldrei sammála sið- asta ræðumanni. Svo rífumst við í pottinum um allt milli himins og jarðar, og með þessu tekst manni að losna við alla neikvæðnina og getur gengið á móti verkefnum dagsins - segir forsprakkinn, Ragnar Sverrisson með bros á vör,“ segir Ragnar. Hann vildi koma því á framfæri að Sundfélagið Pottormar væri 9 ára gamalt félag. „Við erum að heyra af einhverjum Steingrími Hermanns- syni sem fer i laugamar i Laugardal og kallar sig og félaga sína pottorma. En hinir einu og sönnu pottormar eru hér á Akureyri," bætti Ragnar við. Strákamir yndislegir við mig Eina konan í hópnum er Rósa Páls- dóttir, en hún segist reyndar ekki líta á sig sem pottorm. „Nei, ég er eigin- lega ekki pottormur því að ég fer yflr- leitt ekki í pottinn nema við sérstök hátíðleg tækifæri. Égienti í veikind- um sem leiddu til örorku og endur- hæfingar óg einn liöurinn í endurhæf- ingunni var að fara í sund. Ég fann strax hvað sundið gerði mér gott og hélt því áfram að synda þegar endur- hæfingunni lauk. Fyrst í stað mætti ég héma í Gler- árlaugina klukkan 10 á morgnana en flutti mig síðan og mæti nú klukkan 6.45 á morgnana og likar vel. Mér líkar þetta reyndar svo vel að það má segja að ég sé orðin háð þessu morgunsundi. Ég læt klukkuna vekja mig klukkan sex og ef það kemur fyr- ir að ég þarf að sleppa úr degi þá líð- ur mér eins og ég liafi verið að svikj- ast um. Það eina sem mér finnst vera að er að það vantar fleiri konur til að mæta i morgunsundið, þær ættu bara að drífa sig og finna hvað þetta gerir manni gott,“ segir Rósa. Við Ragnar hlustum mest Kristján Kristjánsson er annar tveggja frumkvöðlanna sem era eftir og hafa mætt daglega i níu ár. Hann fer ekkert í launkofa með að hann sé orðinn háður þessari morgunhreyf- ingu og segir sér líða svo vel eftir gönguna, sundið og heita pottinn að hann bókstaflega svífi í sæluvimu á móti verkefnum daganna. „Þetta er náttúrlega alveg frábært. Við göngum af stað um sexleytið frá Glerárskólanum, við Ragnar förum alltaf og Óðinn Svan kemur alltaf nema þegar hann þarf að vera utan- bæjar. í upphafi var þetta nú þannig að við hlupum þennan svokallaða Skarðshlíðarhring, en þá kom upp það vandamál að menn áttu erfitt með að tala saman á hlaupunum og því var hlaupinu breytt í göngu. Við ræðum auðvitað öll helstu dæg- ur- og þjóðmál sem eru í brennidepli hverju sinni. Reyndar hafa málin þró- ast þannig eftir að Óðinn Svan kom í hópinn að það hefúr í sífellt auknum mæli komið i hlut okkar Ragnars að vera hlustendur, enda hefur Óðinn Svan komið víða við á sínum ferli og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.