Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Page 2
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
2 í&éttir
Stór réttarhöld fram undan - rlkislögreglustjóri gegn „Njarðvikingi" og „Hafnfirðingi":
Nígeríumenn neita
öllum sakargiftum
- annar haföi keypt miöa fyrir íslenska unnustu til Flórída fyrir handtöku
Annar Nfgeríumannanna hylur andlit sitt þegar hann kemur í réttarhald með verjanda sínum í Héraðsdómi Reykja-
ness í gær. DV-mynd ÞÖK
Tveir Nígeríumenn, 24 og 28 ára,
sem hafa verið búsettir hér á landi
síðustu misseri og í sambúð með ís-
lenskum konum, neita algjörlega
sök um ákæru ríkislögreglustjóra á
hendur þeim fyrir rúmlega 11 millj-
óna króna fjársvik og skjalafals
gagnvart íslandsbanka í febrúar.
Þeir mættu báðir fyrir dóm í gær.
Annar mannanna er skráður búsett-
ur í Njarðvík en hinn í Hafnarfírði.
íslenska lögreglan hefur m.a. verið
erlendis að undanfomu til að rann-
saka þetta mál, sem talið er hluti af
alþjóðlegri fjársvikakeöju.
Yngri maðurinn var handtekinn
á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag
22. febrúar siðastliðinn. Hann hafði
þá samkvæmt sakargiftum keypt
farseðil fyrir íslenska sambýliskonu
sína til Flórída. Maðurinn var með
247 þúsund íslenskar krónur á sér,
1.100 dollara og 1.860 pund. Lögregl-
an gefur honum að sök að hafa lagt
30 þúsund dollara (ca. 2,1 milljón)
inn á reikning tveggja aðila í
Bandaríkjunum sama dag. Þá hafi
hann einnig, skömmu fyrir hand-
töku, afhent manni sem notaði nafn-
ið Mike Brown og hinum framan-
greinda Nígeríumanninum milljón-
ir króna - afganginn af þeim tveim-
ur fölsuðu tékkum sem þeim eru
gefín að sök að hafa svikið út úr ís-
landsbanka.
Síðamefndi Nígeriumaðurinn (sá
eldri, úr Hafnarfirði) er ákærður
fyrir að hafa útvegað þessa tvo
tékka hjá erlendum samverkamönn-
um beggja Nígeríumannnanna í
Bretlandi, til þess að blekkja fólk til
viðskipta með þá hér á landi. And-
virði þessara tékka, sem voru 56
þúsund og 40 þúsund pund, var lagt
inn á gjaldeyrisreikning í eigu ís-
lenska félagsins ehf./Ice-Group Ltd.
í útibúi íslandsbanka við Lækjar-
götu.
Nígeríumennirnir em m.a.
ákærðir fyrir að hafa komið hluta af
andvirði tékkanna undan, um
greiðslumiðlun til manns aö nafni
Timi Fufeyin í London. Annar
mannanna reyndi jafnframt að fá
Landsbankann til að millifæra á
aðra milljón króna á reikning bróð-
ur síns í bandarískum banka.
Aðeins var „lagt hald á“ innan
við 3 milljónir króna við rannsókn
málsins. Þannig á eftir að skýra af-
drif um 8 milljóna króna í þessu
sakamáli. íslandsbanki leggur fram
bótakröfu upp á 11,2 milljónir króna
á hendur mönnunum. -Ótt
Sameiginleg sölu- og markaðsstarfsemi þýsku útgerðarrisanna:
SH missir mikil viðskipti
- eru vonbrigði, segir framkvæmdastjóri markaðsmála SH
DV, Akureyri:
Samningur þýsku útgerðarfyrir-
tækjanna Deutsche Fishfang Union
sem er í meirihlutaeigu Samherja
hf., og Mecklenburger Hochseef-
ischerei, sem til skamms tíma var í
meirihlutaeigu Útgerðarfélags Ak-
ureyringa, um stofnun sameiginlegs
markaðs- og sölufyrirtækis hefur
vakið umtalsverða athygli enda
hafa þessi fyrirtæki undanfarin ár
barist harkalega, sérstaklega um út-
hlutun þýskra stjómvalda á veiði-
heimildum.
