Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Page 14
Þau eru hætt að vera þunglynd! The Cranberries léttrokka sem aldrei fyrr á nýju plötunni og ætla enn einu sinní að ana út í heiminn til að skemmta þúsundunum. Rokk fiolskyklu jIJ jtJitJ NR. 321 tt víkuna 30.4-7.5. 1999 m Sætl Vikur LAG Besta hljómsveit allra landsmanna kemur sterk inn í númer 36. Hverjum kemur það við? FLYTJANDI 9/4 16/4 1 12 LADYSHAVE GUS GUS 1 1 2 9 YOU STOLE THE SUN FROM ME .MANIC STREET PREACHERS 7 13 3 6 MY NAME IS EMINEM 3 24 4 2 ALLOUTOFLUCK .SELMA (EUROVISION) 8 - 5 7 WHY DON’T Y0U GET A J0B OFFSPRING 2 2 6 4 EINN MEÐ ÞÉR SKÍTAMÓRALL 12 14 7 3 IFYOUBELIVE SASHA 17 17 8 10 TENDER BLUR 4 5 9 6 STRONG ,.. .ROBBIE WILLIAMS 9 8 10 2 IT’S NOT RIGHT BUT IT’S OK .. .WHITNEY HOUSTON 19 - 11 2 NEÐANJARÐAR .. .200.000 NAGLBÍTAR 13 - 12 11 STR0NG ENOUGH CHER 6 3 13 2 CANNED HEAT JAMIROQUAI 20 - 14 6 SHEEP GO TO HEAVEN CAKE 5 9 15 9 MARIA BLONDIE 14 10 16 3 THANK ABBA FOR THE MUSIC ... .VARIOUS ARTISTS 32 40 17 8 NO SCRUBS TLC 11 11 18 1 NEW NO D0UBT IMilJ 19 6 PR0MISES .. .THE CRANBERRIES 18 6 20 8 BIRTIR TIL LAND 0G SYNIR 15 12 21 21 FLY AWAY LENNY KRAVITZ 10 4 22 5 REMAKE MY FIRE HOUSEBUILDERS 26 28 23 2 ELECTRICITY SUEDE 28 - 24 3 EVERY YOU, EVERY ME PLACEBO 21 21 25 4 REALLIFE BON JOVI 31 31 26 4 FREAK ON A LEASH KORN 22 16 27 4 TEQUILA TERROVISION 36 32 28 4 HOW LONG’S A TEAR TAKE TO DRY .. .. .BEAUTIFUL S0UTH 29 33 29 1 I AIN’T MISSIN YOU RAHSUN InýttI 30 5 IN OUR LIFETIME TEXAS 23 26 31 5 THAT DON’T IMPRESS ME MUCH SHANIA TWAIN 33 34 32 8 CHARLIE BIG POTATO SKUNK ANANSIE 16 7 33 1 SWEAR IT AGAIN WESTLIFE Kfc’HHH 34 3 MY STRONGEST SUIT SPICE GIRLS 25 25 35 2 TONITE SUPERCAR 37 - 36 1 HVERJUM KEMUR ÞAÐ VIÐ STUÐMENN ItMlJlJ 37 6 YOU GOTTA BE DES’REE 24 19 38 2 CLOUDS ACROSS THE MOON ‘97 RAH-BAND 40 - 39 6 CHANGES 2PAC 27 15 Hvítl rapparinn Eminem segir okkur hvað hann heitir númer 3. GusGus halda áfram að raka á toppnum. Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 4íÆ íslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fólk hringt í síma 550 0044 og tekiö þátt í vali listans. Islenski listinn er frumfluttur á flmmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og birtur á hverjum föstudegi í DV. Listinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hveijum laugardegi kl. 16.00. Listinn er birtur, aö hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. íslenski listinn tekur þátt í vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaöinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaöinu Billboard. Yfirumsjón með skoöanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó Handrit, heimildaröfiun og yfirumsjón meö framleiðslu: Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson Otsendingastjórn: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll ólafsson - Kynnir í útvarpi: Ivar Guðmundsson Fjórða plata íranna í The Cran- berries var að koma út. „Bury the Hatchet“ dælir út léttrokkinu og það má búast við að eitthvað bæt- ist við bankainnstæður fjórmenn- inganna. Ekki það að þau þurfi meira; The Cranberries hefur þeg- ar selt 28 milljón eintök af fyrstu þrem plötunum sínum. Þau færu létt með að liggja í leti til eilifðar- nóns en þetta eru duglegir írar og léttrokkið þeim í blóð borið. Gríp- andi lög eins og „Promises“ af nýju plötunni sjá til þess að léttrokkið þeirra streymir út um útvarpstækin í sumar. The Cran- berries er bara eitt af þessum böndum sem virðist komið til að Amma drukknaði í gosbrunni Það ætti að vera huggun fyrir alla stritandi bílskúrsrokkara að vita að flestar hljómsveitir eiga klaufalega byrjun. Fyrir níu árum, vorið 1990, hét hljómsveitin The Cranberry Saw Us og í stað- inn fyrir Delores O’Riordan stóð Niall Quinn við hljóðnemann. Þetta var ungur íri sem vildi að bandið væri hálfgert grínband og fannst sniðugt að syngja lög sem hétu t.d. „Amma drukknaði I gos- brunni við Lourdes“. Aðrir meðlimir voru á öðru máli, ráku grínarann og fundu átján ára stelpu sem hafði ekki aðra reynslu af söng en að syngja í kaþólsku hverfiskirkjunni. Eftir ár fór sveitin, sem nú kallaði sig einfaldlega The Cranberries, til London og spilaði fyrir bransakalla. Island-plötur bitu á agnið og þegar lítið gekk að sannfæra Lundúna- búa um ágæti Cranberries var sveitin send í gámi til Ameríku. írskir Kanar hömp- uðu fyrst sveitinni. Fyrsta plat- an, „Everybody Else is Doing it, so Why Can’t We?