Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 -ÍL>"\?r 2 t0éttjr Landsþekktur vélsleöamaður stórslasaöist í sinni síöustu keppni: Allt slitnaði i fætinum - segir Finnur Aðalbjörnsson sem bíða þarf mánuðum saman eftir bata DV, Akureyri: „Ég var aö stökkva fram af palli, var ekki á miklum hraða en mis- reiknaði lendingxma vegna snjó- blindu. Þess vegna var ég búinn aö rétta úr fótunum og læsa hnjánum þegar ég lenti og því fór sem fór,“ segir Finnur Aðalbjömsson, 32 ára vélsleöamaður sem stórslasaðist í vélsleðakeppni á Ólafsfirði um síð- ustu helgi. Finnur, sem er bóndi á Ytra-Laugalandi í Eyjaíjarðarsveit, hefur um árabil verið einn af þekkt- ustu vélsleðaköppum landsins, hann hefúr keppt frá því hann var um tvitugt, varð þrívegis íslands- meistari fyrir nokkrum árum og hefur allt fram á þennan dag verið í fremstu röð og þótt ótrúlega mikill keppnismaður. „Þetta átti að verða mín síðasta keppni á ferlinum og verður það al- veg örugglega,“ sagði Finnur þegar DV hitti hann á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri í gærmorgun en þá beið hann eftir því að verða flutt- ur til Reykjavíkur þar sem hann átti að gangast undir rannsóknir i gær. „Þegar sleðinn kom niður bogn- aði hnéð á vinstra fæti í ranga átt og því fylgdi gífurlegur sársauki. Ég hafði verið í forystu en hugsaði strax ekki um neitt annað en að koma mér út úr brautinni svo ekki yrði keyrt á mig. í fyrstu héldu menn að ég væri fótbrotinn en svo reyndist ekki vera. Ég fór úr liðnum og það slitnaði nánast allt í fætinum sem slitnað gat. Læknar hafa sagt að það sé ekki hægt að gera neinar aðgerðir á fætinum fyrr en eftir margar vikur eða mánuði og ég verð bara að taka því. Það er alveg hryllilegt helvíti að upplifa þetta í sinni síðustu keppni. Þetta hefði þó getað gerst hvenær sem Vcir og var engu um að kenna, hvorki brautinni sem keppt var í né neinu öðru. Maður verður bara að taka þessu,“ segir Finnur. -gk Eiturkokkteill í höfninni á Seyðisfirði: Hreinræktaður klaufaskapur - segir bæjarstjóri Rúmlega 500 lítrar af hráolíu fóru í höfnina á Seyðisfirði í fyrradag. Verið var að taka olíu á kolmunnaveiðiskipið Bjama Ólafsson AK og um leið að skipta milli tanka. Það tókst ekki betur en svo að út fossuðu rúmlega 500 lítrar af olíu. Þar er þó ekki öll sagan sögð því að stuttu fyrr sprakk blóðvatnslögn þegar verið var að landa úr Sveini Benedikts- syni stutt frá í höfninni og fór heilmikið blóðvatn einnig í sjó- inn. Blóðvatnsbrákin var einmitt búin að dreifa sér að Bjarna Ólafssyni þegar olían byrjaði að fossa og úr varð sannkallaður eit- urkokkteill sem var á svipstundu búinn að breiða úr sér yfir allan fjörðinn. Var það mjög ljót sjón að sögn sjónarvotta Óttast var um að æðarfugl myndi lenda i eiturkokkteilnum en laust var við allan fugladauða. Veðurblíða DV, Akureyri: Akureyringar ganga að kjör- borðinu í dag í góðu og björtu veðri, hafi spár í gærkvöldi geng- ið eftir. í gær var besti dagur ársins á Bæjarstarfsmenn og Björgunar- sveitin ísólfur voru kölluð út til að eiga við olíuna og einnig var fenginn mengunarvamarbúnaður frá Reyðarfirði auk þess búnaös sem er til staðar á Seyðisfirði. Hreinsunarmenn notuðu svokalla botnfeflingarefni til þess að ná tökum á ástandinu og voru þeir að störfum í gæmótt og framund- ir hádegi í gær. „Þetta lítur ágætlega út núna, sem betur fer var þetta ekki svart- olía þannig að hún á að eyöast. Samt er auðvitað ekkert gott að þurfa að nota þetta botnfellingar- efni, það er algjör óþverri líka, en eina ráðið sem er til. Ástæðan fyr- ir þessu öllu saman var auðvitað hreinræktaður klaufaskapur en þetta var afls ekki eins slæmt og það hefði getað orðið,“ sagði Ólaf- ur Sigurðsson bæjarstjóri í gær. -hvs á Akureyri Akureyri. Undanfama daga hefur hiti farið yfir 10 gráður en í gær var „steikjandi sól“ og hitamælar fóru í 15-17 stig. Þetta eru kær- komin viðbrigði eftir langan vet- ur og erfitt vor nyrðra. -gk Finnur á sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun, skömmu áður en hann var fluttur til Reykjavíkur til rannsóknar. DV-mynd gk Söngur sýslumannsins á ísafirði: Stones gera hann ekki vanhæfan - segir Jón Thors í dómsmálaráðuneytinu Ekkert er i kosningalögum eða -reglum sem