Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. -----------1»------------------------------------------------- Orninn er enn ofsóttur Skýring er fundin á því, hversu hægt gengur að forða íslenzka haferninum frá útrýmingarhættu. Margir telja sig þurfa að launa honum lambið gráa og sumir láta verkin tala. Nú síðast hefur æðardúnsheildsali brennt hreiðurhólmann Arnarstapa í landi Miðhúsa. í greinargerð sinni segist brennumaður ekki mundu syrgja að sjá síðasta örninn við hliðina á geirfuglinum. Hætt er þó við, að þýzkir dúnkaupendur verði hvefsnir, ef atferli íslenzkra dúnsala kemst í hámæli þar ytra. Af því geta hlotizt eftirmál, sem fara úr böndum. Dúnn er á undanhaldi á erlendum markaði. Af þriggja tonna framleiðslu síðasta árs er eitt tonn ennþá óselt. Samt hefur verðið fallið úr 45 þúsund krónum á kíló í 37 þúsund krónur. Það eru því önnur atriði en örninn, sem hamla gegn arðsemi dúntekju hér á landi. Á þessum áratug hafa um 40 arnarpör verpt á ári að meðaltali. Fyrir rúmri öld verptu hér yfir 150 pör á ári og var dúntekja þó meiri og brýnni atvinnuvegur í þá daga heldur en hún er núna. Við eigum því langt í land að koma arnastofninum upp í eðlilegt jafnvægi. Formlega séð er örninn friðaður og bannað að brenna sinu á varpstöðvum hans. Sektir eru þó svo lágar, að þeir, sem telja örninn spilla lifibrauði sínu, munu líta á þær sem hvern annan herkostnað. Þess vegna brenna þeir sinu í gamalkunnum varpstöðvum arnarins. Marklaust er að hafa lög, sem segja eitt, en meina ann- að. Ef þjóðin vill forða erninum frá ofsóknum hagsmuna- aðila, verður hún að fá sett strangari lög um friðun og margfalt þyngri ákvæði um refsingar. Við getum látið brunann í Arnarhólma marka tímamót. Stundum gerast þeir atburðir, sem fá fólk til að vakna til meðvitundar. Þannig brugðust menn ókvæða við um allt land, þegar Landsvirkjun drekkti Fögruhverum í sumar. Þá var sagt: Aldrei aftur. Nú hrukku menn aftur við, þegar dúnsalinn brenndi Arnarhólma. Haförninn er hluti af sjálfsvirðingu þjóðar, sem hefur lært lexíu síðasta geirfuglsins. Hann er sérstæður hluti íslands og þeirrar ímyndar landsins, sem væntanlega gerir ferðaþjónustu að íjárhagslega mikilvægasta at- vinnuvegi þjóðarinnar á fyrsta áratugi nýrrar aldar. Við þurfum að koma arnarstofninum aftur upp í rúm 150 varppör. Dúnbændur og dúnsalar munu eftir sem áð- ur geta framleitt allan þann dún, sem markaðurinn kær- ir sig um og vill borga sómasamlega fyrir. Þeir verða bara að lifa við örninn eins og forfeður okkar. Um áratuga skeið hefur ríkt hér eins konar óöld í sam- skiptum þjóðarinnar við náttúru landsins. í nærri öllum tilvikum hafa meintir sérhagsmunir verið látnir njóta vafans og verðmæti umhverfis okkar verið skert. Fyrir löngu er orðið tímabært að snúa þessu við. Við þurfum að hindra, að bændur reki sauðfé sitt á nýgræðinginn á söndum Mývatnsöræfa. Við þurfum að stöðva frekari hamfarir Landsvirkjunar á hálendinu. Við þurfum að stöðva ofsóknir dúnsala gegn hafernin- um. Við þurfum að meta umhverfið til verðs. Innan áratugar verður ferðaþjónusta, sem einkum byggist á sérkennilegu og lítt röskuðu umhverfi, stærri og tekjudrýgri atvinnuvegur en núverandi höfuð-at- vinnuvegir þjóðarinnar. Við höfum beina hagsmuni af því að fara að taka til í garðinum okkar. Örninn verpir ekki í Arnarhólma við Miðhús á Barða- strönd á þessu sumri. Við skulum láta örlög hans verða til að efla friðun arna um allan helming. Jónas Kristjánsson Rússar og Kosovo Þótt sjónarmið Rússa og NATO- rikjanna hafi