Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Side 37
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 I Bpr I I | ' “"fflifVv fslendingahótel á Vesturbrú: Sækjast eftir íslensku yfirbragði Fyrir skemmstu opnaði tveggja stjörnu Green Key hótel á Vestur- brú í miðborg Kaupmannahafnar. Þar situr við stjórnvölinn Vala Baldursdóttir sem er mörgum ís- lendingum kunnug því síðastliðin þrjú ár hefur hún laðað íslenska ferðamenn að gistiheimilinu Val- berg. í febrúar síðastliðnum ákvað Vala að söðla um og segir hún mestu hafa ráðið hversu heiiluð hún var af húsnæði hótelsins, við Sönd- er Boulevard 53. „Það hefur verið spennandi og skemmtilegur tími að koma hótehnu í stand en við höfum gert talsverðar endurbætur. Ég mun samt fylgja áfram þeirri megin- stefnu minni að bjóða gistingu á eins hagkvæmu verði og kostur er. Við bjóðum upp á ríkulegan morg- unverð en að öðru leyti er markmið- ið að gestimir hafi það notalegt í snyrtilegu og fallegu umhverfi,“ sagði Vala Baldursdóttir i samtaii við DV. Hótelið hóf formlega starfsemi í síðustu viku og segir Vala bókanir streyma inn. „Ég vona auðvitað að Ails eru á hótelinu 20 herbergi sem öll eru nýuppgerð. íslendingar verði duglegir að dvelja héma. Það væri afskaplega skemmti- legt ef hótelið fengi á svolítið íslenskt yfirbragð,“ sagði Vala. Nánari upp- lýsingar um hótelið er að finna á www.greenkey.dk á Netinu. -aþ Obyggðir Nunavut Héraðið Nunavut í norðvestur- hluta Kanada blæs nú til sóknar þeg- ar kemur að ferðamennsku. Þrátt fyrir fáa íbúa, aðeins 27 þúsund, telja íbúar sig hafa heilmikið að bjóða ævintýragjömum ferðamönn- um. Á svæðinu er til dæmis að fmna nyrsta þjóðgarð Norður-Ameríku, EUsmere Island, þverhnípta kletta á Bafiinseyju og kajakaferðir á slóðum þar sem ísbimir og náhvalir láta gjarnan sjá sig. Erfiðleikar ferðaþjónustu Nunavut blasa samt við þar sem sumartíminn varir aðeins tvo mán- uði og oftast er aðeins loftleiðin fær til þorpanna. Þá þykja hótel og veit- ingahús ekki standast kröfur sigldra ferðamanna. Þessu öllu ætla Nunavutmenn að bæta úr á næstu misserum og þá er vonandi að hin stórkostlega náttúra héraðsins kom- ist á kort ferðamanna. Háþrýstidælur Handhægar háþrýstidælur fyrir heimilið og bílinn! Þrýstingur 100 bör Turbostútur og sápukútur fylgja Verð kr. 11.900,- stgr. VERSLUN FYRIR ALLA I Vii Fellsmúlo Simi S88 7332 Sinn er borðsiður í hverju landi: Osvífni ad fylla eigið glas Borðvenjur eru í meginat- riðum svipaðar frá einni þjóð til annarrar og ef ferða- menn sýna háttvísi í fram- andi löndum geta þeir oftast verið öruggir um að hneyksla engan. Það em þó nokkur atriði sem vert er að gefa gaum. í Frakklandi kvað það til dæmis þykja rakinn dónaskapur að borða með fmgrunum. Þar í landi er heldur ekki til siðs að skera kálið með hníf heldur á vefja því snyrtilega upp á gaffalinn. Þá þykir Frökkum beinlínis rudda- legt að panta gosdrykki með mat og eins á ekki að drekka kaffíð fyrr en menn hafa lokið eftirréttinum. Japanar kunna að meta sötur, ekki síst ef súpur eða núðluréttir eiga í hlut. Slikt háttalag þykir bera vott um að menn séu ánægðir með matinn. Japanar eiga því einnig að venjast að menn skiptist á að fylla glös borðfélaganna en það þykir ósvífni að fylla sitt eigið. Þá mun sojasósa ekki eiga neitt erindi á hvít hrís- grjón, eins og sumir kunna að halda, og kokkar móðgast gjama ef gestir blanda þessu tvennu saman. Ferðamenn á Indlandi og í Malasíu verða þess fljótt varir að margir borða með guðsgöfflunum. Þó má aldrei nota vinstri höndina til þeirrar athafnar, eingöngu þá hægri. Það mun þó í