Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1999, Síða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
íþróttir
Úrslitin í nótt:
Charlotte-New York........84-91
Phills 20, Wesley 18, Jones 14 -
Sprewell 21, Houston 15, Ward 15.
Cleveland-Miami ..........65-90
Anderson 14, Ferry 9, Henderson 8 -
Mouming 23, Brown 12, Hardaway 12.
Houston-LA Lakers ........102-80
Pippen 26, Barkley 20, Mobley 15 -
Shaq 19, Rice 16, Fox 12.
Milwaukee-Washington . . . 99-91
Robinson 31, Allen 19, Gatling 13 -
Thorpe 18, Strickland 14, Wallace 14.
Dallas-Chicago............101-93
Finley 28, Strickland 20, Trent 16 -
Kukoc 26, Carr 18, David 17.
Utah-Phoenix...............85-99
Malone 21, Russell 13, Homacek 13 -
Chapman 23, Kidd 19, Garrity 13.
Portland-Denver ...........93-77
Williams 28, Sabonins 14, Stoudamire 10.
xx
LA Clippers-SA Spurs .... 88-94
Piatkowski 27, Olowokandi 17,
Hudson 11 - Duncan 22, Jackson 21,
Robinson 17.
Golden State-Sacramento . 114-89
Starks 25, Jamson 23, MarshaU 19 -
Funderburke 17, Stojovic 17, Wahad 16.
Úrslitin í fyrrinótt:
Miami-New York.............80-82
Mourning 29, Brown 15, Hardaway 12
- Johnson 23, Houston 17, Camby 15.
Phoenix-Houston............95-71
Chapman 22, Kidd 22, Robinson 15 -
Pippen 21, Olajuwon 16, Barkley 13.
Philadelphia-Orlando .... 103-86
Iverson 38, Geiger 16, Ratliff 12 -
Grant 18, Anderson 18, D.Armstrong 18.
Utah-Seattle...............98-81
Maione 21, Stockton 11, Anderson 11 -
McLean 23, Ellis 10, Crotty 8.
New Jersey-Indiana........120-98
Marbury 26, Van Hom 22, Gill 21 -
Miller 34, Smits 17, Rose 11.
Portland-Minnesota........100-84
B.Grant 24, Rider 22, Wallace 13 -
KGamett 30, Smith 17, Brandon 11.
Atlanta-Milwaukee..........85-70
Mutombo 18, Blaylock 16, Crawford 16 -
Allen 21, Robmson 18, Thomas 12.
Boston-Washington.........113-84
Barros 20, Mercer 18, McCarthy 17 -
Richmond 18, Thorpe 15, Strickland 14.
Toronto-Detroit............83-91
Carter 18, Christie 17, Brown 17 -
Stackhouse 24, Hill 18, Dele 16. -GH
Ólafur Þórdar-
son, þjálfari
Fylkismanna,
kom þeim í úrslit
Reykjavíkur-
mótsins í knatt-
spyrnu í gær-
kvöld með því að
skora sigurmark-
iö gegn ÍR, 2-1,
þegar ein mínúta var eftir. ÍR komst
yfir í seinni hálfleik þegar Geir
Brynjólfsson skoraði úr vítaspymu
en Gunnar Þór Pétursson jafnaði
fyrir Fylki 10 mínútum fyrir leikslok.
í síöari undanúrslitaleiknum á
Reykjavíkurmótinu í gærkvöld lögðu
KR-ingar lið Framara, 2-1. Jóhann
Þórhallsson og Egill Atlason
skoruðu mörk KR í leiknum en
Höskuldur Þórhallsson skoraði
mark Fram. Það veröa því KR og
Fylkir sem leika til úrslita á
Reykjavíkurmótinu þann 8. maí.
Ragnhildur Siguróardóttir, Islands-
meistari í golfi kvenna, hafnaði i 20.
sæti á opna
skoska meistara-
mótinu i golfl
sem haldið var
um helgina.