nálgast í Kosovo-deil- unni er pólitísk lausn ekki enn i sjón- máli. Utanríkisráðherrar átta iðnríkja heims komust að samkomlagi á fimmtudag um að senda alþjóðlegar öryggissveitir með þátttöku Samein- uðu þjóðanna til Kosovo. En Rússar hafa sett það skilyrði að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, leggi blessun sína yfir þátttöku NATO- þjóða. NATO hefur hins vegar lýst þvi yfir að loftárásum verði haldið áfram þangað til Milosevic gengur að skil- yrðum bandalagsins. Fátt hefur vakið eins mikla reiði í Rússlandi og loft- árásir NATO á Júgóslavíu. Samkvæmt skoðanakönnunum eru 95% þjóðarinn- ar á móti þeim. 63% eru þeirrar skoð- unar að NATO beri ábyrgð á Balkan- stríðinu, 13% kenna báðum aðilum um en aðeins aðeins 6% Serbum. Rússneski sagnfræðingurinn Roy A. Medvedev hefur bent á nokkrar ástæður til þessarar nei- kvæðu afstöðu: 1) Rússum finnist að árásir NATO séu dæmi um valdbeitingu hins sterka gegn hinum veika. 2) Ekki sé verjandi að NATO geti gjöreytt serbneskum iðn- aðarsvæðum með loftárásum á Serbíu án þess að hafa áhyggjur af mannfalli. 3) Trúarleg og söguleg vinabönd tengja Rússa og Serba. 4) Hernaðaraðgerðir NATO séu tilraun Bandaríkjamanna til að sýna að það sé aðeins eitt heimsveldi sem hefur forræði í alþjóðamáium. 5) Vestræn ríki beri ábyrgð á efnahagshruninu í Rúss- landi. Það er ekkert nýtt að Rússar vilji draga úr áhrifum Bandaríkjanna í heimsmálum. Þeir hafa þurft að horfa upp á frekari vöxt og viðgang Bandaríkjanna á þessum áratug meðan þeir urðu sífellt fátækari. Og það eru vita- skuld fleiri en Rússar sem hafa miklar efasemdir um loftárásir NATO. En blinda Rússa á framferði Serba í Kosovo dró lengi vel úr trúverðuleika þeirra. ígor Ivanov utanríkisráðherra gekk svo langt að tala um meintar „þjóðernishreinsanir" Serba í Kosovo. Sú skoð- un er reyndar enn úbreidd í Rússlandi að Kosovo-Alban- ar séu að flýja undan loftárásum NATO en ekki serbneskum hersveitum. hemaðaríhlutun: í fyrsta lagi stendur Kosovo-deilan í beinu samhengi við Balkanstríðin 1991-1995, þegar alþjóða- samfélagið var gjörsamlega óvirkt meðan þjóðernishreinsanir og fjöldamorð áttu sér stað. í öðru lagi er ekki um tilviljanakennt ofbeldi að ræða heldur skipulagðar ofsóknir. Eins og Mark Danner, sem hefur rann- sakað þessi strið, hefur lagt áherslu á má greina fimm stig í aðgerðum Serba í Bosníu og Króatíu sem þeir styðjast nú við í Kosovo: 1) Þorp voru um- kringd. Eftir aö serbneskir íbúar höfðu verið varaðir við og sagt að hverfa á brott vom hafnar stórskota- liðsárásir á íbúðarhús til að hræða þá íbúa sem vom af öðra þjóðemi. Síðan voru sumir íbúanna teknir af lifi og eftir aftökurnar var öðrum íbúum smalað saman á götum úti. 2) Stjóm- málaleiðtogar vora myrtir, sem og aðrir sem hugsanlega gætu tekið við af þeim, eins og lögfræðingar, dómarar, embættismenn, rithöfundar eða kennarar. 3) Vopnfærir karlmenn vora aðskildir frá konum og bömum og eldri karlmönnum. 4) Konur, börn og gamalmenni voru rekin yfir landamær- in. 5) Karlmenn sem voru færir um vopnaburð voru teknir af lífi. Þetta hljómar óhugnanlega kunnuglega. Þrátt fyrir sáttatiiraunir Rússa má gera ráð fyrir því að stríðinu í Júgóslavíu ljúki á vestrænum forsendum. Það hefði átt að leita samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir hemaðaraðgerðum í Júgóslavíu, jafnvel þótt Kinverjar og Rússar hefðu beitt neitunarvaldi. En þótt hemaðaríhlutun í Júgóslavíu hvOi á veikum stoð- um í alþjóðalögum má réttlæta hana í krafti neyðarrétt- ar. Milosevic