Nýja sölu- og markaðsfyrirtækið,
sem verður með höfuðstöðvar í Cux-
haven í Þýskalandi, mun annast
alla sölustarfsemi fyrir þýsku fyrir-
tækin, í nánu samstarfi við sölu- og
markaðsskrifstofu Samherja hf. á
Akureyri og Þorsteinn Már Bald-
vinsson, framkvæmdastjóri Sam-
herja, segir að þessi samningur
styrki starfsemi Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson: „Þessi
samningur styrkir starfsemi okkar.“
Það vekur athygli að þýsku fyrir-
tækin, sem gera út 9 öfluga frysti-
togara, hafa lýst yfir vilja á að taka
upp samstarf um fleiri rekstrar-
þætti, og það leiðir hugann að því
hvort þessir þýsku útgerðarrisar
muni e.t.v. sameinast á næstunni.
„Ég held að það sé ekki að gerast en
við höfum á undanfömum mánuð-
um verið að vinna okkur út úr þeim
leiðindamálum sem voru áður á
milli fyrirtækjanna, s.s. um þýska
kvótann, og nú ríkir sátt um þau
mál. Sameining þessara fyrirtækja
er þó ekki á borðinu í dag,“ segir
Þorsteinn Már.
SH-menn vonsviknir
Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna
hefur undanfarin ár annast öll sölu-
mál með afurðir Mecklenburger
Hochseefischerei en verður nú af
þeim viðskiptum sem hljóta að vera
veruleg. Mecklenburger gerir út 4
öflug frystiskip og er því um um-
talsverð viðskipti að ræða.
„Það er lítið um þetta að segja,
þetta er staðreynd," segir Kristján
Hjaltason, framkvæmdastjóri mark-
aðsmála hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. „Þetta eru okkur von-
brigði, við höfum unnið vel með
þýska fyrirtækinu undanfarin 6 ár
og byggt úti á mörkuðunum mjög
sterka gæðaímynd þeirra þannig að
þetta eru vonbrigði. Þetta hafa ver-
ið þónokkur viðskipti," segir Krist-
ján.
Á dögunum var gengið frá viljayf-
irlýsingu Samherja og Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna um
hugsanlega samvinnu á sölumálum
afurða Samherja í Bandaríkjunum.
Þorsteinn Már segir að það sem nú
hefur gerst í Þýskalandi því máli al-
gjörlega óviðkomandi og það hafi
engin áhrif á hugsanlega samvinnu
Samherja og SH í Bandaríkjunum.
„Þá var fyrst og fremst verið að
líta á Bandaríkin, það var ekki neitt
rætt um Evrópu og þá enda óskyld
mál. En hvernig þau mál þróast
áfram er ómögulegt að segja neitt
um í bili,“ sagði Kristján Hjaltason
hjá SH. -gk
Þingmaður hylltur
DV, Selfossi:
Samherjar Guðna Ágústssonar al-
þingismanns vöktu hann og fjöl-
skyldu hans um sjöleytið í gær-
morgun við heimili hans á Selfossi
til að fagna með þeim fimmtugsaf-
mæli þingmannsins. Þar var mikið
sungið og Guðna færðar ámaðar-
óskir.Hann hefur barist fyrir minn-
ingu Fjalla-Eyvinds og Höllu og
mættu skötuhjúin í afmælið. Færðu
þau fyrrum mjólkureftirlitsmannin-
um mjólk á vískípela sem þau hafa
eflaust stolið í einhverju fjósinu á
leiðinni á Selfoss. Þá voru mættir
fulltrúar hestamanna á reiðskjótum
en á vordögum kom Guðni því til
leiðar á Alþingi að stofnað var
landslið hestamanna til að standa
heiðursvörð á stórum stundum.