“ kom út 1993 og fór í 3 milljón eintökum. Ári síðar kom „No Need to Argue“ og seldist fimm sinnum betur, enda með ofursmellinum „Zombies“ sem heimurinn fékk á heilann. Delores 0’Riordan: fimmta ríkasta kona á Bretlandseyjum. Delores kemst á bragðið Fyrstu árin stóð Delores hreyfing- arlaus á sviðinu en þegar sjálfs- traustið jókst fór hún að hoppa og góla eins og hauslaus stuðhæna. „Ég var rosalega feimin og saklaus þegar ég byrjaði," viðurkennir hún. „Ég fór frá því að syngja í ferming- um i að leiða þús- undir í fjöldasöng og vissu- lega breytir svona reynsla manni.“ Þriðja platan, „To the Faithful Departed", þótti þung miðað við fyrri plötur og rokkaralífemið fór að taka sinn hefðbundna toll af hljómsveitinni. Delores þótti haga sér tíkarlega, neitaði að fara í við- töl, réðst á konur ef þær snertu eig- inmann hennar (hún giftist göml- um Duran Duran-rótara 1994 og á með honum son) og minnti á tíma- bili á beinagrind enda lifði hún á kaifi og sígarettum. Hljómsveitin viðurkennir að síðustu árin hafi verið hræðileg lífsreynsla. Þau voru að spá í að hætta en tóku sér hálfs árs frí í staðinn. Nú eru þau mætt aftur, jákvæð og lífs- reynd og nýja platan minnir á fyrstu plöturnar í almennu stuði. Delores og strákamir em búin að ákveða að fara í risatúr um heiminn en aum- ingja Delores átti erfitt með að velja: „Ég á mann og lit- ið barn en ég viðurkenni að það er alltaf jafnfreist- andi að fara og spila fyr- ir þúsundir." Þar hafiði það; konan sem The Financial Times telur vera fimmtu ríkustu konu á Bretlandseyjum tekur rokkið fram yfir fjölskylduna. Gott hjá henni! -glh plötudómur Siggi Björns — Roads: ★★★ Huggulegt Trúbadorar eru hvimleiðar skepnur upp til hópa, gjarnir á að spila „klassísk" popplög á borð við „House of the Rising Sun“ þangað til þaggað er niður í þeim með valdi, annað hvort á leiðinni í meðferð eða nýkomnir úr henni. Þeir em nær undantekningalaust með sítt að aftan. Og þess vegna kemur ekki á óvart að Danir, þeir miklu bjórsvelgir og hyggehálfvit- ar, skuli vera mikið fyrir trú- badormúsík, svona rétt áður en þeir líða út af. Siggi Bjöms hefur sem sagt lagt ástkæra frændur okkar að velli með rólegri gítartónlist sinni og ekkert nema gott um það að segja. Og það sem meira er, „Roads“ er bara nokkuð góð plata. Hljómsveit Sigga er skipuð einvalaliði sem kryddar einfold lögin og nær á köflum upp finni stemningu. Pró- fessional, þið skiljið. J. J. Cale og Tom Waits em ekki langt undan en hafa aldrei haft svona flottan hreim. Lagið „Restless spirit“ er gott dæmi um hvemig hægt er að bræða saman mismunandi stíla án þess að hljóma eins og Paul Simon í tilvistarkreppu. Það eina sem skemmir plöfima, að minnsta kosti fyrir mér, er einhver gítarleikar- anna sem hefur greinilega stór- skemmst á of mikilli hlustun á Dire Straits. Grey-kallinn. Svona Siggi Björns hefur sem sagt lagt ástkæra frændur okkar að velli með rólegri gítartón- list sinni og ekkert nema gott um það að segja. endar þetta þegar menn lögleiöa hass. En Siggi Bjöms kemur, sér og pakkar saman öllum pöbbaglömrar- um með þessari plötu. Skylduhlust- un fyrir alla sem hafa jafnhrotta- lega fordóma í garð trúbadora og ég. Það er nefnilega gaman að láta koma sér á óvart. Ari Eldon f Ó k U S 30. apríl 1999 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.