Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Réttarhöld að hefjast ytra í máli þýska ákæruvaldsins gegn íslenskri konu: Situr inni við illan aðbúnað í Hamborg - féll í yfirlið við handtöku - faðir konunnar segir aðstöðuna mannskemmandi 3 íslendingar í haldi í Hamborg og Bremen - 2 teknir í Lúxemborg - felustaður fíkniefna í Bremerhaven Bremerhaven. Holland ^ m Hamborg Bremen Pólland Belgía Þýskaland Lúxemborg Réttarhöld hefjast á morgun í máli 21 árs konu frá Reykjavík sem hefur setið við afar illan aðbúnað í gæsluvarðhaldsfangelsi í Hamborg frá því rétt fyrir jólin. Þýska ákæru- valdið gefur íslensku konunni að sök að hafa haft á sér um eitt kíló af amfetamini og 120 grömm af kóka- íni þegar hún var á leiðinni upp í flugvél Flugleiða í Hamborg í flug- höfninni þar þann 22. desember. Konan féll í yfirlið þegar verðir stöðvuðu hana í öryggishliði flug- hafnarinnar. Samkvæmt heimildum DV liggur fyrir í málinu að íslensk- ur karlmaður, 26 ára, hafði stuttu áður fengið hana til að vera „burð- ardýr“ fyrir sig til íslands. Hann sit- ur inní í gæsluvarðhaldsfangelsi í Bremen ásamt öðrum íslenskum karlmanni á sama reki. 4ra mánaða martröð Konan hefur nú setið rúma 4 mán- uði í gæsluvarðhaldsfangelsinu í Holsten Glacis i miðborg Hamborg- ar. Allar tilraunir til að fá hana borgaða út gegn tryggingu hafa ver- Tveir íslendingar, 26 og 27 ára, sitja í gæsluvarðhaldi í Bremen i Þýskalandi eftir að lögreglan þar í landi fékk þá framselda frá Lúxem- borg þar sem þeir voru handteknir. Þeir eru grunaðir um að vera upp- hafsmenn að flutningi fikniefna sem ung íslensk kona (sjá fréttina hér að ofan) var tekin með á flugvellinum í Hamborg rétt fyrir jól. Mennirnir hafa enn ekki verið ákærðir. Samkvæmt heimildum DV var búið að gefa út handtöku- skipun á hendur þeim áður en konan var handtekin með fikniefn- ’ið árangurslausar - dómarinn i mál- inu hefur hafnað öllum slíkum ósk- in í Hamborg rétt fyrir jól. Frú Deboir, einn af fulltrúum ákæruvaldsins í Bremen, sagði í samtali við DV að þýska lögreglan hefði í þessu máli haft auga með felustað fyrir amfetamín í eða við Bremerhaven. „Þegar málið var svo kannað þann 18. desember kom í ljós að felustaðurinn var tómur,“ sagði frú Deboir. Aðspurð um næstu skref í málinu sagði hún: „Við bíðum eftir ákærum frá Ham- borg.“ DV fékk ekki upplýst hvers vegna lögreglan heimfærir felustaðinn og um þrátt fyrir að sakbomingurinn hafi strax gengist við broti sínu. fíkniefnin á íslendingana. Á hinn bóginn þykir ljóst að þýska lögregl- an hafi haft það sterkar vísbending- ar um íslendingana að hún fékk yf- irvöld í Lúxemborg til að framselja þá til Þýskalands þegar þeir hugð- ust fljúga þaðan til fslands eftir að hafa verið í Þýskalandi. fslendingunum er haldið inni í Bremen vegna gmns um aðild að broti sem varðar meira en eins árs fangelsi. Báðir mennirnir hafa setið inni hér á landi fyrir fikniefnabrot - annar þeirra tvisvar en hinn einu sinni. -Ótt Reyndar tók þýska lögregfan ekki skýrslu af konunni fyrr en í febrúar. Til samanburðar var íslenskur karlmaður fyrir nokkrum vikum „borgaður út“ gegn tryggingu úr gæsluvarðhaldsfangefsi í allt öðru máfi