Ragnhildur spil-
aði mjög vel alla
dagana. Hún lék
hringina þrjá á
234 höggum (78-
77-79) og varð 12 höggum á eftir sigur-
vegaranum. Hin 16 ára gamla Kristin
Elsa Erlendsdóttir úr GK hafnaði i
33. sæti en hún lék á 236 höggum (83-
74-79). Árangur Kristínar er mjög góð-
ur og á öðrum degi náði hún þeim
glæsilega árangri að spila völlirm á
pari.
Tindastóll vann Hvöt, 7-4, í síðasta
leik D-riðils deildabikarsins í knatt-
spymu á Sauðárkróki á laugardaginn.
Tindastóll endaði í fjórða sæti, á eftir
ÍA, Víkingi og Fylki.
-VS/JKS/GH
DV DV
Sveinn Sölvason náði mjög góðum ár-
angri á alþjóðlegu badmintonmóti i Chile
um helgina. Sveinn komst i undanúrslit
en beið þar lægri hlut fyrir Kanadamann-
innum Bobby Milroy. Sveinn fékk gefinn
sigur í fyrstu umferð, vann Brasiliumann
í annarri umferð og Bandarikjamann í
þriðju umferðinni og 8-liða úrslitunum.
Alexander Arnarson, linumaður úr HK,
bættist i hóp þeirra nýliða sem léku með
landsliðinu í handbolta gegn Sádi-Arabíu
um helgina. Alex-
ander (t.h.) lék
þriðja og síðasta
leikinn og skor-
aði tvö mörk.
Guöjón Skúli Jóns-
son, markvörður frá
Akranesi, er genginn til liðs við 1. deildar
liö FH i knattspymunni. Guðjón er 21 árs
og hefur leikið með u-16 og u-18 ára lands-
liðinu og var varamarkvörður Skaga-
manna á síðastliðnu smnri. Guðjóni er
ætlað að fylla skarð Daða Lárussonar
sem nýlega hélt til Bandaríkjanna þar
sem hann mun leika i B-deildinni.
Knattspyrnusambandiö hefur fallist á
beiðni Hauka um að leika í 1. deild
kvenna í sumar i stað úrvalsdeildar. Enn
fremur hefur verið ákveðið að Fjölnir taki
sæti Hauka.
Halldór Áskelsson, fyrrrnn landsliðsmað-
ur i knattspymu, hefur tekiö fram skóna
enn og aftur. Hann hefur skipt yfir til Dal-
vikinga, nýliðanna í 1. deild, og ætti að
styrkja þá verulega.
Hannes Tómasson, SR, sigraði á bikar-
móti i loftskammbyssu sem haldið var um
helgina. Hannes hlaut samtals 656,6 stig.
Anton Konráösson, SKÓ, varð annar með
642,6 stig og í þriðja sæti hafnaði Þor-
steinn Guöjónsson, IFL, með 632,8 stig.
Carl J. Eiríksson, SÍB, sigraði í keppni
með loftriffli en hann hlaut samtals 625,2
stig. Jónas Bjargmundsson, SFK, varð
annar með 620,4 stig og í þriðja sæti hafn-
aði í Einar ísfeld Steinarsson, SFK, með
619,2 stig.
Adolf Ingi Erlingsson, RÚV, var kosinn
nýr formaður Samtaka íþróttafrétta-
manna á aðalfundi samtakanna á dögun-
um. Hann tekur við að ívari Benedikts-
syni sem ákvað að gefa ekki kost á sér í
embættið. Með Adolf í stjóm vom kjömir
Jón Kristján Sigurösson, DV, Björn
Ingi Hrafnsson, Morgunblaðinu, Snorri
Sturluson, Stöð 2 og Samúel Örn Er-
lingsson, RÚV.
Rúnar Kristinsson hefur leikið mjög vel
með Lilleström í
fyrstu þremur um-
ferðunum i norsku
A-deildinni. í ein-
kimnagjöf Verdens
Gang er Rúnar í 2.-3.
sæti yfir stigahæstu
menn en meðal-
einkunn hans er 6,67.
Andreas Lund hjá
Molde er efstur með 7,0. Heióar Helgu-
son, félagi Rúnars hjá Lilleström, er í 20.
sæti ásamt nokkrum öðrum með 5,33.