gerir menn vanhæfa til setu í landskjörstjóm annað en það að þeir fari sjálfir í framboð. Jón Thors, skrifstofustjóri í dóms- málaráöuneytinu, segir í samtali við DV að Ölafur Helgi Kjartans- son, sýslumaður á ísafirði, hafi síður en svo gert sig vanhæfan til áframhaldandi setu í yfirkjör- stjórn með því að syngja Rolling Stoneslög á samkomu sjálfstæðis- manna á ísafirði í fyrradag. Jón segir í samtali við DV að samkvæmt 11. grein kosningalag- anna sé aðeins eitt atriði sem geri menn vanhæfa til setu í nefhdun- um: Það er að fara í framboð. Greinin hljóðar svo orðrétt: „Sá sem á sæti í landskjörstjórn, yfir- kjörstjóm eða undirkjörstjórn skal víkja sæti ef hann er í kjöri til alþingis.“ Þetta eru einu vanhæf- isreglur kosn- ingalaganna. Kjörstjómar- menn em kosnir af Alþingi í sam- ræmi við hlutfóll flokkanna á Al- þingi. Upphaf- lega var Þórólfúr Halldórsson kjör- inn í yfirkjör- stjórn í Vestfjaröakjördæmi. Hann tók síðan sæti á framboðslista og vék af þeim sökum úr stjóminni, en Ólafur Helgi var skipaður í hans stað. -SÁ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaöur á ísafiröi. Eldur í eldhúsi Mikill eldur blossaði upp í eld- húsi í íbúð við Skipasund í gær. Hringt var í Slökkvilið Reykjavík- ur kl. 17.20 og voru slökkviliðs- menn skjótir á vettvang. Þegar þeir komu að húsinu hafði sprungið rúða í eldhúsinu og eld- urinn logaði glatt. Þó reyndist ekki erfitt að ráða niðurlögum hans og breiddist hann lítið út. Gífurlegur reykur hafði þó mynd- ast og vom skemmdir af völdum hans töluverðar. Þegar búið var að slökkva eldinn var reykræst. Ein kona var í íbúðinni þegar eld- urinn blossaði upp og komst hún ósködduð út úr húsinu. -hvs stuttar fréttir Þrír umsækjendur Þrír umsækjendur era um stöðu forstjóra flugstöövar Leifs Eiríks- sonar á Kefla- víkm-flugvelli. Þeir eru Ómar Kristjánsson, settur forstjóri, og viðskipta- fræðingamir Sigurður Jónsson og Sigurður Karlsson. Jafnræðisregta brotin Stöð 2 var skylt samkvæmt út- varpslögum að eiga sams konar samtal við Kjartan Jónsson, tals- mann Húmanistaflokksins, og hún átti við forystumenn allra annara stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Þetta var álit útvarpsréttamefndar í tilefni af kæm Húmanistaflokksins sem telur að Stöö 2 hafi brotið jafn- ræöisreglu samkvæmt útvarps- lögum. Vísir.is greindi frá Hjartaaðgerðir í Boston Tryggingastofnun hefur samið við Children’s Hospital um lægra verð fyrir hjartaaðgerðir með það fyrir augum að geta sent þangað öll börn sem þurfa á hjartaaðgerð að halda og ekki er unnt að sinna á Landspítalanum. RÚV sagði frá. Flóttafólki hjáipað Landsþekktir tónlistarmenn ætla að leggja hjálparstarfi meðal flóttafólks frá Kosovo lið með því að hljóðrita og gefa Hjálparstarfi kirkjunnar lag tileinkað þeim. FBA spáir 3% veröbólgu Fjárfestingarbanki atvinnu- lífsins hf. spá- ir að vísitala neysluverðs hækki um 0,27-0,32% á milli apríl- og maímánaðar. Það jafngildir 3,3-3,9% verð- bólgu á ársgrundvelli. Við- skiptavefur VB á Vísi.is greindi frá. Stríðsglæpir Hópur lögfræðinga frá mörg- um löndum hefur lagt fram kæm til Alþjóðadómstólsins fyrir hönd Sambandsríkja Júgóslavíu gegn öllum leiðtogum NATO, þar með töldum Davíði Oddssyni forsætis- ráðherra og Halldóri Ásgríms- syni utanríkisráðherra. Vísir.is greindi frá. íslendingar kortaglaðir íslendingar eiga heimsmet í greiðslukortanotkun. Hér á landi fer um 75% allra viðskipta í smá- söluverslun fram með rafrænum hætti. Þá greiða Islendingar fyrir um 60% allrar einkaneyslu með annað hvort debet- eða kredit- korti, samanborið við aðeins 7% í ríkjum Evrópusambandsins (ESB). Viðskiptavefur VB á Vísi.is greindi frá. Deiliskipulag samþykkt Deiliskipulag fyrir bamaspit- ala á lóð Landspitalans í Reykja- vík hefur verið samþykkt og því er hægt að gefa út byggingarleyfi á fundi byggingarnefndar næst- komandi miðvikudag. RÚV greindi frá. Ölfar ráðinn Úlfar Steindórsson viðskipta- fræðingur var í dag ráðinn í starf fram- kvæmdastjóra Nýsköpunar- sjóðs atvinnu- lífsins. Úlfar er 42 ára að aldri og hefur tmdanfarin þrjú ár verið frcunkvæmdastjóri Union Is- landia, dótturfyrirtækis SÍF í Barcelona á Spáni. -íbk/SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.