í Kleve i Þýskalandi, eftir að hafa verið handtekinn í byrjun desember með 2 kíló af kókaíni í lest á fandamærum Hollands og Þýskalands. Hann þarf að tifkynna sig reglulega til lögreglunnar ytra, heldur sig í Þýskalandi og bíður eftir dómi. Faðirinn ósáttur „Aðstæður dóttur minnar eru vægast sagt slærnar," sagði faðir konunnar í samtali við DV. „Hún er búin að vera í einangrun i fang- an tima við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hægt er að hugsa sér. Ég er ekki að tala um að fólk eigi ekki að fá sína refsingu en þetta er það lakasta sem ég veit um,“ sagði faðirinn. DV hefur rætt við íslenskan íbúa í Hamborg sem fullyrðir að aðbúnaður í umræddu fangefsi sé afar nöturfegur. Þar kallist fangarnir á við aðstandend- ur sína og vini sem standa gjarnan á götunni fyrir utan fangelsismúr- ana. Eftir því sem næst verður komist eru um 1000 fangar, þar af um 100 konur, í fangelsinu. Faðirinn segir aðbúnaðinn í fangelsinu og ólætin hafa komið mjög niður á velferð dóttur hans. „Ef hún hefur átt peninga fyrir sígarettum, sem við foreldrarnir höfum komið til hennar, verður hún fyrir áreiti. Síðast þegar ég fékk að hitta hana var andlitshúð hennar farin að láta á sjá.“ Sendiherra íslands í Bonn hefur komið í fangelsið í Hamborg og hitt ungu konuna - hann fylgist með framvindu málsins. Héraðs- dómari mun taka málið fyrir á morgun. Skipaður verjandi sak- borningsins sagði í samtali við DV að hann mundi m.a. leggja áherslu á að freista þess að fá dómarann til að dæma íslensku konuna í skil- orðsbundið fangelsi. -Ótt Þýska lögreglan fann slóð tveggja íslendinga sem eru í haldi í Bremen: Felustaður fíkniefna var í Bremerhaven Vorboðar í Hús- dýragarðinum Þessi fallegi kálfur kom í heiminn í Húsdýragarðinum í Reykjavík í gær. Hann er sannkallaður vor- boði. Hið sama gildir um ýmis önnur dýr í garðinum. Þessa dag- ana er mikið að gerast þar og líf- legt í betra lagi. Lömbin eru farin að hoppa og skoppa þar um grundir. Það er Gunnar ísdal sem heldur um kálfinn nýborna. Enn hefur sá dálitli ekki fengið nafn og er því aðeins kallaður Kálfur. Það stendur þó til bóta. DV-mynd Hilmar Þór Viðræður við forseta ASÍ í gær: Pirringurinn á mis- skilningi byggður - segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvís „Fljótt á litið sýnist mér að þetta hafi allt verið á misskilningi byggt, og það reyndar af allra hálfu, þó ég tali ekki fyrir aðra,“ sagði Níels Sig- urður Olgeirsson, formaður Matvis, matvæla- og veitingasamþands ís- lands, þegar DV ræddi við hann í gær, eftir fund með forsetum ASÍ. Þar átti hann við þann óróa sem gætir innan verkalýðshreyfingar- innar. Matvís, með um það bil 1400 félaga, hefur staðið utan við Alþýðu- samþandiö - hefur meðal annars ekki verið talið uppfylla kröfur ASÍ um samsetningu félaga, sem flestir eru með iðnmenntun. Níels Sigurður sagði að fundur- inn í gær hefði staðið í klukkutíma og verið hinn besti. Níels Sigurður Olgeirsson. „Það sem háir Alþýðusamband- inu hvað mest er að aldrei hefur tekist að skýra línurnar nægilega vel. Þessi pirringur, leiðindi milli iðnaðarmanna, verslunarmanna, verkamanna og svo framvegis, held ég að oftar en ekki