Bryan Roy, félagi Eyjólfs Sverrissonar í
þýska A-deildarliðinu Hertha Berlín, leik-
ur ekki meira með á þessu tímabili. Roy,
sem hefur átt i meiðslum meira og minna
i allan vetur, gekkst undir aðgerð á hásin
í gær sem þýðir að hann veröur frá knatt-
spymuiðkun næstu mánuðina.
HK-ingar leita þessa dagana að eftir-
manni Siguröar Sveinssonar, sem er
hættur að spila sjálfur og verður „bara“
þjálfari liðsins næsta vetur. Stjómarmað-
ur úr handknattleiksdeild HK er nú stadd-
ur i Tékklandi þar sem hann skoöar
nokkrar örvhentar skyttur.
Tómas Ingi Tómasson átti mjög góðan
leik með AGF þegar liðið vann Herfólge,
2-1, í dönsku A-deildinni í knattspyrnu á
sunnudag. Tómas var óheppinn að skora
ekki þvi hann átti stangarskot og mark
var dæmt af honum. Ólafur H. Krist-
jánsson kom inn á sem varamaður hjá
AGF eftir aðeins 20 mínútur. AGF er þar
með komið í 8. sætið af 12 liðum og er
ekki lengur i teljandi fallhættu.
Jóhann B. Guömundsson fékk ekki tæki-
færi með Watford í B-deild ensku knatt-
spymmmar um helgina. Hann lék hins
vegar með varaliðinu og skoraði eitt mark
í 5-0 sigri á Northampton.
Bjarki Gunnlaugsson fékk að líta rauða
spjaldiö í leik með varaliði Brann i
norsku knattspyrnunni um helgina. Hann
fer í leikbann, og má ekki leika með aðal-
liðinu á meðan.
Roy Evans, fyrrum knattspymustjóri Liv-
erpool, er einn af þeim sem koma til
greina sem næsti knattspyrnustjóri Nott-
ingham Forest sem fallið er í B-deildina.
-GH/VS/JKS
Stjömustúlkur sýndu það og
sönnuðu í Ásgarði í gær að þær tefla
fram besta handknattieiksliði
landsins í kvennaflokki. Þær mættu
þá FH i þriðja úrslitaleik liðanna um
íslandsmeistaratitilinn og sigruðu
sannfærandi, 34-25.
Leikurinn fór fjörlega af stað og
með örlítilli heppni hefðu FH-stúlkur
getað náð góðri forystu eins og þær
náðu í fyrstu tveimur leikjunum, en
lukkan var ekki með þeim í þessum
leik frekar en hinum tveimur og
Stjaman, með Ingu Steinunni Björg-
vinsdóttur í broddi fylkingar, hafði
tveggja marka forskot i hálfleik,
14-12.
Gríðarleg stemning
Stjörnuliðið kom gríðarlega vel
stemmt til seinni hálfleiks og skoraði
fimm mörk gegn einu FH-marki á
fyrstu mínútum hálfleiksins og lagði
grunninn að sigrinum og íslands-
meistaratitiinum. FH-liðið var þó
ekkert á því að gefast upp og hélt
Stjömunni i fimm marka mun allt
þar til 12 mínútur vom til leiksloka,
en þá komu sjö Stjömumörk í röð og
sigur Stjömunnar var í höfn.
FH-ingar bám enga virðingu fyrir
verðandi íslandsmeistumm, börðust
allt til enda og tóku fast á þeim. Það
dugði þó ekki til. Stjaman vann ör-
uggan og sanngjaman sigur.
Vel mannað Stjörnulið
Stjaman sýndi það í þessum leik
að liðið er afskaplega vel mannað.
Liðið, sem varð fyrir miklu áfalli í
janúar þegar Herdís Sigurbergsdóttir
meiddist, og margir töldu að myndi
ekki klára meistarabaráttuna án
hennar, sýndi sparisvipinn.
Ragnheiði Stephensen, stórskyttu
liðsins, var haldið í gíslingu FH-inga
í öllum leikjunum þremur en þá
komu ungu stelpumar, Inga Stein-
unn Björgvinsdóttir, Nína K. Bjöms-
dóttir og Anna Blöndal, tóku sinn
leikinn hver og sýndu að það era
fleiri markaskorarar i liðinu.