lagi að rétta diska og aðra hluti með þeirri vinstri. Þeir sem ferðast um lönd á borð við Kóreu, Kína og Víetnam flaska Borðsiðir geta verið mismunandi eftir löndum. Frökkum þykir til dæmis óhæfa að drekka gos með mat en Japanar vilja ekki sjá sojasósu á hvít hrísgrjón. oft á þvi að fá sér of mikið af matn- um. í þessum löndum tíðkast nefnilega stundum að allir borða af sama fatinu. Þá er um að gera að fá sér aldrei meira en munnfylli í einu. Það þykir beinlínis dóna- legt að taka til sin allan þann skammt sem menn hyggjast inn- byrða. Að lokum er það kaffið. ítalir teljast vafalaust til mestu kafli- menningarþjóða heimsins. Þeir líta hins vegar fólk homauga ef það pantar sér cappuccino að lokn- um málsverði. Þá eiga menn nefni- lega að drekka espressokaffi. Mjólkurblandað kaffl á helst við að morgni dags. -Travel Holiday Vala Baldursdóttir flutti sig nýlega um set og hóf að reka Green Key hótel á Vesturbrú. Phoenix, Arízona Bjóðum frábæra aðstöðu fyrir golfáhugafólk í fallegu umhverfi. Vel staðsett íbúð með 2 svefnberb. í hjarta golfvallarins.Sundlaug og tennisvöllur á svæðinu, stutt í verslanir og veitingastaði. 15 mín. akstur frá flugvelli. Ég heiti Sandy Smith og gef frekari uppl. í síma 001 602 861 0339, fax 001 602 944 5034. fslensk bændagisting á Jótlandi: Spölkom fiá Legolandi Vestan við bæinn Billund á Jót- landi er að finna íslenska bændagist- ingu. Hjónin Bjami og Bryn- dis hafa rekið gistihús- ið í gömlum sveitabæ undanfarin þrjú sumur. íslendingar hafa verið í mikl- um meirihluta gestanna en boðið er upp á gistingu I herbergjum með 3 til 6 rúmum. Ungir sem aldnir geta notið lífsins í þessu ró- lega umhverfl en aðeins sex kíló- metrar era til Legolands, 20 kíló- metrar til ljónagarðsins Givskud og 30 kílómetrar til Törring Actionpark, svo nokkur dæmi um afþreyingu séu nefhd. Rúmir 100 kílómetr- ar era til þýsku landamær- anna og 270 til Kaup- mannahafnar. Boðið er upp á rúmföt, handklæði og morg- unverðarhlaðborð og þeir sem gista lengur en eina nótt hafa frían aðgang að þvottavélum, útigrilli og eldunaraðstöðu. Upplýsingar er að fá í síma 45 2033 5718 og á slóðinni www.come.to/billund á Netinu. Jóhann Hannó Jóhannsson lögg. bifreiðasali Sigri&ur Jóhannsdóttir, lögg. bifreiðasali Fri&björn Kristjónsson, sölufulltrúi Jóhann M. Ólafsson, sölufulltrúi tngi Þór Ingólfsson, sölufulltrúi Kristján Örn Óskarsson, sölufulltrúi EVRÓPA Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Opnum kl. 8:30 ,TAKN UM TRAUST' Sími 581 1560 Subaru Forester CS, skr. '98,2000 cc, ssk., ekinn 18 þús. km, m/öllu. Verð 2.250.000. Tilboð 1.990.000. BMW 316i, skr. '96,5 g., topplúga. Verð 1.790.000. VW Polo 1,4«, skr. '98, ekinn 6 þús. km, álf. Verð 1.090.000. Volvo 540 2000 cc, skr. '97, ekinn 15 þús. km, ssk. Verð 2.150.000. Volvo 850 GLE, skr. '96, 2000, ssk., aksturstölva, sóll., spoiler, álf., leðurinnr. o.fl. Verð 2.490.000. GMC Jimmy SLT 4,3, skr. '95, ssk., m/öllu. Verð 2.890.000. Volvo 850 3E, 2500 cc, station, skr. '95, ekinn 60 þús. km, ssk., toppl., tölva, loftkæling o.m.fl. Verð 2.390.000. M. Benz E 220, skr. '96, ekinn 130 þús. km, fallegt eintak. Verð 3.550.000. Toyota Hi Lux d/c dísil, skr. '98, aukadekk + felgur, ekinn 18 þús. km. Verð 2.890.000. EVRÓPA-BÍLASALA býður nú fyrst bílasala upp á sölumeðferð fyrir þig sem þarft að selja bílinn þinn. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hafðu samband við sölumenn okkar strax, fáðu upplýsingar og skáðu bílinn í meðferð. Við vinnum fyrir þig. Opið alla daga Sími 581 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.