Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 21
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 21 íþróttir Bland í poka Steve Elkington frá Ástralíu bar sig- ur úr býtum á PGA móti í golfi sem lauk í Miami í fyrrinótt. Elkington lauk keppni á 275 höggum. Annar varö Bandarikjamaðurinn Greg Kraft á 275 höggum og jafnir i þriðja sæti á 276 höggum uröu David Thomas, Tommy Armour, Jay Haas, Ernie Els og Scott Dunlap. Aron Kristjánsson og félagar hans í Skjern eru i öðru sæti dönsku A- deildarinnar í handknattleik. Skjern gerði um helgina jafntefli, 20-20, gegn Virum á útivelli og meistarar GOG gerðu sömuleiðis jafntefli, 21-21, gegn FIF. GOG er með 28 stig í efsta sæti, Skjem 26 og Helsinge 25. Tómas Ingi Tómasson lék síðustu 25 mínútumar í liði AGF og Ólafur H. Kristjánsson síðustu 10 mínútumar þegar liðið lagði AaB, 1-0, í dönsku A-deildinni í knattspymu um helg- ina. Boóhlaupió með ólympíukyndilinn fyrir leikana í Sydney á næsta ári hefst í maí eftir rúmt ár. Hlaupið verður með kyndilinn 27 þúsund kíló- metra leið áður en ólympíueldurinn verður tendraðor á ólympíuleikvang- inum þann 15. september. Aldrei í sögu ólympíuleikanna hefur verið hlaupin jafnlöng leið með kyndilinn. Forráóamenn Ferrari-liðsins í For- mula 1 kappakstrinum hafa haldið sig á jörðinni þrátt fyrir sigur írans Eddie Irvine. „Við vitum nákvæm- lega hvemig staðan er. McLaren bíl- arnir era enn þeir Ðjótustu og McLaren-liðið er það lið sem við þurf- um að sigra. Þessi keppni er rétt að byija. Viö eram mjög ánægðir með að Irvine tókst að sigra, hann átti það svo sannarlega skilið," sagði Ferrari- maðurinn. Helgi Kolviósson og félagar i Mainz unnu góðan sigur á Bielefeld, 3-1, í þýsku B-deildinni í knattspymu 1 gærkvöld. Mainz komst þar með í 7. sætið með 32 stig en efst em Unter- haching með 42 stig, Fúrth með 41 og Bielefeld með 39 stig. Helgi kom inn á sem varamaður undir lok leiksins en hann missti af næsta leik á undan vegna meiösla. Hann fór til Lúxem- borgar strax eftir leikinn til móts við íslenska landsliðshópinn sem kom þar saman í gær fyrir leikinn viö Lúxemborg annað kvöld. Guöjón Þórðarson landsliðsþjálfari sagði við DV í gærkvöld aö allir landsliðsmennimir hefðu skilað sér heilir til Lúxemborgar eftir leiki helgarinnar. Ljóst var áður að fjórir gætu ekki leikiö, Siguröur Jónsson, Stefán Þ. Þóröarson og Pétur Mar- teinsson eru meiddir og Þóröur Guójónsson spilar með Genk sama kvöld. Það snjóaði í Lúxemborg í gærkvöld þannig að vallarskilyrðin þar annað kvöld gætu orðið erfið. Ómar Bendtsen, knattspyrnumaður úr Fylki, er genginn til liös við 2. deildar lið KS frá Siglufirði. Fylkismenn hafa hins vegar fengiö til sín Júgóslavann Zoran Stosic sem hefur leikiö með Ægismönnum i 2. deild undanfarin ár. Kvennaliös Vals í knattspymu hefur fengið til sin tvo máttarstólpa 1. deildar liðs tBA frá Akureyri. Þaö era markaskorarinn Erna Lind Rögnvaldsdóttir og systir hennar, markvörðurinn Þóra Reyn Rögn- valdsdóttir. Björn Jakobs- son, knatt- spymumaður úr KR, dvelur þessa dagana viö æf- ingar hjá enska D-deildar liðinu Brentford, liði Hermanns Hreióarssonar. Norska kvennahandknattleiksliðiö Bækkelaget var með taprekstur sem nam um 12 milljónum íslenskra króna á síðasta ári. Þar vega þyngst kaupin á suöur-kóresku landsliðskon- unni Jeong-Ho Hong og launa- greiðslurnar sem Anja Andersen, besta handknattleikskona heims, fær