Varnarleikur Stjörnunnar, þar
sem Inga Fríða Tryggvadóttir og
Margrét Theódórsdóttir ráða ríkjum,
var þéttur í leikjunum öllum og FH,
sem hafði náð að leysa þann þátt á
köflum 1 fyrstu leikjunum tveimur
átti ekkert svar í gærkvöld, til þess
var liðsheild Stjömunnar of sterk.
FH með framtíðarlið
FH-liðið er helsta framtíðarlið ís-
lensks kvennahandknattieiks. Þær
náðu lengra í þessari úrslitakeppni
heldur en nokkur reiknaði með og
sýndu á köflum meistaratakta í leik
sínum. í gær mxmaði mikið um það
að Þórdís Brynjólfsdóttir og Drífa
Skúladóttir náðu sér ekki á strik í
sóknarleiknum en á móti kom að
Dagný Skúladóttir kom sterk inn
eftir erflð meiðsli.
Kjarkur og þor
FH, sem varð fyrir miklu áfalli að
ná ekki að jafha metin á lokasekúnd-
um fyrsta leiksins, kom tvíeflt til
annars leiksins en þar vom von-
brigðin ógurleg að ná ekki að sigra,
þrátt fyrir að hafa 13 marka forskot.
Það þurfti því kjark og þor til að
koma til þessa þriðja leiks og mæta
með þá trú að geta sigrað Stjörnuna.
Það þurftu þær Þórdís, Dagný, Drífa,
Guðrún Hólmgeirsdóttir og Gunnur
Sveinsdóttir, sem era aðeins 19 ára
gamlar, að reyna. Og það gerðu þær
og stöflur þeirra allar með glans.
FH-ingar geta borið höfuðið hátt
eftir keppnina. Það að hafa haldið
Stjörnunni, besta liði landsins, við
efnið í þremur leikjum er frábært og
sýnir að handboltaáhugamenn þurfa
að leggja nöfn leikmanna FH á minn-
ið fyrir næstu ár. Þær em ekki leng-
ur með eitt efnilegasta lið landsins,
heldur eitt það besta. -ih
- Stjarnan íslandsmeistari kvenna eftir þriðja sigurinn á FH í jafnmörgum leikjum
Vantaði trúna
Fyririiðar Stjörnunnar. Herdís
Sigurbergsdóttir, sem misstí af
úrslttakeppninni vegna meiðsla,
og Hrund Grétarsdóttir halda á
ísiandsbtkarnum á milli sín í
Asgarði í gærkvöld.
DV-myndir Hilmar Þór
ifp~.
Liðsheildin
„Það er búið að vera alveg hrika-
lega erfitt að vera fyrir utan. í dag
vann liðsheildin alveg frá a til ö. Al-
veg frá því 24. janúar, þegar það
varð ljóst að ég yrði ekki meira með
liðinu á þessu tímabili, þá varð hug-
arfarsbreyting á okkar liði. Stelp-
umar ákváðu að gefa aflt sem þær
áttu i þetta og tóku bæði deildar-
meistaratitilinn og íslandsmeistara-
titilinn. Bikarinn gekk okkur úr
greipum, en hann kemur bara á
næsta ári,“ sagði Herdís Sigurbergs-
dóttir, leikmaður Stjörnunnar.
-ih
FH-ingarnir Þórdís Brynjólfsdóttir
og Björk Ægisdóttir voru að v onum
daufar í dáikinn í leikslok.
Kaflaskil
„Ég er rosalega ánægður, ég get
ekki verið annað. Þegar á reynir og
við erum að spila marga leiki á
stuttum tíma undir pressu þá reyn-
ast þessar stelpur best. Öll bið hefur
reynst okkur rosalega illa.
Fyrsti leikurinn var erflður, þar
sem við missum hann niður. Annar
leikurinn hræðilega erflður en
stelpurnar sýndu karakter að klára
hann og í kvöld sýndu stelpumar að
þær eru bestar. FH-liðið er verðug-
ur andstæðingur en við sýndum það
bara að við erum betri.
