Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1999, Síða 19
19 J>V LAUGARDAGUR 13. MARS 1999 Olyginn sagði... ... að Oprah Winfrey hefði hótað Monicu Lewinsky að hún myndi rakka hana niður í þætti sínum ef hún fengi ekki fyrsta viðtalið sem hún veitti. Ef hins vegar hún fengi fyrsta viðtalið myndi hún faðma hana og tryggja henni samúð alls lands- lýðs. Oprah fékk hins vegar ekki fyrsta viðtalið heldur Bar- bara Walters. ... að Bill Murray væri dálítið bitur þessa dagana. Flestir, þar á meðal Bill sjálfur, höfðu búist við því að hann fengi óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína í mynd- inni Rushmore. Það fór samt svo að harm var ekki einu sinni til- nefndur til verðlaunanna. Bill hefur náð sér niður með því að gagnrýna yngri grínista og þar á meðal Adam Sandler. Bill sagðist hafa meira gaman af því að aka með opna glugga en horfa á Wa- terboy. ... að Uma Thurman væri lík- leg til að vinna The Golden Raspberry Awards sem veitt eru þeim sem standa sig illa í kvikmyndaheiminum. Uma og Ralp Fiennes eru bæði tilnefnd í keppninni um versta leikar- ann og einnig versta parið. Bruce Willis fær tilnefningu sem versti leikarinn í öllum myndum sem hann lék i á síð- asta ári: Spice World, Arma- geddon, Godzilla og Lost in Space eru allar tilnefndar í flokki kvikmynda. www.landsbanki.is Aöalfundur M Landsbanka Islands hf. / Aöalfundur Landsbanka Islands hf. veröur haldinn í Borgar- leikhúsinu, mánudaginn 22. mars 1999, og hefst ki. 17:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum. 3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlut samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál sem eru löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, að Laugavegi 77, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu Landsbankans, Laugavegi 77, frá 15. - 22. mars til kl. 15:00. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Reykjavík, 2. mars 1999 Bankaráð Landsbanka íslands hf. / Landsbanki Islands Verðmúrinn ec HRUNima Perskur Nú ?efur landinn Danmörku!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.