hjá félaginu. Celtic vann Greenock Morton, 3-0, í 8 liða úrslitum skosku bikarkeppninn- ar í knattspymu í gærkvöld. Mark Viduka 2 og Henrik Larsson gerðu mörkin. Celtic mætir sigurvegaran- um í leik Ayr og Dundee United í undanúrslitum. Hafnaboltaleikarinn Joe DiMaggio, einn dáðasti íþróttamaður I sögu Bandaríkjanna, lést i gær, 84 ára að aldri. -GH/SK/VS Miljkovic í vanda Rúnar Alexandersson ekki á leið til Svíþjóðar: Samningsbundinn Gerplu út 2000 - segir Árni Þór Árnason, formaður Fimleikasambands „Það hafa af og til komið fram fréttir í sænskum fjölmiðlum þess efnis að Rúnar ætli að keppa fyrir Svía og hann vilji verða Svíi. Við kippum okkur ekki upp við þetta enda vitum við betur,“ sagði Árni Þór Ámason, formaður Fimleika- sambands íslands, í samtali við DV. í DV í gær var greint frá viðtali í sænska sjónvarpinu í fyrrakvöld þar sem Rúnar sagði það sinn stærsta draum að keppa fyrir Sví- þjóð. Nýverið lýsti Rúnar því yfir í DV að hann væri íslendingur, myndi keppa fyrir ísland og ekki stæði til að breyta því. „Staðreyndin er sú að Rúnar er samningsbundinn Gerplu út árið 2000. Hann mun örugglega keppa fyrir ísland á þeim tima. Hvað þá tekur við veit enginn. Þaö er mikið til undir okkur sjálfum komið hvort Rúnar keppir áfram fyrir ísland eft- ir árið 2000. Þetta er vitskuld dýrt og það er ekki útilokað að Rúnar keppi einhven tímann fyrir aðra þjóð en ísland. Ég er þó bjartsýnn á að svo verði ekki og að við verðum svo heppin að halda þessum frá- bæra íþróttamanni sem íslenskum ríkisborgara. Hitt er svo ljóst að Svíar munu halda áfram að reyna að krækja í hann. Þá vantar hann í sitt landslið fyrir heimsmeistara- mótið í Kína eins og margoft hefur komið ffam í sænskum fjölmiðl- um,“ sagði Árni Þór Ámason. Sviar virðast eiga afar erfitt með að sætta sig við orðinn hlut hvað Rúnar varðar, Völu Flosadóttur og einnig íslandsmeistarann í bad- minton, Tómas Garðarson. Þeir geta með engu móti sætt sig við þjóðemi þessa íþróttafólks og eflaust eiga eft- ir að birtast fleiri öfundarfréttir í sænskum fjölmiðlum í framtíðinni um Rúnar, Völu og Tómas. Fjögurra mánaða viðtal Kristján Erlendsson, formaður Gerplu, sagði einnig að Rúnar væri samningsbundinn Kópavogsfélag- inu út næsta ár. „Viðtalið sem Svíamir sýndu við Rúnar var ekki nýtt, heldur tekið fyrir fjórum mánuðum. Á þeim tíma var Rúnar að æfa í Svíþjóð og var beittur geysilegum þrýstingi um að gerast Svíi,“ sagði Kristján við DV. -SK/VS Hrafnhildur og Helga: Höfnuðu Sola og stefna í FH Hrafhhildur Skúladóttir og Helga Torfadóttir, landsliðs- konur í handknattleik, höfnuðu í gær nýju tilboði ffá norska félaginu Sola sem vildi fá þær til sín frá Bryne. Þar með er ljóst að þær leika hér á landi næsta vetur eft- ir eins árs dvöl í Noregi og væntanlega spila þær báðar með FH. Hrafnhildur lék með FH áður en hún fór til Nor- egs og hefur ákveðið að fara aftur þangað. Helga varði mark Víkings en reiknar með því að fylgja með í Hafnar- fjörðinn. Báðar voru þær í lykilhlutverkum hjá Bryne í vetur og þóttu sterkustu leikmenn liðsins. -ih/VS Metaleikur Keflavík vann sinn 26. heimaleik í röð og þann 18. í röð í úrvalsdeildinni i körfúbolta á sunnudag er Þórsarar komu í heimsókn til Keflavíkur. Þetta var jöfnun á félags- meti yfir flesta heimasigra í röð í deildinni en liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í þessum leik. Keflavíkurliðið jafnaði og