Það era komin ákveðin kaflaskil í
Stjörnuliðið, það eru nokkrar stelp-
ur að hætta og ungar að taka við,
eins og Nína og Inga Steinunn. Ég
gerði miklar kröfur til þeirra og
þær leystu það vel,“ sagði Aðal-
steinn Jónsson, þjálfari Stjörnunn-
ar. -ih
Systurnar og markverðirnir frá Lit-
háen, Jolanta Slapikiene úr FH og
Lijana Sadzon úr Stjörnunni, faðm-
ast eftir leikinn í gærkvöld.
Erum bestar
„Ég er alveg rosalega ánægð,
þetta er frábært. Ég átti von á
hörkuspennandi leik en þær urðu
fyrir áfalli í síðasta leik og þegar við
náðum fjögurra marka forystu þá
datt þetta niður hjá þeim. Við eram
búnar að sýna lélega leikkafla í síð-
ust tveimur leikjum en við tókum
okkur saman í andlitinu og vorum
staðráðnar í að sýna góðan leik i
kvöld og sýna að við værum bestar
og gerðum það. Það var rosaleg
taugaspenna í liðinu, við byrjuðum
illa í síðustu leikjum og ætluðum
ekki að láta það koma fyrir aftur,“
sagði Inga Fríða Tryggvadóttir, leik-
maður Stjömunnar. -ih
„Við komumst mikið lengra held-
ur en nokkur bjóst við, það átti eng-
inn von á okkur hér. Ég hefði ver-
ið sáttari við það að ná betri árangri
í úrslitakeppninni. Við eram ungar
og eigum framtíðina fyrir okkur.
Við eram búnar að sýna það að
við stöndum í þeim og eigum alveg
að geta unnið þetta lið, en það vant-
aði trúna á þetta, það var eins og
við gerðum okkur ekki grein fyrir
því hvað væri í húfi. Við erum ekki
hættar og komum á fullum krafti í
íslandsmótið á næsta ári,“ sagði
Hildur Erlingsdóttir, fyrirliði FH.
Stjarnan (14)34
FH (12) 25
0-1, 1-3, %A, 4-4, 5-7, 7-9, 10-9, 11-11,
12-12, (14-12), 16-12, 19-13, 21-16,
23-17, 29-20, 31-22, 33-22, 34-25.
Mörk Stjörnunnar: Inga St. Björg-
vinsdóttir 9, Inga Fríða Tryggvadóttir
6, Ragnheiður Stephensen 5/3, Anna
Blöndal 4, Nina K. Bjömsdóttir 3,
Hrund Grétarsdóttir 3, GuðnýGunn-
steinsdóttir 2, Margrét Theódórsdóttir
1, Margrét Vilhjáhnsdóttir 1.
Varin skot: Lijana Sadzon 15/1,
Sóley Halldórsdóttir 2.
Mörk FH: Dagný Skúladóttir 6,
Hildur Erlingsdóttir 4, Björk Ægis-
dóttir 4, Þórdís Brynjólfsdóttir 4/3,
Drífa Skxiladóttir 2, Guðrún Hólxn-
geirsdóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 2,
Hafdis Hinriksdóttir 1.
Varin skot: Jolanta Slapikiene
12/1, Gyða Úlfarsdóttir 1.
Brottvísanir: Stjaman 6 mín., FH
4 mín.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson
og Ólafur Haraldsson, góðir.
Áhorfendur: Um 600.
Maður leiksins: Inga Steinunn
Björgvinsdóttir, átti frábæran
leik.
Meistarataktar
^5
íþróttir
—--------------------
Frakkinn Dav-
id Ginola, leik-
maður Totten-
ham, hefur verið
útnefndur leik-
maður ársins í
ensku knatt-
spymunni af
samtökum at-
vinnuknatt-
spyrnumanna. I öðru sæti varð
Dwight Yorke, framheiji Manchest-
er United, og i þriðja sæti hafnaði
Emmanuel Petit, franski miðvallar-
leikmaðurinn hjá Arsenal. David
Beckham, Man.Utd, Dennis Berg-
kamp, Arsenal, og Roy Keane,
Man.Utd, voru einnig tilnefndir.
