Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 Sviðsljós Krefst nær fjögurra milljarða af Leonardo Kvikmyndaleikarinn Roger Wil- son krefst nú 3,7 milljarða is- lenskra króna í skaðabætur af hjartaknúsaranum Leonardo DiCaprio. Þeir höfðu rifist um hina kynþokkafullu Elizabeth Berkley. „Lifverðir hans skemmdu á mér barkakýlið svo að ég get ekki sung- ið lengur,“ segir Roger Wilson. Slagsmálin áttu sér stað fyrir einu ári fyrir utan Morgan Hotel í New York. Leonardo hafði í nokkra daga gert hosur sínar grænar fyrir Elizabeth sem líkleg- ast er þekktust fyrir fatafelluhlut- verk sitt í myndinn Showgirls. Elizabeth vildi ekkert með Leon- ardo hafa. Þegar kærastinn hennar, Roger Wilson, sem er 41 árs, kom auga á Leonardo og vini hans í veitinga- sal hótelsins skipaði hann honum að láta Elizabeth í friði. Þeir héldu áfram að rífast fyrir utan hótelið. „Lemjum skíthælinn," sagði þá Leonardo skyndilega við vini sína og lífverði." „Ég var umkringdur af átta Leonardo hefur engin áform um að taka lífinu með ró. Símamynd Reuter mönnum. Leonardo horfði á. Eg sá aldrei hver réðst á mig. Hann kom úr dauðum vinkli. Ég fékk tvö spörk á hálsinn," segir Roger Wil- son. Lögmenn Leonardos vísa öll- um ásökunum á bug. Krafa Wilsons er bara eitt af mörgum vandamálum sem Leon- ardo berst við núna. Kærastan hans, fyrirsætan Kristen Zang, er enn einu sinni búin að fá nóg af honum. Hún var þreytt á öllu partístandinu í Leonardo og sagði að hann þyrfti að þroskast. Leonardo tók skilnaðinn mjög nærri sér og til viðbótar við allt er hálfbróðir hans, Adam, farinn að vera með Kristen. Sumir segja að kappinn hafi gott af því að bragða á eigin mixtúru. Hann hafi átt vin- gott við Demi Moore, Kate Moss, Helen Christensen og Naomi Campbell á meðan þær voru í sam- bandi við aðra menn. En Leo iðrast einskis og segir að þegar hann horfi til baka mimi hann komast að þeirri niðurstöðu að líf stjömu hafi verið skemmtilegt. Sandra Builock viðurkennir að hún öfimdi starfsystur sína, leikkonuna Nicole Kidman. Sér- staklega öfundar Sandra Nicole vegna vaxtarlagsins. „Hún er glæsileg. Næstum því konungleg. Og þvílíkur kroppur," segir Sandra. Reyndar eru stöliumar ágætar vinkonur. Janet huggar sig hjá konu Ekki em nema nokkrir mánuð- ir síðan söngkonan Janet Jackson og kærastinn hennar, Rene Elizondo, áttu ljúfar stundir sam- an. Nú hefur ástin breyst í hatur. Fái Elizondo ekki það við skilnað- inn sem hann óskar ætlar hann að ljóstra upp í bók meintu leyni- legu lífi Janet sem lesbíu. Hann hefur þegar sagt að hún hafi leit- að huggunar hjá konu sem hún hafði með sér á tónleikaferöalagi. Janet sagði Elizondo upp þar sem hún var leið á framhjáhaldi hans. Sandra öfundai' Nicole Kidman Sýningar á tísku næsta hausts standa nú yfir í París. Hér sýnir breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell sköpunarverk franska hönnuðarins Jeromes Dreyfuss. Símamynd Reute. Kate var ekki rekin frá Clein Umboðsmenn fyrirsætunnar Kate Moss voru fljótir að vísa á bug fréttum um að Calvin Klein hefði rekið Kate Moss eftir að hún greindi frá því að hún hefði ekki komið fram ódrukkin á tískusýn- ingu í 10 ár. Sögðu umboðsmenn- irnir að Kate hefði ekki viljað endurnýja samning sinn sem rann út í september síðastliðnum. Hún hefði hætt i sátt við fisku- kónginn. Clooney kveður Bráðavaktina Aðdáendur sjónvarpsþáttarins Bráðavaktin geta andað léttar. Barnalæknirinn, sem George Clooney leikur, deyr ekki heldur geta menn lifað í voninni um að sjá goðið sitt aftur á skjánum. Það er að segja ef Clooney verður leiður á kvikmyndabransanum eða öfugt og kemur aftur á sjúkra- húsið í Chicago. Melanie vill fleiri börn Antonio Banderas veit hvað bíður hans því nú er sagt að eig- inkona hans, Melanie Griffith, vilji eignast barn árið 2000. Hún á tvö börn frá fyrri hjónaböndum og eitt með Banderas, litlu dóttur- ina Stellu. Reyndar cr sagt að Melanie sé afbrýðisöm út í nýj- ustu kærustu Dons Johnsons sem hún hitti á dögunum. En hún er nú samt enn hrifin af Banderas sínúm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.