setti önnur met í þessum leik en 138 stig liðsins í leiknum er fimmta hæsta skor eins liðs í venjulegum leiktima í sögu úrvalsdeildar. Keflvíkingar eiga þar metið, geröu 149 stig gegn Tinda- stóli 6. mars 1997 og eiga nú 6 af 7 hæstu skorum í einum leik í úrvalsdeild. Keflavíkurliðið gerði 24 þriggja stiga körfur í leiknum sem jafnar met það sem Grindvíkingar settu fyrr í vetur gegn Val á Hlíðarenda. Ennfremur hefur Keflavík skorað 258 3ja stiga körfúr í 21 leik í vetur (Damon Johnson 54, Falur Harðarson 51, Guðjón Skúlason 42, Hjörtur Harðar- son 47, Gunnar Einarsson 45, Kristján Guðlaugsson 19). Þetta gerir 12,3 körfúr að meðaltali í leik og er nýtt met þrátt fyrir að liðið eigi einn leik eftir því Keflavík gerði mest áður 256 körfur í 22 leikjum 1996-97 eða 11,6 að með- altali í leik. Það var metið en Keflavíkurliðið hefur nú gert tveimur fleiri og hefur því eignast metið þrátt fyrir að ein- um leik sé enn ólokið. -ÓÓJ Héðinn skoraði sjo Héðinn Gilsson átti mjög góðan leik með Bayer Dormagen þegar liðið sigraði Eintracht Wies- baden, 26-28, á útivelli í þýsku B-deildinni í handknattleik um helgina. Héðinn skoraði 7 mörk og var markahæstur í liði Dormagen. Ró- bert Sighvatsson skoraði 2 mörk en Daði Haf- þórsson komst ekki á blað. „Þetta var einn af betri leikjum mínum í vetur. Aldrei þessu vant var lítið um hraðaupphlaup hjá okkur og það gaf manni meira tækifæri á að spila í sókninni. Við erum í harðri baráttu við Willstatt og úrslitin í riðl- inum ráðast sennilega þegar við mætum þeim í lokaumferðunum," sagöi Héðinn Gilsson við DV í gær. Dormagen er með 47 stig í efsta sætinu, Willstátt er með 46 stig en lið- ið gerði óvænt jafntefli gegn Saarbrúcken um helgina, 24-24, Gústaf Bjamason lék ekki með Willstatt vegna veikinda. Leuterhausen er svo í þriðja sætinu með 42 stig. -GH Suhr á leið í gjaldþrot - Lee á leiðinni til Amicitia Zíirich Svissneska handknattleiksfélagið Suhr, sem Júlíus Jónasson lék með fyrir tveimur árum, er mjög illa statt fjárhagslega og flest bendir til þess að félagið verði úrskurðað gjaldþrota í lok leiktíðarinnar. Suhr, sem er í öðru sæti úrslita- keppninnar, skuldar um 50 milljón- ir króna og eins og staðan er í dag virðist ekki vera hægt aö forða lið- inu frá gjaldþroti. Kóreumaðurinn Suk-Hyung Lee, sem lék í marki FH á síðasta keppn- istímabili, leikur í marki Suhr og samkvæmt heimildum DV hefur hann ákveðið að ganga í raðir Amicitia Zúrich, liðsins sem Gunn- ar Andrésson leikur með. -GH Arnar Hrafn Jóhannsson skoraði fyrir Víking í gær. Tvö mörk frá ívari Fram sigraði Fylki, 2-0, í fyrstu umferð Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu á Leiknisvelli í gærkvöld. ívar Jónsson, sem Fram fékk frá HK í vetur, skoraði bæði mörk liðsins. Víkingur vann Létti, 3-0, á Leiknisvelli. Viktor Bjarki Amarsson (16 ára), Amar Hrafn Jóhannsson og Daníel Hafliðason skomðu mörkin. ÍR vann Fjölni, 1-0, á gervigrasinu í Laugardal. Kristján Haildórsson skor- aði markið úr vítaspymu undir lokin. -VS Eyjamenn gætu orðið fyrir miklu áfalli: - veittist aö dómara - bíður leikbanns sem gæti haft áhrif hér á landi Zoran Miljkovic, vamarmaðurinn öflugi sem leikur með Eyjamönnum, er í miklum vandræðum í heimalandi sínu, Júgóslavíu, eftir atvik í leik með Zemun gegn Rauðu stjömunni í A-deildinni þar í landi um helgina. Þaö atvik gæti komið í veg fyrir að hann léki með ÍBV hér á landi í