sé á einhverjum misskilningi byggður,“ sagði Níels og sagðist sjá fram undan bjarta framtíð. Innan Matvís eru iönaðarmenn í störfum, kjötiðnaðarmenn, bakarar, matsveinar og þjónar. Fleiri stéttir banka upp á og óska eftir inngöngu í Matvís, stéttir sem ekki hafa lög- gilta iðnmenntun. Fulltrúar ASÍ og Matvís ræða málin áfram á morgun, miðvikudag. Framsókn fram Framsóknarflokkur, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur eru í sókn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvisindastofnun vann og birt er í Morgunblaðinu í morgun. Undan Samfylkingunni ijarar hins vegar. Niðurstöður eru svipaðar og í nýlegri DV-könnun. Deilt um skólaliða Ræstingafólk í skólum borgar- innar efnir til baráttufundar á morgun, mið- vikudag, vegna deilunnar við borgarstjóra um skólaliða sem tekið hafa við ræstingum í nokkrum skólum. 40-60% lægri Atlantsskip hafa ákveðið að bjóða 1600 Bandaríkjadali í sjófrakt frá Bandarikjunum fyrir 20 feta gám og 1900 dali fyrir 40 feta gám. Stefán Kæmested, framkvæmdastjóri Atl- antsskipa, segir í samtali við DV að þetta sé allt að 67% lægra verð en samkeppnisaðilamir þjóði. KR kaupir vertshús KR-Sport hf. hefur fest kaup á Vesturbæjarveitingum hf„ sem rek- ur veitingastaðina Rauða ljónið, Sexbaujuna og Konikasstofúna á Eiðistorgi á Seltjamamesi. Óhyggilegt Staða bænda sem stunda lífræna ræktun er óviss. Stuðningur og leið- beiningar eru af skomum skammti og andstaða í búgreinafélögum. Það er því óhyggilegt fyrir bændur að fara út í lífræna ræktun að mati for- manns Félags framleiðenda í lifræn- um búskap. Dagur sagði frá. Jón Guðmann líklegur Samkvæmt heimildum Viðskipta- blaðsins eru mestar líkur á því að Jón Guðmann Pétursson, núverandi fjármálastjóri Hampiðjunnar, taki við fyrirtækinu og verði forstjóri þess. Fréttavefur Viðskiptablaðsins sagði frá. Flugfreyjur ókátar Flugfreyjur útiloka ekki inn- göngu í Rafíðnað- arsambandið sem Guðmundur Gunnarsson veitir forystu. Þær eru óánægð- ar með stöðu sína innan ASÍ og ósáttar við veru flug- freyja Atlanta í VR. Formaður Flug- freyjufélagsins segir í Degi að formað- ur VR hafi engin viðhlítandi svör gef- ið þeim heldur einungis skítkast. Ný flugvél Atlanta hefur tekið á leigu nýja Boeing 737-300 flugvél frá Air New Zealand. Henni hefur aðeins hefur verið flogið í 400 klukkustundir frá því hún kom úr verksmiðjunni. Morgunblaðið sagði frá. íslandsvika 260 NETTO-verslanir í Danmörku taka þátt í íslandsviku 17.-24. maí. Þar verða kynntar framleiðsluvörar átta íslenskra matvælafyrirtækja. Morgunblaðið sagði frá. Gallað slátur Sláturfélag Suðurlands hefur beð- ið fólk að henda soðnu slátri frá fyr- irtækinu þar sem það er gallað. RÚV sagðifrá. Verst sinubrunum Garðyrkju- stjórinn í Reykja- vík, Jóhann Páls- son er með sér- stakan viðbúnað til að reyna að koma í veg fyrir sinuelda í borg- inni og tjón af þeirra völdum að sögn Morgim- blaðsins. Timbur féll af vörubíl Timburhlass féll af vörubíl á gatnamótum Fjarðarhrauns og Reykjanesbrautar á annatíma í um- ferðinni síðdegis i gær. Loka varð gatnamótunum um tíma og umferð tafðist mjög. -SÁ -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.