-ME
Fjöldi manns fagnaði Guðna Ágústssyni eldsnemma í gærmorgun og Fjalla-
Eyvindur og Halla voru meðal þeirra og færðu honum mjólk á viskípela.
DV-mynd Margrét
stuttar fréttir
Samræmdar leikreglur
Karl Björnsson, bæjarstjóri á
I Selfossi og formaður Launanefnd-
1 ar sveitarfé-
laga, segir í
viðtali við Dag
að brýnt sé að
samræma laga-
ramma opin-
I bera og al-
menna vinnu-
1 markaðarins.
; Hann kallar á aðgerðir í málinu.
ÍForstjóri hættir
Sigurgeiri Jónssyni, forstjóra
Lánasýslu ríkisins, hefur að eigin
| ósk verið veitt lausn frá störfum
frá 1. maí næstkomandi. Pétri
Kristinssyni, framkvæmdastjóra
innlendra verðbréfaviðskipta,
;hefur verið falið að veita Lána-
| sýslu ríkisins forstöðu þar til nýr
í forstjóri verður skipaður.
Gular stangir á Gullinbrú
Ökumenn á leið úr Grafarvogi
voru allt annað en ánægðir í gær-
Imorgun er þeir komu að Gullinbrú
því búið var að setja gular stangir
á miðja brúna og eftir henni endi-
langri. Tilgangurinn aö sögn Morg-
unblaðsins er sá að hægja á um-
ferðinni um brúna og reyna að
koma í veg fyrir „nudd“ eins og
gatnamálastjóri oröaði það.
Vilja opnunarákvæði
Á aðalfundi Verkamannafélags-
ins Hlífar í fyrrakvöld var sam-
þykkt ályktun um að næsti heild-
arkjarasamningur verði ekki til
Ílengri tíma en 12 mánaða nema
að í honum verði öruggt ákvæði
um opnun ef aðrir launahópar fá
meiri hækkanir í sinn hlut.
Vantar áhættumörk
Pétur Rafnsson, formaður
j Ferðamálasamtaka íslands, telur
að öryggismörk
j í ferðaþjónust-
unni séu allt of
óljós og spyr I
Degi hversu ör-
yggisleysi þurfi
að vera mikið
j áður en við
spillum sjálf
ímynd ferðaþjónustunnar og
p landsins og hversu mikið öryggis-
leysið geti verið áður en hætta
jverður á óþarfa slysum og stór-
felldum skaðabótakröfum.
Vilja barnaspítalann
Fundur í Félagi íslenskra
barnalækna lýsir stuðningi við
fyrirhugaöa byggingu bamaspít-
I ala á Landspítalalóðinni. Stjórn-
völd eru jafnframt hvött til að
; fylgja áður samþykktri áætlun
j um byggingu barnaspítalans.
Klám í heimahúsi
Lögreglan í Reykjavík gerði
upptækar mörg þúsund klámspól-
ur í heimahúsi í höfuðborginni
jfyrir stuttu. Málið er enn í rann-
sókn hjá lögreglu. RÚV greindi
r frá.
Frönsk þyrluflugkona
Marion Herrera er fyrsta konan
á fslandi tU að ljúka þyrluprófi, en
hún flaug í fyrsta skipti ein á
í; föstudaginn langa. Marion, sem er
26 ára, er frá Nice í S-Frakklandi,
1 fluttist tU íslands fyrir um þremur
Iárum og starfar sem tónlistar-
kennari við Tónlistarskóla Akur-
eyrar og er hörpuleikari í Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands. Morg-
unblaðið greindi frá.
Siguröur endurkjörinn
Sigurður T.
Sigurðsson
verður sjálf-
kjörinn í emb-
ætti formanns í
1 sameinuðu
I verkalýðsfélagi
| Verkakvenna-
; félagsins Fram-
tíðarinnar og
j Verkamannafélagsins Hlifar í
Hafnarfirði. Varaformaður nýja
félagsins verður Linda Baldurs-
dóttir sem verið hefur formaður
Fi-amtíðarinnar. -GLM-SÁ
vmææMmmmmmmmmmmmmMMmmmmMmmm