sum- ar. Hann hefúr orðið íslandsmeistari síðustu fimm ár, fyrst þrjú ár með ÍA og síöan tvö ár með ÍBV. Miljkovic var rekinn af velli í seinni hálfleik þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Þá sauð upp úr hjá leikmönnum Zemun sem töldu brott- reksturinn óréttlátan en einnig töldu þeir að dómarinn hefði áður geflð Rauðu stjömunni rangstöðumark. Leikmennimir veittust harkalega er sú hve mikinn þátt hann verður talinn eiga í uppþotinu. Verði þáttur hans talinn minni háttar sleppur hann með nokkra leiki sem ekki hafa áhrif á íslandsfor hans í vor. En verði hann fundinn sekur um að slá dómarann verður bannið langt, jafhvel 1-2 ár samkvæmt heimildum DV í Júgóslavíu og þá gildir það alls staðar og kemur í veg fyrir að hann leiki með ÍBV eins og samið hafði verið um. Fyrirhugað var að Miljkovic kæmi til móts við Eyjamenn um páskana þegar þeir fara í æfmgaferð til Portú- gals. Þeir bíða nú með öndina í háls- inum eftir frekari fréttum frá Júgóslavíu. -VS að dómaranum og samkvæmt frétta- skeytum fékk hann bæði hnefahögg og spörk frá þeim. Leik- urinn var flautaður af en staðan var 2-1 fyrir Rauðu stjörn- una. í gær var leikurinn síðan dæmdur Zemun tapaður, 0-3. Samkvæmt heim- ildum DV í Júgó- slavíu er ekki annað að sjá af sjónvarps- myndum en Miljkovic hafi verið einn þeirra sem veittust að dómaraum. Hann hafi byrjað á að hrinda honum og síðan hafi hinir tekið við. Sló hann ekki Knattspyrnumaður frá Júgóslavíu, sem leikur hér á landi og ræddi við Miljkovic í síma í gær, sagði að hann hefði sagst ekki hafa slegið dómarann. Sama sagði hann við forráðamenn ÍBV í gær og bað þá að hafa ekki áhyggjur. Aganefnd júgóslav- neska knattspyrnusambandsins tek- ur málið fyrir í dag. Telja má víst að Miljkovic fái leikbann og spurningin Afram íslenskur Rúnar Alexandersson er ekki í þann veginn aö gerast Svíi, að sögn formanns FSÍ og formanns Gerplu. Sjónvarpsviðtalið umdeilda reyndist fjögurra mánaða gamalt þegar það var sýnt i sænska sjónvarpinu í fyrrakvöld. Snóker: Brynjar lagði Jóhannes Sjöunda og næstsíðasta stigamót BiUiardsambands Islands var haldið um helg- ina. í meistaraflokki karla sigraði Brynjar Valdimars- son en hann hafði betur gegn Jóhannesi B. Jóhann- essyni, 5-2. Jafnir í 3.-4. sæti urðu Gunnar Hreið- arsson og Amar Petersen. Jóhannes B. Jóhannesson átti hæsta stuðið á mótinu, 112. Þegar einu móti er ólok- ið er Jóhannes B. Jóhann- esson með 2100 stig en Brynjar Valdimarsson kemur næstur með 2040 stig. Ljóst er því aö 8. og síðasta stigamótið verður hreint úrslitaeinvígi þeirra á milli um það hver verður stigameistari ársins. Jó- hannes R. Jóhannesson er í þriðja sæti með 880 stig, Ásgeir Ásgeirsson fjórði með 620 stig og Sumarliði D. Gústafsson er fimmti með 600 stig. í 1. flokki sigraði Ingvi Halldórsson en hann hafði betur gegn Magnúsi Jó- hannessyni, 4-1, og í 2. flokki fagnaði Guðni Páls- son sigri en hann lagði Daníel Pétursson í úrslit- um, 3-0. -GH Tómas í mark ÍR-inga Tómas Ingason, sem varði mark Stjömunnar í fyrra, gekk í gær til liðs viö 1. deildar lið ÍR í knattspymu. Hann leikur alla vega með ÍR-ingum í deildabikamum og Reykjavikurmótinu. Ólafúr Þór Gunnarsson, markvörður ÍR, er við nám í Bandaríkj- unum en hann hefur verið orðaður við Skagamenn. Ólafur sagði við DV í gær að enn væri allt óljóst í þeim málum. -VS/GH NM í keilu unglinga á íslandi 9. til 13. mars: Búist viö