gerðist brotlegur með því að svipta Kosovo sjáifstjórn og í vopnahléssamningnum í október viður- kenndi hann að Kosovo-deilan væri ekki innanríkismál. Hann ber mestu ábyrgðina á því hvemig komið er á Balkanskaga. Við lausn deilunnar skiptir mestu máli að Milosevic nái ekki að styrkja sig aftur í sessi eins og með Dayton-samkomulaginu 1995. Eriend tíðindi Valur Ingimundarson Bosnía og Kosovo Deila má á vestræn ríki fyr- ir að velja úr þær þjóðir eða þjóðabrot sem þau vilja styðja í neyð og hafna öðrum. En sú staðreynd að Vesturlönd komu ekki í veg fyrir íjöldamorð eða þjóðemishreinsanir í Súdan, Rúanda eða í Krajína-héraði, þegar Króatar tóku héraðið aftur af Serbum, réttlætir eng- an veginn aðgerðaleysi í Kosovo. NATO greip til vopna- valds til að forðast að sagan í Bosníu endurtæki sig. Loft- árásir NATO flýttu fyrir of- beldisverkum Serba. En örygg- issveitir Milosevics voru þeg- ar byrjaðar að reka Kosovo-Al- bana frá heimkynnum sínum og brenna hús þeirra áður en þær hófust. Markmið Milos- evics var að reka alla Kosovo- Albana úr norðurhlutanum og skilja hann frá suðurhlutan- um. Finna má að þeirri ákvörð- un NATO að treysta eingöngu á lofthernað og vilja ekki færa meiri fómir til að hjálpa fóm- arlömbum þjóðemishreinsana Serba. Tvennt má þó aldrei gleymast í umræðunni um Þótt miðað hafi í samkomuiagsátt í Kosovo-deilunni á fundi átta iðnríkja heims í Bonn á fimmtudag er enn ágreiningur um lykilatriði. Rússar og vestrænar þjóð- ir komust að samkomulagi um drög að lausn deilunnar með þátttöku Samein- uðu þjóðanna. Samkvæmt því yrðu sendar öryggissveitir til Kosovo til að gera Kosovo-Albönum kleift að snúa aftur til heimkynna sinna. Enn er þó deilt um skipan liðsins og það skilyrði Rússa að Slobodan Milosevic, leiðtogi Júgóslavíu, fallist á sáttatiliöguna. i$koðanir annarra Slagurinn um Skotland „Skotar hafa tekið stórt skref inn í sögu nútím- ans. Skotar kusu, af frumkvæði Englendinga, til eigin þings. Kosningamar, og úrslitin, eru sterkari vísbending um lýðræði og pólítískan þroska en til- finningaþrungin þjóðaratkvæðagreiðsla um sjáif- stæði hefði getað orðið. Stjórn Verkamannaflokks- ins hefur einnig staðið prófið sem hún lagði fyrir sjálfa sig og þjóðina. Verkamannaflokkurinn verð- ur ekki bara stærsti flokkurinn í Edinborg. Blair hefur einnig tekist að taka annað skref í hinni miklu tilraun sinni til að dreifa valdinu. Þeir sem eiga nú að stjórna frá Edinborg hafa fengiö víðtæk völd yfir atvinnulífi, menntamálum, dómskerfi og heilbrigði smálum. “ Úr forystugrein Aftonbladet 7. mal. Leiöin tll friðar opnuð „Leiðin til friðar hefur verið opnuð en það er eft- ir að yfírstíga margar hindranir. Þetta er staðan eft- ir að Vesturveldin og Rússland hafa náð samkomu- lagi um grundvallaratriðin fyrir lausn deilunnar um Kosovo. Þrátt fyrir að hindranimar séu enn stórar ætti að vera hægt aö komast yfir þær þar sem bæði NATO og Serbía hafa ekki jafn mikinn áhuga á að halda stríðinu áfram og áður.“ Úr forystugrein Aftenposten 6. maí. ÁrangurJacksons „Ferö Jesse Jacksons til Belgrad var árangursrík j í að minnsta kosti tveimur atriðum. Honum tókst að fá lausa þrjá bandaríska hermenn og hann setti ekki úr skorðmn stefnu yfirvalda. Hann hafði ekk- ert umboð frá forsetanum um að semja fyrir Banda- ríkin og þó að hann hefði reynt að koma á framfæri eigin hugmyndum virtust þær ekki hafa áhrif á þá ákvörðun NATO að halda áfram stríðinu." Úr forystugrein Washington Post 4. maí mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.