Nicloas Anelka, framherji Arsenal,
varð fyrir valinu sem besti ungi leik-
maðurinn. Michael Owen, framherji
Liverpool, sem hafnaði í efsta sæti i
fyrra, varð annar og Ástralinn Harry
Kewell hjá Leeds varö i þriðja sæti.
Lee Bowyer, Leeds, Lee Hendrie,
Aston Villa og Alan Smith, Leeds,
voru einnig tilnefndir.
í lió ársins vom valdir: Nigel Mar-
tyn, Leeds, Gary Neville, Man.Utd,
Denis Irwin, Man.Utd, Patrick Vie-
ira, Arsenal, Sol Campbell, Totten-
ham, Jaap Stam, Man.Utd, David
Beckham, Man.Utd, Dwight Yorke,
Man.Utd, Nicolas Anelka, Arsenal,
Emmanuel Petit, Arsenal, David
Ginola, Tottenham.
Hermann Hreiðarsson var valinn i
lið ársins í D-
deildinni en
hann var eini
leikmaðurinn
frá Brentford
sem var valinn í
liðið. Hermann
og félagar unnu
Southend úti,
4-1, um helgina
og eiga alla möguleika á sæti í C-
deildinni.
íslendingaliöiö Walsall er komið
með annan fótinn upp í B-deildina
eftir útisigur á Lincoln, 0-1, á laugar-
dag. Walsall þarf aðeins tvö stig í sið- ‘
ustu þremur leikjunum til að fylgja
Fulham upp. Næstu lið, Preston og
Manchester City, em fimm stigum á
eftir Walsall sem á leik til góða að
auki. Bjarnólfur Lárusson fór af
velli á 68. minútu gegn Lincoln en
Siguröur Ragnar Eyjólfsson kom
inn á sem varamaður á 90. mínútu.
Stoke er hins vegar úr leik eftir skell
heima gegn Gillingham, 1-4. Lárus
Orri Sigurösson átti sök á einu
marka Gillingham þegar hann lét
sóknarmann hirða af sér boltann í
öftustu vöm.
Kevin Keegan, landsliðseinvaldur
Englendinga, hefur kallað á Francis
Jeffers, hinn 18 ára gamla framherja
Everton, inn i landsliðshópinn fyrir
vináttuleikinn gegn Ungverjum á
morgun, svo og félaga hans Michael •
Ball og Jamie Carragher hjá Liver-
pool. Sex leikmenn sem voru valdir i
hópinn detta út vegna meiðsla en þaö
eru Andy Cole, Paul Scholes, Sol
Campbell, Graem Le Saux, Gareth
Southgate og Jonathan Woodgate.
David O’Leary, knattspyrnustjóri
Leeds, sagði eftir leikinn gegn Man-
chester United í fyrradag að United
myndi hampa Englandsmeistaratitl-
inum í ár. „Eg sagði við upphaf tíma-
bilsins að Únited myndi vinna og ég
stend enn við það,“ sagði O’Leary.
Ruud Gullit, stjóri Newcastle, hefur
boðið Dynamo Kiev 230 mUljónir í
hinn 30 ára gamla bakvörð Oleg
Luzhny, fyrirliða úkrainska lands-
liðsins. Middlesbrough hefur einnig
augastað á Luzhny og það stefnir allt
í slag á milli félaganna I að krækja í'
þennan sterka vamarmann.
George Graham, stjóri Tottenham,
er að undirbúa 550 milljóna króna til-
boð i ástralska framherjann Mark
Viduka sem leikur með Celtic.
Viduka er 23 ára gamall framherji
sem kom til Celtic i vetur frá Croatia
Zagreb. Celtic keypti Viduka fyrir 330
mifljónir króna fyrir 5 mánuðum og
gerði kappinn þriggja ára samning.
Hann er sagður frekar ósáttur við líf-
ið í Skotlandi og vill frekar spila á
Englandi.
Þorvaldur Örlygsson, fyrrum lands-
liðsmaður, hef-
ur fengið frjálsa
sölu frá C-deild-
arliði Oldham
en þar hefur
hann leikið und-
anfarin 4 ár.
Þorvaldur er 32
ára og hefur
leikið tæpa 200
deildaleiki með Oldham, Stoke og
Nottingham Forest. -GH/Vf^