toppkeilu Noröurlandamót unglinga í keilu er haldið hér á landi í vikunni upp í Keiluhöll í Mjódd. Mótið er sett í kvöld klukkan níu en fyrsti keppnis- dagur er á morgun. Hér er kjörið tækifæri til að sjá framtíðarspilara Norðurlanda í keilu en búast má við mjög skemmtilegri keppni og háum skorum hjá þeim allra bestu. Það skiptir líka miklu máli að íslensku krakkarnir fá að njóta heimavallarins og fái góðan stuðning á mótinu en vonast er til að góður árangur náist, sérstaklega hjá íslensku strákunum. Svíar og Finnar eru fyrirfram taldir með bestu spilarana en Svíar hafa tekið langflest verölaun á þessu móti í gegnum tíðina. Keppnin fer fram frá miðvikudegi fram á laugardag og stendur hvem dag frá 8.45 og fram á kvöld. Mótið er fyrir 18 ára og yngri og hafa 12 krakkar verið valdir til að keila fyrir hönd íslands. Þeir koma úr þremur félögum, KFR (9), Keflavík (2) og KR (1), og em eftirtaldir: Dagný Edda Þórisdóttir, KFR, Jóna Kristbjörg Þórisdóttir, KFR, Karen Rúnarsdóttir, Keflavík, Matthildur Gunnarsdóttir, KFR, Sigurborg Har- aldsdóttir, Keflavik, Súsanna Knútsdóttir, KFR, Björgvin Harðarson, KFR, Hjörvar Ingi Haraldsson, KFR, ívar G. Jónasson, KFR, Magnús Magnússon, KFR, Steinþór Geirdal Jóhannsson, KR, Þórhallur Hálfdán- arson, KFR. Þjálfarar liðsins eru þau Mats Wetterberg og Theódóra Ólafsdóttir. Unglingalandsllöið í keilu sem tekur þátt í Norðurlandamótinu. ^ Fulltrúar í bandarísku ólympíunefndinni um Juan Antonio Samaranch: A að segja af sér FuUtrúar í bandarísku ólympíu- nefndinni (IOC) hafa greint frá því að Spánverjinn Juan Antonio Sam- aranch, forseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, eigi að segja strax af sér embætti í kjölfar spillingar- og mútumála innan nefndarinnar. Undanfarnar vikur og mánuði hafa hinar og þessar nefndir verið að rannsaka spillingu og mútur innan IOC og hefur þar ýmislegt misfagurt litið dagsins ljós. Þann 17. og 18. mars mun öll IOC-nefndin koma saman í höfuð- stöðvum sínum í Lusanne í Sviss. Þar mun Juan Antonio Samaranch fara fram á stuðning til áframhald- andi drottnunar innan IOC. Hann hefur lýst því yfir að hann vilji fá stuðningsyfirlýsingu á fundinum og hann mun fá hana. Samaranch valdi sjálfur 92 fulltrúa af 114 í dag á Samaranch vísan stuðn- ing mikils meirihluta fulltrúanna 114 sem sitja í IOC. Sú staðreynd þarf ekki að koma á óvart þar sem Samaranch valdi sjálfur 92 fulltrúa af þeim 114 sem í nefndinni sitja. Um flmmtungur fulltrúanna hefur verið sakaður um grófa spillingu og að hafa þegið mútur í tengslum við staðarval ólympíuleika. Það er talið skýrt merki um stöðu mála innan IOC að sá maður sem Samaranch styður helst til þess að taka við af sér sem forseti nefhdarinnar er Suður-Kóreumað- urinn Kim Un Yong. Hann hefur nú verið sakaður um grófa spill- ingu í tengslum við baráttu Salt Lake City við að fá leikana að vetri til 2002. Á meðal þess sem Yong er sakað- ur um er að hafa selt atkvæði sitt gegn því að dóttir sín fengi að leika á píanótónleikum í Salt Lake City. Sjálfur hefur Samaranch forseti þverbrotið leikreglur IOC. Hann hefur þegið rándýrar gjafir frá borgum sem keppt hafa að því marki að fá að halda Ólympíuleika. Fulitrúar IOC mega þiggja gjöf sem ekki er verðmeiri en sem nemur 10 þúsund krónum. Forsetinn hefur þegið gjafir sem eru hundruð þúsunda króna virði. Upp úr miðjum þessum mánuði mun forsetinn fá umboð frá meðlimum sínum í IOC sem hann valdi sjálfur. -SK íþróttir NBA-DEILDIN Úrslit leikja í nótt: Miami-76’ers .........91-89 Porter 20, Mourning 15, Brown 13 - Iverseon 28, Snow 14, Hughes 11. Orlando-Atlanta.......110-114 Anderson 34, Hardaway 16, Willkins 15 - Smith 24, Henderson 19, Mutombo 18. Detroit-Washington .... 