Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1999, Síða 26
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 X^"V
26
%tgt fólk
DV-mynd Teitur
Orri Páll og lítill frændi, Aðalsteinn, Davíð, Viktor, Karl og Kristinn.
r
rslit Söngkeppni
framhaldsskólanna á
síðasta ári voru sér-
stök - að því leyti að hópurinn
sem vann flutti tónlist sína á
annan hátt en venja hefur ver-
ið í keppninni. Brooklyn Five
söng „A Capella“, eða án und-
irleiks og raddað.
Brooklyn Five er eins og
nafnið gefur til kynna hópur
fimm ungra manna, sem kem-
ur þó ekki frá Brooklyn heldur
úr Hlíðunum í Reykjavík. Þeir
kepptu í fyrra fyrir hönd
Menntaskólans í Hamrahlíð.
Allir hafa þeir sungið mikið og
eiga það sameiginlegt að hafa
verið í hinum frábæra kór
Menntaskólans í Hamrahlíð
undir styrkri stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur. Það að þeir
tækju þátt í undankeppni
söngkeppninnar í skólanum
var alls ekki sjálfgefið og að
þeirra sögn var ekki sjálfgefið
að þeir skyldu vinna. Þeir segja
að í raun hafi þeir staðið sig
mjög illa. Og skýringin á því er
sú að þeir höfðu ekki æft nægi-
lega.
Billy Joel kemur víða
við
Brooklyn Five
skipa Aðalsteinn
Bergdal, Viktor
Már Bjarnason,
Orri Páll Jó-
hannsson, Davíð
Olgeirsson og
Kristinn Helgason. Þrír þeirra voru
fyrir í sönghóp sem þeir nefndu Ut-
anbleikir. Davíð datt í hug að þeir
ættu að taka þátt í Söngkeppninni
og því var hóað í tvo söngvara í við-
bót.
Eftir slakt gengi, þrátt fyrir sigur,
í undankeppninni í MH, lögðust
þeir i stífar æfingar og fengu til liðs
við sig þjálfarann Karl Sigurðsson.
Með hjálp hans
og þrotlausum æf-
ingum náðu þeir
óvæntum en frá-
bærum árangri.
Þeir unnu Söng-
keppni fram-
Söng-
keppni
fram-
halds-
skólanna
fer fram
í kvöld
Nafn hópsins kemur einnig úr
ævisögu Billy
Joel. Strákarn-
ir vilja taka
það fram að
Billy er fæddur
í New Jersey,
en nafnið kem-
ur frá skóla-
tímabilinu í lífi
Billy. Þá var
hann vanur að
skrópa og fara
að mörkum
Queens og
Brooklyn og
syngja þar yfir
ruslatunnum.
Það var því um
tvö nöfn að
velja; Brooklyn
Five og Queens
Five. Þeim
fannst Queens
Five vera of
„drottninga-
legt“ og ákváðu
því að taka hitt
nafnið.
Eftir að hafa
lagt heim fram-
haldsskóla-
nema að fótum
sér fóru þeir að
láta meira á sér
bera. í fyrrasum-
ar sungu þeir í
brúðkaupum og
veislum, en há-
punktur sumars-
ins var söngur á stóra sviðinu á
Arnarhóli á 17. júní. Fyrst í stað
voru tvö lög á efnisskránni en þeim
hefur fjölgað smám saman.
Jólalagið
Orri þurfti að
hverfa á braut til
útlanda þar sem
hann dvaldi í
nokkurn tíma.
Brooklyn Five
var ekki skorið
niður heldur tók
Karl þjálfari við stöðu Orra. Eftir að
Orri kom aftur heim eru söngvar-
amir í Brooklyn Five því í raun
orðnir sex. Ekki er þó þörf á að
breyta nafninu þar sem einungis
fimm syngja í einu.
Rétt fyrir jólin datt þeim í hug að
gefa út jólalag. Karl Olgeirsson,
bróðir Davíðs, samdi því jólalag
sem var þó nokkuð spilað á útvarps-
stöðvum fyrir jólin, þrátt fyrir að
það hafi komið út aðeins átta dög-
um fyrir jól.
Fyrst í stað hringdu þeir sjálfir í
útvarpsstöðvarnar til að biðja um
lagið, en síðan fór það að rúlla eitt
og óstutt. Eftir að hafa gengið úr
skugga um að enginn þeirra hefði
hringt og beðið um lagið á aðfanga-
dag, getur Davíð
staðfest að lagið
hafi verið spilað
þrisvar sinnum
fyrir klukkan
sex.
Brooklyn Five
segist standa í
þakkarskuld við Guðrúnu Gunnars-
dóttur útvarpskonu, sem var ein-
staklega góð við þá og bættist i hóp
velvildarmanna í góðum félagsskap
Kormáks og Skjaldar.
Kemur á óvart
í kvöld er
fræðilega hægt að
segja að ár sé síð-
an fimmmenning-
amir stóðu uppi
á sviði og tóku
við verðlaunum.
Alla vega er
Söngkeppni framhaldsskólanna
haldin í kvöld. Þá koma þeir dreng-
ir aftur fram og taka lag sem þeir
vilja ekki láta uppi hvert er, aðeins
að það komi á óvart. -sm
... í prófíl
Rithöfundurinn
Andri Snær
Fullt nafn: Andri Snær
Magnason.
Fæðingardagur og ár: 14.
júlí, 1973.
Maki: Margrét Sjöfn Torp.
Börn: Hlynur Snær, tveggja
ára.
Starf: Ritstörf og önnur hug-
myndavinna.
Skemmtilegast: Starfið; að fá
hugmyndir og framkvæma
þær.
Leiðinlegast: Að rifja upp
leiðindi
Uppáhaldsmatur: Lamba-
hryggur.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn
(þar til ég fæ borgað fyrir að
segja kók).
Fallegasta manneskjan:
Ætli það sé ekki hann Sól-
mundur vinur minn.
Fallegasta röddin: Sigríður
Stefánsdóttir (f. 1888) sem
syngur Grýlukvæði á geisla-
disknum Raddir.
Uppáhaldslíkamshluti: Er
ekki á mínum lik-
ama.
Hlynnt-
ur eða
andvígur
ríkisstjórninni: Mjög andvíg-
ur í umhverfismálum.
Með hvaða teiknimyndaper-
sónu myndir þú vilja eyða
nótt? Andrésína önd er ekki i
buxum.
Uppáhaldsleikari: Finnur
Ingólfsson.
Uppáhaldstónlistarmaður:
Billy Corgan í Smashing
Pumpkins og hljómsveitin
MÚM.
Sætasti stjórnmálamaður-
inn: Nelson Mandela.
U ppáhaldssj ónvarpsþáttm::
Frasier.
Skemmtilegasta auglýsing-
in: Libby’s, það er ekki
spuming.
Leiðinlegasta kvikmyndin:
Voðaleg neikvæðni er þetta.
Sódóma er ein sú skemmtileg-
asta.
Sæt-
asti sjón-
varpsmaðurinn: Keli í
Stundinni okkar.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Þar sem vinir mínir eru
hverju sinni.
Besta „pikköpp“-línan: Hef-1
urðu séð Titanic?
Hver hefur haft mest áhrif
á líf þitt? Konan, sonurinn,
Njála og Steinn Steinarr.
Hvað ætlar þú að verða
þegar þú verður stór? Sem
likastur öfum mínum.
Eitthvað að lokum? Nei,
þetta er fínt.