75-71 Hill 19, Vaught 18, Hunter 16 - Richmond 22, Howard 14, Mcinnis 10. Millwaukee-Chicago . . . 81-76 Allen 17, Brandon 14, Robinson 10, Curry 10 - Barry 19, Brown 18, Kukoc 17. Vancouver-Portland . . . 73-92 Rahim 19, Lopez 12, Bibby 11 - Jackson 21, Grant 14, William 11. Úrslit leikja í fyrrinótt: 76’ers-Washington .... 95-103 Iverson 30, Ratliff 16, Lynch 11 - Howard 28, Richmond 22, Thorpe 14. Toronto-Boston..........105-92 Carter 26, Christie 17, Willis 15 - Walker 29, Mercer 22. Utah-LA Lakers ..........89-97 Malone 34, Stockton 16, Hornacek 14 - Bryant 24, O’Neal 23, Fisher 20. Denver-San Antonio . . . 96-106 Mcdyess 29, Van Exel 18 - Duncan 34, Robinson 16, Jackson 12. Portland-Houston.......111-71 Rider 21, Jackson 14 - Olajuwon 16, Barkley 10, Pippen 10. Sacramento-Dallas.......94-89 Webber 18, Williamsson 15, Divac 12 - Trent 18, Finley 18, Davis 17. Seattle-Minnesota........77-87 Payton 20, Ellis 12, Owens 11 - Garnett 19, Sealy 18, Mitchell 16. -JKS ENGLAND Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, og Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, em sammála um að sigurvegarinn I bik- arleik liðanna um síðustu helgi hafi verið meistarar Arsenal. Báðir em mjög ósáttir við að leika þurfi annan leik og segja aö þegar svo langt sé liö- ið á tímabilið skipti hver leikur máli. United leikur á ný gegn Chelsea í bikamum annað kvöld en liðin gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford sl. sunnudag. Chelsea á ekki góðar minningar frá viðureign sinni gegn United í bikamum á Stamford Bridge í fyrra. United komst þá í 0-5 á heimavelli Chelsea og sigraðiað lok- um 3-5. Chelsea hefrn- aðeins unnið sigur I einum leik af síðustu átta viðureignum liðanna i bikamum. ítalski knattspymumaðurinn Pier- luigi Casiraghi er dýrasti leikmað- urinn sem Chelsea hefur keypt. Hann hefur ekkert leikið með Chelsea síð- an í nóvember 1 fyrra en þá meiddist hann mjög illa í leik gegn West Ham. Casiraghi sleit liðbönd í hné og þarf enn að ganga við hækjur. Talið var að Casiraghi gæti farið að leika með Chelsea um það leyti sem keppnistímabilið næsta haust hæfist en nú er Ijóst að svo verður ekki: „Þetta hefur gengið mjög rólega enda eru þetta mjög erfið meiðsli. Þetta tekur greinilega lengri tíma en fyrst var talið og ég reikna með að geta far- ið að sparka bolta um næstu áramót," sagði Casiraghi. Dennis Viollet, einn leikmanna Man- chester United sem liíðu af tlugslysið í Múnchen 1958, lést á sunnudag, 65 ára að aldri, af völdum heilaæxlis. Viollet á markamet United á einu tímabili, 32 mörk 1 A-deildinni 1959- 60. Hann gerði á annað hundrað marka fyrir félagið og skoraði síðan grimmt fyrir Stoke. Highbury, heimavöllur Arsenal, er besti völlurinn í A-deildinni sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð var meðal þjálfara og birt í gær. Af 20 þjálfurum telja 15 að á Highbury séu bestu vallarskilyrðin í deildinni. Tveir gáfu The Dell, heimavelli Sout- hampton, atkvæði sitt en þrtr vellir fengu eitt atkvæði hver. -SK/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.